Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 Af krötum og vanda íslensku þjóðarinnar eftir Hjálmtý R. Baldursson Að undanfömu hefur gætt mikill- ar upplausnar í pólitíkinni á ís- landi. Hver höndin hefur verið upp á móti annarri og allir reynt að veija sína hagsmuni og enginn viljað fóma neinu. Frammámenn í sjávar- útvegi hafa grátbeðið stjómvöld um að fella gengið, iðnaðurinn stendur á brauðfótum og menn þar á bæ standa á hverju götuhomi og hrópa „Veljið íslenskt!" Og bændur em í sjokki yfir niðurfeilingum nið- urgreiðslnanna á landbúnaðarvör- um og bera sig aumlega. En það em hins vegar ekki allir í sömu aðstöðu og framannefndar atvinnu- greinar. Til er stjómmálaflokkur á Islandi sem ber höfuðið hátt og tel- ur sig vera jafnaðarmannaflokk, þar fyrir utan sem hann gefur sig út fyrir að vera fulltrúa alþýðunnar í landinu, málsvara réttlætis, bræðra- lags og guð má vita hvað. Þessi flokkur sem siglir undir fölsku flaggi jafnaðarmannastefnunnar, er í raun bara pínulítill Sjálfstæðis- flokkur með mikilmennskubijálæði. Forystumenn flokksins ráfa örvingl- aðir um í stefnuleysi út og suður, blindaðir af möppudýmm í Brussel sem veifa 1,5 milljarða króna ávísun fyrir eitt stykki valdaafsal smáþjóð- ar. Þráhyggjan eftir samskiptum við Evrópu-báknið hefur orðið hyggju- vitinu yfirsterkari. Örlög smáþjóðar em ráðin. Menn geta nú byijað að pakka saman og þakkað fyrir sig og því fyrr því betra áður en hramm- ur Evrópurisans birtist. Óðagotið var svo mikið við að fá tollaívilnan- ir fyrir nokkra þorskhausa að mað- urinn með dmllusokkinn og maður- inn með pínuna vissu ekki fyrr en þeir vom búnir að semja af sér. Þeir gáfu nánast allt fyrir ekkert! Ráðamenn í Bmssel geta nú að minnsta kosti brosað út í annað, þegar samningum um svo mikilvæg- ar veiðiheimildir er náð. Þeir þurfa þá a.m.k. ekki að bera sér til munns sjálfdauðan, mengaðan fisk úr Eyst- rasaltinu eða físk úr Norðursjónum með svo miklu blýinnihaldi að nota mætti segulstál við veiðar á honum! ísland er smáríki á alþjóðamæli- kvarða. íbúafjöldi landsins jafngildir t.d. 1% af íbúafjölda Mexíkó-borgar, svona álíka og ein meðalstór gata þar í borg. Engu að síður em til menn á þessu krummaskuði, norður á hjara veraldar, sem líta svo stórt á sig að þeir telja sig meira að sgja hafna yfir gagnrýni. En það hefur einmitt einkennt þetta blessaða EES-mál. Menn spyija; Hver er ávinningur EES-samnings? Jú, hann opnar stóra markaði fyrir t.d. mögu- leika fyrir þig að fá þér atvinnu í Evrópubandalagslöndunum. Hann opnar möguleika þína fyrir fjárfest- ingum í útlandinu. Samningurinn opnar auk þess fyrir óhefta sam- keppni á sviði verslunar og þjón- ustu. Allt hljómar þetta mjög sann- færandi. En sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar, að þegar menn gera samning, þá er oftast um tvíhliða kröfuréttarsamband að ræða, þ.e.a.s. gagnkvæman löggjörning. EES er engin undantekning. Þú færð eitthvað, en verður að láta eitt- hvað af hendi í staðinn. Nú þegar þetta er ritað hafa Svisslendingar hafnað EES-samningum, en ætla mætti að þeir hefðu „meiri“ ávinn- ing af samningnum en íslendingar. Ef ofangreindir möguleikar eru skoðaðir nánar kemur eftirfarandi í ljós: 1. Iðnaður á íslandi hefur átt undir högg að sækja undanfarna tvo áratugi og ekki náð sér á strik. Á í raun enga von í baráttunni við iðnaðarrisa EB. Þeir sem stunda einhvern iðnað að ráði hér á landi, geta því endanlega dregið fyrir og skellt í lás. 2. 12-15% viðvarandi atvinnuleysi í löndum EB veitir litla von um at- vinnumöguleika landsins þar. Á móti er hætt við að erlent vinnuafl reyni að falast eftir vinnu hér á landi. Ávinningur: „Undir frost- marki“. 3. Ekki yrði það beint glæsilegt fyrir bágborið íslenskt efnahags- og atvinnulíf, ef íslendingar færu í auknum mæli að fjárfesta í löndum EB. Ávinningur = ekki neinn. 4. Þegar fullt frelsi í verslunar-, þjónustu- og markaðsmálum verður að veruleika, er útlitið ekki bjart. Hætt er við að hreinlega verði valtr- að yfir íslenska verslun og þjónustu- aðila af fjölþjóða risafyrirtælqum á HAGKAUF geeði úrval þjónusta Hjálmtýr R. Baldursson „Það sem þetta þjóðfé- lag vantar í dag er póli- tíkusa sem starfa af hugsjón, pólitíkusa sem hugsa um þjóðarheill og láti ekki eigin hags- muni sitja í fyrirrúmi.“ ríkisstyrkjum. Ávinningur = sjá lið 1. Það skal tekið fram, að sem ein- staklingur er ég í sjálfu sér hlynnt- ur EES, þar sem það kemur til með að stuðla að aukinni samkeppni sem leiðir til lækkaðs vöruverðs, en sem einstaklingur og hluti af sjálfstæðri þjóð er ég andvígur. Fiskur = munaðarvara Það leikur enginn vafi á því, að fiskurinn er (fyrir utan handbolta- landsliðið) þjóðarstolt okkar íslend- inga. Þess vegna er mikilvægt að sú vara sé markaðsfærð sem mun- aðarvara, líkt og rússneski kavíar- inn. Það á ekki að vera að míga utan í þessa hvítflibba í Brussel til að fá fram tollalækkanir. Vilji þeir góðan físk, þá geta þeir fengið hann, en þá verða þeir líka að greiða fyrir hann. Vandi íslensku þjóðarinnar Mikið er skeggrætt þessa dagana hvemig leysa eigi þann vanda sem steðjar að íslensku efnahagslífi. Flestar tillögur til lausnar vandans ef ekki allar miða að því að níðast á tekjulægstu hópunum. Það er at- hyglisvert í umræðunni, að enginn hefur bent á þann raunverulega vanda sem hijáir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf, þessa litla smáríkis norður á hjara veraldar. Eins og allir vita er varla liðin öld frá því að landinn kastaði af sér sauðskinsskónum og steig skrefið inn í öld nútímalegra lifnaðarhátta. Það þarf ekki að draga í efa hæfí- leika íbúa þessa eyríkis við að til- einka sér nútíma lifnaðarhætti og nýjungar af ýmsu tagi. Það er t.d. ekki opnaður banki hér á landi nema hann innihaldi massívan marmara og Kjarval, tveimur aðalbankastjór- um á tíföldum sóknarlaunum með feita bifreiðastyrki, auk að minnsta kosti fjórum aðstoðarbankastjórum, sem gefa hinum lítið eftir hvað launakjör snertir. í Ríkisútvarpi landsmanna um daginn kom fram í viðtali, að banki einn í Bandaríkj- unum, sem staðsettur er í kjallara- holu í úthverfi stórborgar, er með meiri veltu og umsvif en allir bank- ar á íslandi til samans! Þetta er auðvitað kjarni málsins. Kjörorðið virðist vera íburður og yfirgangur í stað þess sem það ætti að vera hagkvæmni og einfaldleiki. Tekjuskiptingin Tekjuskiptingin á íslandi er orðin verulegt vandamál. Þó svo að einn krataráðherrann hafi í blaðagrein fyrir nokkrum mánuðum, sagt að sú þróun væri í átt til jafnaðar, sem er auðvitað tóm þvæla. Slík skrif undirstika bara það á hvaða for- sendum sumir eru í pólitík. Bilið eykst stöðugt og það vita allir nema ráherrann. Það er ákaflega létt að hafa sérfræðinga sér innan handar sem túlka allar niðurstöður sér í hag! Á litlu skeri norður í hafsauga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.