Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 23
MORGUNBLAPIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992
23
V estmannaeyjar
Hafnargarðs-
vitinn listaverk
Vestmannaeyjum.
VINNA við styttingu Hörgareyrargarðs, við innsiglinguna í Vest-
mannaeyjum, er á lokastígi og er stefnt á að verkinu Ijúki fyrri
hluta nóvember. Hafnargarðurinn hefur þa verið styttur um 60
metra og innsiglingin rýmkuð tíl muna. Á enda hafnargarðsins
verður settur nýr vití. Vití þessi verður með öðru lagi en aðrir inn-
siglingarvitar á landinu því hann er gerður úr listaverki sem Grím-
ur Marinó Steindórsson hannaði
verk og vita á garðinum.
Grímur Marinó hefur verið í
Eyjum undanfarið til að fylgjast
með smíði listaverksins, en verkið
er unnið í Vélsmiðjunni Þór í Eyj-
um. Verkið er sjö metra hátt og
efst á því verður ieiðarljósið, sem
vísar sæfarendum siglingaleiðina
til Eyja. Þá verða einnig ljóskastar-
ar í toppi þess sem lýsa verkið upp
án þess að skerða notagildi vitans
eða trufla siglingar. Verkið er unn-
ið úr ryðfríu stáli og sýnir ijórar
súlur, eina að stinga sér og þijár
á flugi.
Grímur Marinó er fæddur og
uppalinn í Eyjum, en býr í Kópa-
vogi. Hann hefur stundað listvinnu
í áraraðir. Hann er menntaður jám-
smiður og einnig nam hann á lista-
sviðinu. Hann nam módeleringu hjá
Ásmundi Sveinssyni og teikningu
og málun hjá Kjartani Guðjónssyni
og Þorvaldi Skúlasyni. Hann segist
aðallega hafa fengist við leir- og
málaralist á árum áður en hin síð-
ari ár hafí hann mest fengist við
gerð skúlptúra úr jámi.
Auk listvinnu sinnar hefur Grím-
ur Marinó fengist við vitavörslu í
afleysingum og hefur meðal annars
verið vitavörður á Horni, Galtar-
vita, í Grímsey og á Stórhöfða um
í þeim tilgangi að samhæfa lista-
skemmri tíma. Verk Gríms Marinós
á hafnargarðinum í Eyjum er ann-
að stóra skúlptúrverkið hans sem
sett er upp á árinu, hitt var minnis-
varði um landpóstana sem hann
var fenginn til að hanna.
En hvemig stóð á því að Grímur
Marinó var fenginn til að hanna
vitann á hafnargarðinn í Eyjum?
„Árni Johnsen alþingismaður
leitaði eftir því við mig að ég gerði
hugmynd að verki í þessum til-
gangi sem tengdist á einhvern hátt
súlu. Ég fór að velta þessu fyrir
mér og hugmyndin að þessu verki
kviknaði er ég var að róta í af-
klippujárnarusli," segir Grímur
Marinó. Hann segist síðan hafa
gert líkan af verkinu og í það
minnsta hafi stjórnendum hafnar-
innar litist það vel á það að ákveð-
ið var að fara út í að setja verkið
á garðinn. „Vélsmiðjan Þór í Eyjum
var fengin til að smiða verkið og
ég er ákaflega ánægður með vinnu
hennar við það.
Ámi Johnsen sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði farið
á sýningu hjá Grími Marinó í Perl-
unni í sumar. Þar hefði komið fram
í spjalli við Grím að hann iangaði
að útfæra fugl í skúlptúr. Þegar
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Grímur Marinó Steindórsson með líkan af skúlptúrnum sem verður
vitinn á Hörgareyrargarðinum í Eyjum.
svo farið var að vinna að styttingu
hafnargarðsins í Eyjum hefði sér
dottið í hug að leita til Gríms Mar-
inós með að láta hann útfæra fugl
í listaverk sem mætti nota sem
vita og hefði árangurinn af því
orðið þetta skemmtilega verk sem
nú væri í smíðum.
Grímur Marinó segir að vitinn
sé smíðaður úr sérstöku ryðfríu
stáli sem hefur þá eiginleika að það
er sýruhelt og mattast ekki við
veðrun.
„Ég er ákaflega ánægður með
að það skuli hafa verið leitað til
mín með þetta verk og mér finnst
sérlega gott að menn skuli hafa
sýnt því áhuga að samtvinna lista-
verk og vitann. Þetta er örugglega
fyrsti innsiglingarvitinn á Islandi
sem einnig er listaverk og reyndar
veit ég aðeins um einn annan vita
í heiminum sem einnig er listaverk
og það er frelsisstyttan í New
York,“ sagði Grímur Marinó.
— Grímur
Sólheimar í Grímsnesi
Sjönýjar
íbúðir tekn-
ar í notkun
SJÖ nýjar íbúðir verða teknar í
notkun að Sólheimum f Grímsnesi
í dag, laugardag. Ibúðirnar eru
byggðar fyrir þá sem geta flutt
af heimiliseiningum (sambýlum) í
sjálfstæða búsetu, og verða 1-2
heimilismenn í hverri íbúð. Þá
tekur Óli M. ísaksson fyrstu
skóflustunguna að nýjum verk-
stæðis- og vinnustofuhúsum að
Sólheimum í dag. Davíð Oddsson
forsætisráðherra og Friðrik Soph-
usson fjármálaráðherra flytja
ávörp við þetta tækifæri, en séra
Gylfi Jónsson og séra Valgeir
Ástráðsson húsblessun.
íbúðirnar sem teknar verða í notk-
un eru af þremur stærðum, tvær 80
fermetra þriggja herbergja íbúðir,
ein 71 fermetra og fjórar 61 fer-
metra. Styrktarsjóður Sólheima er
eigandi íbúðanna en þær eru byggð-
ar sem félagslegar íbúðir og lánar
Húsnæðisstofnun ríkisins 90% bygg-
ingarkostnaðgr. Heildarbyggingar-
kostnaður er áætlaður 43 milljónir
króna. Arkitekt var Ámi Friðriksson,
en Almenna verkfræðistofan sá um
teikningar á grunnum. Aðalverktaki
var Þinur hf. en Borgarhús hf. önn-
uðust vinnu við gmnna.
Verkstæðis- og vinnustofuhúsin
verða tvö sambyggð hús, 223 fer-
metrar og 300 fermetrar, eða sam-
tals 523 fermetrar að stærð. í nýju
vinnustofuhúsunum verður m.a. að-
staða fyrir trésmiðju, kertagerð og
vefstofu Sólheima. Bygging vinnu-
stofu- og verkstæðishúsanna er
þriðja stóra verkefnið á sjö árum sem
fjármagnað er með gjafa- og söfnun-
arfé, sem síðustu sjö ár er að verð-
gildi 86 milljónir króna.
Basar Kvenfélagsins Hring'sins
HINN árlegi handavinnu- og
kökubasar Kvenfélagsins Hrings-
ins verður haldinn sunnudaginn
1. nóvember kl. 14 í Fóstbræðra-
heimilinu við Langholtsveg. Marg-
ir fallegir handunnir munir til
jólagjafa og góðar kökur verða
þar til sölu. Ennfremur verða tíl
sölu nýju jólakortin, hönnuð af
Höllu Haraldsdóttur, glerlista-
konu.
Nú eru 80 ár liðin síðan Kvenfélag-
ið Hringurinn hélt sinn fyrsta basar.
Það var árið 1912 en þá var tilgang-
urinn fjáröflun til styrktar bágstödd-
um sængurkonum og einnig berkla-
sjúklingum. Síðan 1942 hafa Hrings-
konur safnað fé til styrktar Barnasp-
ítalasjóði Hringsins. Hringurinn hef-
Basar Hús-
mæðrafélags
Reykjavíkur
HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavík-
ur heldur sinn árlega basar nk.
sunnudag, 1. nóvember, að Hall-
veigarstöðum við Túngötu.
Að venju verður mikið úrval af
allskonar handavinnu s.s. sokkum,
vettlingum, peysum, húfum, pijónuð-
um dýrum, jólatrésdúkum, jólapóst-
pokum, jólasvuntum, jóladúkum,
pijónuðum og ísaumuðum dúkum,
púðum o.fl. að ógleymdum lukkupok-
unum fyrir börnin. En í þeim er að
finna ýmislegt smálegt sem gleður
ur átt því láni að fagna að almenning-
ur sýnir félaginu mikinn áhuga og
velvilja.
Allur ágóði rennur til Barnaspítala
Hringsins.
(Fréttatilkynning)
unga.
Þessi jólabasar Húsmæðrafélags-
ins er kjörinn vettvangur til þess að
nálgast góðar og vel gerðar jólagjaf-
ir á sérlega lágu verði. Allur ágóði
af sölu basarmuna fer til líknarmála
og hefst basarinn kl. 14.
(Fréttatilkynning)
Norræna húsið
Nýjar leiðir gegn krabbameini
FIMM fyrirlestrar verða haldnir
um nýjar leiðir gegn krabbameini
í Norræna húsinu í dag sem hefj-
ast kl. 13 á árlegum haustfundi
Heilsuhringsins.
Fyrirlestúr Ævars Jóhannessonar
nefnist: „Nýjar leiðir í krabbameins-
lækningum", Hermanns Ragnars
Stefánssonar: „Endurhæfing og upp-
bygging", Úlfs Ragnarssonar: „And-
lega hliðin“, Rafns Líndal: „Átriði
sem við getum breytt" og Hrund
Helgadóttir fjallar um „Kenningar
dr. Siegel.“
Fræðslufundir Heilsuhringsins
hafa verið vel sóttir, enda með líflegu
yfirbragði og óvæntum uppákomum
og öllum opnir.
(Úr fréttatilkynningu)
_íttu inn á næstu ESSO-stöð. Við bjóðum
sérstaka vetrarþjónustu fyrir bílinn þinn.
Starfsfólk okkar veit hvað gera þarf.
hvernig sem viðrar