Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBBR 1992 V atnsútflutningsfyrirtækið Þórsbrunnur Vífilfell og Hag- kaup vilja kaupa Vatnsveituna út VÍFILFELL og Hagkaup hafa sameiginlega gert tilboð í hlut Vatnsveitunnar í Reykjavík í fyr- irtækinu Þórsbrunni sem flytur út vatn. Vatnsveitan á 20% hluta- bréfa og hvort hinna fyrirtækj- anna 40%. Nafnverð bréfa Vatnsveitunnar er 9,2 milljónir króna og hefur hún frest til loka janúar til að svara tilboðinu. Jólaupjtá- komur í míðbænum LAUGARDAGINN 19. desember verða verslanir við Laugarveg og Banka- stræti opnar frá kl. 10 til 22. Þá verður einnig opið á sunnudeginum frá klukkan 13 til 17. Ýmsar uppákomur verða á þessum tíma við- skiptavinum verslana til dægrastyttingar á meðan þeir kaupa inn til jólanna. Á tímabilinu frá klukkan 13 til 18 á laugardag verða jóia- sveinar með glens og gaman í hestakerru sinni og halda áfram að gefa börnum gjafir. Klukkan 14 leikur Lúðrasveitin Svanur létt lög og á sama tíma leikur einnig Lúðrasveit Verkalýðsins jólalög. Þá mun Lögreglukórinn syngja jólalög klukkan 15.30. Starfsfólk Lanbdsbankans á Laugavegi 77 og í Banka- stræti mun bjóða upp á heitt kakó og -smákökur og 300 jóla- pakka og Landsbankakórinn syngur við útibúin. Klukkan 20 mun 7 manna blásturssveit fara um svæðið í jólaskapi. Þá verður veitt heitt jólaglögg tii styrktar „Börnunum heim“ á nokkrum stöðum á Laugaveg- inum og loks verða tilkynnt úrslit í gluggaskreytinga- keppninni, en dreginn verður út vinningshafi í beinni útsend- ingu á Bylgjunni. Klukkan 14 á sunnudegin- um koma jólasveinarnir og skemmta vegfarendum og Lúðrasveitin Svanur leikur jólalög. Tilboðið í bréf Vatnsveitunnar. nemur samkvæmt heimildum blaðsins framreiknuðu raunvirði þeirra. Ástæða þess að Hagkaup og Vífilfell vilja kaupa Vatns- veituna út er að sögn Páls Kr. Pálssonar framkvæmdastjóra Vífil- fells sú að fyrirtækin tvö hafi á árinu lagt umtalsverða íjármuni í kaup tækja og endurhönnun um- búða. Að auki beri Vífilfell hitann og þungann af vatnsframleiðslunni í Coca-Cola verksmiðjunni. Dröfn Þórisdóttir rekstrarstjóri Þórsbrunnar segir menn jafnframt vilja forðast neikvæða ímynd fyrir- tækjanna, en mikið fjölmiðlafár þegar Vatnsveitan jók hlutafé sitt á síðasta ári hafi ekki komið þeim vel. Páll segir sína skoðun að ekki sé eðlilegt að opinber aðili eins Vatnsveitan eigi hlut í svona fyrir- tæki. Verið er að ljúka við endurhönn- un vörumerkis og umbúða vatnsins sem Þórsbrunnur flytur út undir heitinu Thorspring. Páll segir að gera megi ráð fyrir að nokkurn tíma taki að koma svona útflutn- ingi á skrið, hann telji ijögur ár eðlilegt tímabil en tvö ár séu síðan Þórsbrunnur tók til starfa. Þótt um helmingi minna hafi verið flutt út á árinu en gert var ráð fyrir, hafi orðið heilmikil aukning frá 1991. Vatnið fer á Bandaríkjamarkað, aðallega til Massachusetts og 111- inois, en Dröfn segir ætlunina að flytja til fleiri svæða í Bandaríkjun- um á næsta ári. í fyrra voru flutt- ir út 400 þúsund lítrar af Thorspr- ing-vatni, en á þessu ári hafa millj- ón lítrar farið úr landi og verið seldir í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um útflutning á vatni án kolsýru frá ársbyijun fram í október hefur Þórsbrunnur forystu með 730 þús- und lítra, Sól hf. rúmlega 276 þús- und lítra og Akva á Akureyri 180 þúsund lítra. Það fyrirtæki flytur þó aðallega kolsýrt vatn til útlanda. Fyrsti kjarasamningur röngentækna Á þjóðarsáttamótum - segir Guðrún Friðriksdóttir formaður RÖNGENTÆKNAR hafa gert fyrsta kjarasamninginn sem fé- lag þeirra gerir en aðeins er Ný spá OECD Island næst- neðst á lista yfir hagvöxt SPÁÐ er minni hagvexti næstu tvö ár á íslandi og í Svíþjóð en nokkru öðru aðildarríki OECD, Efnahags- samvinnu- og þróunarstofnunar- innar. Stofnunin telur að þjóðartekjur á íslandi dragist saman um 0,9% á næsta ári, en vaxi um 1% árið 1994. Sambærilegar tölur fyrir Svíþjóð eru 1,3% samdráttur á næsta ári og 1,4% aukning 1994. Á þessu ári er talið að þjóðartekjur hér á landi dragist saman um 2,8%. rúmt ár síðan stéttarfélagi þeirra var komið á laggirnar. Guðrún Friðriksdóttir formað- ur Röngentæknafélagsins segir að samningurinn sé á þjóðar- sáttarnótum, það er 1,7% launa- hækkun og 8.000 króna orlofs- uppbót í desember. Samningurinn var undirritaður í fyrrakvöld með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Ætlunin var að röngentæknar staðfestu samninginn í atkvæðagreiðslu í gærkvöldi en ekki tókst að ganga frá málinu þá. Guðrún Friðriksdóttir segir að auk tveggja fyrrgreindra atriða hafi röngentæknar fengið ýmsar leiðréttingar inn í samning þenn- an, þá helsta að vinnutími þeirra skuli vera 37,5 stundir á viku. Þetta var mikið baráttumál hjá röngegntæknum s.l. haust og er nú komið inn í kjarasamninginn. Samningurinn mun gilda frá 1. nóvember og fram til 28. febrúar á næsta ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Farþegar á leið til ísafjarðar stíga um borð í Flugleiðavél á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Hættuástandi aflýst FÆRÐ á þjóðvegum er óðum að komast í betra horf, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkis- ins. I dag verða allar helstu leið- ir opnaðar, ef veður leyfir. I gær var fært með allri suður- ströndinni en sums staðar þung- fært í uppsveitum Árnessýslu. Ágæt færð var um Austfírði þrátt fyrir skafrenning á heiðum. Fært var um Hvalfjörð, Snæfellsnes og Búðardal í Reykhólasveit. Á sunn- anverðum Vestfjörðum var fært frá Bijánslæk allt að Bíldudal, og að norðanverðu var opið allt frá Þing- eyri til Súgandafjarðar. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar á ísafirði var búist við að tækist að opna leiðina frá Isafirði til Hólma- víkur og suðurúr í gær, en Breiða- dals- og Botnsheiði voru ófærar. Á fundi almannavarnarnefndar ísa- ijarðar í gær var hættuástandi vegna snjóflóða aflýst, og fólki leyft að fljdja aftur til síns heima. Á Veðurstofu fengust þær upp- lýsingar að ekki yrði séð að annað áhlaup væri í uppsiglingu, en spáð var norðaustan kalda eða stinning- skalda með éljum. Rúta í sex daga í Reykhólasveit Rúta frá Vesturleið var væntan- leg til Reykjavíkur úr Reykhóla- sveit, þar sem hún hafði verið veð- urteppt í sex daga. I fyrradag þurfti fólk á leið til Hólmavíkur að gista á bæ í Bitrufirði, en halda var áfram til Hólamvíkur í gær. Sömuleiðis þurfti fólk, sem fór með Norðurleiðarútunni til Akureyrar í fyrradag, að gista í Húnaveri í fyrrinótt, en komust á áfangastað í gær. Von var á rútum frá Varmahlíð og Akureyri í bæinn í gær. Ferðir um Snæfellsnesið ganga orðið ágætlega, svo og flestar aðrar leið- ir, samkvæmt upplýsingum frá Bif- reiðastöð íslands. Þar var umferð óðum að komast í fastar skorður. Ekki flogið á Neskaupstað Flugleiðir áformuðu að fljúga á alla ákvörðunarstaði sína í gær, nema hvað ein flugvél á leið til Akureyrar varð að snúa við í gær- morgun. Miklar tafir urðu á flugi. Tvær vélar urðu innlyksa á Akur- eyri í fyrradag, og varð það þess valdandi að brösulega gekk fyrri hluta gærdagsins. Þó var reiknað með að jafnvægi væri komið um eftirmiðdaginn. íslandsflug fór tvær ferðir til Flateyrar og Bíldudals í gær, og eina til Hólmavíkur. Var það í fyrsta sinn síðan á laugardag sem fært var á þessa staði. Þá var áformuð ferð á Rif í gær, en ófært á Neskaupstað, og þar biðu utn 20 farþegar flutnings. Viðgerð á Mjólkaárlínu hafin Viðgerðarmenn frá Orkubúi Vestfjarða unnu í gær við viðgerð á Mjólkárlínu. Snjóflóð braut stæðu á línunni innan við Gemlufall í Dýrafirði og rauf samband við norðanverða Vestfirði í fyrradag, svo framleiða þurfti rafmagn með díselvélum. Búist var við að viðgerð lyki í dag. í gær var lokið viðgerð- um á bæjarlínum í Reykhólasveit, samkvæmt upplýsingum frá Orku- búinu. Bráðabirgðasæstrengur til Súðavíkur var kominn í lag í gær, en símasambandslaust varð að mestu við Súðavík þegar sæstreng- urinn slitnaði á þriðjudag. Þá var og lokið við bráðabirgðaviðgerð á millibylgjuloftnetum á Þverfjalli. Bækur; KRYDDLEGIN HJÖRTU funheit skáldsaga um ástir og mat ÍSAFOLD hefur gefið út skáld- sögona KRYDDLEGIN HJÖRTU eftir mexíkönsku skáldkonuna Lauru Esquivel. Laura Esquivel fæddist í Mexico City árið 1950. Hún hefur áður skrifað kvikmynda- handrit og árið 1985 fékk hún heiðursverðlaun mexíkönsku kvikmyndaakademíunnar. KRYDDLEGIN HJÖRTU er fyrsta skáldsaga hennar. KRYDDLEGIN HJÖRTU er meistaralega skrifuð ástar- og örlagasaga, sem gerist í Mexico á tímabilinu 1910-1930. Sagan segir frá Titu, sem er yngst þriggja systra, og hefur fengið það hlutverk að hugsa um full- orðna móður sína, hina freku ekkju mömmu Elenu, sem stjórnar heimilishaldinu með harðri hendi. Þar með er Titu meinað að gift- ast eða njóta ásta á annan hátt. Pedro, sem hafði hugsað sér að giftast Titu, bregður á það ráð að giftast systur Titu, Rosauru, til þess eins að vera nálægt sinni heittelskuðu Titu. KRYDDLEGIN HJÖRTU, nýstárleg ástar- og örlagasaga með mataruppskriftum. Tita deyr heldur ekki ráðalaus, en fær útrás fyrir ástríður sínar við matartilbúning. Það hefur undarleg áhrif á heimilisfólkið: Auglýsing frá Systirin Gertrudis logar af ástríð- ur, systirin Rosaura blæs út eða skreppur saman eftir því hver réttur dagsins er og mágurinn Pedro fær ríkulega næringu fyrir þá ást, sem hann ber tii Titu. Þessi óvenjulega blanda af ástum og eldamennsku skapar mjög skondin atvik og reyndar er sagan í heild sinni afskaplega frumleg og um leið meinfyndin. Bókin er byggð upp sem mánað- arleg framhaldssaga og hefst hver kafli á mataruppskrift og leiðbein- ingum um hvernig viðkomandi réttur skuli matreiddur. Þetta er eðlilegt, því þungamiðja sögunnar er eldhúsið og allir atburðir eiga rætur sínar að rekja þangað. Þar sannast máltækið, sem segir að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann. KRYDDLEGIN HJÖRTU hefur hlotið mikið lof um allan heim og er víða metsölubók. Þess má geta að í Danmörku, en þar kom bókin út fyrir hálfu öðru ári, er bókin meðal mest seldu bóka í þessum mánuði. Allar jólabœkurnar ■ OPIÐ TIL Gjafavörur - Jólavörur | | KL' 22 Smáhlutir í skóinn AUSTURSTRÆTI S. 14527 ÖLL KVÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.