Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 14
ðí 14 seer aaaMagaa ,8i auoAauTgöa aiGAjauuoíioM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 Málaðir tréskúlptúrar Eitt verkanna á sýningunni. í listhúsinu einn einn á Skóla- vörðustíg 4a sýnir fram til 23. desember Kristján Jón Guðnason sjö málaða tréskúlptúra. Kristján nam við MHÍ á árunum 1961-64 og svo við Listiðnaðar- skólann í Osló 1965-67. Sá er hér ritar man vel eftir Kristjáni sem dugmiklum og áhugasömum nemanda á miklum umbrotaárum innan skólans, er margir þeir voru við nám, sem mikð hafa komið við sögu íslenzkr- ar listar til margra ára. Japanskar tréristur Myndlist Bragi Asgeirsson Það er merkileg sýning sem þennan mánuð prýðir veggi Mok- kakaffí við Skólavörðustíg og hingað eru komnar fyrir tilstuðlan Hannesar Sigurðssonar listsagn- fræðings í New York. Um er að ræða nokkuð úrval af japönskum tréristum frá blóma- skeiði þeirra á síðari hluta sautj- ándu aldar fram undir miðbik átj- ándu aldar, en þá voru uppi óvið- jafnanlegir snillingar eins og Ut- amaro, Hokusai, Hirosige, Shar- aku, Eisen, Kunisada og fleiri. Um uppruna tréristunnar er allt í hulu, en hún sækir uppruna sinn langt aftur í gráa forneskju. Þannig hafa útskomar tréplötur verið notaðar frá ómunatíð til þrykkingar á vafnað og klæðnað, til stimpilgerðar og í ýmsum til- gangi. Kínveijar þrykktu þegar á tí- undu öld bækur, þar sem öll síðan var skorin út í tréstykki, líkt og í hinum svoköliuðu blokkbókum, sem búnar voru til í Evrópu fyrir daga Gutenbergs. Tréristan er í þessu tilliti náskyld prentlistinni. Mynd og ritmál haldast í hendur, sem kannski aldrei á seinni tímum og mjög sjaldan hafa hinar fyrstu þrykktu bækur verið yfírstignar af seinni tíma bókagerð. Til Japans barst sjálf aðferðin með útbreiðslu búddhatrúarinnar eftir árið 552 og eðlilegur gangur telst vera yfir Kóreu frá Kína og muyn svo einnig um ýmsa anga kalligrafíunnar. Hins vegar er jap- önsk menning mun eldri og hafa fundist í jörðu merkilegir hand- gerðir hlutir allt frá áttunda ár- þúsundinu fyrir Krists burð. Öll mikil menning á sér þannig djúpar rætur í fortíðinni, að menn segi ekki grárri forneskju og þann- ig sækir margt í framsæknum núlistum tuttugustu aldarinnar áhrif beint til menningararfs sem er árþúsunda gamall. Er Austrið opnaði dyrnar á fulla gátt, á síðustu öld kynntust evr- ópskir listamenn línunni yndis- þokkafullu, er einkenndi japönsku tréristuna og einnig kalligrafíuna, sem var ekki einungis leturtákn heldur jafnframt myndljóð fyrir augað. Um leið og hinar litsterku tré- ristur komu fyrir sjónir evrópskra listamanna gerðist það að efnaiðn- aðurinn færði þeim upp í hendurn- ar nýjar tegundir af litum, sem voru mun ódýrari en áður þekktist og þetta olli byltingu í list og list- iðnaði í álfunni. Nú gátu menn gengið nær ótakmarkað að sterk- um frumlistum, sem áður höfðu verið rándýrir og sumir ágætir. Við þetta allt bættist iðnbyltingin og um leið hin gagngerða upp- stokkun á öllum lífsháttum og fjölgun þéttbýliskjama. Að baki myndanna á Mokka, sem eru frummyndir að því leyti að þær era gerðar eftir upprana- legu stokkunum, býr þannig saga umbyltingar í sjónlistum álfunnar og þannig séð er sýningin drjúgur menningarviðburður. Það gerist og ekki oft hér á hjara veraldar, að fyrir sjónir manna komi mynd- ir eftir menn eins og Ando Hiros- hige, Utagawa Kunisada og Keisai Eisen. Kristján hefur hins vegar ein- hverra hluta vegna verið minna í sviðsljósinu og sýningar hans ein- kennst af full mikilli hlédrægni. Hann hefur einnig ekki fest sig við neina eina grein innan mynd- listar, heldur reynt við ýmis tækni- svið, en þó mun teikningin jafnan sækja fast á. Listamaðurinn nam í eina tíð höggmyndalist undir handleiðslu Ásmundar Sveinssonar (1961— 1964) og mun honum vera það tímaskeið eftirminnilegt, svo sem fram kemur á þessari sýningu, en þó ekki í neina þá vera að minni á list lærimeistarans. Skúlptúrarnir hafa fyrir sumt yfír sér bernskt svipmót, því að þeir eru meira gerðir af eðlishvöt augnabliksins en djúpri yfirvegan og það svo mjög að samsetningu þeirra er á köflum tæknilegan ábótavant. Margar myndanna hafa yfir sér trúarlegt yfirbragð og krossmark- ið er áberandi útgangspunktur myndferilsins, en það getur allt eins verið vegna þess að myndefn- ið í sjálfu sér höfði til listamanns- ins, eins og að það spegli innri kviku hans. Einu má nefnilega slá föstu sem er, að mestu trúarlegu listaverkin eru ekki sköðuð vegna innri þarfar listamannanna heldur einfaldlega fyrir það, að sá er málar eða mótar er listamaður af guðs náð. Að taka á þennan hátt spýtur og tilfallandi hluti til handargagns og setja saman myndverk, er skemmtilegt ferli,m en gerir þó dijúgar kröfur til gerandans um eðlisbundin og skynræn átök við efniviðinn. Slík átök kenndi ég helst í myndinni „Fjölskylda", sem er númer sjö á skrá. Trúarlegt inntak í listhorni Sævars Karls Ólason- ar í Bankastræti 9 sýnir Harpa Björnsdóttir nokkur myndverk út desembermánuð. Harpa er orðin allþekkt fyrir umsvif á sýningarvettvangi sem hafa verið dijúg á undanförnum árum og mörgum mun í fersku minni hin hressilega sýning sem hún hélt á Kjarvalsstöðum á sl. ári. Það sem einkennir Hörpu öðru fremur er hvernig hún veltir fyrir sér möguleikum hins flata tvívíða myndflatar, auk þess sem hún reynir einnig fyrir sér í þrívíðu rúmtaki. Hún á það til eins og svo margir af hennar kynslóð að fara sér geyst og því hefur árangurinn verið æði misjafn. Ekki hafa myndir hennar beinlínis einkennst af trúarlegum vangaveltum fram að þessu, nema síður sé, en nú virðist hafa orðið nokkur breyting á hugarfari listakonunnar og trú- arleg tákn era farin að birtast í myndverkum hennar og þá öðra fremur krossmarkið. Þetta tákn kristninnar birtist iðulega í mynd- verkum núlistarmanna og virðist hafa sótt á eftir umskiptin miklu í austri. Það era fímm myndverk sem Harpa sýnir í listhúsinu og þeim er vel fyrir komið I salarkynnunum þannig að hvert og eitt nýtur sín ágætlega. Hé er um hugleiðingar um eilífðina að ræða og er yfir- skrift sýningarinnar: „Er eilífðin kannski eitthvað sem við gleymd- um í gær.“ Þessu svarar listakonan svo sjálf: „Eilífð er ekki tími og ekki heldur óendanleiki. Eilífðin er frekar eitthvað trúarlegt, eitthvað tengt æðri máttarvöldum og ekki á valdi nokkurs dauðlegs manns. Harpa Björnsdóttir við eitt myndverk sitt. En við reynum. Við reynum að snerta skugga eilífðarinnar, reyn- um að vera með, reynum að fara hærra. Plöntum tijám, göngum á fjöll, tökum upp kartöflur og tín- um ber, búum eitthvað til. Tökum okkur bólfestu inni í okkur sjálf- um, þar sem ferðamöguleikarnir eru óendanlegir, þar sem kyrrðin ríkir með straumi allt um kring.“ BLÁU AUGUN Bókmenntlr Sigrún Klara Hannesdóttir Vinsældir Þorgríms Þráinssoon- ar á íslenskum bamabókamarkaði eru ótrúlega miklar. Hann semur hveija metsölubókina á fætur ann- arri. Auk þess að vera metsöluhöf- undur hefur hann einnig fengið viðurkenningu á borð við Barna- bókaverðlaun Skólamálaráðs. Þor- grímur er glæsilegur fulltrúi ungr- ar kynslóðar rithöfunda, ber sig vel, fyrrverandi íþróttamaður og talar mál sem unglingar skilja. Því hefur reynst útgefendum auðvelta að markaðssetja hann. Bak við bláu augun er nútíma- saga og hluti hennar gerist reynd- ar á aðfangadag 1992. Söguper- sónur eru nemendur í framhalds- skóla í Reykjavík. Kamilla er kjarni sögunanr, dularfull og þögul, en einmitt það framferði vekur áhuga Nikka á henni. Ævi hennar hefur verið ótrúlega þymum stráð og Kamilla hefur tjáð vandræði sín í dagbók sem síðar kemst í hendur Nikka. í gegnum dagbókina kynn- ist lesandi sjúkdómssögu Amars tvíburabróður Kamillu, Baldri drykkfelldum föður hennar og móður hennar sem er dáin. Nikki er töffarinn í skólanum. Hann er á föstu með ríkri stelpu, Lilju, og virðist mjög öraggur með sig. Atvikið, þegar hann og vinur hans hreppa dansfélaga sem þeim fannst sér ekki samboðnir, fannst mér ákaflega ósmekklegt: „Það er ekki nóg með að hún sé eins og svín heldur eru þær systur kallaðar „skítamórall skólans“ því þær eru víst leiðinlegri en allt sem leiðin- legt er og lifandi. Svo notar hún víst skó númer 47 ... “ (s. 60). Þeir eru mjög dónalegir við þær en loks gáfíist þær upp á rudda- skapnum og „hlunkuðust í burtu“ (s. 51). Höfundur lætur þá fá ofur- lítið málamyndasamviskubit, en þeir era fljótir að afsaka sig með því að þeir geti ekki verið þekktir fyrir að láta sjá sig í þessum félags- skap. í allri þeirri umræði sem nú á sér stað um einelti, áreitni og andlegar misþyrmingar barna sem eru á einhvern hátt tekin fyrir, er þessi frásögn mikið glappaskot. Atburðarásin fer hægt að stað en sígur á. í lok sögunnar er hún spennandi þó hún nái samt aldrei neinni veralegri lyftingu. Atburð- irnir fá á sig spennusagnastíl sem er býsna óraunsær og endalokin eru nokkurs konar Óskubusku- ævintýri. Texti Þorgríms er léttur og hann er vel að sér í unglingamáli. Mál- far unglinganna er hæfilega tvír- ætt og hortugt til að kitla hlátur- taugarnar og dálítið „sexý“ án þess þó að hneyksla með of mik- illi bersögli. Höfundur lætur lesandann kynnast krökkunum aðeins af tils- vörum þeirra, umræðum og sam- tökum, auk þess sem þau tala hvert um annað. Eg sakna þess að höf- Þorgrímur Þráinsson undur skuli ekki skyggnast inn í hugarheim Arnars, veika bróður Kamilu. Hvorki Andrea, Lilja né Svenni sveitó fá neina umfjöllun og ekki einu sinni Keli nema að því að hann er að einhverra dómi ekki mikl persóna. Þau eru aðeins peð í atburðarás. Eftir lestur bók- arinnar um stúlkuna dularfullu með bláu augun og kolsvarta hárið og ríka strákinn sem vill endilega kynnast henni, finnst mér að höf- undur hafí ekki reynt að skilja þessa unglinga til hlítar og þess vegna vantar herslumuninn að honum takist að semja trúverðuga unglingasögu. Grallaralíf Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Ármann Kr. Einarsson. Grallaralíf í Grænagerði. Vaka-Helgafell, 1992. Ármann Kr. Einarsson hefur unn- ið það afrek að skrifa 40 bækur frá því hann sendi frá sér sína fyrstu bók árið 1937. Öll íslensk böm hafa notið þess að lesa um Árna í Hraun- koti, Óla og Magga og uppátæki þeirra, auk annarra sagna svo sem Niður um strompinn sem segir frá Vestmannaeyjagosinu og Víkinga- ferð til Surtseyjar sem samin var í framhaldi af því eldgosi. Ármann hefur verið ötull talsmaður bama- bókarinnar og unnið ómælt starf við að kynna bækur og hvetja böm til að lesa. Enn er Ármann að skrifa og skemmta börnum. í þetta sinn send- ir hann frá sér litla grallarasögu sem segir frá Robba, sex ára patta, og fjölskyldu hans pabba, mömmu og litlu Ló systur hans. Robbi hefur á sér mörg einkenni nútímabama. Hann er frekar latur, matvandur og er vanur því að það sem hann biður um. Foreldrar hans era vel stæð, faðir hans flugmaður og það eru engar smágjafir sem drengurinn fær þótt lítill sé. Höfundur teflir jafn- framt fram andstæðu Robba. Kalli er fátækur og mamma hans er fötl- uð. Mikil vinátta tekst með þessum ólíkum drengjum og má segja að báðir njóti góðs af þótt á ólíkan máta sé. Robbi er mikið hjá afa sín- um og ömmu og sagt er frá því þeg- Ármann Kr. Einarsson ar afí hans deyr. Mamman er sjálf- stæð og hress, keyrir um á stórum jeppa og á það til að gefa vel í. Bókin um Robba, grallarann í Grænagerði og vini hans, er fyrst og fremst safn frásagna af ýmiskon- ar uppátækjum sem hann tekur sér fyrir hendur. Allt er þetta græsku- laust gaman sem engan særir og á engan er hallað í sögunni. Þetta er létt og skemmtileg saga fyrir þá sem era nýbyijaðir að lesa og kaflarnir stuttir og vel aðgreindir svo hægt er að lesa hvern um sig. Helsti ókost- urinn fínnst mér vera sá að letrið er heldur smátt fyrir byijendur. Þótt það hefði lengt bókina lítilsháttar hefði það um leið auðveldað yngstu lesendunum að lesa sjálfír. Efnið er vel við hæfi þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.