Morgunblaðið - 31.10.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992
15
Hvar standa íslensk-
ir lögreglumenn?
eftir Ragnheiði
Davíðsdóttur
Að undanförnu hafa öryggismál
lögreglumanna verið í brennidepli.
í kjölfar hörmulegs slyss þar sem
ungur lögreglumaður, eiginmaður
og faðir tveggja barna, slasaðist
lífshættulega við skyldustörf sín
hafa vaknað ýmsar áleitnar spurn-
ingar um starfsvettvang, launakjör
og öryggismál lögreglumanna. En
þrátt fyrir að þetta tiltekna mál,
þar sem fíkniefni komu við sögu,
hafí fengið eins mikla umfjöllun og
raun ber vitni er tilfellið í sjálfu sér
engin undantekning í starfí ís-
lenskra lögreglumanna. Hver ein-
asti starfsdagur lögreglumanna fel-
ur í sér óvissu um hvað vaktin kunni
að bera í skauti sér. Um það vitna
fréttir af afbrotum, slysum og ann-
arri óáran í samfélaginu.
Bakhliðin
í tímaritinu Mannlífí birtist fyrir
skömmu grein þar sem fjallað er á
opinskáan hátt um þá mannlegu
harmleiki sem íslenskir lögreglu-
menn þurfa oft og tíðum að standa
frammi fyrir og takast á við í starfí
sínu. Greinin, sem byggð er á raun-
verulegum frásögnum ónafn-
greindra lögreglumanna, gefur
raungóða lýsingu á erfíðu hlut-
skipti lögreglumannsins. Sú mynd
sem þar er dregin upp er sú hlið
löggæslunnar sem aldrei er fjallað
um opinberlega. Þar er meðal ann-
ars fjallað um þá sýn sem birtist
lögreglumanninum þegar hann
kemur að sundurtættum manneskj-
um eftir slysfarir eða sjálfsvíg. Þar
er fjallað um viðbrögð aðstandenda
þegar þeir verða að horfa upp á
ástvini sína við slíkar aðstæður. Þar
er fjallað um tilfelli þar sem lög-
reglumenn verða að hætta lífí sínu
í þágu borgarans; þegar þeir standa
frammi fýrir byssukjöftum og nál-
um eiturlyfjasjúklinga. Þar er fjall-
að um börn sem líða andlegar og
líkamlegar þjáningar vegna van-
rækslu foreldra og svo mætti lengi
telja.
Strángar kröfur
í ljósi þeirra staðreynda, sem hér
hafa verið raktar og hefur þó að-
eins lítið eitt verið nefnt, er ljóst
að miklar kröfur eru gerðar til þess
fólks sem valið er til löggæslu-
starfa. Umsækjendur um lögreglu-
starf verða ða vera reiðubúnir til
þess að takast á við erfíð og krefj-
andi verkefni sem oftar en ekki
reyna á bæði líkamlegt og andlegt
þrek þeirra. Viðkvæmar sálir ættu
því að forðast löggæslustörf. Á
hverjum degi verða lögreglumenn
vitni að skelfilegustu hliðum mann-
lífsins; hliðum sem fæstir sjá nema
í hryllingskvikmyndum. Á einni
helgarvakt getur ungur fjölskyldu-
faðir eða móðir upplifað meiri hryll-
ing í formi mannlegra harmleikja
en meðalmaður á langri ævi. Það
er því vissulega ábyrgðarhluti að
takast á við starf lögreglumannsins
sem að sjálfsögðu er af holdi og
blóði rétt eins og allir aðrir. Fæstir
gera sér grein fyrir því andlega
álagi sem löggæslufólk vinnur und-
ir. Það þekkja makar og börn lög-
reglumanna sem lifa í stöðugum
ótta um afdrif ástvina sinna. Þau
fara ekki varhluta af þeirri hættu
sem starfið felur í sér.
Mikil ásókn er í löggæslustörf
hér á landi en árlega sækir fjöldi
valinkunnra manna og kvenna um
starf í lögreglunni. Af því leiðir að
stjórnendur löggæslumála geta val-
ið hæfasta fólkið úr hópi umsækj-
enda. Og víst eru kröfumar strang-
ar. Samkvæmt reglugerð um lög-
reglumenn verða umsækjendur að
uppfylla líkamlegar og andlegar
kröfur, vera valinkunnir og vandað-
ir með hreint mannorð og fjárhags-
lega sjálfstæðir. Þeir verða einnig
að uppfylla kröfur um lágmarks-
menntun, sem í reynd er stúdents-
próf eða sambærileg menntun. Hin-
ir útvöldu verða síðan að standast
próf í Lögregluskóla ríkisins áður
en þeir teljast fullgildir lögreglu-
menn. Til marks um þær kröfur sem
gerðar eru skal tekið fram að kom-
ið hefur fyrir að menn eru látnir
víkja úr starfí standi þeir ekki und-
ir þeim væntingum sem til þeirra
em gerðar.
Launamál
Nú skyldi margur ætla að í ljósi
þessara krafna séu lögreglumenn
vel launaðir. Því miður fer því fjarri.
Byijunarlaun lögreglumanns eru
nú um 55 þúsund krónur á mán-
uði. Ofan á þau laun bætist síðan
aukavinna sem reyndar er takmörk-
uð við 62 aukavinnustundir á mán-
uði og vaktaálag hjá þeim sem
vinna á vöktum. Lögreglumaður,
sem á að baki 16 ára starfsaldur
hefur um 75 þúsund krónur á mán-
uði. Ef sá hinn sami fyllir auka-
vinnukvótann sinn og fær auk þess
greitt vaktaálag eru útborguð laun
hans liðlega 100 þúsund krónur á
mánuði! Það segir sig því sjálft að
lögreglumenn eru sannarlega ekki
meðal hátekjufólks. Það skal tekið
fram að til þess að ná þessum laun-
um sér viðkomandi lögreglumaður
fjölskyldu sína ekki oft auk þess
sem hann vinnur að stórum hluta
að nóttu til og um helgar þegar
flestar fjölskyldur njóta samvista.
Öryggismál
Að undanförnu hefur hvert tilfell-
ið rekið annað sem sannar svo ekki
Sighvatur Björgvinsson segir að
þvottahúsið sé liður í starfsemi rík-
isspítalanna og að eignir þess séu
metnar á 250-370 milljónir króna.
Hagnaður af starfsemi þess árið
1990 nam um 111 milljónum króna.
„Þarna er til staðar talsvert af
ónýttri afkastagetu sem ætla má að
hægt sé að nýta við það að þvotta-
húsið breytist í hlutafélag," segir
Sighvatur. „Það hefur þótt erfið
staða áður að þvottahús í eigu ríkis-
spítalanna væri að keppa á almenn-
um markaði en húsið hefur séð um
verður um villst að starf lögreglu-
mannsins er bæði krefjandi og
hættulegt. Ofbeldi og harðneskja
færist í vöxt í þjóðfélaginu auk
þess sem notkun fíkniefna fer vax-
andi. Afleiðingar aukinnar fíkni-
efnaneyslu birtast okkur í vægðar-
lausu ofbeldi og auknum afbrotum.
Slík þróun hlýtur að kalla á aukið
öryggi lögreglumönnum til handa.
Sem kunnugt er hafa íslenskir lög-
reglumenn ekki enn séð ástæðu til
þess að bera vopn eins og þekkist
erlendis en bera einungis trékylfu
sem þeir beita aðeins í nauðvörn
og dugar skammt á stundum. Sú
spurning hefur því vaknað í kjölfar
síðustu atburða hvort sá tími sé
runninn upp að íslenskir lögreglu-
menn neyðist til þess að vígbúast
til þess að mæta breyttum aðstæð-
um. Flestir þeirra eru þó þeirrar
skoðunar að slíkt sé varla tímabært
og sú skoðun helgast e.t.v. af því
að þeir vilja ekki trúa því að vopna
sé þörf. Þá hefur sú skoðun einnig
heyrst meðal lögregumanna að
vopnavæðing þeirra geti kallað á
harðari viðbrögð afbrotamanna. En
þó enn sé ekki tímabært fyrir lög-
reglumenn að bera skotvopn er þó
ljóst að ýmis annar búnaður getur
tryggt þeim aukið öryggi í starfi.
Það sem menn hafa helst nefnt í
því sambandi eru handhæg, skot-
held vesti, til þess að veijast hnífs-
stungum og skotum og gasúðabrús-
ar sem hægt væri að nota ti þess
að afvopna menn. Slíkur búnaður
ætti ekki að kosta mikla fjármuni
og myndu án efa auka öryggi lög-
reglumanna til muna.
Þá hefur oft verið bent á að fólks-
Ragnheiður Davíðsdóttir
„Nú er svo komið að
almennur ótti og van-
máttarkennd hefur
gripið um sig meðal ís-
lenskra lögreglu-
manna. I lögreglunni
er mikil samkennd —
enda hafa allir lög-
reglumenn sömu hags-
muna að gæta.“
bílar þeir, sem lögreglumönnum er
gert að vinna á, séu ekki nægilega
styrkir til löggæslustárfa og er
skemmst að minnast hins hörmu-
lega slyss í sumar þar sem ungur
lögreglumaður slasaðist í lögreglu-
bíl sem varð alelda á svipstundu.
Kunnugir segja að þeir fólksbílar
sem íslenskir lögreglumenn vinna á
séu sömu tegundar og seldir séu
til almennings sem heimilisbílar.
Til samanburðar má geta þess að
víðast hvar erlendis eru lögreglubíl-
ar styrktir sérstaklega til þess að
tryggja öryggi farþega ef eitthvað
útaf ber. Benda má á að lögreglubíl-
um er daglega ekið á forgangs-
hraða í umferðinni og má því nærri
geta hveijar afleiðingarnar geta
orðið ef árekstur verður. Það er því
ekki aðeins æskilegt heldur beinlín-
is lífsnauðsynlegt að lögreglumenn
fái til afnota sérhönnuð ökutæki til
löggæslustarfa.
Áðgerða er þörf
Nú er svo komið að almennur
ótti og vanmáttarkennd hefur grip-
ið um sig meðal íslenskra lögreglu-
manna. I lögreglunni er mikil sam-
kennd — enda hafa allir lögreglu-
menn sömu hagsmuna að gæta.
Að undanförnu hefur hvert atvikið
rekið annað þar sem lögreglumenn
hafa mátt horfa upp á félaga sína
slasast eða verða fyrir öðrum
skakkaföllum í starfi. Allir hugsa
þeir það sama: Hvenær kemur að
mér? En þrátt fyrir allt er efst í
huga þeirra að standa sig í starfí
og sinna því hlutverki sem þeir eru
ráðnir til; að gæta laga og réttar
ot vemda borgarann fyrir afbrotum
af ýmsu tagi. Því miður verður þó
að viðurkenna að því hlutverki er
lögreglumönnum varla gert kleift
að sinna svo vel sé miðað við núver-
andi aðstæður. Það ríkir því óvissa
og ótti meðal lögreglumanna þar
sem allt of lengi hefur verið gengið
á langlundargeð þeirra hvað launa-
og öryggismál varðar. Ef lögreglu-
menn í landinu eiga að geta staðið
undir þeim kröfum og væntingum
sem til þeirra eru gerðar verða yfír-
völd löggæslumála að koma til
móts við réttmætar kröfur þeirra
um aðbúnað, öryggi og launakjör.
Oft hefur verið nauðsyn en nú er
rík þörf. Um það vitna háværar
raddir þeirra sem eiga mestra hags-
muna að gæta; almennings í land-
inu.
Höfundur er háskólanemi og
starfaði um árabil í lögreglunni í
Reykjavik.
I
Þvottahúsi ríkisspítalanna breytt í hlutafélag
Selja á hlutabréf fyr-
ir 60 milljónir króna
SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra hefur kynnt í ríkis-
stjórn frumvarp til laga um að breyta þvottahúsi ríkisspítalanna í
hlutafélag. Fjárlög gera ráð fyrir að ríkisspítalarnir afli sér 60 millj-
ón króna sértekna á næsta ári með sölu á hlutabréfum í þessu hluta-
félagi. Þessi upphæð, 60 milljónir króna, samsvarar tæplega 25%
af eignum þvottahússins.
þvott fyrir ríkisspítalana, Borgar-
spítalann og ýmar læknastofur. Það
er vel búið sérhæfðum tækjum til
starfsemi sinnar."
Sighvatur segir að með frumvarp-
inu sé reiknað með að þvottahúsið
sem hlutafélag sé áfram að meiri-
hluta í eigu ríkisspítalanna þótt þeim
sé ætlað að afla sér 60 milljóna
króna með sölu á hlutafé í því. Enda
sé þessi upphæð ekki nema um fjórð-
ungur af eignum þvottahússins og
sé þá viðskiptavild ekki reiknuð þar
með.
1
2
C/3
04
'P
c
UTSALA - UTSALA
Síbasti dagur
útsölunnar
Nýir skór á verksmiöjuveröi beint frá Portúgal.
Abeins 4 verb: 990.- 1.490.-
1.990.-2.490.-
ATH. Einnig úrval af skóm
í litlum númerum
kl.18.oo
ídag
Laugavegi 11 sími: 21675