Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 29

Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Skuldir við hættumörk Atvinnuleysi er orðið meira en verið hefur í nær aldar- fjórðung og mun það fara vax- andi, einkum á fyrrihluta næsta árs. Menn hafa eðlilega af þessu miklar áhyggjur og kröfur verða æ háværari um aðgerðir til lausnar. Vegna efnahagssam- dráttarins og aflaniðurskurðar munu sjónir verkalýðsfor- ustunnar og stjómmálamanna beinast að lántökum heima og erlendis til að auka atvinnu. Ríkisstjómin hefur þegar boðað tveggja milljarða króna lántök- ur í þessu skyni á næsta ári, einkum til vegaframkvæmda og viðhalds opinberra bygginga. Búast má við, að þrýstingur á ríki og sveitarfélög um að bæta hér um betur aukist um allan helming í vetur. í ljósi þessa er hollt að staldra við og líta á skuldastöðu þjóðar- búsins, heimila og fyrirtækja. Fréttimar um efnahagshrunið í Færeyjum gera þetta enn brýnna, en skuldasöfnun fær- eysks samfélags hefur í raun leitt til missis efnahagslegs sjálfstæðis. Ástandið er að sönnu ekki svo slæmt hér enn- þá, en við siglum hraðbyri í sömu átt verði gengdarlaus skuldasöfnun síðustu tveggja áratuga ekki stöðvuð og aðhald og sparsemi sett í öndvegi á ný. Við erum að vísu ennþá hálf- drættingar í erlendri skulda- söfnun á við Færeyinga, en er- lendar skuldir þeirra nema 1,6 milljónum króna á hvert manns- bam. Erlendar skuldir okkar nema 800 þúsund krónum á mann, en þær fara ört vaxandi. Erlendar skuldir Islendinga nema nú um 200 þúsund millj- ónum króna og hafa að mestu hlaðist upp síðustu tuttugu árin. Þær voru óveralegar í lok Við- reisnartímabilsins. Það hefur því að jafnaði skort um 10 þús- und milljónir króna á ári til þess að innlendur spamaður stæði undir íjárfestingum og neyzlu á þessu tímabili. í fjár- lagaframvarpinu kemur fram, að á næsta ári fari nær þriðji hver fiskur í afborganir og vexti af erlendum skuldum þjóðar- búsins, eða 30%. Skuldimar nema nú yfír helmingi af lands- framleiðslu og það tæki allar útflutningstekjur okkar í 18 mánuði að greiða þær upp. Og ennþá verður skuldasöfnuninni haldið áfram með svipuðum hraða á næsta ári. Lánstraust íslendinga hjá erlendum lánar- drottnum er talið þokkalegt, en hætt er við því að haldi lántök- ur áfram í sama mæli og verið hefur muni þeir krefjast hærri vaxta af peningum sínum vegna aukinnar áhættu. Slík vaxta- hækkun bindur okkur enn fastar á skuldaklafann. í grein, sem Sigurður B. Stef- ánsson hjá VÍB, birti nýlega í Morgunblaðinu, gerði hann út- tekt á skuldamálum lands- manna. Þar kom m.a. fram, að um mitt þetta ár námu skuldir heimilanna um 227 milljörðum króna og era orðnar meiri en árstekjur þeirra eftir skatta. Skuldasöfnun heimila keyrði úr hófí fram árin 1989-1991, en þá ríflega tvöfölduðust skuldim- ar, eða hækkuðu úr 101 millj- arði 1989 í 211 milljarða í árs- lok 1991. Þær jukust að meðal- tali um rúmlega 3 milljarða á mánuði og um fímmtungur er í húsbréfum. Skuldimar nema um 3,4 milljónum á hveija fjög- urra manna fjölskyldu. Skuld- setning fyrirtækjanna er einnig gífurleg, en þær námu 288 milljörðum króna um mitt þetta ár. Glöggt má ráða, hversu al- varleg skuldsetning fyrirtækj- anna er af því að samkvæmt úttekt Þjóðhagsstofnunar er eigið fé íslenzkra fyrirtækja aðeins 17% og þess vegna er 83% þess fjár sem bundið er í atvinnurekstrinum lánsfé. Þegar heildarmyndin er skoð- uð sést hversu ógnvænleg skuldastaða þjóðarbúsins er. I grein sinni segir Sigurður að enginn vafí leiki á því að skuld- ir þjóðarbúsins út á við séu komnar á hættulegt, stig þegar þær nemi 150% af útflutnings- tekjum, ekki sízt vegna þess, hversu sveiflukenndar þær era. Þó keyrir fyrst um þverbak þeg- ar skuldir heimila og atvinnu- fyrirtækja era einnig hafðar í huga. Laun geta lækkað og at- vinna brugðist hjá einstakling- unum eins og nú er reyndar að gerast. Það sama á við um tekj- ur fyrirtækjanna. Allt þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um að leysa efnahagsvandann og atvinnu- leysi með lántökum. Við eram komin á yztu nöf í skuldasöfnun og það er helzta ástæðan fyrir því háa vaxtastigi sem allir kvarta um. Við þessum vanda verður aðeins brugðizt með ráð- deild og spamaði og aukinni verðmætasköpun. Einungis aukin verðmætasköpun getur staðið undir þeim lífskjörum sem við krefjumst og því að greiða umframeyðslu síðustu tveggja áratuga. AÐALFUNDUR LIU A AKUREYRI Álögð gjöld á útgerðina hafa hækkað um 400% Kristján Ragnarsson var endurkjörinn formaður LIU í efnahagsályktun aðalfundar LÍÚ kemur fram að álögð gjöld á út- gerðarfyrirtæki hafa hækkað um allt að 400%, þ.e. lögskráningar- gjöld hafa hækkað um þetta hlut- fall. Af öðrum hækkunum má nefna að aðstöðugjöld hafa allt að því þrefaldast, veiðieftirlits- gjald hefur hækkað um 152%, hæfnisvottorð um 300% og afla- gjaldstofn um 18%. í lok aðalfund- arins fór fram stjóraarkjör og var Kristján Ragnarsson endurkjör- inn formaður LÍÚ. í efnahagsályktuninni segir m.a. að ýmsar opinberar álögur á sjávar- útveginn hafí hækkað verulega um- fram almennt verðlag og greiðslu- getu greinarinnar á undanfömum árum. Mikilvægt sé að lánardrottnar sjávarútvegsins vinni með fyrirtækj- um að endurfjármögnun í þeim til- gangi að létta greiðslubyrði þeirra. „Nauðsynlegt er að lækka tilkostnað og álögur á atvinnulífíð í landinu. Jafnframt því sem ríkið dragi úr útgjöldum og hagræði í eigin rekstri. Takist þeim ekki að tryggja kostnað- arlækkanir atvinnulífsins mun geng- ið láta undan síga og þar með stöðug- leikinn," segir í ályktunni. Meðal annarra ályktana sem sam- þykktar voru má nefna að stjóm LÍÚ hefji viðræður við Hafrannsóknar- stofnun og sjávarútvegsráðuneytið um rannsóknir á djúpslóð. Að fella niður undanþágu um að telja ekki hálfan afla veiddan á línu í nóvem- ber til febrúar utan aflamarks enda njóti þeir sem veiðarnar hafa stundað reynslu sinnar og aðalfundurinn krefst þess að Hagræðingarsjóður verði þegar lagður niður og veiði- heimildum hans ráðstafað til físki- skipa í samræmi við kvóta þeirra. Sem fyrr segir var Kristján Ragn- arsson endurkjörinn formaður. Með honum í stjóm til þriggja ára vom kosnir þeir Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri, Valdimar Bragason, Dal- vík, Brynjólfur Bjamason, Reykja- vík, Eiríkur Tómasson, Grindavík og Hilmar Rósmundsson, Vestmanna- eyjum. Fyrir í stjóm LÍÚ em Gísli Jón Hermannsson, Reykjavík, Haraldur Sturlaugsson, Akranesi, Ingimar Halldórsson, Súðavík, Eiríkur Olafs- son, Fáskrúðsfirði, Oskar Þórhalls- son, Keflavík, Guðmundur Kristjáns- son, Rifí, Sverrir Leósson, Akureyri, Pétur Stefánsson, Kópavogi og Guð- rún Lárasdóttir, Hafnarfírði. Morgunblaðið Rúnar Þór Kristján Ragnarsson, sem endurkjörinn var formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, ásamt Sigurði Einarssyni, útvegsmanni í Vest- mannaeyjum. Veiðileyfagjald greiði skuld- ir verst settu fyrirtækj anna segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í ERINDI sem Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra flutti á aðalfundi LÍÚ varpaði hann fram þeirri hugmynd að veiðileyfagjald yrði notað til að greiða skuldir verst settu fyrir- tækjanna í sjávarútvegi. Jón Bald- vin sagði að enginn sé að tala um gjaldþrotaleið sem lausn á vanda sjávarútvegsins og hann telur að orð Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra á fundinum hafi verið mistúlkuð. Það væri engu líkara en Þorsteinn hefði komið norður með aftökulista og ætlaði sér að slá af 37 sjávarpláss ef farin væri svokölluð gjaldþrota- leið. Um slíkt væri alls ekki að ræða. Jón Baldvin segir að sannleikurinn sé sá að nú standi menn frammi fyrir meiri vanda í sjávarútvegi en hægt sé að ráða við. „Þetta er skipu- lagsvandi sem kallar á fjárhagslega endurskipulagningu," segir hann. „Þeir sem lifa af þessa skipulagningu verða sterkari og fá betri starfsgmn- dvöll.“ Morgunblaðið ræddi við Jón Bald- vin á aðalfundinum og bað hann að útskýrar nánar hugmyndir um veiði- leyfagjaldið. „Ef menn em sammála um að hluti sjávarútvegsfyrirtækja sé svo sokkinn í skuldir að ráðstafan- ir fá ekki bjargað þeim og þeim í raun haldið á floti með því að lánar- drottnar gangi ekki að þeim segir það sig sjálft að við gjaldþrot þeirra fæst lítið borgað upp í skuldir," seg- ir Jón Baldvin. „Varlega áætlað er hér um að ræða um 20 milljarða króna af heildarskuldum sjávarút- Harðar deilur um krókaleyfi Ályktun um að ekki verði hvikað frá ákvæðum laga um afnám þess MIKLAR umræður og harðar deil- ur urðu á aðalfundi LÍÚ um álykt- un þess efnis að ekki verði hvikað frá ákvæðum laga um stjóraun fískveiða varðandi krókaveiðar smábáta. Lögin fela í Sér að króka- íeyfísbátar fari inn í kvótakerfíð árið 1994. Fór svo að lokum að ályktun þessi var samþykkt með 90 atkvæðum gegn 31 á fundinum. Dagbjartur Einarsson frá Grinda- vík kvaddi sér fyrstur hljóðs um álykt- un þessa og sagði að menn skyldu hugsa sig vel um áður en þeir sam- þykktu þessa ályktun og hann lýsti sig andvígan henni. „Ef samþykktur verður kvóti á þessa báta á bilinu 5-10 tonn eins og rætt er um er þetta búið spil fyrir þá,“ sagði Dag- bjartur. Jóhann K. Sigurðsson frá Neskaup- stað sagðist styðja sjónarmið Dag- bjarts enda væm trillukarlar að mestu eldri menn sem þjónað hefðu útgerð- inni dyggilega áður. Og Gunnar Jó- hannsson sagði að með því að sam- þykkja þessa ályktun væri verið að stuðla að því að leggja veiðar smá- báta við landið í auðn. í staðinn ætti að stuðla að einhverskonar sóknar- marki fyrir þessa báta þannig að þeir gætu verið óheft á sjó frá apríl til september en bannað að veiða á öðmm tímum. Kristján Loftsson sagði að sér fyndist þessi ályktun of hvassyrt og afdráttarlaus og ekki hægt að af- greiða hana í þessu formi. En nokkr- ir sem töluðu vom samþykkir tillög- unni, þeirra á meðal Þorsteinn Már Baldvinsson sem segir að trillukarlar eigi ekkert inni hjá útgerðarmönnum og hann lagði til að ályktunin yrði samþykkt. Þeir sem voru meðmæltir ályktuninni bentu á að veiðar smá- báta hefðu fjórfaldast á undanförnum ámm og þarna væri gat í kvótakerf- inu sem stoppa þyrfti upp í. Ályktunin var síðan borin upp til atkvæða og samþykkt. vegsins. Og hver mun bera þetta tap? Hinn almenni skattborgari því skuld- imar em að mestu hjá ríkisstyrktum bönkum og sjóðum. Með því að taka upp veiðileyfagjald á þá betur settu sem myndu lifa af hina ijárhagslegu endurskipulagningu með sterkari stöðu í formi meiri kvóta og meira aflamagns til vinnslu myndi hinn al- menni skattborgari ekki þurfa að bera þessar byrðar en fá í staðinn arð af þessari auðlind sinni.“ Aðspurður um framkvæmdina, eða útfærsluna, á þessari hugmynd sagði Jón Baldvin að slíkt mætti hugsa sér í gengum bankakerfið og þá í formi skuldaskila til lengri tíma. „Veiðileyfagjaldið kemur því það er skynsamlegt að taka það upp sem tæki til að auka hagkvæmni veið- anna,“ sagði hann. í erindi sínu á aðalfundinum kom Jón Baldvin inn á ýmsar hugmyndir sem nú eru á lofti til aðstoðar sjávar- útveginum, m.a. afnám aðstöðu- gjalds. Hann kvaðst hlynntur afnámi aðstöðugjalds og í staðinn telur hann að sveitarfélögin geti fengið bifreiða- gjöldin til sín ásamt heimild til að hækka þau. Hins vegar bæti slík aðgerð ekki svo mjög stöðu sjávarút- vegsins þar sem sjávarútvegsfyrir- tæki greiði nú lægri aðstöðugjöld en önnur. Einnig nefndi Jón Baldvin, auk kostnaðarlækkana, hvort ekki væri hægt að ná samstöðu með aðil- um vinnumarkaðarins um að lækka launatengd gjöld. Algengt að unglingar þurfí lyf við svefnleysi og kvíða í SKÝRSLU um málefni baraa og ungmenna, sem unnin er af nefnd sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skipaði, kemur meðal annars fram að notkun lyfja, áfengis og annarra ávana- og flkniefna þekkist meðal grunnskólabarna allt niður í 11 ára aldur og í skýrsl- unni segir að algengt sé að 11-15 ára unglingar þurfí lyf við svefn- leysi og kvíða. Fram kemur að 20% íslenskra- grunnskólabarna þurfi einhvern tíma á skólagöngu sinni á sérkennslu að halda. 10-25% nem- enda í 3.-5. og 8 bekk eru sögð lögð í einelti og „tekin fyrir“ vikulega eða oftar. Félagsleg einangrun er algeng meðal unglinga og um 20% þeirra tilheyra engum jafnaldrahópi, að þvi er fram kemur í saman- dregnum niðurstöðum skýrslunnar. Nefndin telur að við endurskoðun barnaverndarlaga hefði átt að hækka sjálfræðisaldur i 18 ár eins og tiðkast í flestum nágrannalöndum. í skýrslunni eru gerðar margvísleg- ar tillögur um úrræði í þágu barna og unglinga. Nefndin segir að í skýrslum stofn- ana sem liðsinni bömum og ungling- um í vanda komi glöggt fram að erfíðar heimilisaðstæður geti leitt til alvarlegra vandamála. Ofbeldi, þar með talið kynferðislegt ofbeldi, sé mun útbreiddara í þjóðfélaginu en áður hafí verið ætlað. Féiagsleg ein- angmn, einelti, hegðunarvandamál, aðlögunarvandkvæði og námserfíð- leikar fari vaxandi og neysla áfengis meðal barna og unglinga hafí aukist með tilkomu bjórsins. Þá er vakin athygli á að sjálfsvígum karla 15-25 ára hafi fjölgað vemlega. Þá kemur fram um umfang kyn- ferðislegs ofbeldis að tæplega fímmt- ungur þeirra kvenna sem leituðu til kvennaathvarfsins árið 1991 sögðust hafa orðið fyrir sifjaspellum og 12% kvennanna sögðu böm sín hafa orðið fyrir siíjaspellum. Vísað er til þess að í ársskýrslu félagsmálastofnunar Reykjavíkur fyrir árið 1990 kemur fram að á því ári hafi borist 17 mál vegna gmns um kynferðisafbrot gegn 24 bömum. Meðalaldur bam- anna var 8 ár, hið yngsta var á fyrsta ári en hið elsta á 16. ári. Oftast beindist gmnur að föður eða stjúp- föður. Vitnað er til ársskýrslu Stígamóta árið 1991. Það ár hafí 227 þolendur í þeim 305 málum sem upp komu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 15 ára aldur en hafí hins vegar flest- ir verið 43 til 59 ára þegar leitað var til Stígamóta. Ofbeldi setur svip á skólaböll Vakin er athygli á því að dans- leikjahald nemenda í framhaldsskól- um hafí breyst til hins verra síðustu árin. Líkamsmeiðingar, slys og skemmdarverk í tengslum við slíkar skemmtanir séu algengar. Fram kemur í skýrslunni að um helmingur þeirra barna og ung- menna sem leitað hafa til Unglingar- áðgjafarinnar bjuggu hjá báðum kynforeldrum en foreldrar 94,5% skjólstæðinga Unglingaráðgjafar- innar áttu í einhveijum erfiðleikum. Ymis konar meðferðar- og vistunarúrræða er talin þörf Helstu tillögur nefndarinnar til úrbóta og uppbyggingar á stuðnings- úrræðum fyrir böm em að koma þurfí á fót langtíma vistheimili fyrir alvarlega geðtmfluð böm, efld verði úrræði barnavemdamefnda til skammtíma- og langtímavistunar og nota verði fósturheimili mun mark- vissar og faglegar en nú er gert. Fyrir unglinga leggur nefndin til að á vegum unglingaheimilisins verði komið á fót lokaðri skammtíma með- ferðardeild, en nauðsynlegt geti verið að vista unglinga gegn vilja þeirra í nokkra mánuði meðan verið sé að hjálpa þeim að ná tökum á tilverunni og efla þurfi starfsemi unglingaráð- gjafar Únglingaheimilisins þar sem langir biðlistar séu eftir viðtölum. Þá sé veruleg þörf fyrir meðferðarúr- ræði á Norðurlandi, með svipuðu sniði og meðferðarheimilið í Sólheim- um 7 og á Torfastöðum. Einnig sé þörf fyrir langtímavistheimili fyrir geðtmflaða unglinga því góðar líkur séu á að margir skjólstæðinga Ungl- ingageðdeildar nái bata og eigi aftur- kvæmt út í samfélagið. Loks telur nefndin að marka þurfí þá óyggjandi stefnu að unglingar í áfengis- og vímuefnavanda fái sér- hæfða meðferð á sérstöku meðferð- arheimili. Ráðstefna Barnaheilla Vandi barna á Islandi og í Noregi svipaður Morgunblaðið/Sverrir Arthur Morthens formaður Barnaheilla, Trond-Viggo Torgersen umboðsmaður baraa í Noregi, Mikel Friis aðstoðarmaður Torgers- ens, og Lára Pálsdóttir varaforinaður Baraaheilla. RÁÐSTEFNA á vegum samtak- anna Barnaheilla fór fram í Veltubæ í gær og var þar meðal annars fjallað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. íslensk stjórnvöld fullgiltu í gær samn- inginn um réttindi barna, þ.e. Barnasáttmála SÞ. Meðal frum- mælenda á ráðstefnunni í gær var norski læknirinn Trond- Viggo Torgersen, en hann er umboðsmaður baraa í Noregi. Torgersen sagði í samtali við Morgunblaðið að vandamál baraa á íslandi og í Noregi væru svipuð að umfangi og taldi hann fulla þörf á því að embætti um- boðsmanns barna yrði stofnað hér á landi. Torgersen sagði að starf sitt sem umboðsmaður barna fælist í því að gæta réttinda og öryggis norskra barna og að sjá um að lög og regl- ur sem gilda um norsk börn væm í heiðri hafðar. Umboðsmaðurinn starfar undir norska Stórþinginu og em sex stöðugildi innan emb- ættisins. Um þessar mundir væm þó tíu manns við störf hjá umboðs- manninum. Torgersen sagði að starfíð fælist að miklu leyti í því að rannsaka tilfelli og safna gögn- um í þeim málum sem bæmst inn á borð embættisins. Þessi gögn og ýmis tölfræðileg vitneskja sem safnað væri saman væri síðan not- uð til að benda stjómmálamönnum á það sem betur má fara. Torgersen sagði að ástandinu í þessum málum hér á landi svipaði nijög til þess sem gerðist í Noregi. „I fyrra komu inn á okkar borð 8 þúsund tilfelli. Norðmenn em átta sinnum fleiri en íslendingar og samkvæmt því er eðlilegt að um eitt þúsund tilfelli komi upp árlega á íslandi. Opinber fjárveiting til embættisins er fjórar norskar krón- ur fyrir hvert norskt barn. Við höf- um blaðamenn í starfí sem koma viðbrögðum stjórnmálamanna við okkar erindum á framfæri. Við emm með öllu óháð ríkisstjóminni STEINUNN Þórðardóttir, fimmtán ára nemandi í 10. bekk Réttarholtsskóla, flutti erindi á ráðstefnu Barnaheilla i Veltubæ í gær. Hún sagði í samtali við blaðið að hún hefði fjallað um þá skýlausu skyldu yfirvalda að framfylgja réttindum barna á íslandi. I erindi hennar kom einn- ig fram að böra og unglingar yrðu töluvert varir við ofbeldi í sjónvarpsefni sem ætlað væri börnum og vernd gegn sliku of- beldi vantaði inn í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Erindi Steinunnar fer hér á eftir. „Bamasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna felur í sér fagra hugsjón. Hann miðar að því sem börnum um allan heim er fyrir bestu og hver réttur þeirra er. Sameinuðu þjóðim- ar, sem ísland er aðili að, sam- þykktu hann 1989. En er hann annað og meira en bara hugsjón? Er hann í raun framkvæmanlegur? Það fer eftir því hvar á málið er litið. Lítum til dæmis á Island. Hér er hvorki hungursneyð né styijöld og því ætti sáttmálinn að vera næsta auðveldur í framkvæmd. En höfum við gert okkar ítrasta til að fylgja anda hans eftir? Hefur hann og veitum stjómmálamönnum þarft aðhald," sagði Torgersen. Hann sagði að vandamálin sem blöstu við bömum væm margvís- leg. Heimilislaus böm væra mörg. Böm væm beitt kynferðislegu of- beldi og einnig risu oft upp vanda- mál þegar böm væra tekin inn á fósturheimili. Torgersen sagði að í Noregi væri þróunin sú að bilið stækkaði stöðugt á milli þeirra bama sem væm verst stödd og þeirra sem væm best á vegi stödd. Hann sagði að þetta þjóðfélagsvandamál væri einkum sprottið úr fjárhagslegum jarðvegi. Stjómmálamenn settu velferð bama ekki nógu framarlega í forgangsröðina og því væri emb- ætti umboðsmanns bama nauðsyn- legt. Með því að fullgilda Bama- sáttmála Sameinuðu þjóðanna hefðu norskir stjómmálamenn skuldbundið sig til að tryggja rétt barna og hann væri því öflugt verk- færi fyrir umboðsmanninn. verið kynntur fyrir bömunum? í sáttmálanum stendur að hvert bam eigi rétt á því að vita um meginregl- ur sáttmálans, það er að segja rétt- indi þess. Þeirri reglu hefur ekki verið framfylgt fremur en mörgum öðmm. Hefur bömum verið tryggð vemd gegn ólöglegri notkun eitur- lyfja og hvemig er tekið á þeim sem hafa lífsviðurværi sitt af því að koma bömum og unglingum upp á eiturlyfjanotkun? Hvemig em böm- in vemduð gegn kynferðislegu of- beldi? Jafnaldra mín varð fyrir nauðgun og ofbeldismennimir sluppu við refsingu á meðan þeir sem aka yfír á rauðu ljósi em sekt- aðir. Em bömin hér á landi laus við vinnuánauð? Vitum við það? Vitum við hvort sum börn og unglingar vinni það mikið að það komi niður á skólagöngu þeirra, til dæmis vegna erfíðra félagslegra aðstæðna í fjölskyldunni? Svo er það eitt atriði sem mér fínnst sárlega vanta í sáttmálann, en það er vemd bama gegn ofbeldi í fjölmiðlum, þar á meðal í Ríkisút- varpinu, sem dembist yfir heimilin í ýmsu formi, til dæmis í teikni- myndum ætluðum ungum bömum. Þetta ofbeldi gerir óþroskaðar Auk þess að reka rétt barna og safna upplýsingum og gögnum um hag þeirra kemur Torgersen fram 1 norska ríkissjónvarpinu einu sinni í viku, á mánudögum. Þar svarar hann fyrirspumum bama sem þau hafa borið fram í síma umboðs- mannsins. Á milli 2-3 þúsund böm hringja eða skrifa til umboðs- mannsins og bera fram þær spum- ingar sem á þeim brenna. Sjón- varpsþátturinn hefur verið á dag- skrá í þijú ár. Bömin geta einnig hringt á meðan á þættinum stend- ur. Torgersen sagði að spuming- araar væm ýmiss eðlis, allt frá ráðleggingum um að notkun bíl- belta verði lögleidd í strætisvögn- um, spurningar um blæðingar, yfír- lýsingar um heimsku stjómmála- manna og til alvarlegra vandamála eins og kynferðislegs ofbeldis. Sumar þessara fyrirspurna snerti starf stjómmálamanna og umboðs- maðurinn komi þeim á framfæri, með óskum um úrbætur ef við á. Morgunblaðið/Ami Sæbcrg Steinunn Þórðardóttir bamssálir hálfmglaðar í ríminu og margir telja að það hafi leitt til stór- aukins ofbeldis í skólum, eins og ótalmörg dæmi sanna. Ofbeldi fer sífellt vaxandi. Stöðvum það áður en það verður of seint. Þessi mál- efni em efst á baugi hér á landi en úti í heimi em allt aðrar áhersl- ur. Þar er málið komið á svo alvar- legt stig að jafnvel réttur bama til lífs og þroska er brotinn. Á hverjum degi látast 38 þúsund ungböm úr bamasjúkdómum sem auðvelt er að koma í veg fyrir. Það verður ótrú- legur fjöldi bama fyrir hungurs- neyð, pyntingum og þrælkun. Þessi réttur þeirra er algjörlega fótum troðinn. Það mun taka langan tíma að bæta ástand bama í þriðja heim- inum og því er þessi sáttmáii aðeins byijunin." Steinunn Þórðardóttir, 15 ára Vernd gegn ofbeldi í fjölmiðlum vantar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.