Morgunblaðið - 20.10.1992, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20, Oj<XOBER 1.992
) 1986 Universal Press Syndicate
7/J2.
,/Hcknrc málcÁi þessCL þegcirham
trestist thn£ i i/mnustnft/nni sinni. "
Stöðin? Mér tókst að hafa
hendur í hári Gvendar
sleipa...!
Ast er...
e-fí
... upp og niður
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
Verð ég enn að bíða eftir
því að fá kvöldmatinn?
HÖGNI HREKKVÍSI
kyrriii? ... Ciorr'"
„ÉG þA(?F EKK.I VAMGAMVMO, PAP!•"
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Lífsviðhorf og trúar-
hugmyndir í Njálssögu
Frá Sigurði Sigurmundssyni:
NOKKUR orð og athugasemdir við
Skírnisgrein Jóns Sigurðssonar um
lífsviðhorf og trúarhugmyndir í
Njálssögu.
Aðalinntak þessarar greinar, sem
er gaumgæfilega hugsuð og vel skrif-
uð, virðist vera að skilgreina tákn-
og trúfræðilega endalok Njálu. Og
sýna fram á að út úr henni megi
eingöngu lesa kristinn siðaboðskap.
Máli sínu til stuðnings vitnar höfund-
ur til nokkurra Njálufræðinga, svo
sem Einars Olafs Sveinssonar en þó
einkum til Hermanns Pálssonar. En
hann hefur varið miklu máli til þess
að sýna fram á kristnar kenningar
bæði í Hrafnkelssögu og Njálu sök-
um þess að hann telur þær ritaðar
af kirkjunnar mönnum. Hins vegar
getur höfundur hvergi né vitnar til
djúpstæðasta Njálufræðings þessara
tíma, Barða Guðmundssonar. Og
ekki heldur um táknmálsfræði Einars
Pálssonar. En Einar hefur í grein í
Morgunblaðinu sagt að grein Jóns
beri að verulegu leyti saman við sín
fræði.
Greinin hefst á hugleiðingum höf-
undar um lögfræði og lagaformála
Njálu. Höfundur fer út á þá hálu
braut að reyna að kryfja lögfræðina
og tengja endalokum sögunnar, en
tekst ekki. Hann telur Njáluhöfund
glaðvakandi og fullkomlega meðvit-
aðan um hvert hann væri að fara
með þessum lagakrókum. „En hvers
vegna ruglast höfundur þá í Grágás-
arlögum," spyr hann. Svarið verður
hjá greinarhöfundi að Njáiuhöfundur
hafi kært sig kollóttan um það sem
hann bar á borð fyrir lesendur og
gilti einu hvort mark yrði á því tek-
ið. Greinarhöfundur virðist ekki hafa
kynnt sér álit Barða Guðmundssonar
að formálarnir væru öðrum þræði
innlegg til valdabaráttu höfðingja
samtímans. I bók undirritaðs, Sköp-
un Njálssögu, er þessa málsgrein að
finna: „Því hefur verið haldið fram,
að Njáluhöfundur hafi ekki verið
mikiil lagamaður. En hvers konar lög
giltu þá í landi um ritunartíma henn-
ar? Hvað þekkti höfundurinn af eigin
reynslu og hvaða lagaþekking var
honum tiltæk? Hvers vegna geymir
hún slíka lagaformála og til hvers
eru þeir þangað komnir? Hvers konar
ástand var þá ríkjandi um lög og
rétt sýnir best að vitna til orða Bjöms
Þórðarsonar (Síðasti goðinn) varð-
andi bréf Þorvarðs Þórarinssonar til
konungs árið 1276:“ „Þjóðveldislögin
eru úr gildi gengin og ný lögbók,
Járnsíða, næsta ófullkomin, er komin
í þeirra stað fyrir fáum árum. Við
hliðina á þessari nýju löggjöf kon-
ungs og alþingis er hins vegar rutt
inn í landið með kynngi krafti kirkju-
legri löggjöf á mörgum sviðum, sem
kölluð eru guðslög, sem standi í öllum
greinum ofar hinum ef ágreiningur
er.“ Einar Ól. Svejnsson segir í bók
sinni um Njálu: „íslendingar gengu
Noregskonungi á hönd 1262—1264,
en lýðveldislögin ekki afnumin fyrr
en 1271, þá kom Járnsíða hingað til
lands. 1275 kemur kristniréttur Áma
biskups Þorlákssonar fyrir alþingi,
en 1281 Jónsbók. Þessi lagaskipti
hafa auðvitað verið vel til þess fallin
að rugla menn í lögum." Hér að
framan hafa verið færð sterk rök
fyrir því hvers vegna Njáluhöfundur
ruglaðist í ríminu.
Hvað trúarhugmyndir og lífsvið-
horf varðar skal hér fljótt farið yfir
sögu. Höfundur getur þess að fræði-
menn hafi hneigst til þess að lesa
„heiðni“ út úr flestu því sem fyrir
Frá Björgvin Hólm:
Mér brá í brún þegar ég las Tím-
ann þann 16. október, þar sem land-
læknir segir að einn sjúklingur búi
í tjaldi. Þar sem ég veit ekki um
neinn annan en mig, sem býr í tjaldi,
vil ég birta þesar línur til að útiloka
að nokkur geti tekið þetta þannig
að um mig sé að ræða. Þar sem
ég veit ekki um hraustari mann,
bæði á sál og líkama, en mig, sem
hefur ekki þurft að leita læknis í
marga tugi ára, þá er nauðsynlegt
ber. Það liggur í hlutarins eðli að
heiðinna áhrifa hlýtur að gæta í sög-
um sem þessum. Þrettándualdarmað-
urinn sem söguna reit hlaut að verða
að skyggna sviðið sem sagan fjallar
um og taka mið af þeim trúarhug-
myndum sem þá giltu. Um það leyti
fór kristnitakan fram þótt heiðnin
lifði lengi eftir það. Ekki þarf að efa
að Njáll var göfugmenni (þótt eigin-
gjarn væri) og kristin sjónarmið réðu
gerðum hans. En hvort Flosa ber sú
nafngift er annað mál. Það var ekki
göfugmannlegt verk að standa fyrir
Njálsbrennu þótt honum væri ljóst
að hér hafði verið unnið bæði stór-
virki og illvirki. Annars er ekki að
sjá að orð og athafnir Flosa fari yfír-
leitt eftir kristilegum hugmyndum.
T.d. að troða illsakir við Ásgrím Ell-
iðagrímsson í Tungu. En Flosi er
mikil persóna sem rís við endalok
sögunnar. En dómar manna í fræð-
um eru sundurleitir. Þannig taldi
Lars Lönnrot í riti sínu, Njálssaga,
að í munnlegri geymd hafi Njáls-
brenna verið svo mikið illvirki, að
foringinn Flosi hafi verið brenni-
merktur sem illmenni fyrir vikið.
Þess vegna taldi hann líklegt að niðj-
ar hans, Svínfellingar, hafi staðið
fyrir ritun sögunnar til þess að rétta
þar hlut forföðurs síns.
SIGURÐUR SIGURMUNDSSON,
Vesturbrún 12, Flúðum.
að þetta brenglist ekki saman.
Eg bý í tjaldi einungis vegna
þess að þetta er ný og skemmtileg
reynsla. I fyrra var ég 8 mánuði
samtals í tjaldinu og er það met
hjá mér. Nú er ég búinn að vera í
tjaldinu frá því í maí og hugsanlega
get ég slegið þetta met.
Þetta hefur verið mjög skemmti-
leg og lærdómsrík lífsreynsla.
Þökk fyrir birtinguna.
BJÖRGVIN HÓLM
tjaldbúi.
Áthugasemd frá tjaklbúa
Víkveiji skrifar
að er til marks um þá reynslu,
spm söngvarar og aðrir starfs-
menn íslenzku óperunnar hafa öðl-
ast, að hver sýningin á fætur ann-
arri, sem sett er upp í óperunni
heppnast mjög vel. Það á ekki sízt
við um sýningu á óperu Donizettis,
Luciu de Lammermoor, sem frum-
sýnd var fyrir rúmum hálfum mán-
uði. í stuttu máli sagt er þetta sýn-
ing, sem unnendur óperutónlistar
og sönglistar mega ekki láta fram
hjá sér fara.
í heild er sýningin frábær en
Diddú ber af. Þessi unga söngkona
á sér ævintýralegan feril. Þess eru
áreiðanlega ekki mörg dæmi, að
dægurlagasöngkona hafí snúið við
blaðinu með þeim hætti, sem Sigrún
Hjálmtýsdóttir hefur gert og náð
slíkum árangri, sem hún í óperu-
söng.
Vinsældir söngkonunnar meðal
áhorfenda eru gífurlegar eins og
mátt hefur heyra á þeim óperusýn-
ingum, sem hún hefur sungið í á
undanförnum árum, en frammi-
staða hennar nú er hápunktur á
ferli hennar fram til þessa. Þess
vegna hvetur Víkverji fólk til þess
að sækja sýningar á þessari óperu
og fylgjast með ferli þessarar heill-
andi söngstjörnu okkar íslendinga.
xxx
Víða á hraðbrautum á borð við
Kringlumýrarbraut og Miklu-
braut, svo að dæmi séu nefnd, eru
merktar göngubrautir fyrir gang-
andi vegfarendur og ljós, sem
stöðva bílaumferð meðan þeir
ganga yfír. Hins vegar er umferðin
á þessum hraðbrautum orðin svo
mikil og hröð, að tímabært er að
huga að byggingu göngubrúa yfir
þær, sem mest umferð er um.
Þess verður ekki langt að bíða,
að slys verði á göngubrautunum,
þótt merktar séu og umferðarljós
stjórni umferðinni. Þá má heldur
ekki gleyma því, að umferð gang-
andi yegfarenda tefur aðra umferð
á þessum brautum, sem er orðin
svo mikil, að hana má ekki teija
að ástæðulausu. Það er því bæði í
þágu aukins öryggis og greiðari
umferðar ökutækja að byggja
nokkrar göngubrýr yfir slíkar hrað-
brautir.
Fréttir í fjölmiðlum beinast að
vonum fyrst og fremst. að
margvíslegum erfíðleikum og
vandamálum. Margir telja sjálfsagt,
að landsbyggðin sé að leggjast í
eyði, ef marka megi fréttir um stöðu
sjávarútvegs í einstökum byggðar-~
lögum. Þetta er þó mjög mismun-
andi. Fyrir nokkru kom Víkveiji
t.d. til Grundarfjarðar, þar sem rek-
in eru þijú myndarleg sjávarútvegs-
fyrirtæki og a.m.k. tvö þeirra hafa
sýnt góða afkomu fram til þessa,
hvað sem verður á næstu mánuðum,
þegar harðnar enn frekar á dalnum.
Atvinna er mikil og afkoma íbúanna
er yfírleitt góð eins og raunar sjá
má á þessu myndarlega byggðar-
lagi.
Vafalaust eru margar og flóknar
ástæður fyrir því, að sumum byggð-
arlögum vegnar vel og öðrum illa,
jafnvel þótt stutt sé á milli en það
er alla vega ánægjulegt að sjá, að
ekki er allt á sömu bókina lært í
þessum efnum.