Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 61 fyrir þá fylgd sem hún veitti mér er mest lá á í lífi minu. Slíkt gleym- ist ekki þó að minna hafi orðið um samvistir undanfarin ár en efni stóðu til. Guðjón Friðriksson. Fallinn er í valinn fagur sveinn, eftir harðan og snöggan bardaga við vágest illan. Góður vinur, eiginmaður, faðir, afi og bróðir, Benóný Kristjánsson, meistari í pípulögnum hér í Reykja- vík. Fæddur Dýrfirðingur, fjórða barn ötulla búhjóna í Hjarðardal. Æskuárin liðu fljótt fyrir vestan. Snáðinn stækkaði ört og það var eins og íjöllin háu þrengdu að og „út vil ég áráttan" sagði til sín hjá Benóný. Klæddur góðu vaðmáli og heitum móðurbænum komst drengurinn ungi til höfuðborgar landsins og nýtt tímabil mætti honum. Senni- lega tímabil mestu þjóðfélagsbreyt- inga sem orðið hafa á Islandi. Ekki brást heimanmundurinn hjá Benóný og metinn að verðleikum komst hann í gott læri, sinnti því vel og varð með tímanum í röð færustu manna í iðngrein sinni. Það sýnir traust samherja hans að árum sam- an var hann kosinn í sveinsprófs- nefnd og önnur mikilvæg embætti í stétt sinni. Á iðnskólaárum sínum kynntist Benóný stúderandi hár- greiðsludömu. Ungri og fagurri, vel ættaðri Reykjavíkurmær, Sigur- björgu Runólfsdóttur, er seinna varð eiginkona, lífsförunautur og hans mesta hamingja í lífinu. Didda og Benni stofnuðu heimili hér í Reykjavík. Byggðu fyrst í smáíbúðahverfi, fluttu síðan í Foss- voginn og nú síðast rétt yfir Gullin- brúna. Ávallt bar heimilið samheldni hjónanna og þá ekki síst þróuðum fegurðarsmekk konunnar vitni. Þau eignuðust tvö indælisbörn, Hilmar, sem ungur fórst af slysför- um, og Margréti, sem nú er mikil og £óð stoð og stytta móður sinni. Eg minnist best vinar míns sem náttúrubarnsins og veiðimannsins af Guðs náð. Hann hafði augun opin fyrir undrum náttúrunnar og kunni hana vel að meta. Áratugum saman veiddum við í fegurstu ám landsins og oft voru eiginkonur og börn með. Það eru því margar og góðar minningar sem við hjónin eigum um nú fallinn fagr- an svein. Blessuð sé minning Benónýs Kristjánssonar. Karl Jóhann Karlsson. Elsku frændi minn, Benni, lést á Landakotsspítala 12. þessa mánað- ar. Baráttan varð stutt við illvígann sjúkdóm því að í sumar var Benni við góða heilsu. Benni hét fullu nafni Benóný Björgvin Kristjánsson, fæddur 25. maí 1920 í Fremri-Hjarðardal við Dýrafjörð, sonur hjónanna Kristínar Þórðardóttur og Kristjáns Jóns Benónýssonar, bónda þar. Systkini Benna eru: Jónasína Þrúður, fædd 1914, Þórður, fæddur 1917, og Ásgerður, fædd 1918. Benni var föðurbróður minn og ekki bara það, heldur giftur systur mömmu minnar. Bræður giftir systrum. Mikill kærleikur var á milli þeirra bræðra og voru þeir ekki bara bræð- ur heldur líka bestu vinir alla tíð. Einnig voru Benni og pabbi oft samstarfsmenn, Benni pípulagn- ingameistarinn og pabbi byggingar- meistarinn. Mikill samgangur hefur verið milli heimilanna þar sem mjög kært er líka á milli þeirra systra. Benni var mjög ljúfur maður, spaugsamur og glettinn. Hann sagði skemmtilega frá og hafði hann þá yndi af að krydda aðeins frásögnina, þannig að maður trúði svo tæplega helmingnum og átti þetta oft um veiðisögur og um önn- ur afreksverk Benna. í sumar minnist ég Benna þegar við systkinin, foreldrar, Didda og Benni héldum upp á 75 ára afmæli pabba austur í sumarbústað. Allir kátir og Benni pínulítið að fíflast og snúa út úr svona þegar það átti við. Já, þá lék Benni á als oddi og þannig minnist ég hans. Fjölskyldan söngelsk og það var sungið og trall- að fram eftir nóttu. Ég man líka hvað Benni skrifaði þá í gestabók- ina og sýnir það best hlýhug í okk- ar garð. Benna er sárt saknað af okkur öllum sem vorum honum svo náin. Benni giftist eftirlifandi eigin- konu sinni Sigurbjörgu Runólfs- dóttur 30. ágúst 1947 og voru þau alla tíð sérstaklega samrýnd og samhent hjón. Þau eignuðust tvö kjörbörn: Hilmar, fæddan 1950, en þau urðu fyrir þeirri erfiði reynslu að missa einkasoninn þegar hann drukknaði aðeins 10 ára gamall árið 1960. Og Margréti Erlu sem fædd er 1956 sem hefur reynst foreldrum sínum afburðavel. Nú í veikindum Benna hefur Margrét Erla sinnt föður sínum eins vel og best verður á kosið, þannig að helst vil ég líkja henni við „perlu“. Mar- grét Erla er gift Sigurgeir Ingi- mundarsyni og eiga þau þrjú börn, Enóný, íris og Sigurbjörn, og voru þau öll augasteinar afa síns. Benni frændi var mikill barnavinur enda nutum við þess frændsystkinin í ríku mæli. Óvíða naut Benni frændi sín betur seinni ár en austur í sum- arbústað í faðmi fjölskyldunnar og úti í náttúrunni. Elsku Didda, Margrét, Geiri og börn. Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Okkar huggun er sú að nú hafa þeir feðgar hist aftur og við sem þekktum Benna best vissum hve mjög hann saknaði Hilmars alla tíð. Kristín Þórðardóttir. Mitt í undirbúningi hátíðar ljóss og hlýju slokknar ljós og kólnar, mitt í þeim undirbúningi sem mest eftii’vænting fylgir, eftirvænting gleði og helgi. Fregninni um andlát- ið fylgir sársauki og harmur. En þessum staðreyndum fær enginn breytt. I dag er til moldar borinn Benóný B. Kristjánsson pípulagningameist- ari, Frostafold 5 í Reykjavík. Hann var fæddur í Hjarðardal í Dýrafirði 25. maí 1920. Benóný var sonur hjónanna Kristínar Þórðardóttur og Kristjáns Jóns Benónýssonar. Hann var yngstur fjögurra barna þeirra hjóna en þau eru Jónasína húsmóð- ir, Þórður húsasmíðameistari og Ásgerður húsmóðir og lifa þau öll bróður sinn. Benóný fluttist alfarinn frá Hjarðardal til Reykjavíkur árið 1942. Lærði síðar pípulagnir hjá Jóhanni Pálssyni og lauk sveins- prófi 1948 og meistaraprófi 1951. Benóný giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigurbjörgu Runólfs- dóttur, ættaðri úr Reykjavík 30. ágúst 1947. Þau eignuðust tvö börn, Hilmar, fæddur 12. ágúst 1950, en hann lést af slysförum 13. júní 1960, og Margréti Erlu, fædd 23. október 1956, gift Sigurgeiri Ingimundarsyni starfsmanni Kirkjugarða Reykjavíkur. Þau eiga þijú börn, Benóný Hilmar, Guð- laugu írisi og Sigurbjörn Guðna. Kynni okkar Benónýs tókust fýr- ir 16 árum er ég og fjölskylda mín hófum byggingu sumarhúss í landi Vaðness í Grímsnesi. Benni og Didda, eins og þau voru ætíð kölluð af vinum sínum, voru ein af frum- Sigríður Símonar dóttír - Minning Fædd 8. janúar 1908 Dáin 9. desember 1992 Elsku amma er dáin. Hún var okkur mjög kær og eigum við þess vegna bágt með að trúa því að við munum ekki sjá hana framar í þessu lífi. En þó að maðurinn með Ijáinn hafi kallað ömmu á sinn fund á æðri stað mun hann aldrei geta tekið frá okkur allar ljúfu minning- arnar sem við eigum um hana. Okkur langar til að rita nokkur kveðjuorð um elsku ömmu. Amma fæddist í Reykjavík 8. janúar 1908 og því var ekki langt í 85 ára afmælisdaginn þegar kallið kom. Foreldrar hennar voru Símon Sveinbjörnsson skipstjóri og Sigríð- ur Jónsdóttir, en hún lést af barns- förum við fæðingu ömmu. Seinna kvæntist Símon Ástu Hallsdóttur tannsmið og eignuðust þau fimm syni, Kristján, Gunnar, Hall, Símon og Kára, sem dó aðeins nokkurra mánaða gamall. Tveir þeirra, Hallur og Símon, Iifa systur sína. Óhugsandi væri að skrifa um ömmu án þess að minnast á afa, Ólaf Friðriksson, en þau gengu í hjónaband 22. júní 1928. Hann fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1905 og starfaði lengst af á skrif- stofu Sultu- og efnagerðar bakara. Þeim varð þriggja barna auðið. Margrét er þeirra elst, síðan kemur móðir undirritaðra, Ásta, og yngst- ur er Friðrik. Barnabörnin eru 10 og barnabarnabörnin 11. Afi dó 20. október 1983 og var missir ömmu mikill. Það var ætíð tilhlökkunarefni hjá okkur að fara í heimsókn til ömmu og afa í Ljósheima. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur með góðgerð- um og hlýju. Þau voru ávallt reiðu- búin að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að okkur liði vel hjá þeim. Varla vorum við komin inn fyrir dyrnar þegar byijað var að dekra við okkur. Toppurinn á tilverunni var að fá popp, kók og súkkulaði hjá ömmu og afa og hlusta á ömmu spila á orgelið og syngja með. Við sátum þá hljóð og horfðum á góð- legt andlit hennar ljóma eða tókum lagið með henni. Fátt var jafn skemmtilegt og að spila á spil með ömmu en hún var góður spilamaður og sýndi mikla þolinmæði við að gera okkur hlutgeng á því sviði. Amma var afar félagslynd kona. Hún haði unun af því að hafa fólk í kringum sig og spjalla um daginn og veginn. Henni fannst gaman að vera þó nokkuð á ferðinni og fór hún oft með okkur í strætó niður í bæ, ekki síst til að sýna sig og sjá aðra en glaðningur handa önd- unum á tjörninni var jafnan hafður meðferðis. Hún var dugleg við að rækta samböndin við þá sem henni stóðu næstir. Meðan heilsa hennar leyfði fór hún oft langar leiðir til að heimsækja vini og vandamenn. Hún amma okkar var einstaklega dagfarsprúð og þegar við lítum til baka munum við ekki eftir því að hafa séð hana skipta skapi. En það sem lýsir innra manni hennar einna best var hæfileiki hennar til að umgangast börn. Þau hændust að henni, meðal annars vegna þess að hún gaf sér alltaf góðan tíma til að tala við þau og sinna þeim. Að leiðarlokum viljum við þakka elsku ömmu fyrir samfylgdina og fyrir allt sem hún gerði fyrir okk- ur. Megi hún hvíla í friði við hlið elsku afa sem hún saknaði svo mik- ið. Valgerður, Jón Magnús og Jóhanna. byggjum sumarbústaða þar. Benóný var drengur góður í þess orðs fyllstu merkingu, samvinnufús og bóngóður ef til hans var leitað. Hann hafði ætíð lifandi áhuga á þjóðmálum og sat í stjórn lands- málafélagsins Varðar um árabil. Hann lét mál iðngreinarinnar mikið til sín taka, sat í stjórn Iðnaðar- mannafélagsins og var yfirpróf- dómari til margara ára. Meistari í grein sinni á nokkrum stórbyggingum í Reykjavík, svo sem Lögreglustöðinni og Hótel Loftleiðum. Þá var hann virkur félagi Odd- fellow-reglunnar. Hann var vinsæll maður og þekkti mikinn fjölda fólks. Hann var glaðlyndur og ávallt með spaugsyrði á vör, góður söngmaður og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Víst mun ég lengi eiga bágt með að trúa því að ég sjái ekki framar vin minn Benóný með glettnis- glampa í augum og bros á vör í sveitinni og veit ég að þar mæli ég fyrir munn margra nágranna og vina. Þær eru orðnar margar ferð- irnar og fundirnar sem við félagarn- ir í stjórn Hitaveitu Vaðness höfum átt saman með Benóný, en hann sat í stjórn hennar og varaformaður frá upphafi. Við félagarnir viljum þakka honum hið fórnfúsa starf sem hann vann þar. Benóný var trúrækinn og farsæll í sínu einka- lífi. Hann átti því láni að fagna að eiga góðan lífsförunaut sér við hlið og sólargeislana sem þau hjónin unnu svo heitt, einkadótturina Mar- gréti, tengdasoninn og barnabörnin þrjú. Heimili þeirra hjóna stóð ætíð opið og var þar oft gestkævmt enda gestrisni þeirra með eindæmum. Elsku Didda mín, á sorgarstundu kemur fátt annað að haldi en bæn- in og því bið ég algóðan Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína í harmi ykkar og söknuði. Ég og fjölskylda mín viljum að leiðarlokumk þakka Benóný fyrir allan þann trúnað og hlýju er hann veitti okkur og aldrei brást. Blessuð sé minning hans. Magnús Tryggvason. XJöfðar til XI fólks í öllum starfsgreinum! Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kópavogi, sfmi 671800 OPIÐ SUNNUDAGA KL. 14-18. MMC Pajero langur ’88, bensín, hvítur, 5 g., ek. 84 þ. km., óvenju gott eintak. V. 1490 þús., sk. á ód. Toyota Corolla GTi 16v ’88, rauður, 5 g., ek. aðeins 44 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús., sk. á ódýrari. Mazda 323 1.5 GLX Sedan '87, blár, sjálfsk., ek. 72 þ. Toppeintak. V. 390 þús. stgr. Ford Escort 1100 '86, vínrauður, 5 g., ek. 107 þ. km., sk. ’93. Fallegur bíll. V. 240 þús. Citroen CX 2400 Pallas '82, sjálfsk. Toppeintak. V. 340 þús. Framb. Rússi „húsbíll“ 4x4 ’80, óvenju gott eintak, ek. 50 þ. á vél. V. 390 þús. Nissan Sunny SGX Coupé '87, rauður, 5 g., ek. 95 þ. V. aðeins 390 þús. stgr. Nissan Patrol 6 cyl., ’87, hvítur, 5 g., ek. 56 þ., 33“ dekk o.fl. V. 1080 þús. stgr. Nissan Prairie 4x4 '88, 5 g., ek. 59 þ., 2 dekkjag. o.fl. Gott eintak. V. 850 þús. Ath. Mikið úrval góðra bif- reiða á lágmarksverði. Greiðslukjör við allra hæfi. Mazda 626 GLX ’87, 5 g., ek. 110 þ. V. aðeins 490 þús. Nissan Sunny GTi 2000 ’91, 5 g., ek. 30 þ. Fallegur bíll. V. 1040 þús. Chevrolet Crew Cap Stepside „Z-71“ 4x4 '92, hvítur, 8 cyl. (350), sjálfsk., ek. 26 þ. Mikið af aukahl. V. 2.5 millj. (sk. á ód). VANTAR GÓÐA BÍLA Á STAÐINN fæst í helstu snyritvöruverslunum. M 9212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.