Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992
52
Hann er mjög' upptekinn.
Þú hefðir átt að panta tíma.
Ast er...
... að vera ekki í sambandi
með hálfum huga.
TM Reg. U.S Pat Ott. — all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
HOGNI HREKKVISI
// ÞÚ H£FUR gertgóð icaup/ "
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Sögnr af Seltjaraarnesi
Frá Ólafi Halldórssyni:
„Seltjarnarnesið er lítið og lágt“
og fer víst enn lækkandi eins og
meðal annars sést af örlögum Sel-
tjamarinnar. Þó er á nesinu hæð
nokkur, svonefnd Valhúsahæð,
þekktur sögustaður og ágætt úti-
vistarsvæði. Ágætt útivistarsvæði,
sagði ég. Svo minnti mig að væri,
en þegar leið mín lá yfir hæðina
fyrir nokkrum dögum brá mér held-
ur í brún. Ekki er nóg með að
kreppi mjög að hæðinni sökum
byggingargleði Seltiminga heldur
er einfaldlega búið að jarðsetja
hana. Efst á hæðinni trónir nú fót-
boltavöllur sem tekur sig úr líkt
og risastórt leiði sem hann líka er!
Skyldi bæjarstjórnin vita af þessu?
Við skulum bara rétt vona að þeir
sem jarðsettu Valhúsahæðina svo
kyrfilega hafí fengið fornleifafræð-
ing eða einhvern annan sérfræðing
til að kortleggja eða teikna ná-
kvæmlega upp svæðið, t.d. steina-
raðir og önnur hugsanleg stein-
lagnamynstur sem endanlega eru
horfin undir leiðið (boltavöllinn).
Já, svona geta forlagagyðjurnar
spunnið jafnvel saklausum smá-
hæðum undarleg örlög. „Á Val-
húsahæðinni er verið að krossfesta
mann,“ kvað Steinn Steinarr á sín-
um tíma. Og nú er búið, ef svo
má segja, að krossfesta Valhúsa-
hæðina. Ekki svo að skilja a ég sé
í hópi þeirra umhverfissinna sem
engu vilja breyta og halda að hægt
sé að stöðva rás tímans; ijúka í
mótmælaaðgerðir út af steinkumb-
alda sem byggður er ofan í Reykja-
víkurtjörn eða lagningu rafmagns-
lína og nefna slíkar framkvæmdir
umhverfísspjöll og sjónmengun!
Slík viðkvæmni passar varla öðrum
en prinsessunni á bauninni auk
þess sem flestir vita að umhverfi
okkar er líkt og annað á hverfanda
hveli; háð sífelldum og óhjákvæmi-
legum breytingum. Til dæmis hefur
Seltjarnarnesið verið að sökkva í
sæ síðustu árþúsund og er 1-1,5
metrum lægra nú en það var á
landnámsöld. Einnig er undarlegt
til þess að hugsa, þegar við göngum
eftir Lækjargötu í Reykjavík eða
ökum upp eftir Miklubrautinni að
fyrir um tug árþúsunda var þar
sjávarbotn, gamla fjöruborðið má
enn sjá í Oskuhlíðinni (óskandi að
framkvæmdaglaðir menn eyðileggi
ekki að óþörfu það sem eftir er af
þessu merkilega fjörubroti!) og
fornar skeldýraleifar í Fossvogi.
En nóg um það. Höldum áfram
með göngutúrinn.
Eftir að hafa staðið yfir moldum
Valhúsahæðarinnar sálugu ákvað
ég að skreppa út í Gróttu til að
jafna mig eftir áfallið út af láti
þessa gamla vinar. Gróttan er eins
og flestir vita alfriðað svæði og
bílaumferð er bönnuð þar með öllu,
en viti menn: sem ég gekk út eiðið
óku fjallabílar og önnur stórflykki
út í Gróttuna og var engu líkara
en heil vélaherdeild væri að gera
innrás í þetta litla og huggulega
friðland. „Þetta hlýtur að vera einn
af þessum dögum sem nú eru í
tísku,“ hugsaði ég með mér. Já,
því ekki það! Förum-í-bílferð-með-
aldraða-dagur eða förum-í-bílferð-
með-lamaða-dagur er síst verri
hugmynd en reykjum-ekki-dagur
eða allir-út-að-ganga-dagur. Ég
gekk í áttina að bílunum sem nú
hafði verið lagt við skúrinn fyrir
ofan ijöruna en sá hvorki eiginlega
gamlingja né lamað fólk. Þess í
stað hitti ég fyrir reffílega karla,
að eigin sögn meðlimir í Rótarí-
klúbb Seltjarnarness sem gera sér
dagamun einu sinni á ári með því
að hittast til hádegisverðar útí í
Gróttu. Töldu þeir „vélaherdeild-
ina“ nauðsynlega til að flytja mat-
vælin út í Gróttu. Auk þess mátti
á þeim skilja að þeim væri þetta
ekki of gott þar eð þeir hefðu ára-
tugum saman tekið þátt i hreinsun
og viðhaldi ýmiskonar á staðnum.
Ég varð auðvitað ægilega reiður
og lenti í orðasennu við þessa
ágætu menn enda ekki búinn að
jafna mig eftir gönguferðina yfir
Valhúsahæðina sálugu. Ég þykist
þó sjá núna, eftir að hafa lagt mig
stundarkorn og hugleitt málavöxtu
í ró og næði, að þeir rótarímenn
hafi nokkuð til síns máls (að því
undanskildu að ég efast um að
þurft hafi sex stórfarartæki til að
flytja hádegisverðinn á staðinn).
Tvennt vil ég þó benda þeim á í
fyllstu vinsemd: Sem eins konar
verndurum eða umsjónarmenn
Gróttu ber þeim að sýna gott for-
dæmi, og almennir borgarar sem
sjá svona bílaflota úti í Gróttu
kynntu að ætla að bílaumferð væri
öllum frjáls og óhindruð. Til þess
að koma í veg fyrir að Pétur, Páll
og Jón Jónsson misskilji hluti með
þessum hætti og með herfilegum
afleiðingum fyrir Gróttu og lífríki
hennar mæli ég hér með því að
rótarífélagar Seltjarnarness, um-
sjónarmaður Gróttu og aðrir sem
eiga þarft erindi á staðinn í vélkn-
únum farartækjum (hugsanlega
einu sinni á ári til að gera sér daga-
mun) auðkenni farskjótana með
tilteknu, áberandi merki.
Með kærri kveðju til rótarímanna
á Seltjarnarnesi og Seltirninga al-
mennt sem þrátt fyrir allt byggja
einhvem fegursta stað Stór-
Reykj avíkursvæðisins!
ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
Drápuhlíð 15, Reykjavík.
Víkveqi skrifar
að getur hljómað hjákátlega,
þegar fólk kemur í útvarp og
fer með orðatiltæki, sem það greini-
lega skilur ekki. Þannig var það
föstudaginn 23. október, að í þjóð-
arsál á Rás tvö hringdi kona, sem
var afskaplega mikið í nöp við að
íslendingar samþykktu EES-samn-
inginn og hafði hún mörg orð um
utanríkisráðherrann og taldi hann
ekki hafa staðið sig sem skyldi.
Síðan fór konan að tala um sjálfa
sig og sagði: „Ég er nú kona, sem
borið hefur kápuna á báðum öxlum
allt mitt líf.“ Eftir þessa yfirlýsingu
um að konan hefði allt sitt líf verið
svo tækifærissinnuð, var sjálfsagt
ekkert að marka, sem hún áður
sagði. Hún hafði sem sagt leikið
tveimur skjöldum allt sitt líf. Hitt
er svo annað mál, að líklegast hefði
viðmælandi konunnar í þjóðarsál-
inni átt að leiðrétta hana og sýna
henni fram á merkingu orðatiltæk-
isins. Þá hefði þátturinn orðið til
einhvers fróðleiks fyrir hlustendur.
Greinilegt var af samhenginu að
konan ætlaði að segja að hún hefði
unnið hörðum höndum allt sitt líf.
En það er líka dálítið annað.
XXX
Kunningi Víkveija lenti í því
fyrir nokkru að ekið var aftan
á bíl hans og varð bíllinn fyrir veru-
legum skemmdum. Þar sem hann
var í rétti og átti enga sök á
skemmdunum sjálfur taldi hann
augljóst að hann fengi bílinn
umyrðalaust viðgerðan og bíla-
leigubíl að auki þá daga sem hann
væri bíllaus, en hann þarf að hafa
bíl undir höndum atvinnu sinnar
vegna.
Kunninginn fór því til trygginga-
félagsins, sem átti að greiða tjónið,
en þá kom í ljós að þar sem vara-
hlutir voru ekki til á landinu í bíl-
inn og panta þurfti þá erlendis frá,
neitaði tryggingafélagið honum um
bílaleigubíl fyrr en varahlutirnir
væru komnir til landsins. Sjónar-
mið tryggingafélagsins var að það
bætti bílinn en gæti ekki borið
ábyrgð á að varahlutir væru ekki
til.
Þegar Jón Jónsson tryggir bíl
sinn í ábyrgðartryggingu ökutækja
er hann að fría sjálfan sig því að
þurfa að bera það tjón sem hann
kann óvart að valda í umferðinni.
í þessu tilfelli verður kunninginn
fyrir tilfinnanlegu tjóni en þá setur
tryggingafélagið sig allt í einu á
háan hest og segist ekki geta borið
ábyrgð á því að bifreiðaumboð
standi sig ekki í að eiga varahluta-
birgðir. I þessu tilfelli „gleymir"
tryggingafélagið gjörsamlega til-
gangi sínum, þ.e. að bæta bótaþeg-
um það tjón sem það hefur tekið
að sér að greiða. Það á ekki að
koma bíleiganda við í þessu tilfelli
hvort þriðji aðili eigi varahlutinn
eða ekki. Verði tryggingafélagið
hins vegar fyrir tjóni af þessum
völdum gæti það hugsanlega átt
endurkröfurétt á bifreiðaumboðið.
xxx
Bréf það sem birtist hér á síðum
Morgunblaðsins frá Georgíu-
manninum Grigol Matsjavariani
hefur vakið mikla athygli. Víkveiji
hefur um ævina heyrt af mörgu
slíku fólki út um allan heim sem
er „ofstækislega ástfangið í ísa-
foldu". Nú síðast heyrði hann af
fimmtán ára gamalli rússneskri
stúlku sem lærði fomíslensku af
sjálfsdáðum og fór að þýða íslensk-
ar bókmenntir yfir á móðurmál sitt.
Móðir hennar hafði af henni
áhyggjur og hafði samband við
prófessor í norrænum fræðum. Sá
gat róað móðurina og sagt henni
að stúlkan væri svo sannarlega
óvenjulegum hæfileikum gædd. Sú
spurning vaknar hvort ekki væri
rétt fyrir okkur íslendinga að reyna
með einhveijum hætti að tækta
tengslin við þessa vini okkar sem
víða leynast. Það færi vel á því að
ein stofnun eins og menntamála-
ráðuneytið eða Háskólinn útbyggi
skrá yfir þetta fólk með hjálp al-
mennings, héldi sambandi við það
og skipulegði þing íslandsvina svo
sem eins og annað hvert ár.
<
<
<
(
i
í
í
(
í
í
i
i
i
(
i