Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAfilÐ ÞRIEUUPAGUR 20. OKTÓBER 1992 \> 2BS Meira af sparnaði sjúkrahúsanna eftír Guðlaugu Björnsdóttur, Hrönn Ottósdóttur og Kristján Sigurðsson Undanfarnar vikur hefur hver greinin á fætur annarri birst í Morg- unblaðinu þar sem fjallað er um 450 m.kr. sparnað í rekstri Borgarspítal- ans á fyrstu átta mánuðum ársins. Þar hefur komið fram að sparnaður- inn er fyrst og fremst rakinn til þess að, fyrr á árinu tók Borgarspítalinn yfir bráðavaktir Landakotsspítala gegn 200 m.kr. fjárveitingu. Kostn- aðurinn við að veita þessa sömu þjón- ustu áfram á Landakoti var áætlaður 530 m.kr. á ári sem augljóslega er of hátt mat. Svo dæmi sé tekið má reka öldrunarlækningadeildir Land- spítalans í Hátúni í tvö og hálft ár fyrir 530 m.kr. eða framkvæma 640 hjartaaðgerðir. Umræðan um flutning bráðavakta frá Landakoti stóð sem hæst í byrjun ársins. Þá skiptust bráðavaktir þann- Fjöldi bráðadagaAvakta Landspítali 139 Landakotsspítali 86 Borgarspítali 139 Samtals 365 Að meðaltali innritast 45 sjúkling- ar á hverja bráðavakt. Um það bil helmingur þeirra er lagður inn á sjúkrahúsið en hinir eru sendir heim samdægurs eftir viðeigandi meðferð. Þegar flutningur á bráðavöktum stóð fyrir dyrum gerði starfsfólk Rík- isspítala áætlun um hvað það kost- aði Landspítalann að taka yfir þessar 86 vaktir. Niðurstaðan varð sú að vaktakostnaður myndi í öllum tilfell- um hækka um 67 m.kr. en legukostn- aður í hæsta lagi um 200 m.kr. á ári og eru þá bráðavaktir fyrir börn meðtaldar. Gera verður skýran greinarmun á því hvort bráðasjúklingar eru hrein viðbót við starfsemi sjúkrahússins eða ekki. Sjúkrahúsið tekur við ákveðnum fj'ölda sjúklinga af biðlista á hverju ári. Ef sjúklingar af biðlista þurfa að víkja fyrir bráðasjúklingum reiknast enginn viðbótarlegukostn- aður. Ef hins vegar þessir bráðasjúkl- ingar eru hrein viðbót við sjúklinga- fjölda sjúkrahússins verður að reikna legukostnað að fullu. Af ofangreindu má ljóst vera að kostnaður við þess- ar 86 bráðavaktir getur verið á bilinu 67 til 267 m.kr. eftir því við hvað er núðað í útreikningnum. I Morgunblaðinu sl. föstudag kom fram í grein Árna Sigfússonar, for- manns stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkur, að áætlaður kostnaður Borgarspítalans við að taka yfir bráðavaktir Landakots væri um 230 m.kr. Borgarspítalinn fékk hins veg- ar 200 m.kr. til að sinna þessari þjón- ustu. Sýni útreikningar þegar árið er liðið að Borgarspítalanum hafi tekist að sinna þessari þjónustu fyrir 200 m.kr. hefur hann sannanlega sparað 30 m.kr. Það er því með öllu óraunhæft að Borgarspítalinn geti í sparnaðarútreikningum sínum miðað við þessa 530 m.kr. áætlun. Komi það í ljós, sem enn er ósannað, að þessar vaktir hafi verið dýrari á Landakoti en á Borgarspítala verður að telja þann sparnað sem myndast við flutninginn heilbrigðisráðherra til tekna. I fyrrnefndri grein býður formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkur fram aðstoð sína við hagræðingar- verkefni sem hann telur vera fram- undan á Ríkisspítölum. Við undirrit- uð teljum okkur lítið geta af honum lært ef hann ætlar að halda áfram að byggja útreikninga sína á hag- fræði bílstjórans sem ók yfir á rauðu ljósi og taldi sér til tekna 7.000 krón- ur því lögreglan náði ekki til hans. Höfundar eru viðskiptafræðingar á Ríkisspítölum. Konur og EES eftir Valgerði Bjarnadóttur Útúrsnúningar andstæðinga samningsins um Evrópskt efnahags- svæði gefa almenningi rangar hug- myndir um afleiðingar hans. Eitt dæmi um þetta er sú fullyrðing að fyrirtækjaskattur muni lækka vegna samningsins. í kjölfarið muni sam- eiginlegir sjóðir minnka og velferð- arkerfíð dragast saman. Konur hafa sérstaklega áhyggjur af þessu því enn er það svo að hlutir eins og bar- nagæsla og samfelldur skóladagur eru taldir koma konum meira við en körlum. Samningurinn um Evrópská efnahagssvæðið fjallar hins vegar ekkert um skattlagningu fyrirtækja né aðra skattlagningu á Islandi. Framvegis sem hingað til verða allar ákvarðanir í þeim efnum á hendi Alþingis. Einnig er fullyrt að EES sé ekki gott fyrir konur, af því að konur eru .í láglaunastörfum og þeim mun ekki fjölga til jafns við störf sem krefjast sérfræðiþekkingar. Konur í láglauna- störfum og EES eru alls óskyld mál. Ójöfn staða kvenna og karla á sér allt aðrar rætur og kemur EES ekkert við. Atvinnulíf er undirstaðan Öflugt atvinnulíf er undirstaða atvinnu, lífskjara og velferðarkerf- isins á íslandi. Kostnaður við velferð- arkerfið er greiddur úr sameiginleg- um sjóðum þjóðarinnar, sjóðum sem fólk og fyrirtæki greiða til með skött- um sínum. Ef atvinnulífið er ekki öflugt missir fólk vinnuna. Lífskjörin versna og velferðarkerííð hrynur vegna þess að enginn greiðir til þess. Islensk fyrirtæki eru í samkeppni við erlend fyrirtæki. Flugleiðir keppa við SAS um farþega milli annarra Norðurlanda og Islands. Sápugerðin Valgerður Bjarnadóttir „Konur í láglaunastörf- um og EES eru alls óskyld inál. Ójöfn staða kvenna og karla á sér allt aðrar rætur og kemur EES ekkert við." Frigg keppir við Dixan og Lakkrís- gerðin við Bassets um lakkrísfíkla þjóðarinnar. Ef skattar á íslensku fyrirtækin • eru hætti en gerist hjá keppinautum þeirra þá er samkeppnisstaða þeirra verri sem því nemur. Ef skattur á íslensku fyrirtækin eru á hinn bóginn lægri en hjá keppinautunum er hún betri sem því nemur. Það er því eðli- legasti hlutur í heimi að fyrirtæki krefj'ist lægri skatta. Vel má rökstyðja að lægri skattar fyrirtækja leiði til aukinnar velferðar, bæði fyr- ir konur og karla. Höfundur er viðskiptafræðingur og starfar i Briissel. 2l vetrardekkjum frá IMOKIA FRAMLEIDD í FiNNLANDI Frábært vetrarmynstur. Gerið verð- og gæðasamanburð. Nokia dekkin eru framleidd í Finnlandi þar sem veturinn er jafnvel harðari en á Islandi. ^Þar hafa þau reynst frábærlega og verið þekkt fyrir einstakt veggrip í snjó og hálku. Gerið verðsamanburð NOKI A MICHELIN 155R13 3.798.- 155R13 5.286.- 175/70R 13 4.374.- 175/70R13 6.612.- 175/65R 14 4.680.- 175/65R 14 7.349.- 185/70R 14 4.980.- 185/70R 14 7.813.- 185/65R15 5.760.- 185/65R15 8.021.- * Skv. upplýsxngum frá Dekkjahusinu. Vetð nriðasi við 6neg\d dekk en þau eru neglanlcg. fA)ÍAM8.SÍ»l91-*8i8 7«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.