Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 31 Hægt að lækka kostnað með fækkun sjávarþorpa - segir Trausti Vaisson skipulagsfræðingur „RÍKIÐ greiðir um 500 miiyónir á ári í styrki vegna þess að við höldum úti ferjusiglinguin til staða, sem að minnsta kosti í sumum tilfellum virðist óhag- kvæmt að halda í byggð. Þessi upphæð er aðeins dæmi um þann gífurlega kostnað, sem hlýst af því, að halda litlum, einangruðum sjávarþorpum í byggð. Þá eru afskekktu þorpin óhagkvæm vegna þess að miklu erfiðara er að tengja þau fisk- markaðsþróun, sem byggist á fijálsum flutningum með fisk á bílum. Mér finnst að þessi mál megi athuga, nú þegar leitað er leiða til að skera niður kostn- að í þjóðfélaginu," sagði Trausti Valsson, skipulagfræðingur og kennari við HÍ, í samtali við Morgunblaðið. Erindi, sem Trausti flutti á ráð- stefnu um . samgöngur í fortíð, nútíð og framtíð nýlega vakti at- hygli, en þar viðraði hann þær hugmyndir sínar, að nær væri að aðstoða fólk við að flytja frá stöð- um, sem sjáanlega myndu leggjast í eyði, en að kasta fé í samgöngu- mannvirki, feijurekstur og fleira. „Sjávarþorp eru rekstrareiningar og þurfa auðvitað að standa undir sér,“ sagði Trausti. „Ef við tökum Grímsey sem dæmi, þá búa þar um 100 manns. Þangað gengur ferja, þar er flugvöllur, höfn, skóli, póstþjónusta, rafmagn og húshit- un með olíu. Ég hef ekki reiknað út hvað það kostar að reka þá byggð á ári, en það er augljóslega mjög dýrt. Þrátt fyrir að mikil verðmæti komi þar á land, þá er nóg pláss á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir fleiri báta, skólar geta annað fleiri nemendum og nóg er um húsnæði. Það hafa komið fram hugmyndir um fækkun fyrirtækja í sjávarútvegi og þau hafa verið sameinuð, vegna þess að það er hagkvæmara. Sama .gildir um sjávarþorpin, en það er bent á að það sé mikið tilfínningamál fyrir fólk að flytjast úr sinni heima- byggð. Ég bendi á, að ef einhver ríkisstofnun er lögð niður, þá glat- ast þar ef til vill 100 störf. Starfs- mennirnir þurfa jafnvel að fara í annað sveitarfélag eftir atvinnu." Trausti sagði að þær eignir, sem væru í litlum sjávarþorpum, þyrftu ekki að ónýtast, þó fólkið flytti burt og benti á að Flatey á Breiða- fírði væri til dæmis sumarbyggð. „Flutningur fólks á milli byggða- laga gæti þýtt gífurlegan sparnað fyrir ríkið. Það fé, sem hefur farið í ríkisstyrki til Grímseyjarfeijunn- ar og til olíukyndingar þar, mætti nota til að hjálpa íbúunum að flytja. Það blasir við, að mörg sjáv- arþorpa munu leggjast í eyði. Það væri því skynsamlegt að hætta að veita fé til þeirra, hætta til dæmis að byggja upp höfnina og önnur opinber mannvirki, og láta féð frekar greiða fyrir flutningunum. Þá má benda á þann gífurlega kostnað, sem fylgir vatnsöflun, til dæmis þegar leggja þarf vatns- leiðslur út í eyjar.“ Trausti benti á, að bændastéttin hafí þegar samþykkt tillögur í svipuðum dúr, því bændur fengju greitt fyrir að hætta fjárbúskap. „Það er alltaf talað um að það séu of mörg fískiskip og of margar vinnslustöðvar, en það gleymist að það eru of mörg sjávarpláss. Svo býsnast menn yfír að Flugstöð Leifs Eiríkssonar standi ekki und- ir sér, þrátt fyrir að hátt í milljón manns fari um hana á ári hveiju. Er þá nokkur von til þess að flug- vellir, til dæmis á Sauðárkróki, Blönduósi, Stykkishólmi og víðar standi undir sér?“ spurði Trausti Valsson, skipulagsfræðingur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Carsten Besse, svæðisstjóri Levi’s á Norðurlöndum, Patricia Aa- greny, framkvæmdasljóri Levi’s verslana í Danmörku og Viðar Tómasson, verslunarstjóri Levi’s verslunarinnar á Laugavegi. Misskilningrir að Hagkaup sé Hrói höttur neytenda - segir svæðisstjóri Levi’s á Norðurlöndum Snæfellsnes Umferðaróhapp í hálku Borg í Miklaholtshreppi. Umferðaróhapp varð í fyrri- nótt í Eyjahreppi á Snæfellsnesi er bílstjóri stórs flutningabíls missti sijórn á honum í hálku og ók á vegavinnuvél. Nýlega var búið að setja nýtt ræsi í veginn og varð að beygja út á hliðarbraut, sem sett var þar vegna umferðar. Skurðgrafa og fleiri tæki voru notuð við verkið. Vegfarendum til glöggvunar voru sett upp viðvörunarmerki á lögleg- an hátt. Stór flutningabíll var á vesturleið, sennilega á töluverðri ferð. Vegna ísingar á vegi lenti bíllinn á skurðgröfu og skemmdist hann mikið, en bílstjórinn slapp án meiðsla. Draga varð bílinn burt, því að hann er óökufær. Páll „ÞAÐ er auðvitað mikill mis- skilningur að Hagkaup sé ein- hver Hrói höttur í þessu máli og beijist í þágu neytenda. Þeir Hagkaupsmenn eru menn með viðskiptavit og þeir eru auðvit- að að se\ja Levi’s gallabuxur til að hagnast á því. Verðið á ósviknum Levi’s buxum hjá þeim gæti vel verið eitthvað lægra en í Levi’s búðinni, enda er mun ódýrara að bjóða aðeins eina gerð en mikið úrval,“ sagði Carsten Besse, svæðisstjóri Le- vi’s á Norðurlöndum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Besse sagði að heimsókn hans hingað til lands hefði verið ákveð- in fyrir tveimur mánuðum og stæði ekki í sambandi við lögbann það, sem Levi’s búðin hefur fengið sett á sölu slíkra gallabuxna í Hag- kaup. „Við erum þess fullvissir, að buxurnar, sem Hagkaup var að selja, voru falsaðar," sagði hann. „Við hefðum ekki farið fram á lögbannið ella, en ég vil ekki tjá mig frekar um það fyrr en niður- staða dómstóla liggur fyrir.“ Carsten Besse sagði aðspurður, að verð á Levi’s gallabuxum hér á landi væri ekki óeðlilega hátt. „Tollar og önnur gjöld eru há á Norðurlöndum og verð á Levi’s buxum hér á landi er n\jög svipað og á hinum Norðurlöndunum," sagði hann. „í raun ætti verðið að vera hærra hér, vegna hærri gjalda. Ástæða þess, að Hagkaup kveðst geta boðið upp á Levi’s buxur á lægra verði, er ekki flók- in. Það er auðvitað ódýrara að bjóða upp á eina gerð buxnanna, til dæmis 501-gerðina, í einum lit, einni sídd og í takmörkuðum fjölda stærða. Meira úrval, eins og í Levi’s búðinni, þýðir einfaldlega aukinn kostnað. Hérna erum við með margar gerðir, í fyölda lita og seljum einnig boli, jakka, belti, sokka og þannig má lengi telja.“ Besse sagði að á hinum Norður- löndunum hefði Levi’s einnig þurft að beijast við verslanir, sem hefðu selt falsaðar Levi’s buxur. „Þessar buxur koma víða að, til dæmis frá Kína og Ítalíu og oft er mjög erf- itt að greina á milli þeirra og ósvik- inna Levi’s." Þurrleiga/tímaleiga Sami munur og á leigubíl og bílaleigubíl Doktorspróf í félagsfræði HELGI Gunnlaugsson varði doktorsritgerð sína við Misso- uri-háskóla í Columbia, Bandaríkjunum, í ágúst sl. Ritgerðin ber heitið „The Soc- ial Reality of Law Violation in Iceland: Punishment in a Land with Little Crime“. Um- sjónarkennari með verkinu var dr. John F. Galliher, pró- fessor í félagsfræði laga og andmælendur voru fjórir pró- fessorar við Missouri háskóla. Vörnin var opin og fór fram í fundarsal félagsfræðideild- arinnar. Viðfangsefni ritgerðarinnar felst í fræðilegri greiningu á kenningum og rannsóknum í fé- lags- og afbrotafræði er snerta hlutlæg og huglæg viðmið í ólík- um löndum til skilnings á eðli og umfangi afbrota í samfélag- inu. Stuðst er við margvíslegar heimildir og aðferðir s.s. grein- ingu á opinberum gögnum, at- huganir á viðhorfum almenn- ings, viðtöl, fjölmiðlagreiningu og þingumræður. Ein af nið- urstöðum ritgerðarinnar er að jafnvel þó skráðum afbrotum hafí fjölgað mikið á íslandi á undanfömum árum í kjölfar breyttra þjóðfélagshátta og örrar þéttbýlisþróunar teljist ísland eigi að síður enn til þeirra landa á með'al iðnvæddra þjóða þar sem alvarleg afbrot eru hlutfallslega fátíð. Hins vegar eru færð rök fyrir því að ef tekju- og eignam- unur muni aukast á íslandi í framtíðinni að þá megi jafnframt búast við að afbrot verði bæði umfangsmeiri og alvarlegri. Helgi fæddist árið 1957 og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Tjörnina árið 1977. Hann lauk BA-prófi í félags- fræði frá HÍ árið 1982, MA- prófi frá Missouri-háskóla árið 1985 og prófí í uppeldisfræðum til kennsluréttinda fyrr á þessu ári. Helgi er sonur Gunnlaugs Pálssonar, arkitekts, sem lést fyrir nokkmm ámm og Áslaugar Zoega. Hann er giftur Kristínu H. Ólafsdóttur, myndmennta- Dr. Helgi Gunnlaugsson kennara og eiga þau einn ungan son. Helgi starfar við Háskóla íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. (Fréttatilkynning) MUNURINN á þurrleigu skipa og tímaleigu er hliðstæður mun- inum á því að leigja sér bíla- leigubíl og taka leigubíl, segir Þorkell Sigurlaugsson fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip þeg- ar hann var spurður um þetta atriði. í fréttum um skipakaup og leigu skipafélaganna koma oft fyrir orð- in þurrleigusamningur og tímale- iga. Þorkell sagði misjafnt hvað hentaði fyrirtækjunum á hveijum tíma. Hann sagði að skip væri tekið á tímaleigu þegar þörf væri fyrir skip í stuttan tíma, ekki síst þegar um væri að ræða óviss verkefni. Því mætti líkja við að taka leigu- bíl. Eigandi skipsins bæri að öllu leyti ábyrgð á rekstri skipsins. Hann réði áhöfn og borgaði allan kostnað en tæki að sér að flytja vörur þangað sem skipafélagið mælti fyrir um og tæki ákveðið verð fyrir þjónustuna. Einskip hefur oft tekið skip á þurrleigu. Þorkell sagði að líkja mætti henni við að taka bílaleigu- bíl á leigu. Skipafélagið bæri þá ábyrgð á rekstrinum, réði áhöfn, keypti eldsneyti og annaðist við- hald. Það greiddi síðan þóknun til eigandans sem ætlað væri að standa undir fjárfestingarkostnaði og umsýslu eigandans. Hagkvæm- ara gæti verið að taka skip á þurr- leigusamningi en að kaupa skip því þægilegra væri að laga skipa- kostinn að þörfum hvers tíma með því móti. Hægt væri að fá stærri^ skip eða minni eftir þörfum. Hins vegar væru oft kvaðir á nýjum skipum um að ekki mætti leigja þau með þurrleigusamningi á með- an útgerðin væri að greiða upp lán sem hún hefði fengið með niður- greiddum vöxtum. Oft stæði þetta í átta ár og nefndi hann þýska skipið Bakkafoss sem dæmi um þetta. Eimskip hefurverið með Bakka: foss í þjónustu sinni í fímm ár. í upphafí var skipið leigt á tímaleigu með erlendri áhöfn til siglinga á Norðurlandahafnir og hét þá Heli- os. í mars 1988 var gerður þurr- leigusamningur við eigendur þess.^ Var þá íslensk áhöfn sett á skipib og nafni þess breytt í Bakkafoss. Eftir að sett var á stofn alþjóðleg þýsk skipaskráning árið 1990 gerðu þýsk stjórnvöld kröfu um að skipið sigldi undir þýskum fána, þar sem hluti byggingarkostnaðar hafði verið niðurgreiddur af stjórn- völdum. Vegna þessa varð Eim- skip að skila skipinu úr þurrleigu en leigði áfram á tímaleigu. Áfram voru þó sex íslendingar í áhöfn þess að sérstakri ósk Eimskips. Kvaðir þýskra stjórnvalda um skráningu í Þýskalandi féllu niður . 5. október sl. Þá hófust samningar um þurrleigu skipsins á ný og nú hefur Eimskip aftur tekið við rekstrinum og ráðið alíslenska áhöfn. Þrátt fyrir þessar tíðu breytingar á rekstrarfyrirkomu- lagi hefur skipið siglt á sömu leið- um öll þessi ár. 'r'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.