Morgunblaðið - 20.10.1992, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 20.10.1992, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 53 „Atvik“ í lífi kvenna? Otrúlegur fréttatilbúningur! Enn og aftur Hinnl4. október sl. birtist undarleg frétt sem reyndist við nánari athug- un vera fréttatilbúningur. Frétt- askrípið var um þá hræðilegu árás sem átti sér stað í gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu 10. október sl. Allur málatilbúnaður í þessari „frétt“ er skólabókardæmi um alla þá pytti sem fjölmiðlafólk hlýtur að þurfa að læra að detta ekki í. í máli blaðamanns Morgunblaðs- ins, sem nýtur nafnleyndar blaðsins, kemur hvergi fram að glæpur sá sem framinn var er mjög alvarlegur glæpur. Fyrir það fyrsta leyfir hann ; sér að kalla árásina „atvik" í fyrir- I sögn sinni. Við spyijum: Myndi fyrr- nefndur blaðamaður Morgunblaðs- ins kalla það „atvik“ í lífi sínu, ef á hann væri ráðist og fötin rifin utan af honum og það þar að auki gert í þeim tilgangi að nauðga honum? I öðru lagi er efni greinarinnar ekki tengt fyrirsögninni: „Atvikið í gamla kirkjugarðinum. Kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn“. Efni „fréttarinnar“ er að mestu um að- draganda ársárinnar sem kemur henni ekki við og er, að sögn RLR, ekki upplýsingar frá þeim komnar. Lýsingin hlýtur því að vera hreinn og klár uppspuni. I þriðja lagi fellur hann í þá heimskulegu gryfju, að halda að nauðgun og öðru kynferðislegu of- beldi fylgi alltaf einhver aðdragandi! I fjórða lagi er undarlegt hvemig ' lögreglan á vettvangi er sögð „grípa inn í málið“. Rétt eins og ársásin er „atvik" í „fréttinni“, þá „grípur" • lögreglan inn í málið eins og um lít- ilsháttar ósamkomulag hafi verið að ræða, en ekki neyðarástand, sem áheyrnarvitni lét ekki kjurt liggja. I fimmta og síðasta lagi fellur blaðamaður í þann fúla pytt að tí- unda ölvun sem er dónaskapur við fórnarlambið, sýnir vanþekkingu á eðli nauðgunar og vanskilning á lfð- an kvenna, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu þess- ara glæpamanna. Það er aldrei rétt að beita annað fólk ofbeldi, ekki heldur þótt það sé ölvað. Jón sem fer á krá lítur ekki á sig sem sjálf- sagt fórnarlamb ofbeldis þótt hann fái sér bjór. Jón kærir mann sem I ræðst á hann vegna þess eins að hann gaf sig á tal við hann og þyk- lr sjálfsagt mál. Eru nauðgunarmál I ekki litin jöfnum augum? Hvað um þá staðreynd, sem margoft hefur | komið fram í fjölmiðlum, að konur sem verða fyrir ofbeldi kæra síður ' hafi þær fengið sér bjór. Hvað um Þá almennt vituðu staðreynd að g'æpamaður, sem nauðgar, nauðgar yfirleitt oftar en einu sinni en er sjaldnast kærður af þessum sökum. Og það sem einnig hindrar framgang réttvísinnar í nauðgunarmálum er sú niðurlæging, sem konur þurfa að þola í lýsingum fréttamanna á at- ferli þeirra fyrir glæpinn sem fram- inn er á þeim, rétt eins og þær geti sjálfum sér um kennt. Og eins og fyrirsögn þessarar „fréttar" ber með sér (endurtekin aðalfyrirsögn: Kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn) er ekki laust við að örli á samúð með glæpa- manninum, sem er forkastanlegt! Kvenfjandsamleg viðhorf sem þessi í siðmenntuðu (?) þjóðfélagi ættu fyrir löngu að vera útdauð ogtröllum gefin. Nauðgun er nauðgun sama hvemig hana ber að og hvert sem samband nauðgara og fómarlambs er. Mikilvægi fjölmiðla í málum sem þessum er að skýra satt og rétt frá og gæta fyllsta hlutleysis og kalla hlutina réttum nöfnum. Glæpur kall- ast ekki atvik og aidur og fyrri störf skipta ekki máli sé á mann ráðist. Annað er dónaskapur og lítilsvirð- ing. Við megum ekki gleypa ómeltar allar þær fréttir sem að okkur er rétt og misvel tilreiddar. Ekki síst í þeim málum þar sem við vitum að fordómar eru ávallt á næsta leiti og þarf að uppræta. Hvernig villt þú sem hugsanlegt fórnarlamb ofbeldis birtast í blöðum? Margrét Ögn Rafnsdóttir, Gígja Svavarsdóttir. Bréf til blaðsins Morgunblaðið hvetur les- endur til að skrifa bréf til blaðsins um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og skoðanaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa að vera vélrituð, og nöfn, nafnnúmer og heimilisföng að fyigja. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðs- ins utan höfuðborgarsvæðis- ins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Velvakandi Velvakandi svarar eftir sem áður í síma frá mánudegi til föstudags. Pennavinir Átján ára þýsk stúlka með áhuga á íþróttum og tónlist: Ilona Semeniuk, Radolfzellerstrasse 46, W-8000 Mtinchen 60, Germany. LEIÐRÉTTINGAR Rangt nafn í minningargrein f minningargreinum um Eyjólf Jónsson misritaðist á tveimur stöð- um nafn móður hans. í grein Mar- grétar var hún nefnd Kristín og í grein frá starfsfólki Trygginga- stofnunar ríkisins Ingibjörg. Hið rétta er að hún hét Katrín Eyjólfs- dóttir. Er beðist velvirðingar á mis- tökunum. Röng tala í frétt um könnun á viðhorfum íslendinga til Evrópska efnahags- svæðisins á laugardag var missagt að 83,4% karla hefðu kynnt sér EES frekar illa, mjög illa og ekkert. Rétt tala er 75,9%. Nafn féll niður í umsögn um Söngvaspé í Glæsibæ í blaðinu s.l. laugardag féll niður nafn blaðamannsins sem skrifaði umsögnina. Nafn hans er Anna G. Ólafsdóttir. Umtegundir: Dísarrunnur, (lilac). Maíklukka, (muguct). •J; Rós, (rose). Jámurt. (verbena). \ Goðalilja, (hyazinth). Freysiilja, (freesia). Laugavegi M Simi 62 64 80 \/// 7jóttu r y/NÁLÆGÐAR pRi y MEISTARANNA ^ A HOLTINU SÝNISHORN AF MATSEÐLI FORHÉTTIR Graflax með hunangs-sitinepssósu 876,- Tindaskata með plómum í sítrónusósu Ristaður smokkfiskur í engifer 830>- f með rauðaldinmauki og vermút 795,- * p-í Humarsúpa AÐALRÉTTIR 695,- | l Gufusoðinn búri með rauðlauk i L og rósmarínsósu 1595,- | l Steikt rauðsprettuflök með sveppum og hvítu smjöri 1395,- L Grísamedalíur með chili-sósu | íl og rauðlauk í vínediki 1759,- j Gljáð önd í engifer og rauðvíni Nautalund með furusveppum 2775,- ■ og kartöfluköku Julienne 2386,- ■ Villigæsabringur með púrtvínssósu EFTIRRÉTTIR 2775,- i Eldsteiktar pönnukökur með ferskum ávöxtum og rjómaís 745,- Kökuvagn 495,- | ■ Ath.: Hérfyrir ofan eru aðeins sýnishom af glæsilegum matseðli okkar. Verið ævinlega velkomin. Glæsileg þríréttuð máltíð frá 2250 kr. tii 2950 kr TI37 SIMI: 91- uotjœs ouCuOiS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.