Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 290. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Jeltsín leitar til Kínveija Borís Jeltsín leitaði eftir efnahagssamstarfi við Kínverja og samvinnu á sviði vamarmála í viðtölum við ráðamenn í Peking í gær. Jeltsín er í opinberri heimsókn í Kína og lét að sjálfsögðu verða af því að fara í gönguferð á Kínamúrnum. Búist var við að hann leitaði eftir samningum um sötu á rússneskum hergögnum til Kína. Jafnframt var gert ráð fyr- ir því að undirritað yrði nýtt samkomulag um samskipti Kína og Rúss- lands þar sem ríkin tvö hétu því að fara aldrei með hernaði hvort á hendur hinu. ísraelar ráku 400 Palestínu- menn í útlegð Jerúsalem, Reuter. ÍSRAELAR neyddu um 400 Palestínumenn í útlegð í Líban- on í gærkvöldi þrátt fyrir mótmæli vestrænna ríkja og arabaríkja. Eftir að hæstiréttur ísraels staðfesti ákvörðun ríkisstjórnar Yitzhak Rabins í gær um útlegð Palestínu- mannanna var þeim ekið inn í suðurhluta Líbanons og sleppt þar í skjóli myrkurs. Að skilnaði var hverjum þeirra gefn- ir 50 dollarar, lítilsháttar nesti og ábreiða. Palestínumennirnir eru sakaðir um að vera liðsmenn fylkingar mús- lima sem staðið hefur að árásum á ísraelska hermenn. Talsmaður Pal- estínumanna í friðarviðræðunum í Washington sagði að sendinefndir arabaríkjanna myndu neita að ræða við ísraelsmenn á boðuðum fundi í gær. Haft var eftir Rabin að áformað hefði verið að gera hlé á friðarvið- ræðunum f gær og ekki búist við að þær hæfust fyrr en eftir valda- töku Bills Clintons verðandi Banda- ríkjaforseta í janúar. ísraelsstjóm virðist viðbúin mótmælum á alþjóða- vettvangi vegna aðgerðanna, en Rabin kvaðst ekki búast við því að þær hefðu nein áhrif á friðarviðræð- urnar. Hann sagði að útlegðardóm- urinn stæðist alþjóðalög þar sem mennirnir gætu snúið aftur að tveimur árum liðnum, og gætu áfrýjað dóminum þótt þeir væru erlendis. Mannréttindasamtök hafa hafnað þessum röksemdum. Mennirnir voru settir um borð í 22 langferðabíla á miðvikudags- kvöld og biðu úrskurðar réttarins við landamæri ríkjanna í gær. Tals- maður varnarmálaráðuneytisins í Beirút sagði að líbönskum hermönn- um hefðu verið gefin fyrirmæli um að snúa Palestínumönnunum til baka. Reuter Neyðarhjálpin berst Neyðarhjálp komin á áfangastað í þorpinu Miidow í Sómalíu. Vopnaðar sveit- ir innfæddra stálu þeim síðar fyrir framan nefið á sveltandi fólki. Þýska stjórnin sendir herlið til starfa í Sómaííu Bonn, Mogadishu. Reuter. ÞÝSKA stjórnin ákvað í gær að senda allt að 1.500 her- menn til þátttöku í hjálpar- starfi fjölþjóðaliðs Samein- uðu þjóðanna (SÞ) í Sómalíu. Jafnframt ákvað hún að fjór- falda fjölda flutningatækja, flugvéla og vörubifreiðar, sem send hefðu verið þangað. Virti stjórnin að vettugi hót- anir stjórnarandstöðunnar um að láta reyna á ákvörðun af þessu tagi fyrir stjórnlaga- dómstól. Þýska stjórnarskráin bannar stjórninni að senda hermenn út fyrir varnarsvæði Atlantshafs- bandalagsins. Helmut Kohl kansl- ari ákvað þó að taka áhættuna í þeirri von að sakir eðli málsins yrði ekki látið reyna á lögmæti ákvörðunarinnar. í gær komu 1.200 hermenn frá Marokko til Sómalíu en fyrir voru þar auk franskra og bandarískra sveita hermenn frá Ítalíu, Kanada, Belg- íu, Saudi-Arabíu, Botswana og Pakistan. Matvælasendingum rænt Sómalskar ræningjasveitir létu í gær greipar sópa í þorpum sem bandarískir og franskir hermenn höfðu flutt hjálpargögn til. Her- mennirnir höfðu tæpast afhlaðið vörubílana og snúið til baka til Mogadishu er liðsmenn vopnaðra sveita ættflokkaherja réðust inn í þorp og bæi og stálu matvælum frá sveltandi fólki. Gengu því eftir spádómar starfsmanna alþjóðlegra hjálparstofnana sem sagt höfðu að ekki væri nóg að flytja neyðar- hjálp til hinna sveltandi heldur yrðu hersveitir að verða um kyrrt til þess að tryggja að matvælin kæmust í réttar hendur. NATO býðsttil að tryggja flugbann Hjálparstarfi hætt hefni Bosníuserbar sín á sveitum SÞ Brussel, London. Reuter. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) sögðust í gærkvöldi tilbúnir til þess að framfylgja flug- banni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) yfir Bosníu en lögðu á það áherslu að slíkar aðgerðir mættu ekki verða til þess að hindra hjálparstarf í landinu. Lawrence Eagleburger utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ef til vill yrði að hætta hjálparstarfi í Bosníu ef SÞ ákveður að framfylgja flugbanni, ekki síst ef Bosníuserbar gera alvöru úr hótun- um um að hefna sín á hersveitum SÞ í Bosníu. Ágreiningur var á fundinum um hversu hratt skyldi farið í aðgerð- um gegn Serbum í Bosníu. Banda- ríkjamenn, Hollendingar og Tyrkir hvöttu til þess að flugbanninu yrði framfylgt strax sem hefði þýtt að serbneskar flugvélar sem virtu það að vettugi yrðu tafarlaust skotnar niður. Frakkar studdu það en Bret- ar, Danir, Spánverjar, Kanada- menn og Þjóðveijar sögðust hins vegar óttast um öryggi hersveita SÞ í Bosníu sem vinna þar að hjálparstarfi og lögðust því gegn aðgerðum að svo stöddu. Radovan Karadzic leiðtogi Bosníuserba beinlínis hótaði í gær árásum á sveitir SÞ yrði ákveðið að fram- fylgja flugbanninu með hervaldi. Vegna ágreinings ráðherranna um aðgerðir í Bosníu dróst fundur- inn óvenju lengi en á endanum náðist samstaða um að NATO byðist til þess að framfylgja flug- Laug sig á Everest Franskur enskukennari, Thierry Defrance, komst ný- lega við fjórða mann á tind Everest-fjallsins, hæsta fjalls heims, en það er fyrsta fjallið sem hann sigrast á. Defrance, sem er 31 árs, fékk þá hug dettu að klífa Everest og til þess að hrinda henni í fram- kvæmd laug hann sig inn í leið- angur franskra atvinnuklifr- ara. Sagðist hafa klifið Matter- hom og aðra helstu tinda Alp- anna. Hann var tekinn trú- anlegur, ekki síst vegna þess hversu vel hann var á sig kom- inn andlega og líkamlega. banninu yfir Bosníu ef öryggisráð SÞ tæki ákvörðun þar að lútandi í næstu viku. Áætlun NATO tilbúin í dag Áætlun NATO um aðgerðir í Bosníu verður tilbúin í dag og send öryggisráðinu eftir að hafa hlotið formlega staðfestingu á fundi fastafulltrúa bandalagsins nk. þriðjudag. Rússneska þingið skoraði í gær á ríkisstjómina að beita neitunar- valdi í öryggisráði SÞ til þess að koma í veg fyrir hemaðaríhlutun í fyrrverandi lýðveldum Júgóslav- íu. Talið er að Borís Jeltsín láti áskorunina sem vind um eyru þjóta því hann hét því opinberlega á miðvikudag að framfylgja sam- þykktum og ályktunum SÞ. í sérstakri yfirlýsingu ráðherr- anna sagði að þeir hefðu sam- þykkt að NATO tæki í framtíðinni að sér friðargæsluhlutverk í nafni SÞ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.