Morgunblaðið - 20.10.1992, Síða 20

Morgunblaðið - 20.10.1992, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 Hver kjósandi tvö atkvæði: flokk og frambjóðanda eftir Svavar Gestsson Á stofnfundi kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsfélaganna í Reykja- vík, á sunnudaginn var, hreyfði ég þeirri hugmynd að komið yrði á svo- kölluðu tveggja atkvæða kerfí hér á landi. Kerfið byggist á því að hver kjósandi hefur rétt til að greiða tvö atkvæði á sama kjörseðli. Annars vegar getur hann greitt flokki at- kvæði en hins vegar frambjóðanda. Svipuð kerfi hafa verið til annars staðar. Til dæmis í Þýskalandi. En þau hafa verið framkvæmd í ein- menningskjördæmum. Spurningin er sú hvort okkur tekst að fram- kvæma þau þar sem stjómmála- flokkarnir bjóða fram lista með mörgum einstaklingum. Af hveiju nú? Ástæðan til þess að höfundur þessarar greinar setti þessi sjónar- mið fram á stofnfundi kjördæmis- ráðs Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík liggur reyndar í vanda- málum Reykjavíkur. En hin pólitísku vandamál Reykjavíkur eru hins veg- ar stærri nú en um áratuga skeið; atvinnuleysið hefur aldrei verið ann- að eins. Þingmenn Reykvíkinga em 18 talsins. Þeir hafa átt erfítt með að komast að vandamálum Reykjavíkur sem kjördæmisþingmenn. í fyrsta lagi vegna þess hve stórt kjördæmið er miðað við önnur kjör- dærni. í öðm iagi vegna þess að borgar- stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks- ins hefur iokað kjördæminu fýrir þingmönnum kjördæmisins. Það er ekki tilviljun. Það var til dæmis stefna Davíðs Oddssonar að koma í veg fyrir að þingmenn kjördæmisins kæmu nokkum tímann nálægt mál- efnum Reykjavíkur. En í þriðja lagi er ástæðan sú að kosningakerfíð hér gefur í rauninni aðeins kost á því að kjósa flokka. Möguleikar kjósenda til að breyta röð frambjóðenda á einstökum list- um em nánast engir og aðferðin er líka beinlínis neikvæð þar sem hún byggist á því að kjósendur striki út frambjóðendur sem þeim falla ekki í geð. I kosningaaðferðinni samkvæmt gildandi lögum birtast í raun beinar mótsagnir við stjómarskrána af því að þar er byggt á því að þingmenn sitji á alþingi sem fulltrúar sjálfs sín og eigin samvisku; þeir geti ekki borið það fyrir sig í afstöðu til mála að flokkur hafi ákveðið að segja þeim fyrir verkum. Á alþingi séu þingmenn eingöngu bundnir af sam- visku sinni. Þannig em þingmennim- ir kosnir sem hluti af hópi en þegar þeir koma inn á þingið em þeir ein- ungis á vegum sinnar eigin sam- visku. Frumvarp Vilmundar Þegar kosningalögunum var breytt fýrir 10 ámm var mikið fjall- að um það hvemig tryggja ætti að kjósendur gætu haft meiri áhrif á röð frambjóðenda en nú er. Að lokum gáfust flokkamir upp við að leysa þetta verkefni. Það fannst ekki að- ferð til að taka á málinu. Og þar við situr enn. Engar tillögur hafa komið fram sem samstaða hefur myndast um. Kjósendur Reykjavíkur hafa því enn enga þingmenn segja þeir og það er margt til í því ef til dæmis er miðað við þingmenn landsbyggð- arkjördæmanna. Vilmundur Gylfason lagði fram á alþingi fyrir 10 ámm eða svo tillögu um breytingu á kosningalögunum. Þar var gert ráð fyrir því að kjós- andi gæti: a) kosið lista b) kosið einstaklinga; jafnmarga þeim í hveijum kjördæmi og kjósa á og „Þegar kosningalögun- um var breytt fyrir 10 árum var mikið fjallað um það hvernig tryggja ætti að kjósendur gætu haft meiri áhrif á röð frambjóðenda en nú er. Að lokum gáfust flokk- arnir upp við að leysa þetta verkefni.“ c) kosið einstaklinga á fleiri en einum lista. Þessi tillaga Vilmundar náði ekki fram að ganga. Tillagan var hluti af almennri stefnumótun Bandalags jafnaðarmanna, en auk þessa fmm- varps gerði Vilmundur tillögu um að framkvæmdavaldið yrði kosið beinni kosningu með jöfnum at- kvæðisrétti og að algerlega yrði skil- ið á milli framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds. Prófkjör inn í kjörklefana Flokkamir hafa síðan með ýmsum hætti reynt að koma til móts við þau sjónarmið að ekki skuli síður leggja áherslu á menn en flokka. Þannig hafa flestir flokkanna viðhaft ein- hvers konar prófkjör um frágang á framboðslistum sínum. Gallamir við þessi prófkjör flokkanna em hins vegar margir. Megingallinn er sá að prófkjörin fara ekki fram eftir samræmdum reglum, en þau em þó oft borin saman í pólitískri umræðu. Með því að viðhafa kosningakerfi tveggja atkvæða em allir flokkamir við sáma borð. Kjósendur flokkanna em allir við saman borð en ekki aðeins þeir sem em í flokkunum. Þessi aðferð dregur að vísu aðeins úr vægi flokkanna en það er mikið álitamál hvort það samræmist lýð- ræðislegum grundvallarviðhorfum að afhenda flokkunum eins mikið vald yfir einstaklingunum og þeir hafa nú við röðun á framboðslist- ana. Segja má að tillaga mín geri ráð fyrir því að prófkjörin færist inn í kjörklefana. Margir hafa ennfremur bent að til greina geti komið að kjósandinn geti ekki aðeins kosið flokk og mann á sama lista heldur verði kjósandan- um heimilt að kjósa einstakling af allt öðmm lista en þess flokks sem annars er kosinn. Einnig þetta tel ég koma vel til greina. í stjómmálaumræðunni fer oft mikið fyrir einstaklingum. Sumir stjómmálamenn virðast til dæmis þurfa meira á sviðsljósi að halda en pólitískum raunvemlegum athöfn- um. En sömu stjómmálamenn hafa oft lag á því að hlaupa út úr sterku ljósi kastarans á sviðið, í skjól flokks- ins, þegar vinna þarf erfið verk. Sömu stjómmálamenn em óðara komnir fremst á sviðið þegar þeir geta þakkað sér verk sem þeir telja að geti verið sér til framdráttar. Þannig ýtir núverandi kerfi undir hræsni og yfirdrepsskap. Ábyrgð stjórnmálamanna Úr stjómmálaátökum þekkjum við vel dæmi um það að stjómmála- menn hlaupi f skjól flokka. Þetta er hvorki stórmannlegt né heldur sam- rýmist það lýðræðislegum gmndvall- arviðhorfum að hlaupa frá verkum sínum. Þannig geta stjómmálamenn flúið ábyrgð sem þeir eiga að bera. Oft er gagnrýnt hve erfítt sé að koma ábyrgð yfir á stjómmálamenn vegna verka þeirra. Því er þá oft svarað að kjósendur geti komið mönnum frá í kosningum. Það er líka rétt svo langt sem það nær. En aðeins að takmörkuðu leyti; þess vegna líka er nauðsynlegt að gera stjómmálamanninn sýnilegri en nú er í kosningunum þannig að kjósend- Lán gegn atvinnuleysi eftir Inga Björn Albertsson Erlendar skuldir þjóðarinnar em orðnar miklar. Ríkissjóður er stöð- ugt rekinn með halla. Viðskiptajöfn- uðurinn við útlönd er sífellt öfugur. Ríkisumsvif aukast, báknið þenst út og skattar verða hærra hlutfall af þjóðartekjum með hverju árinu. Hver fjármálaráðherrann af öðmm slær met þess sem næstur var á undan og hlýtur við vafasama heiti „Skattkóngur íslands frá upphafi". Þessu til viðbótar er stórfelldur samdráttur og taprekstur í sjávar- útvegi. Atvinnufyrirtæki og heimili verða fleiri og fleiri gjaldþrota og atvinnuleysi vex með hveijum deg- inum. Óáran í framleiðsluatvinnu- greinum landsmanna hefur keðju- verkun í för með sér þannig að sam- dráttur herjar á atvinnulífið í heild, kaupmát.tur flestra landsmanna fer minnkandi og óvissan vex. Þetta er hin ófagra mynd sem blasir við. Menn éta ekki lága verðbólgu Einu góðu fréttirnar em þær að verðbólga er nær engin orðin eftir tvenna þjóðarsáttarsamninga sem aðilar vinnumarkaðarins hafa gert og komið hafa núverandi og fyrrver- andi nkisstjórnum til góða við störf sín. En atvinnulaust fólk étur ekki lága verðbólgu þó hún sé mjög til bóta. Og kjami málsins er sá að það allra versta af öilu vondu sem dunið getur yfír Islendinga er atvinnu- leysi. Stjómmálamenn þurfa að ná sameiginlegum skilningi á því, þann- ig að unnt sé að ná samstöðu um þau úrræði gegn atvinnuleysi sem verða nú að fá forgang í stjómmála- umræðu íslendinga. Ég geri mér grein fyrir þeim mikla vanda sem við er að fást og ekki hvet ég til að gert sér lítið úr hon- um. En mér þykir ríkisstjórnin engu að síður föst í nokkrum gmndvallar- setningum sem ekki virðast mega víkja frá. Þá er ég að tala um stefnu stjórnarinnar um að beija niður fjár- lagahallann og að auka ekki meira á skuldabyrði ríkisins en orðið er. Fjárlagahalli er vondur og skulda- fen er böl. En atvinnuleysið er verst af öllu. Bæði vegna þeirra sem í því lenda og eins fyrir þjóðfélagið í heild vegna keðjuverkana sem lama at- vinnulíf, viðskipti og framkvæmda- vilja fólks út um allt þjóðlífið. Arðsamar framkvæmdir Þess vegna má ríkisstjómin ekki festa sig í upphrópunum. Hún verð- ur að skilja að neyðarástand nú krefst þess að atlagan gegn skulda- söfnun ríkisins verður að taka lengri tíma. Nú verður að fara fram af meiri mýkt. Nú verður að taka lán gegn atvinnuleysi. Það er ekkert ábyrgðarleysi ef lánunum er varið skipulega til arðsamra framkvæmda sem hvort sem er þarf að ráðast í á næstu árum. Nú þarf að flýta þessum framkvæmdum í þeim til- gangi að spoma gegn atvinnuleysi. Ég er ekki að mæla með erlendum lántökum til rekstrar á ríkisbákninu. Ég er að mæla með, sem neyðarráð- stöfun, innlendum eða erlendum lán- tökum til framkvæmda. Nefna má hugmynd, sem fram kom í byijun þessa árs, um tvöföldun Reykjanes- brautarinnar, stórframkvæmdir við „Þjóðin gerir þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún snúist nú þegar til vamar gegn atvinnu- leysi og takist á við vandann. Markmið um að ráðast gegn skulda- söfnun verður að upp- fylla á lengri tíma. Ráð- stafanir til að bæta hag sjávarútvegsins og til að efla framkvæmdir verða að hafa forgang, það verður að gefa þjóðinni von.“ vegakerfi á höfuðborgarsvæðinu, sem eru kostaðar af ríki og sveitarfé- lögum og aðrar áþreifanlegar fram- kvæmdir sem verður að ráðast í á næstu árum. Einnig kemur til greina að gera stórátak í viðhaldi og endur- bótum opinberra mannvirkja sem því miður eru víða að grotna niður vegna ijárskorts. Nú er hægt að fá iðnaðarmenn til að vinna þessi verk. Það er erfitt í þenslu, eins og reynsl- an sýnir. Þess vegna á að grípa tækifærið núna og auka viðhald og verðmæti ríkiseigna samhliða því sem atvinnuástand iðnaðarmanna væri bætt. Þær raddir heyrast oft að ekki sé hægt að una við _ fjárlagahalla ríkisins ár eftir ár. Ég hef viljað trúa því að það væri rétt ályktað. En þá spyr ég: Hvers vegna íhuga Bandaríkjamenn að auka fjárlaga- halla sinn í þeim tilgangi að hleypa lífi í atvinnulífið þar í landi og styrkja stöðu dollarans? Gott væri að fá svör sérfræðinga við þessu. Kann að vera að menn hrópi varnar- orð eins og „engan fjárlagahalla" án þess að vita hvað þeir eru að tala um. Hvað er óhætt að skulda mikið? Er jafnvel hugsanlegt að stjórn- völd séu að taka sig og þjóðina á taugum með því að tala sífellt um þessa miklu skuldasöfnun ríkisins? Hvað er óhætt að skulda mikið? Þessari spumingu svarar Sigurð- ur B. Stefánsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri VIB, f grein í Morgunblaðinu 15. október sl.: „Það kann að koma nokkuð á óvart við fyrstu sýn að í hagfræði er ekki að finna nein skýr eða al- menn svör við spumingunni hve mikið óhætt sé að skulda." í grein Sigurðar kemur fram að erlendar skuldir íslendinga'sem hlut- fall af útflutningstekjum eru nú svipaðar því sem mest hefur verið á undanfömum árum. Hæst hefur þetta hlutfall verið árin 1982, 1984, 1989 og núna. Það hefur samt ekki orðið nein grundvallarbreyting til hins verra á þessu ári frá því sem verið hefur á seinni árum, eins og ætla mætti af þeirri umræðu sem fram fer. Erlendar skuldir íslend- inga sem hlutfall af útflutningstekj- um em mjög sveiflukenndar, ekki síst vegna þess hve útflutningstekj- umar eru sjálfar sveiflukenndar. Þjóðin gerir þá kröfu til ríkis- stjórnarinnar að hún.snúist nú þegar til vamar gegn atvinnuleysi og tak- Svavw Gestsson um gefist ekki aðeins kostur á því að meta pólitísk viðhorf heldur einn- ig einstök verk/verkleysi frambjóð- andans. Eftir að ég hafði hreyft þessari hugmynd á stofnfundi kjördæmis- ráðs Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík hef ég orðið var við að þessi hugmynd á mikinn hljóm- gmnn. Fjöldi fólks hefur lýst áhuga á málinu og stuðningi við hugmynd- ina. Hugmynd af þessu tagi verður hins vegar aldrei að veruleika fyrr en eftir talsverðar umræður. Þess vegna er þessi blaðagrein einmitt skrifuð — til að ýta undir umræður og hvetja fólk til þess að hugsa málið og kannski sérstaklega til að velta því fyrir sér með hvaða hætti þessu verður best fyrir komið. Hér verður ekki gerð grein fyrir útfærslu einstakra hugmynda í þessu efni að sinni, en á næstunni mun ég flytja á alþingi tillögu um þessi mál til frekari umræðu og von- andi til ákvörðunar alþingis. Hugs- anlegt er að unnt sé að breyta þessu ákvæði kosningalaganna án þess að breyta um leið kosningaákvæðum stjómarskrárinnar. Það yrði brota- minna og einfaldara og því líklegra til þess að málið nái fram að ganga. Höfundur er níundi þingmaður Reykvíkinga. Ingi Björn Albertsson ist á við vandann. Markmið um að ráðast gegn skuldasöfnun verður að uppfylla á lengri tíma. Ráðstafanir til að bæta hag sjávarútvegsins og til að efla framkvæmdir verða að hafa forgang, það verður að gefa þjóðinni von. Ríkisstjómin verður að hefjast handa Taki ríkisstjómin ekki umsvifa- laust forustu í þessum efnum, munu aðrir taka við fomstuhlutverkinu sem ríkisstjórninni er ætlað. Ég fæ ekki betur séð en verkalýðsforustan, vinnuveitendur og stjórnarandstað- an hvetji til þjóðarátaks og að allir leggist á eitt gegn atvinnuleysi. Bregðist ríkisstjómin ekki strax við, munu aðilar vinnumarkaðarins og aðrir leysa hana af hólmi. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Rcykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.