Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/LESBOK 249. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ásakanir um heimsku, vanhæfni og siðleysi Bush kallar Gore „óson“-manninn og Clinton vænir forsetann um lygar Washington. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. MIKIL harka hefur færst í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum og skiptast frambjóðendur á svívirðingum og ásökunum til að sverta andstæðinga sína í augum kjósenda fyrir þriðjudaginn er almenning- ur gengur að kjörborðinu. Bill Clinton, frambjóðandi Demókrata- flokksins, sagði í gær að allur málflutningur George Bush forseta væri öldungis úr tengslum við veruleikann. Bush lýsti því hins veg- ar yfir á fimmtudagskvöld að þeir Clinton og varaforsetaefni demó- krata, A1 Gore, hefðu ekki hundsvit á utanríkismálum í orðsins fyllstu merkingu. aðdróttanimar nái hámarki. Enginn vafi leikur á að dregið hefur saman með þeim Bush og Clinton þó svo sá síðamefndi hafi enn yfirburði þeg- ar tekið er tillit til væntanlegra kjör- mannaatkvæða. Sá fítonskraftur sem einkennt hefur baráttu Bush forseta undanfama daga hefur sýni- lega komið Clinton og undirsátum hans á óvart og það er mat frétta- skýrenda hér vestra að enn eigi for- setinn möguleika á sigri. Sjá fréttir á bls. 26-27. Reuter Var Hiss saklaus? Bandaríkjamaðurinn Alger Hiss, sem hlaut fangelsisdóm snemma á sjötta áratugnum vegna meintra njósna fyrir Sovétmenn, sést hér ásamt eiginkonu sinni að loknum blaðamannafundi í gær. Hiss var um árabil embættismaður í utanríkisráðuneytinu. Hann þótti líklegur til metorða í stjómmálum og vakti mál hans gríðarlega athygli á sín- um tíma. Richard Nixon, síðar forseti, var einn af hörðustu andstæðingum Hiss. Sovésk skjöl, sem nú eru orðin að- gengileg, þykja benda til að Hiss hafí verið saklaus. Skýrt var frá því í gær að komið hefði fram í dagsljósið minnismiði Caspars Weinbergers, varnarmála- ráðherra í stjórn Ronalds Reagans, frá 1986 þar sem sagt er að Bush, þáverandi varaforseti, sé sammála því að selja írönum vopn með leynd til að fá gísla leysta úr haldi. Óljóst er hvort málið hefur umtalsverð áhrif á kosningabaráttuna. Greinilegt er að í herbúðum Clint- ons hafa menn áhyggjur af því að hinar hörkulegu árásir Bush og nei- kvæðar auglýsingar repúblikana hafí tilætluð áhrif. Clinton lýsti yfir því að fullyrðingar forsetans um feril hans sem ríkisstjóra í Arkansas væru ósvífnar lygar og til marks um full- komið siðleysi. „Maðurinn hefur eng- an siðferðilegan mælikvarða," sagði Clinton. „Þessi maður er tilbúinn til að segja og gera hvað sem er til að ná endurkjöri." Fyrr um daginn hafði Bush for- seti farið háðulegum orðum um A1 Gore, varaforsetaefni demókrata, sem forsetinn kallar nú „óson-mann- inn“ vegna baráttumála hans á sviði umhverfísvemdar. Forsetinn kvað Gore vera öfgamann á þessum vett- vangi og fullyrti að stefna hans myndi geta af sér enn aukið atvinnu- leysi. „Hann er langt úti á öfga- vængnum, gjörsamlega víðsfíarri." Forsetinn, sem leggur mikla áherslu á reynslu s(na og sigra í utanríkismálum, gerði einnig að umtalsefni hversu mikilvægt það væri að hæfur maður réði ríkjum í Hvíta húsinu enda væri þar ekki ein- ungis um að ræða forseta Bandaríkj- anna heldur leiðtoga „hins fijálsa heims“. Þeir Clinton og Gore gætu á engan hátt fallið undir þessa skil- gxeiningu. „Hundurinn minn, Millie, veit meira um utanríkismál en þessir lúðar,“ sagði forsetinn við mikil fagn- aðarlæti stuðningsmanna sinna. Ross Perot, auðkýfingurinn frá Texas, berst nú við að sannfæra kjós- endur um að atkvæði greitt honum sé ekki á glæ kastað. Fylgi Perots hefur farið dvínandi ef marka má skoðanakannanir en þær leiða einnig í ljós að milljarðamæringurinn höfðar mjög til óháðra kjósenda og ungs fólks. Perot hvatti almenning í Bandaríkjunum enn og aftur til að rísa upp gegn ofurvaldi kerfísins og spillingarinnar í gær en á fímmtu- dagskvöld fullyrti hann að Bush for- seti „heyrði sögunni til“. Nú um helgina má búast við að svívirðingamar, ærumeiðingamar og Vytautas Landsbergis forseti í samtali við Morgunblaðið Allt getur gerst í síðari umferð þingkosninganna í Litháen VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, segir í samtali við Morgunblaðið að hinn góða árangur fyrrum kommúnista í þingkosn- ingum sl. sunnudag megi rekja til erfiðs efnahagsástands í land- inu. Baráttunni sé þó ekki lokið og geti allt gerst í síðari umferð kosninganna. Hann segir þá hættu fyrir hendi að Litháar glati sjálfstæðinu á ný ef kommúnistar sigri í siðari umferð kosninganna. Landsbergis sagðist óttast Borís Jeltsín, forseti Rússlands, meira hinn kommúníska hugsun- ákvað á fimmtudag að hætta við arhátt en að reynt yrði að taka upp gömlu stefnuna á ný. „Þeir tala stundum um Sovétríkin rétt eins og þau væm enn til,“ sagði hann. Það yrði aldrei hægt að hverfa alfarið aftur til hinnar kommúnísku fortíðar en hættan fælist í því að vera með of sterk tengsl við Rússland. „Ef mál þar fara úr böndum er hætta á að við drögumst með og hverfum aftur til einhvers konar hálfkomm- únísks kerfís. Það væri mjög slæm niðurstaða fyrir Litháen." brottflutning rússnesks herafla frá Eystrasaltsríkjunum, segir hann réttindi rússnesku minni- hlutahópanna í löndunum fyrir borð borin. Að sögn Reuters sagði aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússa, Borís Gromov, að tekið gæti allt að átta árum að flytja allan herinn á brott ef samningar næðust ekki milli stjórna land- anna. Atlantshafsbandalagið hvatti Rússa í gær til að standa við samninga og halda brottflutn- ingnum áfram. Landsbergis var spurður að því hver viðbrögð hans væru við ákvörðun Rússlandsfor- seta. „Yfirlýsing Jeltsíns er á margan hátt misvísandi," svaraði hann. „Þar segir að ákvörðunin sé tekin vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag milli Rússa og Eystrasaltsþjóðanna. Litháen hef- ur hins vegar náð samkomulagi við Rússa um brottflutning heraf- lans og hefur uppfyllt öll skilyrði þess. Það er því engin ástæða sem gæti réttlætt að Rússar hætta að framfylgja samkomulaginu. Ég reyndi að hringja í Jeltsín í dag en hann var því miður erlendis. Ég vona að lausn finnist á þessu, ég vil ekki trúa því að rússnesk stjórnvöld séu einungis að reyna að finna einhveija formlega ástæðu til að hætta við brottflutn- ing heraflans," sagði Landsbergis. Aukin harka færist í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum Þúsundir manna flýja Jajce-borg Travnik. Reuter. MEIRA en 5.000 flóttamenn á leið frá bosnísku borginni Jajee urðu að láta staðar numið skammt frá Travnik í miðhluta Bosníu í gær- kvöldi vegna árása serbnesks stórskotaliðs, að sögn talsmanns Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Talsmaðurinn sagði að skothríðin hindraði tugþúsundir að auki í að komast í skjól. Fólkið, aðallega múslimar, reyndi að komast undan eftir að hersveitir Serba náðu Jajce á sitt vald á fimmtudagskvöld eftir harða bardaga. Með töku Jajce hafa Serbar nú opnað samgönguleið milli eigin yfir- ráðasvæða í Króatíu og Bosníu og tengt þau Serbíu. Dagblaðið Borba í Belgrad sagði að ætlunin væri að sameina héruðin og yrði það gert á þingmannafundi í Prijedor í Bosníu í dag. Einn af leiðtogum Bosníu- Serba, Nikola Koljevic, sagði að reynt yrði að semja við Króata um að múslimum yrðu fengin ákveðin svæði til að búa á. Örvænting múslima verður æ meiri. Forseti Bosníu, músliminn Alija Izetbegovie, kom til Tyrklands í gær til að biðja um stuðning. Mú- slimar hafa nú aðeins traust yfirráð í Sarajevo og fáeinum smáskikum en þeir eru nær helmingur íbúanna. Bill Clinton, forsetaefni demókrata, í baráttuhug þar sem hann heilsar áköfum aðdáendum í Detroit. Skoðana- könnun CAW-sjónvarpsstöðvarinnar í gær gaf Clinton 41% atkvæða, Bush 40% og Ross Perot 14%. Samsvar- andi tölur í könnun Newsweek voru 41%, 39% og 14%. Atkvæðaveiðar í Detroit

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.