Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 2

Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Félagsmálaráðherra á aðalfundi SSS Aðstoð sveitarfé- laga við fyrirtæki 3,8 millj. á 5 árum Grindavík. FIMMTÁNDI aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum hófst í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gærdag. Aðalmál fundarins verða at- vinnumál og hvemig er hægt að bregðast við vaxandi atvinnuleysi á svæðinu. Jóhann Sigurðardóttir félgsmálaráðherra ávarpaði fundinn og ræddi m.a. um þá sérstöku erfiðleika í atvinnumálum sem við er að glíma á Suðurnesjum og skilning stjómvalda og vilja til að veita aðstoð í þeim málum. Hún fjallaði m.a. um fjármál og sameiningu sveitarfélaga og at- vinnu- og efnahagsmál. Þar kom fram að fjárhagsaðstoð sveitarfé- laga við atvinnufyrirtæki nemur tæpum 3,8 milljörðum króna á und- anfömum fimm árum og var aðstoð- in mest á Norðurlandi eystra, Vest- urlandi og Vestfjörðum en hlutfalls- lega minnst á Reykjavíkursvæðinu. Hún sagðist sjá tvennar blikur í lofti í fjármálum sveitarfélaga. í fyrsta lagi þungar fjárhagsbyrðar vegna atvinnumála og í öðru lagi tekju- stofnamál. I skýrslu stjómar sem Borgar Jónsson, formaður SSS, flutti kom fram að atvinnumál vom fyrirferðar- mest í starfí stjómarinnar og sagði Borgar að oft hefði verið talað fyrir daufum eynim til stjómvalda um atvinnumál á Suðumesjum. „Ef þessir atburðir síðustu daga verða ekki til þess að opna augu ráða- manna þjóðarinnar og koma í gang einhverjum aðgerðum til bjargar, þá emm við Suðurnesjamenn í miklum vanda,“ sagði Borgar. FÓ Tæplega 3.000 tonn af Baske, sænskt leiguskip Eimskipafélagsins, var í gær í Sundahöfn þar sem verið var að ljúka útskip- un á miklu magni af brotajámi. Starfsmenn Hrin- grásar hafa að undanfömu safnað brotajámi saman Morgunblaðið/Rax brotajárni flutt úr landi á Akureyri og í Reykjavík til útflutnings með skip- inu. Baske hélt síðan úr höfn í gærkvöldi með tæp- lega 3.000 tonn til Hollands, þar sem brotajámið verður brætt. Atvinnuleysistryggingasjóður Bændur greiða iðgjald en eiga ekki rétt á bótum STÉTTARSAMBAND bænda hefur beðið landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að réttur bænda til atvinnuleysisbóta verði skil- greindur. Bændur greiða iðgjald af launum sinum í Atvinnuleysistrygg- ingasjóð en atvinnulausir bændur eiga ekki rétt á bótum úr sjóðnum. Aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra segir að réttindi og skyldur verði að fara saman og annað hvort verði að afnema greiðsluskyldu Friðrik og Helgi tefla til úrslita FRIÐRIK Ólafsson og Helgi Ólafsson tefla til úrslita á At- skákmóti Búnaðarbankans í dag. Helgi vann Jóhann Hjartarson IV2—V2 í gærkvöldi og Friðrik vann Margeir Pétursson 2‘h — l'h. Á morgun, sunnudag, teflir atskák- meistari Reykjavíkur gegn Hollend- ingnum Jan Timman. Bílakaupalánin Hæsta lántöku- gjald hjá trygg- ingafélagi - ekki eignaleigu- fyrirtækjum í fyrirsögn við frétt Morgunblaðs- ins í gær um lántökukostnað af bíla- lánum var gefið til kynna að dæmi væm um allt að 13% lántökukostnað- hjá eignaleigufyrirtækjum vegna bílakaupa. Þetta dæmi í fréttinni átti ekki við um þau tvö eignaleigu- fyrirtæki sem þar vom nefnd, Glitni og Féfang. Auk eignaleigufyrirtækj- anna veita Sjóvá-Almennar bílalán og raunar á fyrmefnt dæmi við um a.m.k. eitt slíkt lán frá því í vor, skv. upplýsingum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Þetta leiðréttist hér með. bænda eða veita þeim rétt tíl bota. Bændur eins og aðrir sjálfstætt starfandi atvinnurekendur hafa greitt iðgjald af launum sínum í Atvinnuleysistryggingasjóð frá því tryggingagjald var tekið upp í árs- byrjun 1991. Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda sagði í samtali við Morgun- blaðið að í umræðum um fmmvarpið um tryggingagjald á Alþingi haft komið fram sá skilningur í máli þing- manna úr öllum flokkum að eftir setningu laganna yrði að skilgreina rétt þeirra sem með lögunum eru skyldaðir til greiðslu í sjóðinn. í mars skipaði Guðmundur Bjamason þáverandi tryggingaráðherra, en at- vinnuleysisbætumar heyra undir það ráðuneyti, nefnd til að endurskoða lög um atvinnuleysistryggingar. í nefndinni var fulltrúi bænda en nefndin var lögð niður af núverandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Hákon bendir á að við gerð núgild- andi búvömsamnings um mjólk- urframleiðslu hafi fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra undirritað bókun þar sem fram kemur að þeir em sammála um að skilgreina beri rétt bænda til atvinnuleysisbóta og launatryggingar vegna gjaldþrota í samræmi við álagt tryggingagjald. Hákon sagði að nú hefði Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra skipað nýja nefnd til að fara yfír þessi mál án þess að Stéttarsambandinu hefði gefíst kost- ur á" að skipa fultrúa. Þvi hafí Stétt- arsambandið snúið sér til landbún- aðarráðherra og beðið hann að beita sér fyrir lausn á málinu. Hákon sagði að töluvert væri um atvinnuleysi hjá bændafólki. Það sæist meðal annars á því hvað mik- ið af slíku fólki hringdi til Stéttar- sambandsins að leita ráða. Hins veg- ar er fólkið hvergi skráð atvinnu- laust vegna þess að réttur þess til atvinnuleysisbóta hefur ekki verið skilgreindur og ekki til upplýsingar um hvað marga einstaklinga er að ræða. Stéttarsambandið hefur lagt fram ákveðnar hugmyndir um skilgrein- ingu á rétti bænda tii atvinnuleysis- bóta. Lagt er til að rétt á bótum eigi þeir sem hætt hafa búrekstri eða orðið að draga verulega saman starfsemi sína vegna óviðráðanlegra utanaðkomandi orsaka sem kippt hafa gmndvellinum undan rekstrin- um og hefur á einhveiju tilteknu tímabili ekki tekist að ráða sig í aðra vinnu. Sama gildi um þá sem selt hafa allt greiðslumark sitt en ekki fengið aðra vinnu og einnig þá sem selt hafa hluta fullvirðisréttar síns og/eða orðið fyrir tiltekinni nið- urfærslu fullvirðisréttar sem setur þá niður fyrir ákveðna lágmarks bústærð. Sigurgeir Þorgeirsson aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi mál heyrðu undir heilbrigðis- og tiyggingaráðherra en Halldór Blön- dal landbúnaðarráðherra hafí þó verið að athuga þau vegna óska frá bændum. „Ég tel að réttindi og skyldur hljóti að verða að fylgjast að og annað hvort verði að veita bændum rétt til atvinnuleysisbóta eða afnema skyldu þeirra til að greiða iðgjöldin," sagði Sigurgeir. Landsfundur Kvennalistans EES-umræða að hluta fyrir luktum dyrum Laugarvatni. AÐ loknum framsöguerindum Kristínar Ástgeirsdóttur og Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur á landsfundi Kvennalistans á Laugarvatni í gærkvöldi tóku fimm fulltrúar til máls um málið. Þegar mælenda- skrá var tæmd var fundinum lokað tímabundið fyrir fréttamönnum til þess að fá fram meiri og óþvingaðri tjáningu fulltrúa um málið eins og það var orðað af fundarsljóra. Stjórnmálamenn ráða ekki markaðsvöxtum_______________ Róttækar aðgerðir í sænskum efnahagsmálum 20 Vitinn gerður úr listaverki Vinna við Hörgareyrargarð í Vest- mannaeyjum á lokastigi 23 . GEQNUM LJOSIÐ íslendingar i ham_____________ Sigruðu í 5 af 8 greinum í alþjóð- legu skeiðmeistaramóti íAusturríki 36 Leiðari_______________________ Skuldir við hættumörk 28 Lesbók ► íslenzki dansflokkurinn á forsíðu - Konur innan við búðarborðið - Hvað kom fyrir millikynslóðina í skáldsagna- gerð - Á slóðum hnúfubaksins. iKntig Menning/Listir ► Gegnum ljósið - Ég mála landslag - Ómur af æðri mynd - Skosk listahátíð - Menn- ing/Listir í næstu viku Meginmál landsfundarins er að ræða áður yfirlýsta stefnu Kvenna- listans um EES eins og Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir komst að orði í umræðunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir upplýsti á fundinum að hún og fleiri hefðu reynt að fá því framgengt fyrir síðustu kosningar að stefna listans gagnvart EES yrði opnari en reyndin hefði verið. Hún sagði að henni og fleiri konum væri of þröngur stakkur skorinn í yfírlýsingum Kvennalistans. „Það eru margir gallar á samningnum, en þeir vega ekki eins þungt og að standa utan við samrunaþróun- ina í Evrópu,“ sagði hún meðal annars. Hún lagði áherslu á að meðan EB lifði hefði það mikil áhrif á íslandi og ef það dæi hefði það áhrif líka. Hún sagði kvenna- listakonur vera í alvarlegum málum ef þær litu á bandalög eins og EB og EES sömu augum og hernaðar- bandalög. Hún sagði samninginn hvorki færa íslendingum gull og græna skóga, né að hér færi allt á versta veg ef hann yrði ekki sam- þykktur. Kristín Ástgeirsdóttir sagði samninginn um EES vera andstæð- an hugmyndafræði Kvennalistans um sjálfbæra þróun, sem þyrfti að eiga sér stað í hinum vestræna heimi. Hún sagði gallana á samn- ingnum það mikla að ekki væri unnt að samykkja hann. Hún var- aði við reglugerðarvaldinu og mið- stýringunni, sem væri andstæð allri lýðræðisþróun. Kristín sagði meðal annars að fijáls viðskipti eins og stefnt væri að með GATT-samn- ingnum væru æskilegri en EES- samningurinn. Hún sagði rök sín gegn EES vega svo þungt að kvennalistakonur sem vildu vera afl til að breyta í átt til jafnaðar gætu ekki samþykkt að ganga inn í svo miðstýrt og karlríkt samfélag. -Sig.Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.