Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 13
MOKGljNBLADID FÖSTUDAgIÍr 18. bESEMBEtí 1992 U Sögnr o g myndir úr Biblíunni _________Bækur______________ Pétur Pétursson Tine de Vries og Anna-Hermine Miiller Sögur og myndir úr Biblíunni Þýðandi Karl Sigurbjörnsson Skálholtsútgáfan 1992, 168 bls. Þó svo að Biblían sé sennilega til á hveiju heimili í landinu þá er langt því frá hægt að segja að hún sé Islendingum opin bók. Könnun Guðfræðistofnunar Háskóla ís- lands árið 1987 sýnir að aðeins 4% íslendinga lesa oftar í henni en einu sinnií mánuði. 58% segjast aldrei lesa hana. Ekki vantar þó áhuga fólks á sögum. Nú er svo komið að menn þurfa vart að vera mjög þekktir í þjóðfélaginu til þess að ekki hafi komið út um þá ævi- saga áður en þeir ná fimmtugs- aldri. Þetta segir þó sem betur fer ekki alla söguna um afstöðu Is- lendinga til bókanna. Áðurnefnd könnun sýnir að fólki er almennt mjög í mun að börn og unglingar komist í snertingu við kristna trú. Þó svo að margir geri sér ekki grein fyrir því eru sögur Biblíunn- ar samofnar menningu okkar og sjálfsmynd. Stef Biblíunnar eru samofin væntingum okkar og hug- myndum allt frá bernsku. Allir hafa innra með sér einhveija mynd af aðal sögupersónu Biblíunnar, Jesú Kristi, og fyrr eða síðar gera menn upp hug sinn um það hver hann var. En Biblían er ekki að öllu leyti aðgengileg bók fyrir börn og ungl- inga og reyndar er það svo að full- orðnir þurfa einnig á leiðbeiningum sérfróðra að halda til að skilja meiningu ýmissa frásagna hennar. Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, hefur sent frá sér bók sem ber heitið: Sögur og myndir úr Biblíunni. Áður hafði sama útgáfufélag gefið út Barnabiblíuna sem var mjög góð kynning á helstu sögum Biblíunnar fyrir börn og upplögð fyrir foreldra að lesa fyrir ung börn sín. Bókin sem hér um ræðir er fyr- ir eldri börn og unglinga og up- plögð sem framhald af Barnabiblí- unni. Letrið er smærra, lesmálið meira og myndirnar minni en um leið nákvæmari, sýna fleiri atriði sem vekja til umhugsunar. Það er hægt að skoða þessa bók sem myndbók eingöngu, en myndirnar munu þó að mínu mati vekja for- vitni lesanda um innihald textans. Á hverri síðu eru litmyndir, sums staðar þijár eða ijórar á sömu síð- unni, ásamt texta og margar hveij- ar hrein listaverk. Þetta eru biblíu- myndir en ekki í hefðbundnum stíl. Þær eru vel til þess fallnar að grípa hugi unglinga sem vanir eru sterk- um myndamiðlum. Mér fannst myndirnar og smáar og fékk mér 13 ára aðstoðarmann við athugun á bókinni. Hann sat með bókina dágóða stund og kvað upp úr með það að myndirnar væru flottar. Sögurnar af Jesú og dæmisögur hans þurfa að vísu engin hjálpar- meðul til að komast til skila — fáir hafa betur en Jesús sjálfur kunnað að koma boðskap sínum á framfæri með því að segja sögu og þennan hæfileika höfðu guð- spjallamennimir einnig í vissum mæli. Það sama er ekki alltaf hægt að segja um Gamla testa- mentið. í þessri bók fær einfaldleiki frá- sagnanna að njóta sín um leið og heimur þeirra og samhengi er gerður aðgengilegur. Samhengið í sögu ísraels og fagnaðarerindis kirkjunnar er dregið fram á að- gengilegan hátt. Fremst í bókinni er listi yfir þá ritningarstaði sem kaflarnir byggja á. Þessi bók er kjörin til þess að opna lesendum leið að Biblíunni sjálfri. Frágangur allur er til fyrirmyndar og þýðing- in einkar lipur. DÝRALÆKNIR SEGIR FRA Bókmenntir Sigurjón Björnsson Ásgeir Guðmundsson: Eyrnatog og steinbítstak Æviminningar Guðbrands Hlíðar dýralæknis Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík 1992, 246 bls. I formálsorðum Páls A. Pálsson- ar yfirdýralæknis segir að Guð- brandur Hlíðar sé fyrsti íslenski dýralæknirinn sem skrái endur- minningar sínar. Er því ekki að ófyrirsynju að sú stétt bætist í hópinn á þessari miklu öld ævi- minninga. Guðbrandur stundaði að vísu ekki eiginlegar dýralækningar nema innan við áratug, því að á besta aldri veiktist hann svo illa (Akureyrarveikin svonefnda) að hann gat naumast stundað svo erfitt starf eftir það. En hins vegar var Guðbrandur alinn upp á dýra- læknisheimili, því að faðir hans var Sigurður E. Hlíðar dýralæknir og langafi hans í móðurætt var Teitur Finnbogason, fyrsti lærði dýra- læknir íslands. Vitneskja Guð- brands um dýralæknisstörf spanna _því yfir mun lengri tíma en starfs- ár hans sjálfs. Saga Guðbrands Hlíðar er sögð á einkar látlausan hátt og blátt I Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Betur vitar, þjóðfræði - sagnir - tíma- tal- annáll eftir Gísla Hall- grímsson á Hallfreðarstöð- um. Bókin inniheldur m.a. frá- sagnir af árferði og ýmsum atburðum á Út- og Norður Héraði, slysum og mannsköð- um í Tunguhreppi á þessari öld og úrdrátt úr dagbókum Björns Kristjánssonar frá Grófarseli. Ennfremur er í bókinni kafli um minnisverða menn, fróðleik- ur um tímatal okkar og upp- runa þess, öfugmælavísur o.fl. Höfundur gefur sjálfur út bókina. Umbrot og prentun- annaðist Prentverk Austur- lands hf. og bókband Prent- smiðjan Oddi. Bókin er 142 blaðsíður og kostar 1.800 krón- ur. áfram án skrauts og tilgerðar. í upphafi er greint frá ætterni, skyldmennum og uppvexti á Akur- eyri. Hefur höfundur margt skemmtilegt að segja frá æsku- árum sínum á Akureyri. Síðan kemur dýralækninganám í Kaup- mannahöfn, starfsárin á Akureyri, síðar rannsóknarstofustarf í Sví- þjóð, stutt dvöl sem dýralæknir í Skagafirði og loks forstaða rann- sóknarstofu íReykjavík. Á stríðsárunum í Kaupmanna- höfn lenti Guðbrandur í „klóm þýsku leyniþjónustunnar“. Hafði það „örlagarík áhrif á ævi hans“, eins og segir á bókarkápu og miklu gerr er greint frá milli spjalda. Það var svo sannarlega dapurleg saga. Þessum lesanda þykir sem íslensk yfirvöld hafi stundum tekið mildari höndum á því sem saknæmara var. Veikindi komu svo ekki löngu síðar og alvarleg áföll urðu í fjöl- skyldu hans. Lýsir það vissulega miklum þrótti og góðri gerð sögu- manns hversu vel honum virðist hafa tekist að vinna úr þessu mót- læti. Áhugaverðustu og eftirminni- legustu ævisögurnar eru kannski ekki þær þar sem lífið hefur allt verið ein óslitin sigurganga á beinni braut, fremur hinar þar sem leiðin hefur á stundum verið grýtt og torsótt en ferðamaður samt sem áður komist heill og óskaddaður á leiðarenda og e.t.v. meiri maður fyrir vikið. Saga Guðbrands er ein þessara sagna. Hún telst varla mikið bókmenntaverk, en engu að síður hið snyrtilegasta verk í öllu tilliti og athyglisvert skilríki um langan og veðrasaman æviferil. ISÍ ANDSKH1RIM4 RKEF • ISIÁNIUSCIII liKli t \l \RKI N TtMBIvtS-POSri- ISLANDAIS Brennipenni ervelvalinjólagjöf Handhægt tæki til skreytinga og merkinga. Fyrir hestamenn og annað hagleiksfólk, unga sem eldri. Brennipenni er tæki, sem kemur sér vel að eiga á hverju heimili. Habo heildverslun, Bjarni Ólafsson. VEUIÐ ÞAÐ BESTA VEUIÐl «Ö Ifö HREINLÆTISTÆKI - SÆNSK GÆÐAVARA ■ FAST I BYGGINGAVORU- VERSLUNUM UM LAND ALLT. ffllleg, óvenjuleg (ð ódýr ióUgiöf Arsmappa Pósts og síma með fnmerkjum ársins 1992 er falleg, ódýr og óvenjuleg jólagjöf. Hún er vel til þess fallin að vekja áhuga á frímerkjasöfnun hjá ungu kynslóðinni. Stingdu ársmöppunni í jólapakkann. Hún kostar aðeins 960 kiónur og fæst á póst- og símstöðvum um allt land. FRIMERKJASALAN Pósthólf 8445, 128 Reykjavík, Sfmi 63 60 51 PÓSTUR OG SÍMI Qott fótkÆlA 5500 - 414
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.