Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992
62
Krislján G. Jónas-
son - Minning
Fæddur 8. apríl 1918
Dáinn 29. nóvember 1992
Kristján frændi er látinn eftir
langvinna baráttu við ólæknandi
sjúkdóm. Hann fæddist á Sléttu í
Sléttuhreppi, Norður Ísaíjarðar-
sýslu, sonur hjónanna Jónasar
Dósóþeussonar og Þórunnar Brynj-
ólfsdóttur. Fullu nafni hét hann
Kristján Gunnar Sveinn. Afi og
amma áttu auk Kristjáns fímm
dætur; Siguijónu, Þorvaldínu,
Fanneyju, Margréti og Brynhildi.
Þótt dæturnar tækju einnig til
hendinni við dæmigerð karlmanns-
verk, þá lá það í hlutarins eðli að
búsýslan yrði snar þáttur í störfum
Kristjáns og hvíldi á hans herðum
þegar foreldrarnir tóku að reskjast.
Nú á tímum gera fáir sér grein
fyrir stritinu við búskap á fyrri hluta
aldarinnar. Orf, ljár, hrífa og klakk-
ur voru tækin við heyskapinn. Síðan
varð að treysta á guð og lukkuna
hvort þannig áraði að gras sprytti
og þurrkur yrði nægur svo að taðan
næðist í hús. En stritið herti og
stælti svo að undrum sætir. Náttúr-
an, maðurinn, lífsbaráttan, þetta
var þrenningin sem tilveran snerist
i um og hún var ekki alltaf hættu-
laus. Bam að aldri var Kristján einu
sinni sendur eftir kindum sem farið
höfðu upp í íjall girt klettabeltum.
Þetta var að vori til og klaki ekki
farinn úr jörðu. Skyndilega skreið
jörðin undan fótum hans og hann
rann með skriðunni niður hlíðina. Á
klettabrúninni tókst honum að
stöðva sig á grastó. Fyrir neðan var
hengiflug. Þetta var lífsreynsla sem
aldrei gleymdist en tilheyrði dag-
legu lífi.
. Auk náms sem hægt var að
' * stunda í Sléttuhreppi stundaði
Kristján nám við Héraðsskólann á
Núpi 1934-1936. Síðar fór hann í
Bændaskólann á Hvanneyri og út-
skrifaðist þaðan búfræðingur 1941.
Hann var hreppstjóri í Sléttuhreppi
1945-1946, tók við því starfí af
föður sínum, en 1947 flutti hann
ásamt foreldmm sínum til ísafjarð-
ar. Á þeim tíma voru engar bætur
af neinu tagi fyrir að hætta bú-
skap. Ævista.rfið var skilið eftir á
Sléttu og á ísafirði var byrjað að
nýju. Þar lærði Kristján trésmíði
hjá Ragnari Bárðarsyni. Það nám
var honum nærtækt, því að frá
bernsku hafði hann handleikið sög,
hamar og önnur smíðatól en á
Sléttu voru smíðuð hús, húsgögn,
bátar og hvaðeina sem til búsins
þurfti. Kristján fékk meistararétt-
indi í húsasmíðum 1956.
Á ísafirði steig hann mikið gæfu-
spor á árinu 1953 þegar hann
kvongaðist eftirlifandi konu sinni,
Þorgerði Ragnarsdóttur. Hún var
þá vefnaðarkennari við Húsmæðra-
skólann Ósk á ísafírði. Börnin urðu
tvö: Þórhallur Jónas, bifvélavirki í
Reykjavík, og Björg, sem starfar
um þessar mundir sem læknir í
Gautaborg. Barnabömin eru einnig
tvö, Magnús Þór og Kristján Már,
synir Bjargar og Hannesar Steph-
ensens. Á Isafirði starfaði Kristján
-^einkum við húsasmíðar og því hélt
hann áfram eftir að hann fluttist
með fjölskyldu sína suður til
Reykjavíkur 1960. Síðustu starfsár
sín starfaði hann fyrir Alþýðubank-
ann en lét þar af sörfum fyrir ald-
urs sakir í ársbyijun 1989.
Kristján var með afbrigðum
vandvirkur smiður. Þegar hann
felldi fjöl að fjöl mátti vart sjá skil-
in milli þeirra. Þessarar vandvirkni
naut fjölskylda mín þegar hann
vann við að innrétta hús okkar.
Kristján lét sig miklu skipta velferð
^fjölskyldu sinnar og ættingja. Hann
bjó fjölskyldu sinni fagurt heimili
og ætíð var hann reiðubúinn til að
hjálpa bæði nær- og fjarskyldum
þegar erfiðleikar steðjuðu að. Um-
hyggja hans fyrir ættingjunum kom
mjög í Ijós við endurreisn íbúðar-
hússins á Sléttu. Níræð tók amma
þá ákvörðun að stofna hlutafélag
Lum jörðina. Markmið þess er að
nýta hana til leyfísdvalar. Hluthaf-
amir skyldu vera hennar nánustu.
Að auki lagði hún fram nokkra fjár-
hæð til efniskaupa, en húsið hafði
brunnið 1956. Kristján hafði for-
göngu um endurgerð hússins. Hann
varði mörgum sumarleyfum til
smíði þess. Aðrir liðsinntu eftir
föngum og ber þar sérstaklega að
þakka þátt Herberts Ámasonar,
fóstursonar afa og ömmu. Á síðasta
sumri var farin ferð að Sléttu til
að skipta um þak og klæða gafl.
Kristján skipulagði framkvæmdina
en var orðinn of veikur til að ferð-
ast. Slétta var honum hugleikin til
hins síðasta.
Hugulsemin, hjálpsemin og ein-
lægnin vom samofnir eðlisþættir í
skaphöfn Kristjáns Jónassonar.
Kannski er það þess vegna sem
hann var ætíð kallaður Kristján
frændi. Þannig eiga frændur að
vera. Blessuð veri minning hans og
megi sá er öllu ræður styrkja Þor-
gerði konu hans, böm og bamaböm
í djúpri sorg þeirra.
Brynjólfur Sigurðsson.
Það var síðla árs 1987 að §öl-
margir hófust handa við að byggja
sér hús í Digraneshlíðum Kópa-
vogs. Á móti okkur í Hlíðarhjallan-
um hóf byggingu húss á sama tíma
og við önnur fjölskylda.
Tókum við eftir að þama var um
roskinn mann að ræða. Fljótlega
urðum við þess vör að þarna fór
einstakur maður, sem ávallt var
kátur og brosandi. Vakti athygli
þeirra sem fylgdust með að sonur
hans, Þórhallur, var oftst með hon-
um við vinnu. Vandvirknin og
snyrtimennskan var slík að unun
var að sjá. Allt þurfti að vera í röð
og reglu og ekkert drasl var á bygg-
ingarsvæði þeirra feðga. Fyrir
sunnan húsið var stór hóll, efni sem
Kristján hafði ætlað að geyma til
að nota i fyllingu á lóð sinni. Sóttu
bömin mikið í þennan hól til að
leika sér á. Var hóllinn kallaður af
börnunum „Kristjáns hóll“. Þessi
brosandi og viðmótshlýi maður lað-
aði til sín bömin í hverfinu og öllum
sem hann kynntist þótti vænt um
þennan dugmikla mann og bám
virðingu fyrir honum.
Er húsið var risið hjá þeim var
það fljótlega málað og tekið til við
að hanna og gera lóðina umhverfís
það.
Skyndilega fór heilsu Kristjáns
að hraka vegna illkynja sjúkdóms
sem hann var með. Þrátt fyrir það
var hann öllum stundum að laga
og bæta hús sitt og lóðina umhverf-
is það. Hlúð var að plöntum og
tijám fyrir veturinn. Ekki er langt
síðan að við sáum Kristján úti í
garði að setja striga utan um tré
til vemdar.
Það var ekki laust við að ungu
mennimir, við nágrannar hans,
fyndum til skammar hve hann tók
okkur flestum fram um snyrti-
mennsku og dugnað í vinnu sinni
við hús sitt. Kristján var lífsglaður
maður og vilji hans og lífsgleði
leiddu hann áfram þrátt fyrir að
hann væri mjög veikur.
Það er mikið lán að hafa kynnst
Kristjáni og fjölskyldu hans. Hann
var fulltrúi þeirrar kynslóðar sem
hjartahlýja og fagurt mannlíf ein-
kennir. Það er eftirsjá í slíkum
manni úr litla hverfinu okkar í Hlíð-
arhjallanum.
Við biðum góðan Guð að blessa
minningu hans og veita eiginkonu
hans, Þorgerði, börnum hans og
bamabömum styrk í þeirra mikla
missi.
Hafi góður vinur þökk fyrir allt
og allt.
Fjölskyldan Híðarhjalla 17.
Nú er Kristján móðurbróðir minn
allur. Hann hefði helst viljað fresta
för, honum fannst hann eiga svo
margt ógert. En hann vissi að það
þýddi ekki að mögla, brottför var
ákveðin og þá var um að gera að
nýta hveija stund sem best. í þau
skipti sem ég heimsótti hann í sum-
ar leyndi sér ekki hversu sjúkur
hann var, en alltaf þegar ég kom
var hann að vinna. Ljúka við, lag-
færa, betrumbæta, skilja við allt í
eins góðu horfi og unnt væri. Hon-
um var í blóð borin vinnusemin og
skylduræknin sem einkenndu hann
fram á síðustu stund.
Við sem áttum góða bemsku
verður hún hugleiknari eftir því sem
árin færast yfir. Minni bemsku
tengdust móðursystkini mín í ríkum
mæli. Siguijóna móðir mín (d. 9.
september 1954) var elsta systir
Kristjáns. Á heimili hennar og föður
míns, Guðmundar Kr. Guðmunds-
sonar, dvöldu systkinin þegar þau
komu til ísafjarðar, stundum til
hjálpar, stundum aðeins til áningar,
vinnu eða bara til gamans. Pabbi
minn var skipstjóri á einum sam-
vinnubátanna og fór á síld hvert
sumar. Oftast nær skilaði hann
mömmu og okkur krökkunum norð-
ur á Sléttu til afa og ömmu á leið
sinni í síldina. Stundum tók hann
okkur svo þegar hann kom til baka,
stundum fórum við heim til ísa-
fjarðar eitthvað fyrr.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
að fara norður á Sléttu til afa og
ömmu. Þar var mikið unnið og mik-
il regla en þar var líka hlýja og
glaðværð. Móðursystkinin, Þorvald-
ína, Fanney, Margrét, Kristján og
Brynhildur, létu ekki önn dagsins
bæla sig, heldur göntuðust hvert
við annað og okkur krakkana, hlógu
og struku hlýrri hönd um barnskinn
eða -koll. Þau voru ung og hraust,
tilbúin að takast á við lífíð.
Sumarið sem ég varð fimmtán
ára fékk ég að fara með Binnu og
Kristjáni á sveitaball. Og hvílík
upplifun. Fyrst riðum við inn að
Hesteyri seinnipart laugardags. Þar
hittist hópur af ungu fólki frá Aðal-
vík — Fljóti — Sléttu og Hesteyri.
Á Hesteyri beið okkar lítill bátur
sem flutti hópinn þvert yfir Jökul-
fírði að Flæðareyri þar sem ballið
var. Veðrið var yndislegt, logn og
blíða, fegurðin allt um kring. I
bjartri sumarnóttunni var dansað
fram eftir nóttu og síðan hófst sama
leið til baka. Heim komum við um
sjöleytið að morgni sunnudags og
systkinin komin til vinnu uppúr kl.
9. Það var þurrkur.
Sú regla gilti hjá afa og ömmu
að á sunnudegi voru einungis unnin
brýnustu verk eins og mjaltir og
matseld, nema það væri þurrkur
og hey sem þurfti að þurrka. Það
var líka regla að hlusta ævinlega á
útvarpsmessu kl. 11. Þess vegna
þurfti að breiða heyið, mjólka og
setja upp matinn fyrir þann tíma.
Þá settust allir inn í útvarpsher-
bergið, hver með sína sálmabók,
og tóku þátt í messunni. Áttu sam-
an helgistund.
Blíðum sunnudögum á Sléttu
tengist önnur mynd. Móðursystkin-
in og ungviðið flatmagandi úti á
túnbala, Kristján að spila á munn-
hörpu og við hin að syngja með.
Tíminn leið. Kristján, afi og
amma brugðu búi og fluttu til ísa-
fjarðar árið 1947. Þar kynntist
Kristján ungri konu, Þorgerði
Ragnarsdóttur, vefnaðarkennara
við Húsmæðraskólann Ósk á
ísafirði. Þau giftu sig 10. maí 1953
og það var mikið gæfuspor fyrir
Kristján. Þorgerður reyndist honum
einstök kona og samstiga gengu
þau þessi fjörutíu ár sem þau áttu
saman. Á heimili þeirra var gott
að koma, þar mætti manni gagn-
kvæm virðing húsráðenda, alúð og
ljúfar veitingar.
Kristján og Þorgerður eignuðust
tvö böm, Þórhall Jónas og Björgu,
og tvo dóttursyni, Magnús og Krist-
ján. Litiu drengimir voru mikið hjá
afa sínum og ömmu, nú síðast í
sumar, og Kristján gladdist yfír
hverri samverustund með þeim.
Hann var stoltur af börnum sínum
og bamabörnum.
Stuttu áður en Kristján dó heim-
sótti ég hann á sjúkrahúsið. Við
fórum að rifja upp veturinn sem
hann var í skóla á ísafirði og bjó
hjá pabba og mömmu (1930-31).
Við minnumst lokrekkjunnar sem
hann svaf í og hversu ég og Sigga
vinkona mín sóttumst eftir að fá
að fara með honum í mjólkurferð-
imar og hvað við vorum þungar í
taumi í ófærð og snjókomu. Ég
spurði hann þá hveijir hefðu verið
aðal vinimir á staðnum. Þá hló
hann drengjalega og sagði: „Það
vom mestu prakkararnir í bænum.“
Hvort þetta hefur verið rétt mat
veit ég ekki, en hitt veit ég að ekki
tókst þeim að spilla honum frænda
mínum. Hann reyndist góður og
skyldurækinn. sonur, umhyggju-
samur bróðir og glaður frændi.
Á kveðjustund er mér efst í huga
þakklæti fyrir kynni okkar Krist-
jáns.
Blessuð sé minning hans.
Guðrún Sæmundsen.
í dag fer fram frá Fossvogs-
kirkju útför Kristjáns G. Jónasson-
ar, móðurbróður míns. Með honum
er genginn mikill öndvegismaður
sem naut virðingar og trausts allra
samferðamanna er honum kynnt-
ust.
Kristján Gunnar Sveinn, en svo
hét hann fullu nafni, fæddist á
Sléttu í Sléttuhreppi í Norður-lsa-
flarðarsýslu 8. apríl 1918. Hann var
næstyngstur barna Þómnnar
Brynjólfsdóttur og Jónasar Dósóþe-
ussonar hreppstjóra. Þórunn var
dóttir Brynjólfs Þorsteinssonar og
Ingibjargar Hermannsdóttur Sig-
urðssonar bónda á Sléttu og Jónas
var sonur Margrétar Sturludóttur
og Dósóþeusar Hermannssonar
Sigurðarsonar. Þannig að segja má
að rætur Kristjáns hafí staðið sterk-
ar á þeim stað er síðar hlaut þau
örlög að leggjast í eyði.
Afí Kristjáns, Brynjólfur Þor-
steinsson, bjó á Sléttu frá 1887 til
æviloka og bjó lengst af félagsbúi
með félaga sínum, Guðna Hjálmars-
syni, en þeir fengust jafnframt við
útgerð. Fannst mér heillandi frá-
sögn af því hvernig þeir bjuggu
hvor á sínum bænum, heyjuðu tún
hvor um sig eða saman og skiptu
til helminga afrakstrinum, rera til
fiskjar hvor á sínum báti og skiptu
til helminga aflanum.
Móðir mín, Siguijóna, sem lést
1954, var elsta systir Kristjáns en
aðrar systur hans eru Þorvaldína,
fædd 1906, Fanney, fædd 1913,
Margrét, fædd 1915 og Brynhildur
ljósmóðir, fædd 1920. A Slettu ólst
jafnframt upp Herbert Þ. Ámason,
lögregluþjónn í Keflavík, og Mar-
grét systir mín til 8 ára aldurs.
Kristján naut góðs atlætis á upp-
vaxtarámm sínum og það var reisn
yfir heimilinu á Sléttu og þar var
regla á hlutunum. Ef til vill hefur
veganestið þaðan átt sinn þátt í
hvert einstakt snyrtimenni Kristján
frændi var en það, auk þess hver
hagleiksmaður hann var til allra
verka, var ekki síst hans aðals-
merki.
Árið 1947 flutti hann með for-
eldrum sínum til ísafjarðar. Vom
þá fáir ábúendur eftir í Sléttu-
hreppi en síðustu ábúendur fluttu
þaðan 1952. Kristján stundaði nám
við Núpsskóla, 1934-1936, stundaði
í tvo vetur nám við Bændaskólann
á Hvanneyri og varð búfræðingur
þaðan 1941. Eftir að fjölskyldan
flutti til ísafjarðar lærði hann tré-
smíðar og öðlaðist meistararéttindi
árið 1956. Hann starfaði við húsa-
smíðar fyrst á ísafirði og síðar hér
fyrir sunnan, allt þar til hann hóf
störf hjá Alþýðubankanum síðla árs
1982 en þar starfaði hann uns hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir í
árslok 1988. Á ísasfirði lét Kristján
sig bæjarmál varða og var varafull-
trúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1954-
1958.
Eftirlifandi kona Kristjáns er
Þorgerður Ragnarsdóttir. Þau giftu
sig 10. maí 1953 og eiga að baki
tæp 40 gæfusöm ár nú þegar kom-
ið er að kveðjustund. Þorgerður og
Kristján bjuggu á ísafirði til 1960
og eignuðust þar börnin sín tvö,
Þórhall Jónas, f. 1954, og Björgu,
f. 1956. Þórhallur er bifvélavirki
og Björg læknir. Hún er búsett í
Svíþjóð og á tvo unga syni.
Fyrstu árin fyrir sunnan bjuggu
Gerða og Kristján í Reykjavík, en
árið 1962 fluttu þau í Kópavog þar
sem þau byggðu sér glæsilegt heim-
ili í Hlaðbrekku 18. Fyrir nokkmm
ámm byggðu Kristján og Þórhallur
sonur hans saman hús að Hlíðar-
hjalla 37. Eins og annað sem Krist-
ján frændi lagði hönd á er nýja
heimilið glæsilegur vitnisburður um
haga hönd, vandvirkni og alúð.
Þrátt fyrir að fljótlega eftir að ný-
bygging hófst yrði vart þess sjúk-
dóms sem nú hefur lagt frænda
minn að velli lét hann aldrei deigan
síga, upptekinn af því sem ein-
kenndi hann ávallt, að ljúka því
verki er hann hófst handa við. Síð-
sumars leit ég inn í Hlíðarhjalla og
var hann þá að leggja síðustu hönd
á framkvæmdir við lóðina. Kristján
frændi var fagurkeri og þau Gerða
sameinuðust um að búa bömum
sínum gott og fagurt heimili. Þang-
að var ávallt gott að koma og mót-
tökur glæsilegar.
Kristján var eini bróðirinn í
systrahópi og þeim afar kær. Þegar
árin liðu, systur hans urðu ekkjur
og heilsa þeirra fór að gefa sig,
varð hann þeim jafnframt mikil stoð
og stytta. Áð þeim frænkum mínum
er því eins og Gerðu og börnunum
mikill harmur kveðinn nú.
Leiðir okkar Kristjáns og Gerðu
lágu á vissan hátt saman á ný í
Kópavogi og þó við umgengumst
ekki mikið þykir mér vænt um
þennan tíma og að hafa átt með
þeim svo góð kynni.
Kristján frændi fékk ásamt Her-
bert Ámasyni og Brynjólfi systur-
syni sínum nýtt hlutverk þegar
hafist var handa við að endur-
byggja húsið á Sléttu. Öll sú fram-
kvæmd var unnin undir styrkri
stjóm hans eftir að eitt hinsta verk
Þórunnar ömmu var að mynda
hlutafélag afkomenda sinna um
Sléttu og tryggja endurbyggingu
hússins og aðild allrar fjölskyldunn-
ar að því. Við yngra fólkið í fjöl-
skyldunni uppgötvuðum nýja og
heillandi tilvem þegar farið var í
framkvæmda- og sumarferðir til
Sléttu. Þá var skrapað og málað
og barist endalausri baráttu við
mannhæðar háa hvönnina sem lagt
hefur undir sig horfín tún. Undir
leiðsögn hagleikssmiðsins var unnt
að leggja hönd á plóg við það verk
sem honum var svo kært — að
byggja upp æskuheimilið. Það var
líka gengið yfir á Hesteyri og yfir
í Aðalvík og í slíkum ferðum fann
maður í frásögnum og hvíslandi
vindblæ andrúmsloft þess sem var
forðum. í einni ferðinni kom hita-
bylgja yfir landið og við lékum okk-
ur á hvítri ströndinni í víkinni við
vitann og syntum í sjónum. Ég
minnist þess hve þetta var stór
upplifun og hvað okkur þótti merki-
legt þegar Kristján frændi sagði:
„Hér fæddist ég og ólst upp en aldr-
ei hélt ég að ég ætti eftir að upp-
lifa það að synda hér í sjónum.“
Ég trúi að hans verði oft minnst í
framtíðinni við dvöl á Sléttu.
Það er erfitt að finna rétt orð á
kveðjustund. Hann Kristján frændi
var einn af þessum máttarstólpum
í sínu umhverfí. Maður sem ekki
fór mikið fyrir en var svo fallegur
og glæsilegur á velli og hvers
manns hugljúfi, alltaf svo stutt í
geislandi brosið. Hann bar veikindi
sín vel og vann sín verk, bjó sem
best í haginn fyrir þá sem hann var
að yfirgefa. Þeirrar gerðar var
Kristján frændi minn.
Að leiðarlokum bið ég góðan guð
að styrkja Gerðu, Þórhall, Björgu
og frænkurnar mínar öldnu og flyt
þeim innilegar kveðjur fjölskyldu
minnar. Megi minningin lifa um
dreng góðan.
Rannveig Guðmundsdóttir.