Morgunblaðið - 31.10.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 31.10.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. QKTÓBER 1992 ...alltafþegar við erum vandlát Fákskonur - ræðunámskeið Ræðunámskeið verða haldin í Félagsheimili Fáks og byrja 3. nóvember nk. Hvert námskeið er 4 kvöld. Reyndur leiðbeinandi. Nánari upplýsingar og skráning hjá Brynju, s. 73915, Helgu, s. 676206 og Maríu, s. 671797. Kvennadeildin. ítalskur samkvœmisfatnadur TÍISS NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga 10-14 GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum. PJÓÐÞRIF S % "{S5KT LANDSBJÖRG Dósakúlur um allan bæ. BAMMIAQ bUMSXJU SXÁTA NÝKOMIÐ ÍTÖLSK LEÐURSÓFASETT 3+1+1 FRÁ 149.600 STGR. VISA - EURO RAÐGREIÐSIUR □BHHHE HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI66, HAFNARFIRÐI - SÍMI 654100 Metsölublaó á hvetjum degi! HAGSÆLD HtM*i »1 • HúRli Qisniii AudllíUtr • * »i*kvt«*l*í»f** latdbiMiivr ■ ísland og alþjóðasamvinna Jónas H. Haralz, fyrrum bankastjóri og aðalfulltrúi Norðurlandanna hjá Alþjóða- bankanum í Washington, segir í grein í Hagsæld, tímariti hagfræðinema í Há- skóla íslands, að íslendingar hafi ávallt sett sér það markmið að vera fullgildir aðilar í þeim alþjóðlegu samtökum og bandalögum sem þeir tengdust; þjóð meðal þjóða. Telur hann að sú regla gæti hugsanlega einnig átt við varðandi tengsl íslands og Evrópubandalagsins. Markið ávallt sett hátt Jónas H. Haralz scgir í grcin sinni í Hagsæld: „Islcndingar hafa sctt markið hátt Þeir hafa ekki látið sér nægja minna en að vera þjóð með þjóðum. Þeir stefndu að fullri sjálfstjóm á öld- inni sem leið, þegar mannijöldi í landinu var innan við eitthundraðþús- und. Þeir stofnuðu eigin háskóla áður en fullu sjálfstæði var náð. Þeim hefur þótt nauðsyn bera til að koma á fót þeim stofnunum, sem tíðkast meðal annarra þjóða, enda þótt af vanefnum hafi verið, og halda uppi menningarstarfi í sem flestum greinum. í einu atriði hefur þó brestur verið á. Vegna stærðar landsins, legu þess og fámennis, treystu Islendingar sér ekki til að efla hervamir, að öðm leyti en tók til vemdar fískimiða. I stað þess var í fyrstu leitað athvarfs í ströngu hlutleysi. Þegar sú von brást, var treyst á samninga við nágranna- ríki og aðild að vemdar- samtökum þeirra. I þvi samstarfi, sem nú hefur staðið í hálfa öld, var þó ekki vikið frá þeirri meginreglu, að íslending- ar væm fullgildir aðilar. Það var vemd landsins, sem var markmiðið, enda þótt hún væri um leið vemd annarra. Framlag íslendinga til vamarmála vom afnot lands, sem engin greiðsla gat komið fyrir.“ Aftur átíma- mótum Síðar í greininni segir Jónas H. Haralz: „Líkt og fyrir hálfri öld standa ís- lendingar nú frammi fyr- ir nýjum viðhorfum. Endalok kalda striðsins knýja á um endurskoðun vamarmála um heim all- an, við aðstæður mikillar óvissu. Það er þó viðleitn- in tU rikari einingar Vest- ur-Evrópu, sem von bráð- ar mun teygjast austur eftir álfunni, sem snertir íslendinga mest um þess- ar mundir. Þessi nýju við- horf hefur borið að með sneggri hætti en nokkum grunaði. Það er þvi ekki að undra, að umræða um þau sé enn fálmkennd. Þvi meir sem ég hef velt þessum málum fyrir mér, þvi meiru hefur mér virst það skipta, að við mótun nýrrar stefnu sé ekki slakað á þvi markmiði, sem Islendingar hafa fram að þessu fylgt svo fast eftir, að vera alvöru- þjóð á meðal þjóða. Slíkt markmið vísar til aðildar að samtökum annarra þjóða en ekki til einangr- unar. Um það verður ekki fullyrt hvort íslendingar geti orðið þátttakendur í Evrópubandalaginu með þeim skilyrðum, sem þeir þurfa á að halda. Þeir hagstæðu samningar, sem standa til boða um aðild Islands að Evrópska efna- hagssvæðinu, benda þó til þess, að það geti orðið. Svo virðist einnig, sem ákjósanlegast sé að fylgj- ast með í samningum ann- arra EFTA-ríkja. Fyrir íslendinga skiptir það miklu máli að verða ekki viðskila við önnur Norð- urlönd. í þann hóp geta þeir sótt styrk, sem þeir ella hefðu ekki yfir að ráða. í þeirri umræðu, sem nú fer fram meðal íslend- inga, þarf að verða til skilningur á því, að með samningum um aðild að Evrópubandalaginu er stefnt að sama marki og þeir hafa áður sett sér, að styrkja stöðu þjóðar- innar jafnfætis öðrum þjóðum. Því markmiði fylgir sá metnaður, og jafnframt sá agi, sem þjóðin má trauðla án vera.“ 10% afmtElisafsláttur of símtœkjum í SÖLUDEILDINNI í KIRKJUSTRÆTI í tilefni 10 ára afmælis söludeildar Pósts og síma í Kirkjustræti býðst þér 10% afsláttur af öllum vörum vikuna 2.-6. nóvember. Símtæki, boðtæki, símsvarar, farsímar og fjölmargt annað tengt símabúnaði. Velkomin í afmælið í Kirkjustræti. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.