Morgunblaðið - 20.10.1992, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSiaPn/fllVINNULÍF
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992
Verdbréf
Samnorrænn verðbréfa-
markaður á næsta ári
Stefnt er að því að koma á sam-
eiginlegnm verðbréfamarkaði á
Norðurlöndum á næsta ári, sem
myndi þá starfa samhliða mörk-
uðunum í hveiju landi. Var þetta
samþykkt á fundi yfirmanna
kauphallarmarkaðanna norrænu
fyrir skömmu en Danir segjast
ákveðnir í að gangast sjálfir fyr-
ir stofnun samnorræns verð-
bréfamarkaðar verði ekki af
þessari fyrirætlan.
Nefnd, sem vinnur að því að
skipuleggja starfsemi markaðarins,
á að skila af sér í janúar en Danir
leggja áherslu á, að markaðsstofn-
unin dragist ekki úr hömlu og segja,
að verði ekki brugðist við hart
muni einkafyrirtækin taka frum-
kvæðið í sínar hendur. Þess vegna
ætlar kauphöllin í Kaupmannahöfn
að hrinda áætluninni í framkvæmd
upp á eigin spýtur fari samstarfið
út um þúfur.
Danir standa vel að vígi með
COSI-kerfið, upplýsingakerfi, sem
gerir verðbréfasölum kleift að bjóða
í eða kaupa bréf, hvort sem er á
norræna eða alþjóðlega markaðin-
um. Eins og nú háttar eru tiltölu-
lega lítil verðbréfaviðskipti milli
Norðurlandanna en það á breytast
með sameiginlega markaðinum. Ef
allt gengur eftir á samnorræni verð-
bréfamarkaðurinn að taka til starfa
seint á næsta ári.
Gengi
Búast við 5-10% gengis-
fellingu krónunnnar
Í fréttabréfi breska ráðgjafar-
fyrirtækisins Corportate Treas-
ury Consultants segir að ís-
Morgunblaðið/Ámi Helgason
FERJA — BreiðaQarðarfeijan Baldur fór 420 ferðir á sl. ári. Sam-
tals voru fluttir um 7.300 bílar og um 25 þúsund farþegar.
Ferjurekstur
Tap á rekstri Baldurs hf.
Stykkishólmi.
AÐALFUNDUR feijunnar Baldurs hf. var haldinn í sl. mánuði í
Stykkishólmi. Var þetta aðalfundur ársins 1991 sem er fyrsta heila
árið eftir að feijan hóf siglingar um Breiðafjörð. Mættir voru hluthaf-
ar fyrirtækisins og af hálfu ríkisins Ólafur Steinar Valdemarsson,
ráðuneytissljóri í samgönguráðuneytinu.
Lagðir voru fram reikningar yfir
rekstur ársins sem sýndu yfir 8
milljóna króna halla í rekstrinum.
Ferðir voru um 420 yfír árið. Sam-
tals voru fluttir um 7.300 bílar og
um 25 þúsund farþegar.
Var talsvert rætt um rekstur fé-
ÖRYGGIS OG
GÆSLUKERFI
FRÁ ELBEX
lagsins og einkum um hvemig hægt
væri að gera hann ódýrari án þess
að minnka þjónustuna en reksturinn
er sífellt í endurskoðun, segir fram-
kvæmdastjóri.
Stjóm félagsins skipa Bjami
Hákonarson, Haga, Bæring Guð-
myndsson, Stykkishólmi, og Stefán
Skarphéðinsson, Patreksfirði. Full-
trúar ríkisins vom tilnefndir Haf-
steinn Guðmundsson og Ingvi Har-
aldsson. Endurskoðendur em Vig-
fús Gunnarsson löggiltur end-
urskoðandi og Davíð Sveinsson.
Framkvæmdastjóri er Guðmundur
Lámsson. - Ámi
LOFTVERKFÆRI
SPARIÐ TÍMA FÉ
OG FYRIRHÖFN
og skapið öruggari
vinnu og rekstur með
ELBEX sjónvarpskerfi.
Svart hvítt eða í lit,
úti og inni kerfi.
Engin lausn er of
flókin fyrir ELBEX.
Kynnið ykkur möguleikana.
Einar Farestveit & co hf.
Borgartúni 28, sfmi 91-622900
ARVfK
ARMÚtl < - REYKJAVlK - SlMI SS7222 -TELEFAX U729S
lenska ríkisstjórnin vilji halda í
stöðugleika krónunnar og lága
verðbólgu á næstu 6 mánuðum.
Hins vegar sé hagkerfið veik-
burða og kvótaniðurskurður og
minnkandi samkeppnishæfi á
vissum mörkuðum muni hafa
áhrif á útflutninginn. I tímarit-
inu er talið að þessir þættir
muni vera líklegir til að leiða
5-10% gengisfellingar snemma
árs 1993.
Fréttabréfið, Currency and Int-
erest Rate Outlook, kemur út á
nokkurra vikna fresti og farið er
yfir þróun og spár um helstu
gjalmiðla heims. í sérstökum kafla
um íslensku krónuna segir að
vextir ættu að lækka eitthvað
frekar á næstu mánuðum en eftir
það sé líklegt að þeir haldist stöð-
ugir eða hækki eitthvað aðeins.
Gert er ráð fyrir að verðbólgan
verði áfram lág, væntanlega á bil-
inu 2-3% á næstu 6 mánuðum.
Verðbólgan gæti jafnvel lækkað
eitthvað á næstunni, jafnvel í 2,5%
áður en hún hækkar aftur.
TOLVUBOKAKLUBBUR —Fyrsta bók mánaðarins er
Word tölvunám, sem kemur út á morgun föstudag. Á myndinni eru
aðstandendur tölvuklúbbsins, Matthías Magnússon og Sigurbjörg Ár-
sælsdóttir.
Tölvur
Bókaútgáfan Aldamót
stofnar tölvubókaklúbb
Bókaútgáfan Aldamót hefur
stofnað bókaklúbb, sem mun
bera heitið Tölvubókaklúbbur-
inn. Meðlimur klúbbsins munu
fá tölvubækur bókaútgáfunnar
á sérstöku verði, sem mun vera
u.þ.b. 20% lægra en í verslunum
að sögn Matthíasar Magnússon-
ar hjá Aldamótum.
Að sögn Matthíasar er ein af
ástæðunum fýrir stofnun klúbbs-
ins sú að töluvert hefur verið um
að fólk sem einu sinni hefur keypt
tölvubók frá útgáfunni kaupi
seinna fleiri. „Auk þessa hefur
grundvöllur fyrir klúbbi skapast
með sívaxandi fjölda tölvubóka frá
útgáfunni. Meðlimir klúbbsins
geta valið úr 8 tölvubókum áður
Greiðslumiðlun
Kreditkort umboðsaðili
Europay International
í byijun september sameinuðust
fyrirtækin Eurocard Internat-
ional S.A. og Eurocheqe Inter-
national S.C. í nýju fyrirtæki,
Europay International S.A.
Kreditkort hf. er umboðsaðili
nýja fyrirtækisins hér á landi.
í frétt frá Kreditkortum kemur
fram að Europay International
mun veita evrópskum bönkum al-
hliða greiðslumiðlun frá einum
stað til annars t.d. varðandi tékka-
ábyrgð, hraðbanka, debetkort og
rafræn greiðslukerfi auk kredit-
kortaþjónustu. Stefnt er að því að
auðvelda alþjóðlega greiðslumiðl-
un með notkun viðurkenndra
staðla og vinnubragða og korthöf-
um verður boðinn aðgangur að
stærsta hraðbankaneti Evrópu og
fjölda viðtökustaða. Þá mun fyrir-
tækið veita bönkum og viðskipta-
vinum þeirra fjölþætta tækniþjón-
ustu og tryggja með því öryggi
og trúnað varðandi einstakar
greiðslufærslur.
★ Pitney Bowes
Frímerkjavelar og stlmpllvélar
Vélar til póstpökkunar o. fl.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholli 33 • 105 Reykjavík
Simar 624631 / 624699
Tölvubúnaður
EJS í sam-
vinnu við
CAD-kerfið
EJS og fyrirtækið CAD-
kerfið hafa tekið upp sam-
starf um kynningu og
kennslu á tölvubúnaði fyrir
arkitekta, byggingarverk-
fræðinga og rafmagnsverk-
fræðinga.
í fréttatilkynningu segir að
CAD-kerfið hafi söluumboð
fyrir SPIRIT sem sé mest
selda arkitektakerfi í Þýska-
landi og hönnunarkerfið
ELCAD sem sé sérstaklega
ætlað fyrir hönnun á sviði raf-
magns- og stýritækni.
Olafur Mýrdal hjá CAD
kerfinu mun standa fyrir
kynningum og námskeiðum á
báðum þessum kerfum í húsa-
kynnum EJS.
en þetta ár er liðið og þar af 6
um forrit í Windows búningi.“
Tölvubókaklúbburinn mun vera
starfræktur þannig að í boði verð-
ur bók mánaðarins en hún verður
aðeins send til þeirra sem panta.
Til þess að ganga í klúbbinn þarf
viðkomandi að kaupa eina bók og
tryggir það honum aðild í eitt ár.
Hver greidd pöntum framlengir
aðildina um ár í viðbót.
Bílar
Nýstárleg
nmrkaðssctn-
ing Volvo
VOLVO 850 var kynntur í fyrsta
skipti á _ íslandi fyrr í þessum
mánuði. í frétt frá Brimborg seg-
ir að við hönnun og þróun á
Volvo 850 hafi Volvo samsteypan
gífurlega lagt mikið undir og
verkefni sé stærsta iðnþróunar-
verkefni frá upphafi í Svíþjóð.
Til þess hafi verið varið 170 millj-
örðum króna.
Við kynningu á Volvo 850 GLE
var tekin upp sú ákvörðun að nýta
aðferðir beinnar markaðsfærslu í
meira mæli en áður. Brimborg lagði
t.d. mikla vinnu í að kanna ná-
kvæmlega stærð væntanlegs mark-
hóps og hann flokkaður upp eftir
þvi hversu erfitt var talið að ná til-
hvers hóps fyrir sig. Síðan var og
verður kynningarefni dreift á hvern
hóp fyrir sig og áhersla lögð á að
aðlaga það hveijum hóp eftir sér-
kennum hans.
I fréttinni segir jafnframt að ár-
angurinn hafí ekki látið á sér standa
og rúmlega 20 bílar hafi verið seld-
IJ.JIII.l.l
Upplýsingar
um lífeyris-
sjóði úr Vís-
bendingu
Á forsíðu viðskiptablaðsins í sl. viku
voru upplýsingar um rekstur lífeyr-
issjóða árið 1991. Þess var ekki
getið að upplýsingarnar voru fengn-
ar úr Vísbendingu, vikuriti um við-
skipti og efnahagsmál, sem Kaup-
þing gefur út. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.