Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992
...aUtaftílað
O-tryggja ílt''iimu
FAX- - SÍMA-
DEILIR
Nú er ekkert vandamál aó vera með fax og síma
eóa síma og tölvumótald á einni símalínu, því deilir
leysir málið. Hann skynjar úr hvernig tæki hringingin
kemur og sendir hana í rétt viðtökutæki, það er
síma/símsvara eða myndsendi/tölvuna.
Þetta er einföld og ódýr lausn.
Deilir fæst hjá:
Öryggi, Húsavík.
EST, Akureyri.
Radiónausti, Akureyri.
ACO, Reykjavik.
Heimilislðekjum hff., Reykjavik.
G.K. Vilhjálmssyni, Smyrlahrauni 60, 220 Hafnarfirói.
Simi/fax 91-651297.
ÓT TÖLVUÞJÓNUSTA, Akureyrf.
Jlarry L.ca
Læröu uö njótá bælnalifsins
Uppgötvaðu yfirnáttúrulegan kraft bænarinnar
í spennandi og skemmtilegri bók.
Fæst s öilum bókaverslunum landsins.
Háteigskirkja
Aðventu-
söngvar við
kertaljós
Á FJÓRÐA sunnudegi í að-
ventu, kirkjudegi Háteigs-
kirkju, verða aðventusöngvar
við kertaljós kl. 21. Þar verður
flutt fjölbreytt kirkjutónlist,
ræðumaður er dr. Hjalti Huga-
son prófessor og kirkjugestir
taka undir almennan söng.
Kirkjudagurinn hefst með les-
messu kl. 10. Bama- og fjölskyldu-
guðsþjónusta verður kl. 11 þar
sem barnakór kirkjunnar syngur
undir stjóm Ásrúnar Kondrúp.
í hátíðarmessu kl. 14 flytja kór
og kammersveit Háteigskirkju
Þýska messu eftir Franz Schubert
undir stjóm organistans dr. Ort-
hulfs Pranners. í upphafi messun-
ar mun Kvenfélag Háteigssóknar
afhenda söfnuðinum mósaíkverkið
Maríu, móður Guðs, sem prýða
mun vegg fyrir ofan altari kapellu
kirkjunnar.
Kl. 20.30 hefst orgelleikur sem
stendur þar til aðventusöngvarnir
byrja. Þar verða fluttir Jólakonsert
eftir A. Torrelli, Konsert fyrir tvær
fíðlur og hljómsveit og Branden-
burgarkonsert nr. 5 eftir J.S.
Bach, sungnar aríur eftir W.A.
Mozart og Bach. Einsöngvarar era
Ellen Freydís Martin og Jóhanna
V. Þórhallsdóttir, einleikarar Guð-
rún Birgisdóttir, Lin Wei og Sean
Bradley. Kirkjukórinn syngur að-
ventu- og jólalög og kammersveit
Háteigskirkju leikur. Stjórnandi
er Orthulf Prunner.
(Fréttatilkynning)
-----» ♦ ♦
Aðventu-
kvöld í Mar-
íukirkju
AÐVENTUKVÖLD verður hald-
ið í Maríukirkju, Breiðholti,
sunnudaginn 20. desember og
hefst kl. 20.
Á dagskrá era prédikun, sálma-
söngur og lestur ritningartexta.
Þá fer fram útstilling altarissakra-
mentisins en hún felst í því að
helgað brauð (líkami Krists) er
látið í sýniker (monstrans) sem er
svo komið fyrir á altarinu og sýnd
lotning með bænum og tilbeiðslu.
Að lokum er kirkjugestum veitt
blessun með altarissakramentinu.
Allir velkomnir.
(Fréttatilkynning)
ÁL RIMLATJÖLD
Stærðircm Verð kr.
40x160 1.115,-
50x160 1.395,-
60x160 1.675,-
70x160 1.955,-
80x160 2.230,-
Stærðir cm Verð kr.
90x160 2.510,-
100x160 2.790,-
110x160 3.070,-
120x160 3.350,-
130x160 3.625,-
Stærðircm Verðkr.
140x160 3.905,-
150x160 4.185,-
160x160 4.460,-
170x160 4.740,-
180x160 5.020,-
Einfalt að sníða gluggatjöldin fyrir gluggann þinn.
Eigum einnig ál rimlatjöld í síddínni 220 cm.
Eigum einnig plast rimlatjöld í ýmsum litum.
V
Z-brautir og gluggatjöld hf.,
Faxafeni 14, Nútíð, 108 Reykjavík.
Símar 813070 og 812340. Fax 814135.
J
Morgunblaðið/Kristinn
Á meðfylgjandi mynd eru Ingibjörg Magnúsdóttir og Sigrún G. Jóns-
dóttir að afhenda nefndarkonum ávísunina, en nefndarkonurnar eru
Guðlaug K. Runólfsdóttir, Unnur Jónasdóttir, formaður, og Bryndís
Guðmundsdóttir.
Starfsfólk Plastprents
gaf Mæðrastyrksnefnd
Mæðrastyrksnefnd Reykjavík-
ur var stofnuð 1928 í beinu fram-
haldi af miklu sjóslysi sem þá
varð. Síðan hefur Mæðrastyrks-
nefnd veitt þúsundum fjöl-
skyldna hjálp fyrir jólin.
Nú hafa mjög margar umsóknir
borizt og veitir að sögn kvennanna
í nefndinni ekki af fjárstyrk. í gær
komu fulltrúar starfsmanna Plast-
prents hf. að máli við nefndina og
afhentu Mæðrastyrksnefnd fjárhæð
frá starfsfólki fyrirtækisins. Hefur
Mæðrastyrksnefnd óskað eftir að
bomar séu fram þakkir fyrir vel
þegna aðstoð, en póstgíró nefndar-
innar er 36600-5.
Hljómsveitin Nýdönsk með gullplöturnar.
Nýdönsk fær gullplötu
HUÓMSVEITIN Nýdönsk, sem
sendi frá sér geislaplötuna
Himnasendingu í nóvember, náði
þeim merka áfanga sl. fimmtu-
dag að selja yfir fimm þúsund
eintök af plötunni.
Af því tilefni fær hljómsveitin
afhenta gullplötu. Formleg afhend-
ing fer fram föstudaginn 18. desem-
ber fyrir utan Skífubúðina í Kringl-
unni kl. 18.
Það verða engir aðrir en Tommi
og Jenni sem afhenda gullið en
þeir koma til íslands í dag, föstu-
dag, í tilefni af frumsýningu á
myndinni Tommi og Jenni mála
bæinn rauðan. Myndin er með ís-
lenskri talsetningu og verður frum-
sýnd í Regnboganum annan í jólum.
Hljómsveitina Nýdönsk skipa
Daníel Ágúst Haraldsson, Stefán
Hjörleifsson, Björn Jr. Friðbjörns-
son, Jón Ólafsson og Ólafur Hólm.
Bára milli tveggja kempna úr Vík í Mýrdal,
Víkurkirkja
Gafu í orgelsjóð
BÁRA Siguijónsdóttir, kaup-
kona, og Ingólfur Margeirsson,
rithöfundur, hófu áritanir á bók
sfna H(já Báru I Kaupfélagi Ár-
nesinga í Vík i Mýrdal.
Fyrri eiginmaður Bára, Kjartan
Siguijónsson söngvari, var fæddur
og uppalinn í Vík, sonur Siguijóns
Kjartanssonar, kaupfélagsstjóra í
Vík, og konu hans Höllu Guðjóns-
dóttur. Kjartan lést árið 1945 í
London aðeins 26 ára að aldri. Gröf
hans er í kirkjugarðinum í Vík.
Allur ágóði af sölu bókarinnar
við áritunina rann til orgelsjóðs
Víkurkirkju.