Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 STÓRLÆKKAÐ VERÐ Á TÖLVUBORÐUM íslensk gæðahúsgögn með5áraábyrgð. Margar gerðir af tölvuborðum. Verðfrá 9.960,- kr.stgr. Skrifborðsstólar í miklu úrvali. Verðfrá 7.800,- kr.stgr. BÍRÓ SKRIFBORÐSSTÓLL VERÐ 13.000,- kr. stgr. Smiðjuvegi 2 - Sími 672U0 Vönduð knattspymuárbók Teg: 3426 Verð kr. 7.790,- Teg: 3447 Verð kr. 6.990,- Sportval Kringlunni, sími 689520. puinn^ GORE-TEX GÖMGUSKÓR Bækur Teg: 3424 Verð kr. 8.490,- TB-10TÖLVUBORÐ VERÐ 9.960,- kr.stgr. MEÐHUÐARPLÖTU VERÐ 11.960,- kr. tveggja leikmanna sem vöktu hvað mesta athygli á keppnistímabilinu, tvíburabræðranna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona. Víðir Sigurðsson fjallar sérstak- lega um alla leiki í 1. og 2. deild en fer fljótar yfir sögu þegar hann- tekur 3. og 4. deild fyrir. Þó er þar getið um úrslit allra leikja. í umfjöll- un sinni bendir Víðir á þörf þess að breyta keppnisfyrirkomulaginu í 4. deild þar sem ágæt lið geta hrein- lega orðið afskipt og eiga ekki mögu- leika á að vinna sig upp um deild. Einhvern veginn er það svo að keppni í neðri deildunum virðist allt- af skipta frekar litlu máli. Því má þó ekki gleyma að auðvitað hefur knattspyrnan ekki síður félagslegt og uppeldislegt gildi í litlum sveitar- félögum úti á landi en annars stað- ar. Kvennaknattspyrnunni, sem tví- mælalaust er í töluverðri sókn, eru gerð góð skil í bókinni og einnig er fjallað ítarlega um bikarkeppni karla og kvenna. Þá er sagt frá keppni yngri flokkanna. Ég hef áður sagt í hugleiðingum um fyrri bækur víðis að fyrirferðarmeiri og enn er ég sama sinnis. Ef DV er undanskilið gefa fjölmiðlar íþróttum ungmenn- anna fremur lítinn gaum. Ekki þarf þó að fara mörgum orðum um hversu hvetjandi það er fyrir unglinga þeg- ar þeim er sýnd athygli og fjallað erum það sem þeir eru að gera. Knattspymulandsleikir fá sitt rými í bókinni. Þáttur karlalandsliðs- ins var heldur dapurlegur. Aðeins einn meiri háttar sigur vannst, gegn Ungvetjum í Búdapest. Því miður virðast íslenska knattspyrnulandsl- iðið frekar vera á niðurleið en upp- leið. Hins vegar unnu yngri landsiið- Víðir Sigurðsson in ágæt og eftirtektarverð afrek. I bókarlok er síðan fjallað um gengi íslenskra atvinnumanna erlendis sem var heldur dapurlegt þegar á heildina er litið. Árbók Víðis Sigurðssonar er skipulega og vel fram sett og fjöldi mynda eykur gildi hennar. Ljóst er að bókarhöfundur hefur lagt mikla vinnu í verk sitt og gerir sér grein fyrir því að bækur hans eru ekki bara hilluprýði heldur rit sem tekin eru fram aftur og aftur. Eftir því sem ég best veit hafa verið og eru ótrúlega fáar villur í þessum bókum og má það teljast afreksverk þegar tekið er tillit til þess aragrúa talna og nafna sem þar er að finna. Hraðferð að flótta Steinar J. Lúðvíksson íslensk knattspyrna 1992. Höfundur: Víðir Sigurðsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Skjald- borg. Reykjavík 1992. Árbók Víðis Sigurðssonar um ís- lenska knattspyrnu er komin í fastar skorður enda varla við öðru að bú- ast. Nýútkomin bók, er fjallar um knattspyrnuna árið 1992, er tólfta bókin í þessum bókaflokki. Sú fyrsta kom út árið 1981 og síðan hefur knattspyrnuárbókin jafnan verið ár- legur viðurður á bókamarkaðinum. Fyrir alla knattspyrnuunnendur er árbókin kærkomin, ekki bara til þess að lesa heldur til þess að fletta, skoða, og geyma sem heimild til seinni tíma. I íþróttunum skipast veður oft fljótt í lofti. Þeir, sem eru stjörnur dagsins í dag, eru kannski meira eða minna gleymdir að áratug liðnum. Það sést best þegar árbækur fyrri ára eru skoðaðar, að ekki sé talað um það sem gerðist fyrir tutt- ugu árum en í lokakafla árbókarinn- ar nú er haldið áfram að rifja upp eldri sögu og íjallað um árin 1972 og 1973. í ítarlegum formála sínum að bókinni bendir Víðir Sigurðsson á nokkrar staðreyndir sem óneitanlega ættu að verða mörgum unnendum íþróttarinnar ærið umhugsunarefni og sem í raun er orðin mjög brýn þörf á umræðu um. Það er fjárhags- staða knattspyrnufélaganna. Víðir segir að talið sé að heildarskuldir þeirra félaga, sem eiga lið í 1. deild, haf: verið um 100 milljónir króna þegar síðasta keppnistímabili lauk. „Á því sést best hve hátt hefur ver- ið skotið yfir markið í rekstrinum," segir hann og undir þau orð er hægt að taka. Má ljóst vera, ef þessi tala er rétt — og ekki er ástæða til þess að rengja bókarhöfund — að félags- leg staða hreyfingarinnar hlýtur að vera orðin mjög veik. Hvaða menn fást til þess að sinna hinni félagslegu hlið ef það fylgir að taka að sér svo ógnvænlega skuldasúpu og vera jafnvei persónulega ábyrgur fyrir henni eða hluta hennar? Árið 1992 var ár Akurnesinga í íslensku knattspyrnunni. Þeir komu upp úr 2. deild í fyrra og skutu sér rakleiðis á toppinn og urðu íslands- meistarar í sumar. Margir halda því fram að Akurnesingar hafi sýnt knattspyrnu eins og hún getur best orðið á íslandi. í bók Víðis eru við- töl við Luka Kostic, fyrirliða Skaga- manna, svo og við markakónginn Arnar Guðlaugsson. Þar kemur vel fram hversu gífurlega mikil vinna lá að baki titlinum hjá Skagamönn- um og ekki síður metnaður. Knatt- spyrnan á sér djúpar rætur á Akra- nesi og þótt liðið hafi öðru hveiju lent í öldudal hefur það jafnan rifið sig upp aftur. Spennandi verður að sjá hvað gerist næsta sumar þegar Akurnesingar verða án þeirra Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Óttinn læðist. Höfundur: Gunn- hildur Hrólfsdóttir Útgefandi: ísafold. Sagan segir frá Elínu, tíu ára, sem flytur með foreldrum sínum til Vest- mannaeyja. Þau eru að flytja frá Reyðarfirði og Elín er bæði kvíðin og full eftirvæntingar. Hún veit ekki hvað bíður hennar. Faðir hennar hefur farið á undan til að finna vinnu og húsnæði og fljótlega eftir að þær mæðgur koma til Eyja flytur fjöl- skyldan inn í gamalt hús, sem virð- ist standa dálítið utan alfaraleiðar. Elín finnur strax til ónota í húsinu og hún er altekin ótta þegar hún lítur út um gluggann og sér eldfjall- ið — sem er að sjálfsögðu löngu útbrunnið. Elín fer í skólann. Þar eru hrekkjusvín, en hún lærir smám saman að taka á móti. Elín fer í sund, þar sem hún er næstum drukknuð. Elín kynnist stelpum, sem stundum eru vinkonur hennar og stundum ekki, eins og gerist og gengur. Elín eignast litla systur, pabbi hennar er stundum fullur og þá verður mamma hennar reið. Elín og pabbi hennar hafa vondar draumfarir, enda kemur í ljós í lokin að það er reimt í húsinu þeirra og eldflallið fer að gjósa og allir flýja til lands. Ég verð að segja eins og er að mér fínnst þessi bók ákaflega illa skrifuð; söguþráðurinn óáhugaverð- ur, samskipti persónanna ópersónu- leg enda er persónusköpun lítil. Þótt strax sé gefið í skyn að draugur sé í húsinu og sú hugmynd sé annar rauði þráðurinn í sögunni tekst Gunnhildi aldrei að skapa neina spennu. Fólk kemur og fer í þessari bók, án þess að samskiptum Elínar við það sé lýst af neinu viti; til dæm- is Karen, sem Elín hittir á skipinu á leið frá Reyðarfirði til Vestmanna- eyja. Þær verða vinkonur á skipinu, svo bara dettur Karen út úr bók- inni. Hún heldur ekki einu sinni áfram að vera til í huga Elínar. Það eru allir einhvem veginn svo sam- bandslausir við alla í sögunni. Elín lendir ekki í neinum ævintýrum. Það getur vel verið að það eigi að vera Gunnhildur Hrólfsdóttir eitthvert ævintýri þegar hún fer með frændsystkinum sínum að kíkja á gluggann hjá þremur skrýtnum bræðrum sem búa í plássinu, en það er svo innantóm myndlýsing á því atriði að bræðurnir, sem verða ösku- vondir, verða aldrei ógnandi. Vanga- veltur Elínar um að hún sé ekki barn foreldra sinna (vegna þess að þau hafi aldrei kíkt á glugga) em ekki atriði sem gera eitthvað fyrir söguna. Frásögnin er hröð — of hröð. Það er farið á fleygiferð frá einum óáhugaverðum atburði yfir í annan, þar til allt í einu í blálokin að fjallið gýs og fjölskyldan flýr; Út úr hús- inu, niður á bryggju, út í bát og burtu — einn, tveir og TÍU! Líðan persónanna er ekkert lýst, ekki einu sinni Elínar — bara hvað hún hugsar. Henni virðist ekki finnast neitt um það sem er að ger- ast og þótt sagt sé að hún sé hrædd, er það alltaf fremur ótrúverðugt. Skelfing grípur hana öðm hveiju, en svo fer hún bara í sund, eða út í búð að kaupa ber, eða í heimsókn til frænku sinnar. Þegar foreldramir koma eitthvað við sögu er það vegna þess að pabbi Elínar hefur dottið í það og mamma hennar er reið. Fátt annað er víst um það góða fólk að segja. Aðdragandinn að spennuaugna- blikinu nær yfir alla bókina og end- irinn er svo snubbóttur að lesandinn er skilinn eftir með spurningar á borð við: Hvað gerðist eiginlega?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.