Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 Lífeyrissjóðir byrjaðir að fjár- festa erlendis FJÓRIR íslenskir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í erlendum verðbréfum á þessu ári fyrir milligöngu verðbréfafyrirtæk- isins Handsals hf. Nemur fjárfesting þeirra um 15 milljón- um króna. Að sögn Pálma Sigmarssonar, framkvæmda- stjóra hjá Handsali, var settur á stofn deildaskiptur verð- bréfasjóður í þessu skyni, Handval hf., og hefur hann fjár- fest fyrir 70 milljónir króna í erlendum hlutabréfasjóðum. Pálmi sagði að erlendar fjárfest- ingar lífeyrissjóðanna hefðu fyrst og fremst verið í tilraunaskyni enda væri hér um lágar fjárhæðir að ræða. Þetta hefði skilað góðri ávöxtun og einn sjóðanna náð um 30% arðsemi á eign í Handvali en arðsemi erlendu hlutabréfasjóð- anna hefði verið 10-60% á árinu. hlutabréfasjóðunum. Auk lífeyris- sjóðanna hafa einstaklingar og fyrirtæki keypt hlutdeildarskírteini í Handvali og eru dæmi um að einstakir aðilar hafi fullnýtt sína heimild og keypt fyrir 500 þúsund. Einstaklingar kaupa líka Fyrirhugað er að leysa upp verð- bréfasjóðinn þegar ótakmarkaðar heimildir verða veittar til að fjár- festa í erlendum verðbréfum og fá þá eigendur hlutdeildarskírtein- anna beina eignaraðild að erlendu Samkvæmt reglugerð sem sett var árið 1990 eiga hömlur á kaup- um á erlendum langtímaverðbréf- um að falla niður nú um áramótin en þeim hefur verið aflétt í áföng- um. Ný gjaldeyrisreglugerð á grundvelli pýrra laga hefur ekki verið gefín út. En Seðlabankinn hefur sent viðskiptaráðuneyti bréf þar sem lagt er til að fresta því að aflétta þessum hömlum á gjald- eyrisyfírfærslun þar til samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið tekur gildi. ísafjörður Varðskip- ið Óðinn strandaði „Við höfum enga ástæðu til að ætla annað annað en menn muni fara sér fjarska hægt í þessum efnum og það sé engin ástæða fyrir stjórnvöld að óttast slíkan fjármagnsflótta úr landinu að það skapi einhver vandræði. Það eru víða aðilar sem vilja standa gegn þessu af ýmsum ástæðum en sú andstaða er að langmestu leyti byggð á misskilningi og ókunnug- leika,“ sagði Þorgeir Eyjólfsson formaður Landssambands lífeyris- sjóða. Morgunblaðið/Úlfar Grafið frá stofuglugganum Eftir langan óveðurskafla gátu Isfirðingar loks byrjað að moka snjó frá húsum sínum í gær. Hér má sjá Guðjón Lofts- son verkstjóra moka snjó frá stofuglugganum, þeim neðri á myndinni, en Guðjón býr við Seljalandsveg. Sjá nánar frétt á bls. 35. Borgarstjórn Samþykkt að stofna > Aflvaka » BORGARSTJÓRN Reykjavík- L ur sambvkkti á funrii í trsM' ur samþykkti á fundi í gær að stofna fyrirtækið Aflvaka Reykjavíkur hf. Hlutverk fyr- irtækisins verður að reka kynningar- og upplýsinga- þjónustu til að laða að inn- lenda og erlenda aðila til að stofna til atvinnurekstrar í borginni, vinna að stefnu- mörkun í atvinnumálum og taka þátt í stofnun hlutafélaga vegna breytts rekstrarforms borgarfyrirtækja. Samvæmt tillögunni um Aflvaka á Reykjavíkurborg að leggja fram 55% hlutafjár, Rafmagnsveita Reykjavíkur 15%, Hitaveitan 15%, Vatnsveitan 7,5% og Reykjavíkur- höfn 7,5%. Fyrirtækið verður stofn- að með 10 milljóna króna hlutafé. Tillaga þessi var samþykkt með 10 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn fímm atkvæðum minnihlutans. Pípugerðin í hlutafélag Borgarstjóm samþykkti að breyta Pípugerð Reykjavíkur í hlutafélag. Tillaga þar að lútandi var samþykkt með 13 atkvæðum gegn einu. Ákveðið hefur verið að hlutabréf í fyrirtækinu verði fyrst um sinn í eigu borgarinnar og Afl- vaka Reykjavíkur hf. McDonalds á Suðurlandsbraut Þá staðfesti borgarstjóm ákvörð- un borgarráðs um að veita leyfí til byggingar McDonalds-veitinga- staðar á lóðinni Suðurlandsbraut 56 en lóðin var nýlega tekin af Brimborg hf. Felld var tillaga minnihlutans um að lóðin yrði aug- lýst og seld hæstbjóðanda. Isafirði. ÞAÐ óhapp varð um kvöldmatar- leytið í gær að varðskipið Óðinn tók niðri í Sundunum á ísafirði. Póstbáturinn Fagranes náði Óðni út nokkrum mínútum síðar. Tekjuöflunarfrumvörp ríkisstj órnarinnar taka breytingum Þegar varðskipið var að fara frá ísafírði í gærkvöldi ætlaði það að mæta Fagranesinu í svokölluðu Holi, þar sem þrengst er í útsigling- unni frá ísafírði, milli flugvallarins og Suðurtangans. Þarna er afar þröngt og varð það til þess að skip- ið lenti á grunni, aðeins nokkra metra frá flugvellinum. Fagranesið renndi fáum mínút- um síðar upp að varðskipinu og tók yfír dráttartaug. Ekki tók nema örskamma stund að losa skipið, en þá vildi ekki betur til en svo að dráttartógið lenti í skrúfu póstbáts- ins. Varðskipið gat þá tekið við og dregið bátinn að bryggju á Isafírði. Úlfar. Meðlag hækkar 1000 kr. minna en áður var ráðgert MEÐLAG verður hækkað í 10.300 krónur á mánuði um áramótin en ekki 11.300 og mæðralaun verða skert um þúsund krónum minna á mánuði en ráð var fyrir gert í frumvarpi heilbrigðis- og tryggingaáðherra um almannatryggingar. Tillaga þessa efnis verður Iögð fram á Alþingi í dag af meirihluta heilbrigðis- og trygginganefndar. og lækka mæðra- og feðralaun minna en frumvarpið gerði ráð fyr- ir. Samkvæmt því verða mæðralaun með einu bami 12 þúsund krónur á ári, með 2 börnum 60 þúsund krónur og með þremur bömum 129.600 krónur. í frumvarpi um breytingar á lög- um um almannatryggingar var gert ráð fyrir að hækka meðlagsgreiðsl- ur úr 7.500 krónum á mánuði í 11.300 krónur en nú er áformað að hækka meðlagið í 10.300 krónur Gengisfellingin dag Margar nauðsynjavörur hafa hækkað í verði um 5-13% vegna gengisbreytinga. 33 Þýskaland I austurhluta Þýskalands ríkir stríðsástand um eignirsem fyrrver- andi valdhafar tóku eignamámi. 36 Alþingi Fjárlaganefnd hefur ákveðið að tryggja fjárveitingu til hreppstjóra og verða embættin því ekki lögð niður eins og áformað var. 43 r:ftwr< wm __ 1 síaS ,.i—» ^ ■ Faem' boncilyi en f fyrra tvsiSTjr. íL ss.S l£?■ LeiÖari Verðlag og alþjóðlegur samanburð- 38 ur. Fasteignir )Þ Stöðugt minnkandi umsvif - Útlán til húsnæðis - Nýtt hverfi í Iandi Vatnsenda - Húsnæðis- skuldir heimilanna - íslensk þjón- usta í Portúgal Daglegt líf ► Með táningnum í London - Um fjölþætt starf á bókasöfnum - rætt við Þórunni Maggý, miðil - ódýr Hyundai sport - flugvalla- hótel - antik smokkar á uppboði Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði við Morgun- blaðið, að þessar breytingar væru gerðar á þeim forsendum að marg- ar umkvartanir hefðu borist frá meðlagsgreiðendum og einnig hefðu sveitarfélögin bent á, að ef tekið yrði jafn stórt skref í einu til hækkunar meðlags, og frumvarpið gerði ráð fyrir, væri hætta á að vanskil á greiðslu meðlaga ykjust mjög mikið og það kæmi niður á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þessi breyting ein og sér þýðir, að heildarbarnabætur einstæðra foreldra, með um 650 þúsund krón- ur og minna í árstekjur, hækka um allt að 7.500 krónur. Hins vegar lækka heildarbarnabætur þeirra einstæðu foreldra sem hafa hærri tekjur en njóta þó barnabótaauka. Ein af breytingartillögum efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis við frumvarp um breytingar á skattamálum er að hækka barna- bótaauka einstæðra foreldra um 7.500 krónur, úr 89.282 krónum í 96.784 krónur, en lækka á móti tekjumörk til skerðingar barnabóta- aukans úr 732 þúsund krónum í 549 þúsund krónur. í áliti nefndar- innar kemur fram að þetta sé gert til að vega upp áhrifín af breyting- um á mæðra- og feðralaunum hjá tekjulágum einstæðum foreldrum. Drukknir á ónýtum bíl LÖGREGLUNNI í Reykjavík barst í fyrrinótt tilkynning um að umferðarviti á mótum Suð- urgötu og Bryiyólfsgötu hefði verið ekinn niður. Það fylgdi sögunni að tveir menn á Lada- bifreið væru að búa sig undir að yfirgefa staðinn og væru þeir að tína saman brak, sem losnað hafði úr Lödunni við áreksturinn. Um tvo rússneska sjómenn var að ræða, sem sögðust vera á leið niður á bryggju með bílinn. Þeir reyndust hafa drukkið áberandi mikinn vodka og auk þess var Ladan í fremur slæmu ásig- komulagi, númerslaus og að mati lögreglunnar óökufær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.