Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 43
MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992
j&
43
Framhaldsumræðan um EES í fyrrinótt
Mismmiandi afstaða
framsóknarmanna
FRAMSÓKNARMENNIRNIR, Jón Kristjánsson (F-AI) og Guð-
mundur Bjarnason (F-Ne) gerðu á fjórða og fimmta tímanum
í fyrrinótt, við framhald 2. umræðu, grein fyrir nokkuð mismun-
andi afstöðu til frumvarpsins til staðfestingar á samningnum
um Evrópskt efnahagssvæði, EES. Jón Kristjánsson hyggst
sitja hjá við atkvæðagreiðslu við 2. umræðu en meta málið við
lokaafgreiðslu með hliðjón af möguleikum á tvíhliða samningi
við Evrópubandalagið, EB. Guðmundur Bjarnason er
andvígur frumvarpinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Fylgst með umræðum
Áhugasamir borgarar fylgjast með umræðum á Alþingi
Hreppstjóra-
embættín verða
ekki lögð niður
Fjárlaganefnd tryggir fjárveitingu á næsta ári
HÆTT hefur verið við að leggja niður embætti hreppstjóra
eins og gert var ráð fyrir í frumvarpi dómsmálaráðherra um
fjármálaráðstafanir á sviði dóms- og kirkjumálaráðuneytis
vegna andstöðu nokkurra stjórnarþingmanna. Mun fjárlaga-
nefnd leggja fram tillögu við 3. umræðu um fjárlagafrumvarp-
ið þar sem ákveðnum fjármunum verður veitt til að kosta
áframhaldandi störf hreppstjóra en þessi breyting átti að spara
ríkisssjóði 18 miHjónir króna á næsta ári. Þorsteinn Pálsson
dómsmálaráðherra sagði, er hann mælti fyrir frumvarpinu á
Alþingi í gær, að hann vænti þess að allsheijarnefnd gerði
tillögu um að 1. kafli frumvarpsins sem um þetta fjallar verði
felldur brott.
Jón Kristjánsson (F-Al) sagði
að þetta mál hefði verið rætt allítar-
lega af ræðumönnum bæði við 1.
og 2. umræðu. Jóni þótti þungt að
búa við það „fjölmiðlafár" sem ein-
stakir ráðherrar hefðu staðið fyrir.
Þingmenn hefðu reynt að ræða sem
ítarlegast um þetta viðamikla mál
sem væri það stærsta sem fyrir
þingið hefði komið. Jón Kristjánsson
minnti á að þegar hann hefði sam-
þykkt að við gengum til viðræðna
um EES, þá hefði honum verið full-
ljóst að í viðræðum við EB „fengist
ekki allt fyrir ekkert", en hann hefði
talið að hagfelld samningsniður-
staða gæti forðað landinu frá EB-
aðild sem hann hefði verið og væri
allgjörlega mótfallinn.
Pólitísk ákvörðun
Ræðumaður sagði menn hafa
reynt að vega og meta til peninga
kost og löst samninganna, ávinning
og kostnað, en að sínu mati skiptu
slíkir útreikningar ekki höfuðmáli,
þessi ákvörðun yrði ekki byggð á
tölum. Þetta væri pólitísk ákvörðun,
ákvörðun um að ganga inn í annað
umhverfi í veigamiklum þáttum
þjóðlífsins. „Og það fer allt eftir því
hvernig spilað er úr þessum málum
hvaða hagnað þjóðin hefur af þess-
ari inngöngu ef af verður." Jón
Kristjánsson sagði að menn yrðu
að vega kosti og galla og gera
málið upp við sig.
Jón rakti nokkuð samþykktir mið-
stjórnar Framsóknarflokksins frá í
maí á þessu ári s.s. að tryggt yrði
að samningurinn stæðist gagnvart
stjórnarskrá, að sjávarútvegssamn-
ingurinn reyndist ásættanlegur og
að kannað yrði viðhorf EB til breyt-
inga á samningnum um EES í átt
til tvíhliða samnings, þegar önnur
EFTA-ríki gengu í EB. Einnig hefði
verið lögð áhersla á að samningur-
inn yrði lagður undir þjóðaratkvæði.
Það væri ljóst að þessum skilyrð-
um hefði ekki verið fullnægt. Þjóð-
aratkvæði hafnað, tilögum um
stjórnarskrárbreytingar vísað frá og
ríkistjómin hefði sýnt lítinn eða
engan vilja til að kanna möguleika
á tvíhliða viðræðum. En Jón lagði
mikla áherslu á að íslendingar
reyndu að tryggja hagsmuni sina
með þeim hætti.
En Jón tíundaði einnig önnur at-
riði sem vægju þungt á hans voga-
skálum. Hann væri hlyntur nánum
samskiptum við Evrópuþjóðir og við
yrðum að tryggja þau samskipti sem
best án þess að það kæmi niður á
möguleikum okkar annarsstaðar.
Við mættum ekki vanrækja sam-
skipti við aðrar viðskiptaþjóðir í
öðrum heimshlutum. En þeir mark-
aðir kæmu ekki í stað Evrópumark-
að, við gætum ekki búist við því.
Ræðumaður sagði sitt mat að bókun
6 í núgildandi fríverslunarsamningi
við EB nægði okkur ekki til fram-
búðar. Jón hafði verulegar áhyggjur
af stöðu okkar í alþjóðasamstarfí
ef við tryggðum ekki samskipti okk-
ar við Evrópuþjóðimar. Jón nefndi
sérstaklega Norðurlandasamstarfíð
i þessu sambandi.
Jón Kristjánsson sagði við lok
sinnar ræðu að þrátt fyrir þau at-
riði sem væru jákvæð í samningnum
þá gæti hann ekki tekið pólitíska
ábyrgð á honum. Hann benti á að
Framsóknarmenn hefðu ekki tekið
ábyrgð á þessum samningi siðasta
eitt og hálfa árið, verið áhrifalausir
um framvindu viðræðnanna, ekki
haft nokkur áhrif á ótal atriði sem
hefðu komið til skoðunar og ákvörð-
unar. Það kæmi því ekki til greina
af sinni hálfu að samþykkja þennan
samning. Ræðumaður furðaði sig á
því „offorsi“ ríkisstjórnarinnar að
reyna að knýja málið í gegn. Jón
Kristjánsson sagðist hyggjast, með
tilliti ti! forsögu þessa máls og að
öllu óbreyttu, sitja hjá við aðra
umræðu samningsins. En hann
sagði einnig að það væri lykilatriði
að láta reyna á það áður en samn-
ingurinn fengi lokaafgreiðslu, hvort
völ væri á tvíhliða samningi. Við
lokaafgreiðslu myndi hann svo vega
og meta málið.
Eins metið en öðruvísi á litið
Guðmundur Bjarnason (F-Ne)
var fyrra ræðumanni sammála í því
að ESS-málið væri margþætt, hefði
kosti og galla. Hann vakti athygli
á því að þótt endanleg afstaða Stein-
gríms Hermannssonar (F-Rn) for-
manns Framsóknarflokksins og af-
staða Halldórs Ásgrímssonar (F-Al)
væru „ekki alveg samhljóma" hefðu
þeir verið sammála um flesta efnis-
þætti þessa máls. Guðmundur fór
hratt yfir nokkur atriði í málflutn-
ingi og gagnrýni framsóknarmanna.
Ræðumaður sagði það vera afar
brýnt að íslendingar tryggðu sína
viðskiptahagsmuni og góð samskipti
við aðrar þjóðir. EES-samningur
þjónaði þessum markmiðum það að
vissu marki. En í samningnum væri
atriði sem betur mættu fara og enn
önnur sem útilokað væri að sætta
sig við.
Laust eftir kl. 4 var komið að
lokum ræðu Guðmundar. Hann
sagði sína skoðun að í þessum samn-
ingi fælist valdaframsal sem væri
stjórnarskrárbrot og myndi hann
greiða atkvæði gegn samningnum.
Eftir ræðu Guðmundar Bjarna-
sonar frestaði Pálmi Jónsson þing-
forseti umræðu og sleit fundi.
Umræðan hófst aftur klukkan níu
í gærkvöldi. Þá hóf Svavar Gests-
son (Ab-Rv) að ræða málið.
„Það hefur komið fram af hálfu
margra háttvirtra þingmanna að þeir
telji óeðlilegt að leggja þessi emb-
ætti niður. Einkanlega hafa menn
vísað til þess að hér er um að ræða
stofn nútíma valdakerfis á íslandi,
elsta embætti íslandssögunnar, og
það leiði til að óeðlilegt sé í sparnað-
arskyni að leggja sjálfan grunn þjóð-
félagsvaldsins niður með þessum
hætti sem ráðgert er í frumvarpinu,“
sagði Þorsteinn og þakkaði hann
fjárlaganefnd fyrir afgreiðslu máls-
ins
Sturla Böðvarsson (S-Vl), sem
sæti á í fjárlaganefnd, staðfesti við
umræðumar að efasemdir hefðu ver-
ið um að leggja niður hreppsstjóra-
embættin og þingmenn efuðust um
að slík breyting leiddi til spamaðar.
Staðfesti hann að fjárlaganefnd
myndi gera tillögu að fjárveiting yrði
tryggð til starfsemi hreppstjóra og
sagði að eðlilegra væri að tengja
breytingar á starfsemi hreppstjóra-
embætta við breytingar á umdæma-
skipan sveitarfélaganna.
Þingmenn stjómarandstöðunnar
sem til máls tóku lýstu stuðningi við
þessa niðurstöðu en gagnrýndu hve
sérkennilega hefði verið að þessu
máli staðið af hálfu ráðherra og
stjórnarmeirihlutans.
Hæstaréttardómur hækk-
ar fjáraukalögin fyrir 1992
FORMAÐUR fjárlaganefndar, Karl Steinar Guðnason (A-Rn),
gerði I gær, við 2. umræðu, grein fyrir áliti meirihluta nefndar-
innar fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 1992. Frum-
varpið gerði upphaflega ráð fyrir heimildum fyrir tæplega 5,4
milljörðum króna umfram heimildir fjárlaga þessa árs. Þær
breytingartilllögur sem meirihlutinn gerir við 2. umræðu eru
flestar minniháttar en nema samtals 335,6 milljónum króna.
Þar vegur þyngst tillaga um 170 milljóna króna hækkun vegna
nýfallins dóms í Hæstarétti varðandi kæru BHMR vegna setn-
ingar bráðabirgðalaga fyrri ríkisstjórnar sem felldi úr gildi
umsamdar launahækkanir til handa félagsmönnum BHMR.
Karl Steinar Guðnason, formað-
ur fjárlaganefndar, gerði nokkra
grein fyrir tillögum meirihluta nefnd-
arinnar, s.s. að veitt verði 14,1 millj-
ón til greiðslu uppbóta á lífeyri vegna
hlutar ríkisins í launum héraðsráðu-
nauta og fijótækna sem nema 65%
af launum þeirra. Karl Steinar sagði
að óbreytt stefndu útgjöld ríkisins
vegna lyfj a í allt að 400 milljónir
króna. I samþykktum ríkisstjórnar-
innar um aðgerðir til að styrkja stöðu
íslensks atvinnulífs og sporna gegn
atvinnuleysi væri m.a. að fínna að-
gerðir til að draga úr lyfjaútgjöldum
ríkisins á árinu 1993. Til þess að ná
þeim markmiðum væri lagt til að
veittar yrðu 200 milljónir króna til
sjúkratrygginga vegna lyfjaútgjalda.
Það sem útgjöldin kynnu að verða
umfram heimildir á árinu 1992 muni
þannig færast yfir á næsta ár og
greiðast af fjárveitingu þessa árs.
Meirihluti fjárlaga gerir tillögu um
170 milljóna króna hækkun vegna
liðarins „launa- og verðlagsmál", er
sú tillaga afleiðing nýfallins dóms í
Hæstarétti vegna kæru BHMR
vegna setningar bráðabirgðalaga
fyrri ríkisstjórnar sem felldi úr gildi
umsamdar Iaunahækkanir til handa
félagsmönnum BHMR.
Halli upp á við
Guðmundur Bjarnason (F-Ne),
framsögumaður minnihluta fjárlaga-
nefndar, sagði að fjárlög þessa árs
hefðu haft að markmiði að hallinn
yrði 4,1 milljarður króna, nú væri
gert ráð fyrir 9,6 milljörðum og ætti
enn eftir að hækka þegar öll kurl
kæmu til grafar. T.d. væri algjör
óvissa um sértekjur Hafrannsókna-
stofnunar sem næmu yfír 300 millj-
ónum. Guðmundur taldi einnig ljóst
að heilbrigðisráðherrann hlyti að
vera ærinn vandi á höndum þar sem
hann fengi ekki betur séð en ráðherr-
ann yrði að færa 300 milljónir króna
vegna lyfjakaupa yfir á heimildir
næsta árs, en þar væri víst ráðgerð-
ur verulegur sparnaður. Ræðumaður
sagði að ljóst væri að tekjuáætlun
fjárlaga hefði ekki staðist og munaði
þar 2,4 milljörðum króna samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu og væri sá
tekjubrestur að meginhluta vegna
efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og
aðgerðarleysis í atvinnumálum.
Framsögumaður minnihlutans í fjár-
laganefnd sagði að þótt minnihlutinn
gæti fallist á einstakar tillögur sem
frumvarpið gerði ráð fyrir að væru
til bóta, þá vildi hann ekki bera
ábyrgð á frumvarpinu sem heild og
myndi sitja hjá við lokaafgreiðslu
þess.
Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) tal-
aði nokkuð um sparnaðarviðleitni
ríkisstjórnarinnar. Ríkissjóður spar-
aði en fólkið væri látið borga. Hún
taldi að það væri ekki alltaf það fólk
sem best hefði gjaldþolið sem fengi
sparnaðarreikning ríkistjómarinnar.
Þegnarnir vildu ekki umgangast
nauðsynlega samfélagsþjónustu eins
og munaðarvarning í búð. Þeir vildu
að allir borguðu að sönnu með sínum
sköttum og skyldum samfélagsþjón-
ustu. Og þeir vildu þá fá einhveija
þjónustu en ekki niðurskorin kauptil-
boð ríkisstjórnarinnar.
Guðrúnu var spurn hvað ráðherra
hefði hugsað sér varðandi kjara-
samninga sem væru lausir hjá mörg-
um stéttarfélögum. í fjárlögum
næsta ár væri ekki gert ráð fyrir
neinum launahækkunum en hún vildi
benda á að verðlags- og launabreyt-
ingar hefðu undantekningarlítið eða
undantekningarlaust aukið fjárlaga-
hallann.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
(SK-Rv) gagnrjmdi óraunnæfa fjár-
lagagerð ríkisstjórnarinnar. Og tók
mjög undir gagnrýni Guðmundar
Bjarnasonar um það efni. Hún vildi
ennfremur benda á að samkvæmt
reglum og ábendingum Ríkisendur-
skoðunar vantaði enn 2,6 milljarða
vegna ýmissa skuldbindinga, en þar
væri vísað til umtalaðs álitaefnis
varðandi uppfærslu ríkisreiknings á
rekstrargrunni og færslu fjárlaga á
greiðslugrunni.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra vildi svara ræðumönnum
nokkru, t.d. varðandi Hafrannsókna-
stofnun. Á fjáraukalögum væri gert
ráð fyrir 83 milljónum, þegar hefði
verið gengið frá sölu á heimildum
Aflatryggingasjóðs fýrir 130 milljón-
ir. Enn ætti eftir að bjóða út talsveri^
an hluta heimildanna.
Fjármálaráðherra sagði það rétt
hjá Guðrúnu Helgadóttur að fjár-
lagafrumvarp næsta árs gerði ekki
ráð fyrir neinum launabreytingum
og fjölmargir aðilar hefðu sagt upp
kjarasamningum. Fjármálaráðherra
minnti þingheim á að það væri for-
gangsverkefni ríkistjómarinnar að
efla atvinnulífið og fækka mönnum
á atvinnuleysisskrá. Til þess að svo
mætti verða yrðu þeir sem hefðu
atvinnu og tekjur að leggja meira á
sig.
Fleiri þingmenn tóku þátt í þes&'i
ari umræðu og ræddu nokkuð al-
mennt ríkisfjármál og efnahagsað-
gerðir. Það tókst að ljúkja 2. um-
ræðu en atkvæðagreiðslu var frest-
að. Auk fyrrgreindra ræðumanna
tö'.uðu eða veittu andsvör: Jón Krist-
jánsson (F-Al), Sturla Böðvarsson
(S-Vl), Kristinn H. Gunnarsson (Ab-
Vf), Stefán Guðmundsson (F-Nv) og-
Svavar Gestsson (Ab-Rv).