Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992
33
Áhrif sviptinga á gjaldeyrismörkuðum á verð nauðsynjavara
Margar vörur hafa
hækkað um 5-13%
Öllum þeim, sem glöddu okkur með heimsókn-
um, gjöfum og heillaóskum á 70 og 75 ára
afmœlum okkar, 21. nóvember og 11. desem-
ber, þökkum við af alhug.
Kœr kveðja til ykkar allra.
Guðbjörg Ásgeirsdóttir,
Eyjólfur Jónsson,
Aðalstræti 8.
VERÐHÆKKUN á matvöru í kjöl-
far gengisfellingar íslensku krón-
unnar og gengisbreytinga í Evr-
ópu hefur nú sagt til sín að
nokkru leyti. Mest hækkun hefur
orðið á bandarískum vörum, sem
hafa hækkað um 10% og þaðan
af meira. Danskar, þýskar og
hollenskar vörur hækka einnig
nokkuð, því gjaldmiðlar þessara
landa hafa haldist stöðugir meðan
íslenska krónan féll um 6%. Af
viðmælendum Morgunblaðisins í
kaupmannastétt má- þó ráða að
fall sænsku krónunnar og breska
pundsins hafi síður skilað sér í
lækkuðu vöruverði en þegar hið
gagnstæða er upp á teningnum.
Neytendasamtökunum hafa bor-
ist nokkrar kvartanir vegna verð-
hækkana, sem í undantekningart-
ilvikum numu allt að 15-20%.
Að sögn Guðmundar Sigurðsson-
ar, yfirviðskiptafræðings hjá Verð-
lagsstofnun, hefur stofnuninni ekki
borist margar kvartanir vegna verð-
hækkana. Þó væru þekkt dæmi
þess að hækkanir hafi orðið þegar
í stað eftir gengisfellinguna, en líka
um hið gagnstæða, að engar hækk-
anir hafi orðið, enda gætu mark-
aðsaðstæður með lítilli eftirspurn
og mikilli samkeppni ýtt undir slíkt.
„Eg hef trú á því að breytingarnar
komi seinna fram í verðlaginu eftir
þessa gengisfellingu en þær hefðu
gert fyrir nokkrum árum,“ sagði
Guðmundur. „Þá hefur verið mikið
um ýmiss konar tilboð í nóvember
og desember, sem gera erfiðara
fyrir að koma auga á gengistengd-
ar verðbreytingar."
Algengar hækkanir
um og undir 5%
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, sagði að
samtökunum hefðu borist kvartanir
vegna hækkana í kjölfar gengisfell-
ingarinnar. „Sem dæmi má nefna
að heimilistækjaverslanir hækkuðu
verð þegar í stað, morguninn eftir
gengifellinguna,“ sagði hann. „Það
er greinilegt að verðlag er á ein-
hverri siglingu.“
Jóhannes kvað dæmi vera til um
15-20% verðhækkanir, en það væru
algjör undantekningartilfelli. Al-
gengast væri að verðlag hækkaði
um 5% eða minna. „Þá undrar okk-
ur að innflutningsaðilar sem flytja
inn frá Bandaríkjunum og Þýska-
landi, þar sem gengið var óbreytt,
áttu nánast engan lager, meðan
þeir sem flytja inn frá Svíþjóð og
Englandi, þar sem gjaldmiðlar féllu
meira en íslenska krónan, virðast
eiga geysilegan lager og geta því
ekki lækkað verð,“ sagði Jóhannes.
„Menn virðast vera búnir að setja
sig í gömlu stellingarnar með geng-
isfellingar og verðhækkanir."
Að sögn Jóhannesar er mikilvægt
að neytendur veiti aðhald í verð-
lagsmálum. Auk þess væri ekki
útséð um áhrif minnkandi kaup-
máttar á næsta ári á samkeppni í
verslunarstéttinni og áhrif þess á
verðlag. Ekki væru öll áhrif gengis-
breytinga komin fram og eflaust
ætti eitthvað eftir að gerast þegar
jólalagerinn væri búinn.
Amerískar vörur
hækkuðu um 10%
Jón Ásbergsson, framkvæmda-
stjóri Hagkaupa, sagði að eina ótví-
ræða gengistengda verðbreytingin
væri um 10% verðhækkun á
amerískum vörum. Ýmsar
breytingar hafi orðið á verðlagi,
sem ekki allar tengist
gengisbreytingum, svo sem breyt-
ing á jöfnunargjaldi. Auk þess væru
ýmis jólatilboð í gangi sem breyttu
verðmyndinni tímabundið.
Aðspurður hvort sænskar og
breskar vörur hafi lækkað vegna
falls þarlendra gjaldmiðla kvaðst
Jón ekki geta fullyrt um það, en
vörurnar ættu alla vega ekki að
hafa hækkað.
„í matvöru eru óverulegar birgð-
ir, en sérvörur eru verðmerktar um
leið og þær koma inn á lager,“ sagði
Jón, sem kvaðst telja að gengis-
breytingar væru þegar komnar
fram í verðlagi. I sérvörum, svo sem
fatnaði, væri þó ekki alltaf verið
að verðleggja út frá kostnaði, held-
ur skiptu markaðsaðstæður og sam-
keppni einnig máli í því tilliti. „Fata-
markaðurinn hefur verið býsna
mikið fallandi og samkeppni sífellt
að aukast. Sérvörubúðir eru farnar
að lækka álagningu og leita uppi
ódýrari vörur, sem leiðir til meiri
samkeppni."
Fólk á eftir að finna fyrir
hækkunum um miðjan janúar
Jón Ásgeir Jóhannesson,
sölustjóri í Bónusi, sagði að
verðlagsbreytingar í kjölfar
gengisbreytinga myndu sennilega
hafa skilað sér að fullu um miðjan
janúar. „Smásalan hefur tekið
mikið af verðhækkununum á sig,
að minnsta kosti til að byija með.
Það hefur orðið lítil hækkun eins
og er, enda erum við með 2.-3. vikna
lager,“ sagði Jón Ásgeir.
Jón kvaðst telja að hækkun á
þýskum, hollenskum og döskum
vörum yrði 4-5% áður en yfir lyki,
héldust gjaldmiðlarnir stöðugir.
Breskar vörur stæðu hins vegar í
stað meðan mesta hækkunin yrði á
bandarískum vörum. „Heildsalar
með sterka stöðu á markaðnum
voru frakkastir við að hækka um
6% þegar gengisfellingin var gerð.
Sumir þeirra skiluðu heldur ekki
að fullu lækkun á breska pundinu,
sem var allt að 22% um tíma.“
Sem dæmi um áhrif af hækkun
Bandaríkjadals sagði Jón Ásgeir að
einkaumboðsaðili General Mills á
íslandi hefði hækkað vörur um 13%.
„Það er mikil velta í þessum vörum,
og við sjáum engan annan kost en
að fylgja þeim hækkunum.“
------♦---------
Eldsvoðinn á
Nautabúi
Eldar log-
uðu óáreitt-
ir í sex tíma
UM SEX klukkustundir liðu frá
því að eldur kom upp í íbúðar-
húsi á Nautabúi í Vatnsdal þar
til slökkvilið frá Blönduósi kom
á staðinn. Mikilli ófærð á þessum
slóðum er um að kenna, en auk
þess liðu þrír tímar frá því eldur-
inn kviknaði þar til slökkviliði
var gert aðvart. I húsinu var
leigjandi sem nýtti jörðina ekki
að öðru leyti en því að hann
tamdi þar hesta.
Maðurinn sem bjó einn í húsinu
varð eldsins var kl. 6 á þriðjudag.
Hann þurfti að bijótast í mikilli
ófærð yfir á næsta bæ, Kornsá II,
og þar var slökkviliðinu á Blöndu-
ósi gert aðvart á tíunda tímanum.
Slökkviliðið var komið á staðinn á
miðnætti og lauk slökkvistarfí um
kl. 2 um nóttina.
íbúðarhúsið á Nautabúi var gam-
alt og telur lögreglan á Blönduósi
að það sé því sem næst ónýtt. Eldur-
inn kom upp á gangi hússins, en
ekki er ljóst hver upptök hans voru.
Verðskerðingargjald á nautakjötsframleiðslu
Dugir til að taka 1.500
kýr út af markaðnum
KÚABÆNDUR og sláturleyfis-
hafar hafa gert samning um að
leggja verðskerðingargjald á
framleiðendur nautgripakjöts og
nota það til markaðsaðgerða.
Tekið verður 5% gjald af inn-
lögðu nautgripakjöti, bæði af
verðinu til bænda og slátur- og
heildsölukostnaði, og verður
fjármagnið notað til að taka lé-
legasta kjötið út af markaðnum.
Gert er ráð fyrir að 60-70 milljón-
ir kr. verði til ráðstöfunar í verð-
skerðingarsjóði á ári og getur
það dugað til kaupa á allt að
1.500 kúm.
Guðmundur Lárusson, formaður
Landssambands kúabænda, sagði
að mestu vandræðin væru með lé-
legasta kýrkjötið. Vegna minnkandi
kvóta þyrftu menn að fækka kúm,
auk þess sem hertar heilbrigðisregl-
ur krefðust örari endurnýjunar á
mjólkurkúm. Markaðurinn hefði
ekki tekið við þessu kjöti. Þá hefði
borið á því hjá einstaka óvönduðum
söluaðilum að lélegt kýrkjöt hefði
verið notað óeðlilega mikið í
vinnsluvörur.
Guðmundur sagði að peningarnir
í verðskerðingarsjóði yrðu mest
notaðir til að kaupa kýrkjöt. Kjötið
yrði fryst til að byija með. Hann
sagði að verið væri að athuga með
markað fyrir það en ekki væri hægt
að búast við að hátt verð fengist.
Offramboð á nautgripakjöti hef-
ur nokkrum sinnum leitt til verð-
lækkunar til bænda á árinu. Guð-
mundur sagði að þessar aðgerðir
ásamt verðuppbótum fyrir ung-
kálfaslátrun ættu að stuðla að betra
jafnvægi á nautakjötsmarkaðnum
og vonaðist hann til þess að ekki
kæmi aftur til þess ástands sem
ríkti í haust og vetur.
Landbúnaðarráðherra heimilaði
innheimtu verðskerðingargjaldsins
á grundvelli samkomulags Lands-
sambands kúabænda og Landssam-
bands sláturleyfishafa. í frumvarpi
til breytinga á búvörulögum sem
lagt hefur verið fram á Alþingi er
lagt til að veitt verði heimild til
innheimtu 5% verðskerðingargjalds,
bæði á framleiðslustigi og úr-
vinnslu- og heildsölustigi.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Stærðir: 40-47.
Litur: Svartur.
Stærðir: 40-47. Litir: Svartur og vínrauður.
Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur
Verð kr. |
3.995,-
Teg.:
FIX ,
Teg.: 390
V.
Domus Medica,
Egilsgötu 3,
sími 18519
Kringlunni,
Kringlunni 8-12,
sími 689212
J
oAGAN SEM MARKAÐI
UPPHAFIÐ AÐ ENDALOKUM
HJÓNABANDS
DÍÖNU OG KARLS
Það er engum blöðum um það að fletta að höfundurinn Andrew Morton
vissi lengra nefi sínu!
Úr breska blaðinu Daily Telegraph: „Svo virðistað bókAndrews Mortons um
ævi Díönu, sem gefin var út lyrrá árinu, hafi ráðið úrslitum um hjónabandið.
Orðrómurkomstá kreik um að Díana hefði sjálf heimilað útgáfu bókarinnarog
varhann staðfestur aðeins þremurdögum eftirað fyrsti útdrátturinn varbirturí |
breskum dagblöðum... Fáireiginmenn hefðu getað þolað þá auðmýkingu sem
þessi bók var fyrir Kari, hvað þá tilvonandi konungur. “
Díana - óþœgilega sönn saga!
'<á
ALMENNA BOKAFÉLAGIÐ H F
-góð bók um jólin!