Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 27

Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 27
MOHGUNBf ABID 1 AUOÁRf)ÁGttft 1 'OklNÓÉbÍR lðfe m Kynhverfir styðja Clinton en byssumenn óttast hann George Bush forseta hefur gjörsamlega mistekist að fá samtök kynhverfra á sitt band en í síðustu kosningum naut hann mikils stuðnings þeirra. Samtök þeirra segjast nú binda vonir sínar við, að Clinton bæti stöðu þeirra í samfélaginu. 35% homma o g lesbía studdu Bush 1988, nú hafa þessir kjósendur snúið við honum baki Washington, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunbladsins. FRAMBJÓÐENDUR í kosningum í Bandaríkjunum leggja ávallt mikla áherslu á að tryggja sér stuðning hinna ýmsu þrýstihópa og hagsmunasamtaka sem starfrækt eru hér vestra. Þetta á ekki síst við um forsetakosningar þar sem sérlega mikilvægt er að frambjóðendur höfði til sem flestra þjóðfélagshópa. Varaforseta- efni frambjóðendanna þriggja í forsetakosningunum nú eru prýði- legt dæmi um þetta. A1 Gore varaforsetaefni Demókrataflokks- ins, höfðar mjög til þeirra sem telja að umhverfismál eigi að setja á oddinn í Bandaríkjum framtíðarinnar, Dan Quayle, núverandi varaforseti, sækir fylgi sitt til réttnefndra íhaldsmanna sem hafa áhyggjur af hnignandi siðferði og hag fjölskyldunnar og James Bond Stockdale varaforsetaefni Ross Perots, höfðar til eldri og ráðsettari Bandaríkjamanna enda er hann stríðshetja gömul, heimspekingur og fjölskyldumaður mikill. Einn er sá hópur hér í Bandaríkjunum sem George Bush forseta hefur gjörsamlega mistekist að fá á sitt band en það eru samtök kynhverfra. Að auki treysta samtök, sem beijast fyrir því að hvergi verði hnikað við því ákvæði stjórnarskrárinnar er heimOar byssueign (Nation- al Rifle Association), sér ekki lengur til að lýsa yfír stuðningi við forsetann. „Kynhverfir telja þetta mikil- vægustu kosningar í sögu Banda- ríkjanna," sagði Gregory King, talsmaður Human Rights Campa- ign Fund, stærstu stjómmálasam- taka homma og lesbía í Bandaríkj- unum, í samtali við Morgunblaðið. Hann kvað samtökin hafa lýst yfir stuðningi við Bill Clinton ríkis- stjóra enda hefði hann sagt að hann vildi tryggja að kynhverfir hefðu sama rétt og aðrir Banda- ríkjamenn á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Gregory King nefndi að brotið væri gegn réttindum kynhverfra á vettvangi húsnæðis- sem atvinnu- mála. „Einna mikilvægast teljum við þó að réttindi okkar verði tryggð innan herafla Bandaríkj- anna. Nú eyða stjórnvöld milljón- um Bandaríkjadala á ári hveiju til að hafa upp á þeim sem örvkynja eru innan heraflans. Þeir hinir sömu eru síðan leystir undan her- þjónustu.“ að um einn milljarð dala væri að ræða. „Við berum ekkert traust til forsetans," sagði Gregory King. Aðspurður sagði King að níu til tíu milljónir kynhverfra kjósenda myndu greiða atkvæði í kosn- ingunum á þriðjudag. Árið 1988 hefðu kannanir leitt í ljós að 35% kynhverfra kjósenda hefðu greitt George Bush atkvæði sitt en nú gæti forsetinn einungis vænst þess að fimm prósent þess hóps myndu styðja hann. „Bill Clinton hefur sagt að hann geymi í huga sér framtíðarmynd af Bandaríkjunum og að við séum hluti hennar. Ástandið minnir um margt á það sem ríkti árið 1968 er blökkumenn snerust til fylgis við demókrata. Þetta er öldungis einstakt í sögu hreyfingar okkar og þvi teljum við kosningarnar þær mikilvægustu í nútímasögu Bandaríkjanna. Við treystum á að Bill Clinton geti breytt ástandi þjóðmála og við vitum að banda- ríska þjóðin hefur fengið sig fullsadda af misrétti og öfgum,“ sagði Gregory King. Hann kvað 60.000 Bandaríkjamenn vera fé- laga í Human Rights Campaign Fund-samtökunum og nú væru tíu þúsund þeirra í sjálfboðaliðavinnu til að tryggja sigur Clintons ríkis- stjóra. Clinton yrði martröð Önnur samtök sem oft hafa lát- ið til sín taka í kosningum hér vestra eru National Rifle Assoc- iation, sem beijast fyrir því að áfram verði tryggður sá stjómar- skrárbundni réttur Bandaríkja- manna að eiga skotvopn. Samtök þessi lýstu yfir stuðningi við Ge- orge Bush í kosningunum 1988 er hann bar sigurorð af Michael Dukakis, frambjóðanda Demó- krataflokksins. Talsmaður sam- takanna, sem krafðist nafnleynd- ar, sagði í samtali við Morgunblað- ið að stjóm NRA hefði ákveðið að styðja engan frambjóðanda að þessu sinni. Ekki fór þó á milli mála að þar á bæ hafa menn af því verulegar áhyggjur að Bill Clinton sigri í kosningunum. „Bill Clinton hefur margoft lýst því yfir að hann vilji takmarka byssueign og setja nýjar og strangari reglur á því sviði. Hann sagði hins vegar líka um daginn á fundi með bænd- um í Ohio að hann væri hlynntur öðrum og hófsamari tillögum sem fram hafa komið. Getur þú sagt mér hver afstaða hans er í þessu máli? Ekki veit ég það. Eitt er þó ljóst, Bush forseti hefur vissulega gert mistök á þessu sviði en það yrði algjört svartnætti og martröð ef Bill Clinton settist að í Hvíta húsinu," sagði þessi viðmælandi Morgunblaðsins. Lygar og vonbrigði King sagði að George Bush for- seti hefði valdið samtökum kyn- hverfra í Bandaríkjunum miklum vonbrigðum. Hann styddi menn sem opinberlega hefðu fordæmt kynhverfa og hann hefði einnig sagt ósatt um upphæðir þær sem alríkisstjórnin verði til alnæmis- rannsókna. Forsetinn fullyrti að fjórum milljörðum dala hefði verið varið í þessu skyni en rétt væri DYRIN I HALMsw ’G/ Leikendur: Sigurður Sigurjónsson örn Árnason Ólafía Hrönn Jónsdóttir Herdís Þorvaldsdóttir Guðrún Þ. Stephensen Erlingur Gíslason Flosi Ólafsson Hjálmar Hjálmarsson og fleiri Frumsýning 8. nóvember kl. 14:00 Þýðing texta: Hulda Valtýsdóttir. Þýðing Ijóða: Kristján frá Djúpalæk. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Dansar og hreyfíngar: Sylvia von Kospoth 911 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Hljómsveitarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Leikstjórn: Sigrun Valbergsdóttir Bill Clinton

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.