Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992
Gunnar Hökmark, ritari Hægriflokksins í Svíþjóð,
í samtali við blaðamann Morgunblaðsins
Stjómmálamenn stjóma
ekki markaðsvöxtum frek
ar en suðumarki vatns
SÆNSKA stjórnin undir forystu hægrimannsins Carls Bildts hef-
ur gert samkomulag í tveim hlutum við helsta stjórnarandstöðu-
flokkinn, jafnaðarmenn, um róttækar aðgerðir í efnahagsmálum
og niðurskurð í velferðarkerfinu til að styrkja gengi krónunnar,
stuðla að lækkun vaxta og bæta samkeppnisstöðu útflutningsfyrir-
tækjanna. „Sænska fyrirmyndin," velferðarþjóðfélagið, þurfti á
uppskurði að halda. Aðrir segja að saga fyrirmyndarinnar sé á
enda en þá er það spurningin hvort ný verði reist á rústum hinn-
ar gömlu. Afstaða jafnaðarmanna hefur komið mörgum á óvart
enda sjaldgæft að stjórnarandstaða axli að hluta til ábyrgð á svo
óvinsælum aðgerðum sem raun ber vitni. Blaðamaður Morgun-
blaðsins var nýlega á ferð í Sviþjóð og ræddi þá m.a. við Jan
Bergquist, þingflokksformann Jafnaðarmannaflokksins, Gunnar
Hökmark, ritara Hægriflokksins, og fleiri áhrifamenn í stjórnmál-
um og efnahagslífi. Hökmark var spurður hvort hann væri sann-
færður um að þingmeirihluti fengist fyrir tillögunum, hvort treysta
mætti að jafnaðarmenn styddu tillögurnar.
„Já það tel ég, ég sé ekkert
benda til að þetta mistakist. Við
höfum gert við þá samkomulag,
hvemig þeir standa við það mun
koma í ljós en ég er bjartsýnn.
Við hægrimenn urðum að slaka
til í þessum viðræðum. Við vildum
t.d. frekari skattalækkanir en gert
er ráð fyrir“.
Verða þáttaskil í sænskum
stjómmálum með þessum aðgerð-
um?
„Það tel ég og það gerist með
þrennum hætti að hefðbundin af-
staða er lögð á hilluna. í fyrsta
lagi er horfst í augu við þann sann-
leika að samdráttur í ríkisútgjöld-
um núna merkir ekki fyrst og
fremst niðurskurð á velferð al-
mennings heldur er hann beinlínis
óhjákvæmileg forsenda fyrir þvf
að hægt sé að halda framvegis
uppi velferðarkerfi. í öðm lagi er
slegið föstu að skattalækkanir
geti eflt framleiðsluna og í þriðja
lagi viðurkennt að mikilvægir
hlutar velferðarkerfísins geti verið
utan vébanda hins opinbera með
því að fela aðilum vinnumarkaðar-
ins að semja um sjúkratryggingar.
Á þessum sviðum hafa nú orðið
að mínu viti mjög jákvæð um-
skipti, tímamót. Ég er ekki viss
um að hugsunarhátturinn almennt
breytist jafn hratt og í takt við
þetta samkomulag, það getur tek-
ið lengi tíma.
Það lá í augum uppi að grípa
þyrfti til róttækra ráðstafana og
þá er það hlutverk stjórnmála-
manna að fínna lausn. Þetta er
ekki endilega einstakt, í Nýja-Sjá-
landi t.d. hafa helstu flokkamir
skipst á um að hreinsa til í efna-
hagsmálunum með hörðum að-
haldsaðgerðum og einkavæðingu.
Okkar vandi á Norðurlöndunum
hefur oft verið sá að margir stjórn-
málamenn hafa talið að hægt
væri að framfylgja stefnu sinni
án þess að velta fyrir sér kostnað-
inum, tekjuhliðinni, án þess að
huga að köldum raunvemleikan-
um. Margir þeirra stóðu í þeirri
trú að þeir sköpuðu velferð með
því að ákveða fjárveitingar til
hennar. Það gerðu þeir auðvitað
ekki, þeir sköpuðu aðeins neyslu
á gæðum velferðarinnar. Hags-
munahópar taka heldur ekki tillit
til tekna ríkisins þegar þeir krefj-
ast ívilnana og allt of margir fjöl-
miðlar taka undir gömlu klisjum-
ar, kröfusönginn. Allir em upp-
teknir af að velta fyrir sér nýjum
aðferðum við að deila gæðunum,
örfáir huga að framleiðslunni. Ég
hef fulla trú á þvf að kjósendur
átti sig á þessu, við höfum staðið
okkur ótrúlega vel í skoðanakönn-
unum þrátt fyrir efnahagsörðug-
leika sem ekki eiga sér fordæmi
í seinni tíð.
Ég held að í kosningabaráttu á
tíunda áratugnum muni fremur
reyna á trúverðugleika og hæfni
stjómmálamanna en óskir og lof-
orð eins og tíðkast hefur. Núna
yrði hlegið að stjómmálamanni ef
hann færi út á götu í Stokkhólmi
og segði: Við viljum hækka barna-
bæturnar!"
Sænskir bankar hafa lent í gríð-
arlegum erfíðleikum vegna ótæpi-
legra útlána á síðasta áratug.
Hökmark var spurður hvort stjórn-
málamenninrir hefðu bmgðist,
hvort þeir hefðu átt að grípa inn
og stöðva bruðlið. Hann sagði
hægrimenn hafa varað við þróun-
inni, þeir hefðu sagt að það gæti
ekki verið raunhæft að þjóðarauð-
urinn ykist einfaldlega við það að
fleiri fengju lán til að kaupa sér
fasteign. Fjárfestingar í fram-
leiðslufyrirtækjum yrðu að hafa
forgang og þær yrði að efla, m.a.
með skattalöggjöf. Hann sagði að
stjómendur bankanna og fjölmiðl-
ar sem ekki tóku undir gagnrýni
hægrimanna hlytu í einhverjum
mæli að glata trausti almennings
sem nú sæi hvílíkt óraunsæi hefði
verið á ferð.
Thomas Franzén, aðstoðar-
bankastjóri seðlabankans, sagði
mér að helsta orsök efnahags-
vandans hefði verið röng stefna
ríkisvaldsins, eyðslustefna og
óvarkámi við fjárlagagerð. Ertu
sammála?
„Það em margar orsakir fyrir
vandanum, engin ein sem stendur
upp úr. En það er mikilvægt að
skilja að þenslan varð of mikil á
níunda áratugnum. Gengis- og
vaxtastefna seðlabankans núna er
bein afleiðing af því hvernig
stjórnað hefur verið undanfarin ár
og aðstæðum á verðbréfamörk-
uðum. Það er ekki geðþóttaákvörð-
un Bengt Dennis seðlabankastjóra
eða stjómvalda sem ræður þessum
hlutum í reynd heldur efnahagsað-
stæður hér og í útlöndum, það er
verið að bregðast við staðreyndum.
Það virkar alltaf fáránlega á mig
að heyra stjómmálamenn og aðra
tala um að hafa beri stjóm á þróun
mála á verðbréfamörkuðunum,
stýra vöxtunum og genginu. Þetta
er aldrei hægt til langframa. Hvað
reyna þeir næst, setja í Iög að vatn
sjóði við 50 gráður á selsíus?,"
spurði Hökmark.
í ábyrgTÍ stjórnarandstöðu
Er blaðamaður ræddi við Jan
Bergquist, leiðtoga þingflokks sæn-
skra jafnaðarmanna, kom fram að
forystan hefði að sjálfsögðu velt
vandlega fyrir sér pólitísku áhætt-
unni við að styðja aðhaldsaðgerðim-
ar. „Auðvitað hefði verið léttara að
standa fyrir utan þetta og skamma
bara stjórnina fyrir dugleysið. En
flokkurinn okkar er of stór, hann
getur ekki hagað sér eins og litlu
flokkamir. Sumir fullyrða að
flokkurinn bíði tjón á sálu sinni
við að taka þátt í samstarfi stjóm-
arflokkanna fjögurra, þ. á m.
Hægriflokksins. Staðreyndin er að
hefðum við ekki stutt seinni „neyð-
arpakkann," niðurskurðinn, hefði
sá fyrri einnig orðið að engu og
við hefðum því ekki notið þeirra
umbóta sem kveðið er á um í sam-
bandi við atvinnumálin og stöðu
verkalýðshreyfingarinnar. Það var
líka hætta á algeru efnahagslegu
hmni ef við hefðum neitað að taka
þátt í veija gjaldmiðilinn sem er
grundvallaratriði í þessu öllu“.
Hvaða mistök hafa fyrst og
fremst verið gerð við uppbyggingu
velferðarkerfisins síðustu áratug-
ina?
„Það væri hægt að laga margt
með því að sameina stofnanir,
einkum á sviði heilbrigðismála.
Kostnaðurinn við heilbrigðisgæslu
hefur aukist fram úr öllu hófi, um
milljarða króna árlega. Kostnað-
urinn vegna þeirra sem fara á
eftirlaun fyrir tímann hefur vaxið
afar hratt, aukningin var sjálfvirk.
Þessu þarf að breyta, það þarf að
Gunnar Hökmark, ritari
sænska Hægriflokksins.
auka framleiðsluna og fá fleira
fólk til að taka þátt í henni með
virkum hætti, nýta mannauðinn
með skilvirkari hætti. Við verðum
líka að bæta stöðu atvinnuveg-
anna, þróa framleiðsluna svo að
við getum haldið uppi velferðar-
ríki“.
Dan Andersson, aðalhag-
fræðingur Alþýðusambandsins,
vísaði því á bug í samtali við mig
að mikið hefði verið um misnotkun
á velferðarþjónustunni. Hann
benti á að Svíar hefðu lengi lagt
áherslu á halda atvinnuleysi í
skefjum með öllum ráðum, reynt
að láta alla hafa nokkuð að iðja,
einnig þá sem voru lítt til þess
hæfír, t.d. vegna krónískra sjúk-
dóma. Þetta hefði átt sinn þátt í
því hve fjarvistir frá vinnu vegna
veikinda voru orðnar miklar. Hvað
segir þú um þetta?
„Ég hygg að allt of mikið hafi
verið gert úr misnotkun á sjúkra-
greiðslum og það er rétt hjá And-
ersson að benda á að málið er
flóknara en virðist við fyrstu sýn.
Mánudagsveikindin voru aðeins
brot af kostnaðinum og reyndar
hefur fjarvistum af þessu tagi
fækkað mjög síðan við breyttum
reglunum 1990. Reyndar verður
að gæta hófs í aðhaldssemi af
þessu tagi, það má ekki hvetja
t.d. starfsfólk í heilbrigðisstofnun-
um til að mæta í vinnuna með
smitandi kvef. Fyrst og fremst
jókst kostnaðurinn síðustu áratug-
ina vegna þeirra sem voru veikir
um langa hríð. Það má segja að
ekki hafi verið lögð nægileg
áhersla á endurhæfíngu, að kerfið
hafí ekki falið í sér nógu mikla
hvatningu til endurhæfingar. Fyr-
ir marga er það miklu betra að
reynt sé að hjálpa þeim til að verða
aftur þátttakendur í atvinnulífinu,
það eflir þá til nýrra átaka. Ein-
faldasta leiðin, að fleygja bara
peningum í fólk, hefur allt of oft
Jan Bergquist, leiðtogi þing-
flokks jafnaðarmanna.
verið valin fremur en ráðgjöf og
endurhæfing. Það eru hræðileg
mistök að láta fólk á fertugs- og
fimmtugsaldri fara á eftirlaun
þegar allt sem til þarf er að vinna
svolítið með fólkinu við að leysa
vandann. Það á ekki að ræna fólk
framtíðinni með þessum hætti.
Þama er mikið starf enn óunnið.
Það er mikilvægt að þótt gerðar
verði breytingar á eftirlauna- og
ellilaunakerfinu mega ráðamenn
aldrei gleyma sjálfum grundvellin-
um, að reyna að tryggja öllum
mannsæmandi líf og elliár. Mér
finnst að við ættum að stefna að
því að aldraðir hafí nægar tekjur
til að greiða sjálfir miðana í lest-
ina, í leikhúsið og svo framvegis.
Jafnframt er heppilegast að þeir
greiði skatta eftir sömu reglum
og aðrir borgarar, við eigum að
forðast eftir mætti að skipta þjóð-
inni upp í hagsmunahópa með
sérstökum undanþágum".
Sambúðin við
verkalýðshreyfinguna
Er mikill ágreiningur milli
flokksins og Alþýðusambandsins í
þessum efnum?
„Nei þegar öllu er á botninn
hvolft er mikil eining. Auðvitað
meta menn stundum hlutina á
mismunandi hátt í hita dagsins.
Sambandið hlýtur að taka mið af
hagsmunum félaga sinna en við
reynum að móta stefnu sem við
teljum að ríkisstjóm allrar þjóðar-
innar geti notað“.
Það var rætt mikið um
„Efnahagslegt lýðræði" á áttunda
áratugnum. Stofnaðir voru laun-
þegasjóðir með lögbundnum fram-
íögum, ætlunin var að þeir keyptu
hlutabréf í einkafyrirtækjunum og
fengju með tímanum úrslitaáhrif
í mörgum fyrirtækjum. Nú hefur
verið ákveðið að leggja þá niður.
Er þetta ekki ósigur fyrir verka-
lýðshreyfinguna?
„Ég man vel eftir hræðsluáróðr-
inum gegn sjóðunum, að með þeim
væri ætlunin að lögleiða sósíal-
isma og það sem einkum var hent
á lofti var grein í blaði Alþýðusam-
bandsins með yfirskriftinni: „Nú
tökum við völdin“. Sjóðirnir þróuð-
ust með þeim hætti að allir gátu
séð að ekki var ætlunin að þjóð-
nýta allt atvinnulífið. Umræðan
var öll mjög ýkjukennd. En nú
hefur verið ákveðið að styrkja eft-
irlaunakerfið með þessu fé svo að
það nýtist launþegum eftir sem
áður.“
Bergquist er spurður um ábyrgð
jafnaðarmanna á ástandinu í
bankamálum og hallanum á ríkis-
búskapnum. Hann svarar því til
að minnihlutastjórn Ingvars Carls-
sons hafi reynt að spoma við fót-
um þegar árið 1989 en ekki tekist
að fá þingmeirihluta fyrir þeim
aðgerðum. „En það var reyndar
mjög erfítt að sjá það fyrir að
aukið frelsi lánastofnana yrði til
þess að bankamir bókstaflega
færu að troða upp á fólk lánum
sem það gat ekki staðið undir og
án þess að spurt væri um þörfina
fyrir lánin. Þetta var mikið
ábyrgðarleysi".
Viðtöl: Kristján Jónsson.
Morgunblaðið/Kristján Jónsson
Þrátt fyrir áföll er Ijóst að Svíar eru í fararbroddi á ýmsum sviðum, meðal annars í baráttu gegn
mengun. Sjórinn í síkjum Stokkhólms er svo hreinn að fiskur úr þeim er hæfur til manneldis og á
sumrin er háð sundkeppni í síkinu þar sem myndin var tekin. Ekki gáfu mennimir, sem dorga þama
í grennd við þinghúsið, mikið út á veiðina er blaðamaður ræddi við þá.