Morgunblaðið - 31.10.1992, Síða 46

Morgunblaðið - 31.10.1992, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Ljósm. Sigr. Baehmann. HJÓNABAND. Þann 15. ágúst 1992 voru gefin saman í hjónaband í Háteigskirkju af séra Pálma Matt- híassyni Hrefna Bachmann og Ólaf- ur Þór Vilhjálmsson. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Ljósmyndarinn — Jóhannes Long. HJÓNABAND. Halibjörg Karls- dóttir og Stefán Sveinbjörnsson voru gefin saman í Dómkirkjunni 3. október sl. Prestur var sr. Hjalti Guðmundsson Heimili þeirra er í Leirubakka 24, Rvík. Ljósmynd Nýja Myndastofan. HJÓNABAND. Hallfríður Bjarna- dóttir og Kristinn Jóhannsson voru gefín saman í Dómkirkjunni 3. október sl. Prestur var sr. Þórir Stephensen. Heimili þeirra er á Laufásvegi 46 (Galtafelli). HJÓNABAND. Nýlega voru gefín saman í hjónaband í Hamsund- kirkju Greta Sovik, Sovik, ogGunn- ar Kolbeinsson. Ljósmynd: Sigurður Þorgeirsson. HJÓNABAND. Erla Rögnvalds- dóttir og Sigurður Pinnsson voru gefín saman í Akureyrarkirkju 3. október sl. Prestur var sr. Birgir Snæbjömsson. Heimili þeirra er á Stapasíðu 15A. Ljósm. Sigr. Bachmann. HJÓNABAND. Ellen Apalset og Pétur B. Júlíusson vom gefín saman í Bústaðakirkju 4. september sl. Prestur var sr. Pálmi Matthíasson. Heimili þeirra er á Reynimel 31, Rvík. Þær eru frá Þorlákshöfn þessar hnátur og heita Jóhanna Guðmunds- dóttir, Anna Margrét Káradóttir og Sigríður Elín Sveinsdóttir. Þær héldu hlutaveltu nýlega og söfnuðu 1.764 kr. sem þær sendu áhuga- hóp vegna telpnanna í Tyrklandi. Holdið er veikt Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Leikstjóri Roman Poianski. Handrit Gérard Brach, Pol- anski, byggt á skáldsögunni „Lunes de fiel“. Kvikmynda- tökustjóri Tonino Delli Colli. Tónlist Vangelis. Aðalleikend- ur Peter Coyote, Emmanuelle Seigner, Hugh Grant, Kristin Scott Thomas. Frakkland 1992. Sú erótíska spenna sem jafnan ríkir í nýjustu mynd Polanski fær mann til að leiða hugann að Hnífnum í vatninu, fyrstu mynd þessa snjalla leikstjóra sem hann gerði fyrir sléttum þrem áratug- um. Umhverfíð, uppbyggingin og ástríðurnar þær sömu. Að þessu sinni er sviðsmyndin glæstari, íburðarmikið skemmtiferðaskip á leið til Istanbul, aðalpersónurnar tvenn hjón. Önnur eru bresk, Nig- el og Fiona (Grant og Thomas), og eru að halda uppá sjö ára brúð- kaupsafmæli. Dæmigerðir yfír- stéttar Bretar og allt virðist slétt og fellt á yfírborðinu - og sjálf- sagt hefðu þau átt lygna, átaka- lausa og harla náttúrulausa ævi ef ekki hefði komið til kynna þeirra um borð við önnur hjón af allt öðru sauðahúsi. Strax á fyrsta degi hitta þau Oscar og Mimi (Coyote og Seigner). Hann er mislukkaður rithöfundur, vel stæður Bandaríkjamaður sem býr í París ásamt sinni frönsku eigin- konu. Oscar er í hjólastól, hún flögrar um skipið frjáls einsog fuglinn, kynþorstinn uppmálaður. Oscar nær strax tökum á Nigel og fer að segja honum af gjör- spilltu einka- og kynlífí þeirra hjóna, Nigel ánetjast sögunum af mögnuðu og afbrigðilegu kynlífí þeirra sem nú er siglt í strand og eftir situr óijóst haturs/ástarsam- band. Yfírkominn af löngun til Mimi ýtir Nigel konu sinni til hlið- ar, en ekki er allt sem sýnist og málin taka nýja stefnu undir lokin. Polanski fetar hér hinar skuggalegri leiðir holdsins, þar er hann gjörkunnugur staðháttum og fípast hvergi. Orugglega geng- ur hann fram af fjölda fólks og best að taka það fram strax að Bitur mánier fyrir fullorðna, þeim viðkvæmu gæti hæglega verið það reiðarslag þegar leikstjórinn veltir sér hvað miskunnarlausast uppúr fysnum og veikleikum mann- skepnunnar. Og gleymt kald- hæðninni sem oftast býr undir niðri en hrifíst svo með frásögn- inni að þeir hafí á tilfinningunni, þegar Oscar lýsir hömlulausri leit þeirra að sem mestri nautn og síðar niðurlægingu, að þeir liggi einhvers staðar á gægjum. Þessi grimmasti og erótískasti sálfræði- tryllir um árabil er svo magnaður og rotinn í senn að hann ofbýður sjálfsagt mörgum en jafnframt er hann alltaf vitrænn, tilsvörin meitluð, persónumar glöggar og ólíkar, leikurinn og tónlistin langt yfír meðallagi og leikstjórnin fum- laus og listræn. Myndin ætti því ekki að svíkja þá sem unna góðri kvikmyndalist. Því verður heldur ekki neitað að Polanski gefur sér ansi rúman tíma að segja frá, myndin líður fyrir lengdina um miðbikið. Sá hluti er einnig heldur fáránlegur miðað við það sem á undan og eftir kemur. Niðurlæg- ing Mimi og uppreisn er ósann- færandi og minnir auk þess ekki lítið á vel þekkt verk einsog og Kvendjöfulinn eftir Fay Weldon. Polanski er greinilega að kom- ast í fyrra form og val hans á leikurunum er aðdáunarvert. Það snjallasta er Coyote, hér fær þessi athyglisverði, bandaríski leikari með sína sterku og hljómfögru rödd og tjáningaríka andlit heldur betur að njóta sln og kemst af- skaplega vel frá margslunginni og erfíðri persónu glataða skálds- ins. Grant fer óaðfínnanlega með Bretann sem liggur kylliflatur fyrir freistingum holdsins og Thomas er engu síðri sem eigin- konan sem tekur til sinna ráða er hún sér hvert stefnir og segir: „... allt sem þú getur get ég gert betur...“. Seigner fer með lan- gerfíðasta hlutverkið, hina leynd- ardóms- og lostafullu Mimi sem hatar jafn heitt og hún elskar og sleppur nokkuð vel. Bitur máni er harla óvenjuleg mynd - í samanburði við daglegt brauð kvikmyndahúsanna - um efni sem jaðrar við bannhelgi og vissulega er hún ónotalega grimm og miskunnarlaus. En persónurn- ar eru í vitrænu handritinu og í meðförum leikaranna og leikstjór- ans engu að síður fólk með tilfínn- ingar af holdi og blóði sem á fátt skylt við plastfígúrur þær sem eru svo algengar á tjaldinu. Hvað með Bob? Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Frambjóðandinn („Bob Ro- berts'j. Sýnd í Háskólabíói. Leiksljóri og handritshöfund- ur: Tim Robbins. Aðalhlutverk: Tim Robbins, Alan Rickman, Ray Wise, Gore Vidal, Gianc- arlo Esposito og í smáhlut- verkum eru m.a. Fred Ward, Susan Sarandon, James Spid- er, Fisher Stevens og John Cusack. Leikarinn Tim Robbins hefur gert bíómyndina Frambjóðand- ann, skemmtilega háðsádeilu á kosningaslaginn vestra og bandaríska íhaldssemi. Hún minnir svolítið á meistaraverkið Borgara Kane eftir Orson Wel- les. I fyrsta lagi er Robbins höf- undur verksins, skrifar handritið, leikstýrir og fer með aðalhlut- verkið líkt og Welles og í öðru lagi byggir hann myndina sína upp í stíl heimildarmyndar sem er aðferð er Welles beitti í Borg- ara Kane. Meira að segja svip- urinn á Robbins minnir stundum á Kane sem, eins og persóna Robbins í Frambjóðandanum, var milljónamæringur með pólitískan metnað. Samlíkingin nær þó ekki miklu lengra. Mynd Robbins er varla neitt meistaraverk en hún kryfur á frumlegan og spennandi hátt og talsvert ýktan hægripóli- tíkina vestra með lýsingu á tví- skinnungshætti, blekkingum og lýðskrumi í kringum öfgahægri sinnaðan frambjóðanda til öld- ungadeildarinnar. Myndin er látin gerast í þing- kosningunum árið 1990 þegar Persaflóadeilan er að ná há- marki. Robbins leikur frambjóð- andann glimrandi vel, gersam- lega sléttur og felldur og ósi- grandi sjálfbirgingslegur I fram- komu. Hann hefur unnið sig úr fátækt í það að vera milljóna- mæringur og er í þokkabót nokk- uð vinsæll poppari sem syngur um heimilislausa og fátæka eins og þeir séu aumingjar sem nenni ekki að vinna fyrir sér en merg- sjúgi hið opinbera. Hann vill að þjóðfélagið „breytist aftur“ til þess sem var fyrir daga hippa- byltingarinnar. Hann blæs á prentfrelsi eins og það sem kom Nixon frá völdum. En annars er erfítt að muna hvað það er sem þessi loftkenndi Iýðskrumari seg- ir þegar hann höfðar til trúaðra (bænin skipar stórt hlutverk), virðist algerlega málefnalaus og byggir á persónuárásum gegn andstæðingi sínum, sem rithöf- undurinn Gore Vidal leikur, frek- ar en málefnum. Engin brögð eru nógu slæm til að ná tilgangi sín- um eins og kemur í ljós þegar tekur að halla á hann í skoðana- könnunum eftir að upp kemst um vafasöm tengsl hans við hús- næðissvindl, vopnasölu og dóp- smygl. Það er í raun fátt nýtt í því sem Robbins hefur að segja sér- staklega þegar boðskapurinn tekur undir lokin að snúast um súpersamsaéri stríðsmangara og vopnaframleiðanda til að halda ófriði í heiminum gangandi og gæta þess að fijálslyndir demó- kratar fái sem minnst völdin í Bandaríkjunum. Þeir hafa í raun skapað frambjóðandann. Fram- bjóðandinn dregur upp mynd af Bandaríkjunum sem þjóðarör- yggisríki en ekki lýðræðisríki eins og Gore Vidal segir, því viðkvæð- ið er ef einhver ætlar að fletta ofan af svínaríinu að það varði þjóðaröryggi að halda leyni- makkinu leyndu. Frumleiki myndarinnar og ágætur húmor liggur fyrst og fremst í frásagnaraðferðinni sem Robbins beitir, heimildarmynda- stílnum. Allt sem við fáum að vita um frambjóðandann kemur í gegnum handstýrða myndavél sem eltir hann hvert sem hann fer á kosningaferðalagi sínu en breskir sjónvarpsmenn hafa fengið leyfí til að fylgjast með hveiju spori hans. Inní eltingar- leikinn er skotið viðtölum við fylgdarmenn hans, mótframbjóð- andann, blaðamenn og aðra. Sýnd eru tónlistarmyndbönd frambjóðandans (eitt er unaðs- legur útúrsnúningur á Bob Dyl- an-bandi) og auglýsingar hans, sýnt úr sjónvarpsfréttum og teknar myndir af blaðaforsíðum. Öll fjölmiðlatæknin glóir í kring- um hann. Myndin gæti svo sem vel verið um yfirborðsgrufl stóru fjölmiðlanna sem móta hinn póli- tíska raunveruleika en hafa ekki döngun til að kafa nógu djúpt eða eins og Robbins vill meina, er stjórnað af samsærisöflunum. Breski leikarinn Alan Rickman er snákslegur sem hægri hönd frambjóðandans og Ray Wise undirgefnin ein sem aðstoðar- maður hans. Fjöldi þekktra leik- ara kemur fram í myndinni í örs- máum hlutverkum og má þar nefna Susan Sarandon, eigin- konu Robbins, Fred Ward, James Spider og John Cusack o.fl. Hefst kl. 13.30____________ i Aðalvinninqur að verðmæti________ ;________100 þús. kr.'_____________ 1] Heíldarverðmæti vinninqa um — TEMPLARAHOLLIN 300_þús. kr. Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.