Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992
13
Hafnarborg
Síðasta sýn-
ingarhelgi
í Hafnarborg, raenningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar er
síðasta sýningarhelgi á verkum
Asrúnar Tryggvadóttur.
Ásrún stundaði nám við Mynd-
listarskólann í Reykjavík 1974—78,
lauk BS námi í myndlistarkennslu
við Minnot State University í Norð-
ur-Dakóta_ og BA námi í ensku frá
Háskóla íslands 1989. Hún var
kennari við Myndlistarskólann í
Reykjavík 1983—87 og við Kenn-
araháskóla íslands frá 1987. Ásrún
var í stjórn SÍM, Sambands ís-
lenskra listamanna 1989 og 1990.
Formaður félagsins íslensk grafík
frá 1990.
Sýningin er opin milli kl. 12—18.
-------------
Sýning á dam-
askdúkum
SÝNING á damaskdúkum frá
Georg Jensen í Danmörku verð-
ur laugardag og sunnudag í Safa-
mýri 91.
Á sýningunni kynnir Ragnheiður
Thorarensen, umboðsmaður Georg
Jensen á íslandi, ný mynstur og
nýja liti á dúkum.
Georg Jensen er 500 ára gamalt
listvefnaðarfyrirtæki sem alltaf hef-
ur verið í eigu sömu ættarinnar.
Dúkarnir eru úr 100% bómull og
öll mynstrin eru teiknuð af viður-
kenndum hönnuðum og arkitektum.
Dúkarnir eru sniðnir að óskum
hvers viðskiptavinar og þola 90
gráðu hita í þvotti.
Juliet Faulkner og Natalia Chow á tónleikum.
Morgunblaðið/Silli
Söngvari frá Hong Kong
skemmti Húsvíkingum
Húsavík.
LISTAKONURNAR Natalia Chow sópransöngkona og Juliet Faulkn-
er píanisti skemmtu Húsvíkingum síðastliðið laugardagskvöld i Sám-
komuhúsinu. Aðsókn var mjög góð og listakonunum mikið og inni-
lega fagnað með miklu lófataki og blómum. Fluttu þær fyrst sex
íslensk lög og fjögur kínversk og síðan nokkrar óperuaríur. Vakti
framburður söngkonunnar í islensku lögunum sérstaka athygli.
Natalia er frá Hong Kong og hóf
tónlistarnám sitt þar og að loknu
námi stjórnaði hún ýmsum kórum
þar í landi vel þekktum. Síðar fór
hún til Englands og lauk masters-
prófi við háskólann í Reading árið
1989 og tók þar þátt í uppfærslum
á óperum eftir Verdi og fleiri tón-
skáld. Síðan fór hún til heimahag-
anna og starfaði við International
Institute of Music í Hong Kong.
Þá hún var við nám í Englandi
kynntist hún skólabróður sínum
þar, tónlistarmanninum Helga Pét-
urssyni, og fluttist til Húsavíkur
síðastliðið vor og kennir nú söng
og tónmennt við skólana á Húsavík.
Juliet Faulkner píanisti og orgel-
leikari er orðin þekkt hér á landi.
Á árunum 1980-84 bjó hún í Lond-
on og stundaði nám við Royal Ac-
ademy of Music, bæði sem einleik-
ari og undirleikari, hjá heimsþekkt-
um kennurum og vann síðan við
þá frægu stofnun. Hún var organ-
isti við St. Lukes kirkju í London á
árunum 1983-86 að hún fluttist til
íslands.
Árið 1986 flyst hún til íslands
með manni sínum, Robert Faulkn-
er, og réðust hjónin til kennslu að
Hafralækjarskóla í Aðaldal og við
þann skóla og í héraðinu öllu hafa
þau unnið mikilsvert og merkt tón-
listarstarf. Juliet er nú kennari við
Hafralækjarskóla og organisti við
Húsavíkurkirkju.
- Fréttaritari
Borð fyrir tvo
Sýningn Þór-
dísar að ljúka
SÝNINGU á málverkum Þórdís-
ar Árnadóttur í versluninni Borð
fyrir tvo í Borgarkringlunni lýk-
ur mánudaginn 2. nóvember, en
sýningin hefur staðið frá 12.
september.
Þetta er önnur málverkasýning
Þórdís sem nýlega er komin heim
frá Danmörku þar sem hún stund-
aði nám við „Det Fynske Kunstaka-
demi“. Myndirnar á sýningunni eru
málaðar með akrýl, og eru þær
flestar unnar á þessu ári. Sýningin
er opin á verslunartíma í Borgar-
kringlunni.
Þórdís Ámadóttir við eitt verka
sinna.
Katrín Didriksen
________Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Það er ef til vill ekki oft sem
listunnendur hugsa til skartgripa
sem listmuna sem vert sé að gefa
nánari gætur. Þetta er miður enda
er smíð úr góðmálmum ein elsta
listgrein mannkyns og margir sem
starfa á þessu sviði leggja mikinn
listrænan metnað í verk sín, líkt
og aðrir myndlistarmenn. Sjálf-
stæður skartgripur getur þannig
verið listaverk í sjálfu sér og ætti
ekki að líða í áliti manna fyrir
fjöldaframleiðslu á þessu sviði
fremur en góð málverk fyrir alla
þá lélegu myndlist sem framleidd
er í heiminum.
Um þessar mundir stendur yfir
í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg sýn-
ing á skartgripum Katrínar Did-
riksen. gullsmiðs en hún hefur
valið sér nokkuð sérstakar vinnu-
aðferðir við verk sitt. Katrín lauk
sveinsprófi í gullsmíði 1985 og
hefur síðan sótt framhaldsnám-
skeið og nám í skartgripahönnun
í Kaupmannahöfn og tekið þátt í
ýmsum samsýningum á þessu
sviði en hér er á ferðinni fyrsta
einkasýning hennar.
Katrín sýnir hér tæplega fjöru-
tíu muni, sem flestir eru unnir
með tækni veflistarinnar; þræðir
úr kopar, stáli, silfri, áli eða áróru
eru ofnir saman í armbönd, nælur
og eyrnalokka. Hrosshár, bómull,
íslenskt vaðmál og píanóstrengir
er síðan notað til fyllingar í verk-
unum, og spanskgræna, ryð og
oxun kopars er látin ljúka því lita-
spili, sem hér er á ferðinni í mörg-
um gripanna.
Hin einfalda vinnuaðferð gefur
skartgripunum sterkan svip, og
um leið er mögulegt að skapa fjöl-
breytt verk á þennan hátt. Litur
málmsins nýtur sín til fullnustu í
hveiju verki; einkum verður sam-
setningin falleg í verkum nr. 3 til
7, þar sem kopar, silfur og áróra
koma saman í fallegu litaspili. í
verkum sem þessum kynnast
gestir vel þeim gildum, sem gaf
skartgripum úr góðmálmum það
aðdráttarafl, sem þeir hafa enn í
dag.
Sýning Katrínar Didriksen í
Stöðlakoti við Bókhlöðustíg stend-
ur til sunnudagsins 1. nóvember.
Louise
Bourgeois
Það hefur stundum komið fýrir,
jafnvel á þessari öld fjölmiðlunar
og markaðshyggju, að myndlist-
armenn hafa náð að vinna um
áratuga skeið í kyrrþey að eigin
listsköpun en lenda síðan allt í
einu í brennipunkti athyglinnar
þar sem list þeirra þykir skyndi-
lega tengjast því sem er efst á
baugi í listheiminum. Oft hafa
slíkar „uppgötvanir" reynst tísku-
bólur, sem ekki hafa staðist nán-
ari athygli, og hjaðnað aftur fljót-
lega, þrátt fyrir mikla vinnu
markaðsaflanna við að „selja“ við-
komandi. En stundum hefur verið
um varanlegt framlag til list-
heimsins að ræða, framlag sem
hefur snert strengi manna um
lengri tíma.
I hinum óvenjulega sýningarsal
„Önnur hæð“ að Laugavegi 37
stendur nú yfir sýning á nokkrum
verkum mjög sérstæðrar lista-
konu, Louise Bourgeois, sem
óhætt er að segja að sé í hópi
hinna síðarnefndu. Hún fæddist í
París árið 1911 og er því á áttug-
asta og þriðja aldursári. Hún flutti
til Bandaríkjanna rúmlega hálf-
þrítug og vann lengi að list sinni
án þess að vekja verulega at-
hygli. Hún teiknar, málar og vinn-
ur höggmyndir, og það var loks
um miðjan áttunda áratuginn sem
höggmyndir hennar fóru að vekja
eftirtekt og hafa afköst hennar
og áræði aukist mikið síðustu ár
eins og lesendur erlendra listtíma-
rita kannast við. Verk hennar eru
nú eftirsótt á sýningar víða um
heim, og vakti hún m.a. nokkra
athygli á alþjóðlegu sýningunni
Documenta 9 í Kassel í Þýska-
landi, sem er nýlokið.
Á sýningunni hér getur að líta
blekteikningar listakonunnar frá
ýmsum tímum þar sem einkum
vekur athygli hversu lífræn form-
in eru í teikningunum án þess að
tákna þekkjanleg dýr eða verur;
það er hin mjúka sveiglína eins
og Hogarth nefndi hana sem ræð-
ur ríkjum.
Auk þess er ein höggmynd á
sýningunni „Janus í leðuijakka",
sem hangir í miðju sýningarrým-
inu, en aðspurð lýsir listakonan
þessu verki á eftirfandi hátt: „Jan-
us hangir á einum punkti, við-
kvæmur og berskjaldaður fyrir
öllu. Verkið endurspeglar and-
stæðuna milli tilfinningalegra
öfga - frá ást til haturs og morðs,
frá ofbeldi til aðgerðaleysis og
undanhalds. Maður reynir að við-
halda jafnvægi, þörfinni fyrir að
vera sáttur við sjálfan sig og
aðra.“
Þessi aldna heiðurskona er
skýrt hugsandi listamaður í verk-
um sínum, og er rétt að hvetja
listunnendur til að líta við í sýn-
ingarsalnum Annarri hæð að
Laugavegi 27, en sýningin á verk-
um Louise Bourgeois stendur út
nóvembermánuð.
Ruslland
- Listland
Listamenn hafa oft velt fyrir
sér hvar mörkin liggi á milli mynd-
listar annars vegar og framleiðslu
sem hefur ekkert listrænt gildi
hins vegar. Myndverk af síðara
taginu hafa oft náð að villa á sér
heimildir en ýmis heiti eru þekkt
sem benda til álits manna á þess-
ari framleiðslu: Stofulist, vegg-
fóðurslist, fermetraframleiðsla,
kitch.
Mörkin þarna á milli hafa þó
sjaldan verið jafn óljós og nú um
stundir þegar myndlistin leitar
fanga langt út fyrir hefðbundin
svið og nýtir fjölbreyttar afurðir
samfélagsins, rusl jafnt sem ann-
að, til listsköpunar. Hreyfingar
eins og Art Povera, Fluxus og
hugmyndalist af ýmsu tagi hafa
átt mikinn þátt í þessari þróun
og listamenn hafa t.d. fylgt henni
eftir með umhverfislist og umQöll-
un um mengunarmál og náttúru-
vemd.
Þorvaldur Þorsteinsson er einn
þeirra listamanna sem hefur verið
að takast á við landamæradeilur
Rusllands og Listlands og hefur
ljallað um það á málþingum og
skrifað greinar. Hér er í raun á
ferðinni fagurfræðilegt eða heim-
spekilegt vandamál sem aldrei
verður leyst þannig að endanlegt
sé; ólíkar skoðanir verða alltaf til
staðar. Tilhneigingin undanfama
áratugi hefur þó verið fremur í
þá átt að færa út landamæri list-
arinnar þannig að meira af því
sem áður var úrskurðað msl hefur
öðlast þegnrétt í listheiminum.
Nú stendur yfir í menningar-
miðstöðinni Gerðubergi í Breið-
holti lítil sýning þar sem Þorvald-
ur leggur sitt til þessarar þróun-
ar. Hann hefur sett hér saman
fimm lágmyndir sem segja að
nokkm sögu einstaklings frá
æsku til hins fullkomna lífs fjöl-
skyldumannsins; þetta er m.a.
gert með úrklippum úr auglýsing-
um, skólamyndum og smáhlutum.
Út af fyrir sig er hver þessara
hluta ómerkilegt rusl en sem hlut-
ar þeirra heilda sem listamaðurinn
setur saman öðlast þeir ný gildi
sem þjóna því hlutverki sem lista-
maðurinn hefur ætlað þeim.
Sú veröld sem birtist í gegnum
þessar ímyridir er frekar alþjóðleg
og snertir þannig ekki beint til-
veru þeirra Islendinga sem nú eru
á miðjum aldri. Myndefnið er engu
að síður vel þekkt og skólatilveran
er flestum ljóslifandi eins og hún
kemur fram hér.
Sýning Þorvaldar Þorsteinsson-
ar í Gerðubergi stendur til þriðju-
dagsins 3. nóvember.
i
RIR FJOLSKYLDUNfl