Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 HANDKNATTLEIKUR Landsliðid valið gegn Frökkum Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, hefur valið 17 leikmenn til að taka þátt í leikjunum gegn Frökkum milli jóla og nýárs. Markverðir verða þrír; Guðmundur Hrafnkels- son, Val, Bergsveinn Bergsveins- son, FH og Sigmar Þröstur Óskars- son, ÍBV. Aðrir leikmenn eru Gunn- ar Beinteinsson og Guðjón Ámason \ úr FH, Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson og Dagur Sigurðsson úr Val, Gústaf Bjarnason, Einar Gunn- róttabókiníár! <á ALMENNA BÖKAFÉLAGIÐ HF - góð bók um jólln! ar Sigurðsson og Sigurður Sveins- son frá Selfossi, Patrekur Jóhann- esson og Magnús Sigurðsson úr Stjörnunni, Gunnar Gunnarsson úr Víkingi, Konráð Olavson frá Dort- mund, Héðinn Gilsson frá Diisseld- orf og Júlíus Jónasson frá Paris St Germain. Að sögn Þorbergs Aðalsteinsson- ar landsliðsþjálfara kemur Sigurður Bjamason ekki heim um hátíðirnar, hann þarf að leika í Þýskalandi 29. desember. Héðinn Gilsson verður aðeins með í fyrsta leiknum, hann þarf að fara aftur út til að leika með Dusseldorf. FOLK ■ SIGURÐUR Jónsson hefur ákveðið að leika áfram með íslands- meisturum ÍA í knattspymu næsta sumar. Sögusagnir hafa verið á ^ kreiki þess efnis að hann færði sig hugsanlega um set, en nú er sem sagt ljóst að Sigurður fer hvergi. ■ ÓLAFUR Adolfsson, miðvörð- urinn stóri og sterki, hefur skrifað undir samning við IA um að leika áfram með liðinu næsta sumar. ■ EYJÓLFUR Sverrisson sat eftir heima er VfB Stuttgart fór í æfíngaferð til eyjarinnar Mart- inique í Karíbahafínu á mánudag- inn. Hann fór þess í stað inn á sjúkrahús til að láta fjarlæga plötu, sem komið var fyrir þegar hann Jdálkabrotnaði sl. vor. ■ SIGURÐUR Bjamason var valinn í lið vikunnar hjá Deutsche Handball Woche, eftir að Grossw- allstadt gerði jafntefli, 24:24, við Niederwiirzbach í þýsku úrvals- deildinni í handbolta um síðustu helgi. Sigurður gerði sjö mörk í leiknum. ■ VERIÐ er að kanna möguleika á að landslið Islands í knattspyrnu mæti Irlandi og Wales um mán- aðamótin febrúar/mars í æfínga- leikjum. ■ MONICA Seles og Jim Couri- er vom útnefnd bestu tennisleikar- ar ársins 1992 af Alþjóða Tennis- sambandinu (ITF) í gær. H JIM Courier vann tvö „Slemmumót" á árinu og komst í undanúrslit á því þriðja. Hann vann einnig þrjú önnur mót atvinnu- manna og var í sigurliði Banda- ríkjamanna í Davis-bikarnum. ■ SELES vann þrjú stórmót á árinu, Opna franska, ástralska og bandaríska annað árið í röð. Hún vann einnig sjö önnur mót á árinu. Franski lands- lidsþjálfarinn með fyrírlestur Daniel Costantini, landsliðs- þjálfari Frakklands í hand- knattleik, mun verða með fýrir- lestur 29. desember kl. 12 í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þeir sem hafa hug á að hlusta á fyrirlesturinn eru beðnir að hafa samband við skrifstofu HSÍ og tilkynna þátttöku. Qeir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var í heimsliðinu ásamt Valdi- mar Grímssyni, sem gerði 23:23 jafntefli við Þjóðveija í fyrrakvöld. Þeir mæta Frökkum eftir rúma viku. SUND / BANDARIKIN Eygló Tómasdóttir stóð sig vel ífjölmennu móti Eygló Tómasdóttir úr Sundfé- lagi Suðumesja hefur gert það gott í Bandaríkjunum. Þessi mHiHH 15 ára stúlka tók Axel A. þátt í stóm sund- Nikulásson móti „The AIl- skrifar frá America Christ- Bandaríkjunum mag Classic<. j Brown-háskólanum í Rhode Is- land-fylki um sl. helgi. Yfír þús- und þátttakendur tóku þátt í mótinu og keppti Eygló í þremur greinum í flokki 17 ára og yngri. Eygló varð þriðja af 50 kepp- endum í 200 stiku bringusundi á 2:33,00 mín. Hún var 22. af 107 keppendum í 100 stiku skriðsundi á 68,11 sek. og 14. af 88 keppend- um í 200 stiku fjórsundi á 2:21,00 mín. Eygló býr ásamt foreldrum sín- um í bænum Newport í Rhode Island, en æfír með félagi frá Providence. Móðir hennar, Sólveig Guðmundsdóttir, verður því að aka henni 90 mín. leið til og frá æfíngum á hveijum degi. Handboltalands- lidið meðdansleik á Hótel íslandi Landslið karla í handknattleik heldur dansleik í kvöld á Hótel ís- landi, og er hér um að ræða fjáröfl- unarleið vegna heimsmeistara- keppninnar í Svíþjóð í mars á næsta ári. Miðaverð er 1.200 krónur, en tvær hljómsveitir leika, Sálin hans Jóns míns og Nýdönsk. Happdrætti verður í kvöld, þar sem vinningur er ferð á HM í Svíþjóð með Sam- vinnuferðum Landsýn. URSLIT Körfuknattleikur UMFT-UMFN 98:93 Iþróttahúsið Sauðárkróki, átta liða úrslit bikarkeppninnar, miðvikud. 16. des. Gangur leiksins: 6:5, 10:11, 23:20, 31:32, 39:39, 49:45, 54:52, 65:59, 78:63, 85:74, 94:79, 98:93. Stig UMFT: Haraldur Leifsson 25, Valur Ingimundarson 25, Chris Moore 18, Pétur Vopni Sigurðsson 12, Páil Kolbeinsson 10, Hinrik Gunnarsson 6, Karl Jónsson 2. Stig UMFN: Rondey Robinson 23, Teitur Örlygsson 23, Jóhannes Kristbjörnsson 17, Gunnar Örlygsson 10, Rúnar Árnason 9, Sturla Örlygsson 7, Ástþór Ingason 4. Áhorfendur: 300. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Þór Skarphéðinsson. Leyfðu dálitið mikið en voru samkvæmir sjálfum sér og komust n^jög vel frá leiknum. ÍR-UMFN 68:41 íþróttahús Seljaskóla, átta liða úrslit bikar- keppni kvenna í körfuknattleik, miðviku- daginn 16. desember. Gangur leiksins: 13:10, 22:12, 31:14, 31:19,, 47:25, 49:32, 62:36, 68:41. Stig ÍR: Linda Stefánsdóttir 26, María Leifsdóttir 13, Hrönn Harðardóttir 12, Fríða Torfadóttir 6, Guðrún Árnadóttir 4, Þóra Gunnarsdóttir 4, Dagbjört Leifsdóttir 2, Þrúður Svavarsdóttir 2. Stig UMFN: Helga Friðriksdóttir 13, Am- dís Sigurðardóttir 7, Ólöf Einarsdóttir 6, Hulda Einarsdóttir 4, Auður Jónsdóttir 3, Katrín Egilsdóttir 2, Lovísa Guðmundsdótt- ir 2, Kristín Örlygsdóttir 2. ■Linda var best hjá ÍR, skoraði meðal annars fjórar 3ja stiga körfur. María og Hrönn voru einnig góðar í annars jöfnu liði. Hjá Njarðvík stóð Helga sig best og stjóm- aði leik liðsins mjög vel. Hildigunnur Hilmarsdóttir NBA-deildin Leikir á miðvikudagskvöld: Utah - Charlotte.............93: 91 Detroit - Atlanta............89: 88 Indiana - Boston............114: 91 Cleveland - Philadelphia....115: 97 Dallas - LA Lakers..........102: 95 Portland - Denver...........100: 99 Golden - LA Clippers.........116:114 ■ eftir framlengingu HJOLREIÐAR Verðlaunahafar i kappleikjum fFHK tii íslandsmeistara 1992. Aftari röð frá vinstri: Orri Gunnarsson, Þórarinn Þorleifsson, Páll Pálsson, Sighvatur Jónsson, Óskar Þorgilsson, Marinó Siguijónsson, Einar Jóhannsson og Ingþór Hrafnkelsson. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Jóhannsson, Gunnar Sigurðsson, Sigurður Magnússon og Gylfi Jónsson. íslandsmeistarar í hjól- reiðum verðlaunaðir Aóalfundur Borðtennisdeildar KR verður haldinn í KR-heimilinu mánudaginn 28. desember 1992 kl. 20.00. Stjórnin. íslenski fjallahjólaklúbbur- inn stóð fyrir 10 fjallahjólamót- um í ár. Er þetta annað starfs- ár klúbbsins með keppnishald. Þann 28. nóvember síðastlið- inn var haldin uppskeruhátíð klúbbsins. Voru þar veitt verð- laun til þeirra er unnu tii heild- arúrslita árið 1992. Úrslit móta til íslandsmeistaratitils voru sem hér segir: Víðavangskeppni, 20-39 ára Stig Einar Jóhannsson, Giant 73 Ingþór Hrafnkelsson, Mongoose 72 Marinó Sigurjónsson, Mongoose 65 Víðavangskeppni, 16-19 ára Arnar Ásvaldsson, GT 70 Sigurgeir Hreggviðsson, Specialized 63 Þórarinn Þorleifsson, Specialised 51 yíðavangskeppn.i 13—15 ára ÓskarÞorgilsson, Icefox 46 Sighvatur Jónsson, Mongoose 45 Orri Gunnarsson, Mongoose 34 Víðavangskeppni, 9-12 ára Sigurður Magnússon, Muddy Fox 31 Gunnar Sigurðsson, Muddy Fox 29 Gylfi Jónsson, Muddy Fox 24 Brunkeppni, 13-39 ára Sighvatur Jónsson, Mongoose 48 ÓskarÞorgilsson, Icefox 45 Ólafur Hreggviðsson, Trek 34 Klifurkeppni, 13-60 ára Aðalsteinn Bjamason, Specialized Einar Jóhannsson, Giant Ingþór Hrafnkeisson, Mongoose Torfæra 13-60 ára Sighvatur Jónsson, Mongoose Óskar Þorgilsson, Ieefox Páll Pálsson, Bridgestone Þrautakeppni, 9-12 ára Einar Gunnarsson, Schwinn Gunnar Sigurðsson, Muddy Fox Gunnar Jóhannssobn, Muddy Fox Þrautakeppni 13-60 ára Páll Pálsson, Mongoose Sighvatur Jónsson, Mongoose Þórarinn Þorleifsson, Specialized Haldin voru 4 víðavangBmót í Öskjuhlíð, Elliðaárdal, Heiðmörk og Dalvík á mjög misjöfnum slóðum þar sem vegalengdin var 20 til 30 km. Víðavangskeppnin er hraða- keppni. Þrautamót voru tvö og haldin við Öldus- elsskóla og Iðnskólann. Svo eitthvað sé nefnt var keppt í prfli yfir hindranir, upp og niður stiga, „bunny hoppi“, þ.e.a.s. hlið- arstökk, langstökk og hástökk. Reyndi þar mikið á hæfni hjólreiðamanna. Brunkeppnir vora haldnar f Úlfarsfelli og Öskjuhlíð. Þar vinna þeir sem þora að sleppa takinu af bremsunum og hjóla sem hraðast niður í mót á torfænim slóða. Klifurkeppni var haldin í Úlfarsfelli, þar sem menn áttu að hjóla upp á sem skemmst- um tíma. Torfærukeppnin var haldin í malargryfju í Elliðaárdal. Má likja henni við bílatorfæra- keppni. Næsta sumar stendur til að bjóða útlend- ingum sem hingað koma á hjólum að taka þátt í keppni. Ef þátttaka leyfir stendur einnig til að hafa kvennaflokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.