Morgunblaðið - 20.10.1992, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992
Sólanín o g
grænar kartöflur
eftir Sigurgeir
Olafsson
í þættinum „Neytendamál", sem
birtist í Morgunblaðinu þ. 8. október
sl., skrifaði Margrét Þorvaldsdóttir
um meðferð á kartöflum og fjallaði
sérstaklega um grænar kartöflur.
Umfjöllun hennar var með þeim
hætti að ég óttast að margir sem
lásu þessa grein þori nú vart að
borða kartöflur og væri það mjög
miður því í þeim manneldismarkm-
iðum sem Manneldisráð íslands birti
fyrir nokkrum árum er hvatning til
aukinnar _ neyslu á þessari hollu
matjurt. Eg ætla því að segja les-
endum blaðsins það sem ég veit
sannast um þessi mál.
Plastpokar og smælki
Ég get tekið undir ýmislegt sem
fram kemur í grein Margrétar. Ekki
tek ég neina afstöðu til þess hvort
kartöflur þær sem nú eru til sölu
eru góðar eða slæmar þar sem ég
hef ekki kynnt mér það sérstaklega.
Hins vegar nefnir hún plastpoka,
blautar og súrar kartöflur og
smælki. Heilbrigð skynsemi segir
okkur að kartöflur eigi ekki að
bleyta, setja síðan í plastpoka og
geyma við 20 stiga hita í verslunum
eða heima hjá kaupanda. í rauninni
getum við ekki gert þá kröfu til
kartöflunnar að hún haldist
óskemmd þegar þannig er farið með
Héraðsfundur Reykjavíkurpróf-
astsdæmis vestra var haldinn í Sel-
tjamarneskirkju laugardaginn 3.
október. Tíu sóknir eru í prófasts-
dæminu og er héraðsfundur aðal-
fundur þess þar sem skýrslur próf-
astsdæmisins eru lagðar fyrir og
'fjárhagsáætlanir afgreiddar.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, pró-
fastur, mælti fyrir ályktun um
nauðsyn þess að hlúa að einstakl-
ingum sem missa atvinnu. Hann
benti á starf kirkjunnar í Finnlandi
þar sem kirkjunnar menn hafa kom-
ið upp nokkurs konar verkstæðum
fyrir atvinnulausa, bjóða upp á
vinnu, mat og aðstoð, t.d. sálgæslu,
og að greiða úr erfiðum fjármálum,
Lagði prófastur fram eftirfarandi
ályktun:
„Héraðsfundur Reykjavíkurpróf-
astsdæmis vestra, haldinn í Sel-
tjarnameskirkju 3. október 1992,
vekur athygli á þeim vanda sem
skapast á heimilum og í lífi einstak-
linga við atvinnuleysi. Bendir fund-
urinn á nauðsyn þess að kirkjan
hana. Á kartöfluhýðinu eru loftaugu
og um þau er opin leið inn í kartöfl-
una. Þegar kartaflan er bleytt
myndast vatnshimna utan á henni
sem erfitt er að þurrka. Votrotnun-
arbakteríur sem alltaf eru til staðar
í jarðvegi geta þá hæglega synt um
þessa vatnshimnu inn í kartöfluna
og valdið þar rotnun og því fyrr sem
hitinn er hærri. Þegar ég hef gagn-
rýnt þvott og plastpoka hef ég allt-
af fengið það svar að þetta sé það
sem „neytandinn vilji“. Ef þvegnar
og óþvegnar kartöflur standa hlið
við hlið í verslunum þá kaupa allir
þær þvegnu en hinar hreyfast varla.
Það er því miður staðreynd að ís-
lenskir neytendur kaupa kartöflur
eftir útliti þeirra sem þó er sá eigin-
leiki sem minnstu máli skiptir fyrir
gæði þeirra. Það er því sennilega
vonlaust að beijast við þessa vind-
myllu og því segi ég að séu kartöfl-
ur þvegnar og settar í plastpoka er
mikilvægt að kartöflurnar séu
þurrkaðar fljótt og vel eftir þvott
og að sá tími sem líður frá því að
kartöflumar fara í plastpokann og
þar til þær fara í pott neytandans
sé eins skammur og unnt er og á
þeim tíma séu þær sem mest í kæli.
Varðandi smælkið vil ég minna á
að enn er í gildi reglugerð um mat
og flokkun á kartöflum og gulrófum
frá árinu 1986 (nr.457/1986). Þess-
ari reglugerð hefur ekki verið fram-
fylgt undanfarin ár. Hún leyfír hins
vegar að nýjar íslenskar kartöflur
taki á því máli í sálusorgun og leið-
sögn. Héraðsfundur beinir því til
héraðsnefndar Reykjavíkurpróf-
astsdæma og kirkjustjómar ' að
hafnar verði nú þegar viðræður við
samtök atvinnurekenda og laun-
þega og stjómvöld um leiðir til að-
stoðar.“ Ályktunin var samþykkt
samhljóða.
Þá mælti sr. Pálmi Matthíasson
fyrir ályktun um opnun verslana á
helgidögum. Hann sagði m.a. að
undanfarið hefðu margir komið að
máli við sig og spurt hvers vegna
kirkjan segði ekkert við þeirri þróun
að sífellt fleir' húðir væru opnar á
sunnudögum. i'.avi þeir sem em
fylgjandi slíkrí opnun og á móti
henni væru undrandi á þögn kirkj-
unnar. Sr. Pálmi lagði fram eftirfar-
andi ályktun:
„Héraðsfundur Reykjavíkurpróf-
astsdæmis vestra, haldinn í Sel-
tjamameskirkju laugardaginn 3.
október, varar við þeirri þróun sem
skapast hefur með sunnudagsopnun
verslana og þjónustustaða. Telur
séu seldar óflokkaðar til 1. október
(sumarkartöflur) en eftir það mega
undirmálskartöflur í 1. flokki mest
vera 4% miðað við þyngd. Sumar-
kartöflur eiga þó að vera yfir 33
mm í þvermál. Þessi reglugerð ger-
ir þá sjálfsögðu kröfu að á neytend-
aumbúðum standi nafn þess af-
brigðis sem í pokanum er. Á þessu
er mikill misbrestur. Oft vantar
nafn afbrigðis og jafnvel eru dæmi
um að rangt nafn standi á pokunum
en það eru hrein vörusvik. Nú, ‘þeg-
ar farið er að rækta ýmis ný af-
brigði sem óvíst er hversu vel henta
hér til ræktunar, er sérstaklega
brýnt að neytandinn fái að vita um
nafn þess afbrigðis sem hann er að
kaupa. Þótt ég sé ekki að gerast
talsmaður þess að það matskerfi
sem áður fyrr var við lýði verði tek-
ið upp að nýju þá er ég þeirrar skoð-
unar að það væri hollt fyrir alla
aðila að einhveijar lágmarks leik-
reglur væru virtar og einhver fylgd-
ist með því.
Glýkóalkalóíðar og grænar
kartöflur
Tegundir innan kartöfluættarinn-
ar (Solanaceae) mynda nítursam-
bönd sem kallast glýkóalkalóíðar
(hér eftir skammstafað GLA). í
kartöflujurtinni eru það einkum efn-
in a-soianin og a-chaconin. Mest er
af þessum efnum í spírum, blómum,
blöðum og beijum, og er þar átt við
ber sem stundum myndast í toppi
fundurinn að helgi hvíldardagsins
sé ekki virt sem skyldi með þeirri
þróun er nú virðist stefna í. í hraða
og erli samtímans er öllum nauðsyn
á að breyta um takt og hlú að innri
málum sínum og íjölskyldu sinnar.
Fundurinn bendir á þörf mannsins
til helgi og hvíldar og návistar við
Guð á hvíldardeginum." Ályktunin
var samþykkt samhljóða.
—....4--------
Niðurstöðum
Búrfellsmáls-
ins fagnað
Á FUNDI stjórnar Þorgeirs og
Ellerts hf. á Akranesi var gerð
svofelld samþykkt:
„Stjóm Þorgeirs og Ellerts hf.,
Akranesi, fangar þeirri ákvörðun að
viðgerð fari fram á ms. Búrfelli hér-
lendis. Jafnframt fagnar stjórnin
þeirri ákvörðun stjórnvalda að taka
til alvarlegrar skoðunar niðurgreiðsl-
ur á verkefnum sem eðlilegt er að
Islendingar láti vinna innanlands.
Stjómin telur fyrir löngu tímabært
að jafna aðstöðu íslensks skipaiðnað-
ar við erlendan og hvetur til þess
að verkefnin verði strax flutt heim.“
Sigurgeir Ólafsson.
„Ég vona að þessar
upplýsingar bæti að
einhverju leyti þann
skaða sem ég óttast að
grein Margrétar hafi
valdið. Kartaflan er
næringarrík matjurt og
efnasamsetning hennar
fellur vel að nútíma
manneldismarkmið-
um.“
grasanna (aldin). í kartöflunni
sjálfri er magnið venjulega á bilinu
20-100 mg í hveiju kílói og í því
magni er það skaðlaust neytendum
og á sinn þátt í að skapa það bragð
sem einkennir kartöfluna. Hlutverk
þessara efna í plöntunni er m.a.
talið vera að veija hana fyrir sýklum
og meindýrum en í háum styrk hafa
þau eiturverkun einnig fyrir mann-
inn. En hvenær eru kartöflur það
spilltar af háu GLA-innihaldi að
varasamt sé að neyta þeirra? Af
grein Margrétar má ætla að kartöfl-
ur' sem tekið hafa grænan lit af því
að standa nokkra daga í verslunum
séu orðnar hættulegar og sé þeirra
neytt hljótist af þær skelfílegu af-
leiðingar sem hún lýsir. Margrét
gengur út frá því að grænar kartöfl-
ur innihaldi mikið af GLA og talar
jafnvel um „græna eiturefnið sólan-
ín“. Þetta er ekki rétt.
Kartaflan er stöngulhnýði. Ef ljós
skín á hana myndar hún blaðgrænu
(klórófyl). Þetta græna litarefni er
það sama og er í öllu grænmeti og
skaðlaust neytendum. Hins vegar
getur ljós einnig örvað aukningu á
glykóalkalóíðum. Þessir tveir efna-
ferlar eru óháðir hvor öðrum. Sum
afbrigði geta orðið græn án þess
að aukning verði á GLA og eins
getur orðið aukning á GLA án þess
að kartaflan verði græn. Annar
þáttur sem vitað er að getur örvað
GLA-myndun er sköddun. Um aðra
þætti eru mótsagnarkenndar niður-
stöður.
Magn glykóalkalóíða í kartöflu-
afbrigðum er arfbundinn eiginleiki.
Við nútíma kynbótastarf er miðað
við í nýjum afbrigðum að magn GÍA
fari ekki yfír 200 mg í hveiju kg.
Ekki er ólíkiegt að reynt verði að
lækka þessi mörk í framtíðinni.
Gæta verður varúðar þegar eigin-
leikar eins og frostþol og mótstaða
gegn skaðvöldum eru sóttir til villtra
kartöflutegunda því hátt GLA-magn
getur fylgt með. Þetta gerðist með
bandaríska afbrigðið Lenape sem
taka varð af markaði vegna GLA,
en magn þessara efna lá á milii 186
og 354 mg/kg. Til þess að vernda
neytendur gegn of háu GLA-magni
verða heilbrigðisyfirvöld að meta
hvort hér séu á markaði einhver þau
afbrigði sem mynda of mikið af
þessum efnasamböndum og taka
þau jafnvel af markaði. Slík af-
brigði gætu við grænkun og sködd-
un farið yfir viðmiðunarmörk. Ég
get upplýst að síðastliðna tvo vetur
hefur magn glykóalkalóíða verið
mælt í íslenskum kartöflum og
verða niðurstöður birtar í vetur. I
engu sýnanna fór magnið yfir þau
hættumörk sem miðað er við, það
er 200 mg/kg.
Ég vil þó taka undir gagnrýni
Margrétar vegna grænna kartaflna.
Kartöflur eiga ekki að vera grænar.
Sérstaklega ber að varast að sól
skíni á þær. Ef kartaflan á að kom-
ast til neytandans án þess að
grænka verða allir að leggjast á
eitt. Algengast er að þær grænki
eftir þvott og pökkun í plastpoka
og mjög algengt er að sjá grænar
bökunarkartöflur í verslunum. Kart-
afla sem verður græn í garðinum
er yfirleitt dökkgræn á afmörkuðu
svæði en kartafla sem grænkar eft-
ir upptöku hefur daufgræna slikju
yfir minnst hálfa kartöfluna. Litaðir
plastpokar geta eitthvað dregið úr
ljósinu en koma vart í veg fyrir
grænkun. Ef velja á lit á plastpoka
sem síst veldur grænkun þá 6r það
grænn litur. Græni liturinn er sá
hluti litrófsins sem síst örvar blað-
grænumyndun. Framleiðendur og
pökkunaraðilar eiga að tína grænar
kartöflur úr við rögun. Pökkunarað-
ilar eiga að sjá til þess að kartöflurn-
ar séu sem mest i myrkri meðan
þær stoppa við hjá þeim. Verslanir
verða að sjá til þess að varan stoppi
þar stutt við og meðan hún er þar
sé sem minnst lýsing á kartöflunum.
Einstaka verslanir hafa kartöflumar
í dimmum kössum sem viðskiptavin-
ir taka kartöflumar úr.
Það gildir um kartöfluna sem
önnur matvæli að neyti maður
skemmdra matvæla getur það verið
hættulegt heilsu manna. Af eitrun-
artilfellum má m.a. nefna þegar
drengir á heimavistarskóla í Eng-
landi fengu í upphafi haustannar
1978 kartöflur sem legið höfðu frá
því um vorið og búið var að dæma
ónýtar. Einnig má nefna tilfelli frá
Kýpur árið 1933 þegar menn lögðu
sér til munns kartöfluspírur og blöð
sem grænmeti. Eitt alvarlegasta til-
fellið er frá N-Kóreu frá því
1952-53 þegar fjöldi manns hafði
ekkert að borða nema skemmdar
kartöflur. í flestum tilvikanna hefur
vannært fólk lagt sér til munns
mikið af kartöflum með háu glýkó-
alkalóíð-innihaldi, kartöflum sem
jafnvel hafa legið lengi í sólskini.
Þetta eru aðstæður sem ekki er
hægt að líkja við þær sem við búum
við. Dökkgrænar kartöflur eiga
menn ekki að borða. Daufgrænar
kartöflur ættu menn að flysja og
borða án hýðis.
.Ég vona að þessar upplýsingar
bæti að einhveiju leyti þann skaða
sem ég óttast að grein Margrétar
hafí valdið. Kartaflan er næringar-
rík matjurt og efnasamsetning
hennar fellur vel að nútíma mann-
eldismarkmiðum.
Höfundur er sérfræðingur
Rannsóknastofnunar
landbúnaðnrins í
plöntusjúkdómum.
NOTUM GROFMYNSTRUÐ VETRARDEKK.
HÖGUM AKSTRI EFTIR AÐSTÆÐUM
GATNAMÁLASTJÓRI HRH
Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra
Kirkjan sinnir atvinnulausum
Á HERAÐSFUNDI Reykjavíkurprófastsdæmis vestra var vakin
athygli á þeim vanda sem atvinnuleýsi veldur á heimilum og í lífi
einstaklinga. Það er hlutverk kirkjunnar að taka á því máli með
sálusorgun og leiðsögn. Héraðsfundur vill líka vara við þeirri
þróun sem verður með sunnudagsopnun verslana og þjónustustaða.