Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 76
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAQkjALMENNAR MORGVNBLAÐW, AÐALSTRÆTJ 6, 101 REYKJAVlK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1965 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Mikið járn hefur safnast upp við Keypti þrjátíu þúsundtonna brotajárnshaug HARALDUR Þór Ólason eigandi Furu hf. hefur gert samning við Búnaðarbankann og Iðnþróunarsjóð um vinnslu á brotajárn- inu sem safnað hefur verið við verksmiðju Stálfélagsins í Hafn- arfirði. Kaupir Haraldur brotajárnshauginn en söluverð hefur ekki fengist uppgefið. Er samningurinn gerður með fyrirvara um að Haraldi takist einnig að kaupa eða fá afnot af málmtæt- ara verksmiðjunnar, sem er í eigu bresks kaupleigufyrirtækis. Einnig er sá fyrirvari settur að ef kaupandi fæst að stálverk- *•‘smiðjunni geti hann gengið inn í samninginn fyrir lok næsta árs, að sögn Snorra Péturssonar hjá Iðnþróunarsjóði. Stálverksmiðjuna í Hafnarfirði Morgunblaðið/RAX Sópað í haugnum Starfsmaður við brotajárnshaug sópar snjónum af járni sem flutt er í burtu. Einsetu- maður varð úti MIKIL leit var gerð að ábú- andanum á bænum Saurum fyrir norðan Skagaströnd í fyrrakvöld og gærdag. Björg- unarsveitarmenn fundu manninn um hádegisbilið í gærdag og benti allt til að hann hefði orðið úti í óveðrinu sem geysað hefur á þessum slóðum síðustu daga. Maður- inn hét Benedikt Guðmunds- son, 66 ára gamall, og hafði búið lengi einn á Saurum. Haraldur Þór Ólason segir að hann hafi fullan hug á að nýta stál- verksmiðjuna í framtíðinni. Hins- vegar ætlar hann fyrsta kastið að vinna brotjárnið niður til stál- bræðslu og til greina komi að senda það sem slíkt utan ef ekki tekst að koma verksmiðjunni hér í gang. í máli hans kemur fram að hann hyggst hefja þessa vinnslu eftir járamótin. 30 þúsund tonn Alls hafa safnast milli nær 30 þúsund tonn af brotajámi frá því að starfsemi verksmiðjunnar stöðv- aðist á siðasta ári vegna gjaldþrots en Iðnþróunarsjóður og Búnaðar- bankinn keyptu þrotabú Stálfélags- ins í október sl. Snorri Pétursson sagði að Haraldur tæki að sér að vinna brotajámið og fjarlægja það. Talið væri að það tæki um 6 mán- uði að tæta niður brotajámið. „Við teljum að þetta skerði ekki möguleika á að selja verksmiðjuna. Við hyggjumst láta á það reyna á næstu tveimur til þremur mánuðum hvort verksmiðjan verður seld til áframhaldandi rekstrar," sagði Snorri. DAGAR TIL JÓLA Leiguflug til Portúgals Ferðaskrifstofan Evrópuferðir ^^r að hefja leiguflug til Portúgals og er fyrsta ferðin á Þorláks- messu. Þetta er í samvinnu við leiguflugfélagið Air Atlantis, dótt- urfélag Air Portugal. Notaðar verða Boeing 737 300 vélar og stefnt er að ferðum á tveggja vikna fresti, að sögn Jóhönnu - 'Fryggvadóttur, forstjóra. Sjá bls. 1 í C-blaði. Morgunblaðið/Þorkell Háannatími verslunarfólks að hefjast Jólaverslunin hefur viðast farið heldur hægar af stað en undanfarin ár, að mati Bjama Finnssonar for- manns Kaupmannasamtakanna, sem kveðst hafa á tilfínningunni að samdráttur í verslun hér á landi í nóvember og desember geti numið 10-15%. Bjami sagði að þó væri ástand afar mismunandi eftir ein- stökum greinum og verslunum. Frá og með deginum í dag og fram að jólum mætti segja að samfelldur annatími væri framundan í verslunum og enn sé því of snemmt að kveða upp úr um hver útkoman verði. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Blönduósi var Benedikts saknað á miðvikudag og fóru menn frá slysavamadeildinni á Skaga- strönd strax til leitar og nutu við það aðstoðar nágranna Benedikts. I gærmorgun bættust síðan við menn frá slysavarnadeildinni á Blönduósi og hjálparsveit skáta þar. Leitarmenn fundu Benedikt um hádegisbilið í aðeins 75 metra fjar- lægð frá bæ hans og var hann þá látinn. -------♦ ♦ ♦ Jólahangikjötið Gæðakröf- ur hertar FRAMLEIÐENDUR hangikjöts ætla allir að athuga vinnslu- ferli hjá sér og herða gæðakröf- ur í framhaldi af könnun Holl- ustuverndar ríkisins á jóla- hangikjötinu fyrir Morgunblað- ið sem greint var frá í blaðinu í gærdag. Könnunin sýndi að í mörgum tilfellum stóðst kjötið ekki gæðakröfur Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakana segir að niður- stöður úr könnun Hollustuvemdar sýni að ekki sé hægt að sætta sig við núverandi ástand. Sjá nánar á bls. 34. Borgarsljóri um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár Miklar framkvæmdir til að draga úr atvinnuleysi MARKÚS Örn Antonsson, borgarstjóri, sagði á borgarstjórnarfundi í gær, að frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinn- ar fyrir næsta ár bæri það með sér, að brugðist yrði kröftuglega við mjög óvenjulegum aðstæðum í efnahags- og atvinnulífinu. Þrátt fyrir að tekjur borg- arinnar minnkuðu hygðust borgaryfir- völd halda uppi öflugum framkvæmdum til að draga úr áhrifum samdráttar og atvinnuleysis. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar fór fram á borgarstjómarfundinum í gær. Þar kom meðal annars fram, að búist væri við því að tekjur borgarinnar yrðu lægri á næsta ári en því sem nú er að líða. Sagði Markús Örn Antonsson borgarstjóri að líklega þyrfti að leita meira en 50 ár aftur í tímann til að fínna dæmi um slíka lækkun milli ára. Borgarstjóri sagði, að þrátt fyrir að tekjur borgarinnar lækkuðu hygðust borgaryfirvöld halda uppi öflugum framkvæmdum til að draga úr áhrifum samdráttar og atvinnuleysis: Hann sagði að á þessu ári hefði Reykjavíkurborg beitt sér fyrir ýmsum ráðstöfunum til að bæta at- vinnuástandið í borginni og hefði meðal annars verið samþykktar aukafjárveitingar, samtals að upphæð 370 milljónir króna, í því skyni. Ekki væri hægt að segja annað, en borgin hefði lagt sitt af mörkum í atvinnumálum og yrði áfram haldið á þeirri braut. Hann nefndi að borgin gæti með tvennum hætti tekið þátt í baráttunni við atvinnuleysið. Annars vegar með því að vinna að langtíma- stefnumótun í atvinnumálum, til dæmis með stofnun Aflvaka Reykjavíkur hf., og hins vegar með ýmsum tímabundnum verkefnum, svo sem námskeiðum og endurmenntun fyrir atvinnu- laust fólk. Mörg rök væru fyrir því að borgin hefði frumkvæði að samstarfi við menntamála- ráðuneytið á því sviði. Sjá nánar um ræðu borgarstjóra á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.