Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 ,J{ún vcuréc*& fco/fux-be/ntúrulnnu^" Við ákváðum síðasta sumar að fara í sumarleyfi sitt í hvoru lagi og hann hefur ekki komið aftur. Ást er... H-þjo & a-zn ... að sjá til þess að þau fái eitthvað í jólasokkinn. TM R«g- U.S Pat Off,—ail rlghts raserved • 1092 Loa Angeles Times Syndlcate Áttu nokkuð stærra glas? Hann er 193 cm á hæð. HÖGNI HRKKKVÍSJ BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Verður þú rukkaður næst? Frá Skarphéðni Agnars: UPPHAF þessa máls sem nú verð- ur greint frá, er að þann 27. september 1991 kaupi ég undirrit- aður bifreiðina JX 164, sem er MMC Lancer árg. 1989. Bifreiðin var staðgreidd eins og afsal ber með sér. engar veðskuldir hvíldu á bflnum. Fyrri eigandi var kona búsett í Garði á Suðurnesjum. Við eigendaskiptin, hvíldi sú skylda á seljanda, að tilkynna þau án tafar á pósthús eða til Bifreiðaskoðunar íslands. Þetta lét fyrri eigandi hinsvegar hjá líða, og hefur það valdið mér verulegum óþægindum. Úr því að lagt er svo mikið uppúr þessari tilkynningaskyldu, er fráleitt að hún sé seljandans. Betra væri að bílasalinn sæi um slíkt. í maí á þessu ári kemst ég að því, að svikist hefur verið um að tilkynna eigendaskiptin. Varð ég því sjálfur að sjá um að svo yrði gert. Það er nokkru síðar að lög- fræðingur í Reykjavík hefur sam- band við mig, og tilkynnir mér að fjárnám hafi verið gert í bfreið minni í desember 1991. Ástæðan sé sú, að fyrri eigandi bílsins hafi neitað að greiða kröfu sem Inn- heimta og ráðgjöf hf. sé með til innheimtu. Krafan hafi í upphafi verið um 28 þúsund, en sé nú komin í um kr. 120 þúsund. Eig- andi þessarar kröfu er sagður vera Steingrímur Snorrason. Ekki veit ég nein deili á honum. Hann hefur ekki í eigin persónu, haft samband við mig. Marg endurteknar tilraunir mínar i þá átt, að fá fyrri eiganda bílsins til að greiða þessa skuld, reyndust árangurslauar. Það hefur verið sagt við mig, að ég hefði átt að fylgjast með því, að seljandi uppfyllti þá skyldu sína að tilkynna eigendaskiptin. Það má til sanns vegar færa. Það er orðinn ótrúleg- ur fjöldi fólks, sem ekki er hægt að treysta í viðskiptum. Framan af síðastliðnu sumri varð ég hvað eftir annað fyrir ónæði af hálfu lögfræðinga sem voru að hóta uppboði á bíl mínum, ef ég ekki greiddi umrædda skuld, sem fyrri eigandi bifreiðarinnar stofnaði til. Það nýjasta í þessu er, að fyrir fáum dögum, þegar þetta er skrifað, hafði enn einn lögfræðingurinn samband við mig símleiðis, og tjáir mér að búið sé að gera kröfu um uppboð á bifreið minni. Uppboðið eigi fram að fara 27. nóvember. Ég kannaði þetta daginn eftir. Kom þá í ljós að þetta var uppspuni úr manninum. Engin krafa um uppboð hafði borist. Ekki sá ég neinn tilgang með þess- ari uppákomu mannsins, nema þá að gera mér gramt í geði. Heldur fannst mér þetta lágkúrulegt. Mikla athygli vakti hið svokall- aða „Ingibjargarmál" á Akureyri, sem vafalaust er mörgum í fersku minni. Ekki veit ég hvort því máli er lokið. Það vakti ógeð allra rétt- sýnna manna. Ég mun ekki líkja þessu máli mínu við það. Hún var dæmd til að greiða skuld sem fyr- ir löngu var búið að borga. Inn- heimta og ráðgjöf hf. mun hafa komið þar við sögu. Nú eru lög- fræðingar frá þeirri sömu stofnun, að rukka mig um skuld sem ég á engan hátt hef stofnað til, og skulda ekki. Þó ekki hafi verið vitað, þegar fjárnámið var gert, að kona sú sem átti umræddan bíl áður, væri búin að selja hann fyrir löngu, hafa þeir sem nú eru að rukka mig, vitað það mestallan tímann sem liðinn er síðan. Seinna nafn þessa innheimtu- fyrirtækis er „ráðgjöf". Afskap- lega eru það óviðfelldin ráð, ef innheimtumönnum þeirra er ráð- lagt að ráðast að öldruðu fólki, á þann hátt að krefja það um greiðslu á skuld, sem það hefur ekki stofnað til og skuldar engum. Það er kannski löglegt í þessu til- felli. En siðferðið sem að baki ligg- ur, er ekki á háu stigi. Það er umhugsunarefni hvernig komist hefur inn í löggjöfina, að hægt sé að gera fjárnám í eign sem búið er að selja fyrir löngu og gefa afsal fyrir. (Bíl í þessu tilfelli.) Að sumir lögfræðingar skuli notfæra sér slíka brotalöm í lögunum, er fyrir neðan allar hell- ur. Það ætti að sjást á því máli sem hér er ijallað um, og munu flestir lögmenn sjá óréttlætið sem hér blasir við. Þar á virðast þó undantekningar. Mig langar að vitna í blaða- grein sem Sólveig Adamsdóttir á Akureyri ritaði í sumar. Hún er þar að fjalla um „Ingibjargarmál- ið“. Greinina nefndi hún „Stöðvum svikaranna“. Á einum stað í grein- inni segir svo: „Verður þú rukkað- ur næst? Hefur þú hugsað út í það, lesandi góður, að þarna snér- ist glæfrainnheimtan um upphæð sem hægt var að greiða. Hún hefði alveg eins getað verið hundruð þúsunda sem ekki hefði verið mögulegt að útvega. Viðkomandi hefði þá lent í uppboði með eigur sínar og afkomu vegna greiddrar skuldar, að vísu löglega. Það hefði alveg eins getað verið þú. Lög- fræðingar vinda hendur sínar í fullkomnu ráðaleysi. Það er eitt- hvað mikið að, a.m.k. í lögbókun- um þeirra, svo mikið er víst.“ Til- vísun líkur. Verður þú rukkaður næst? segir þar. Ósagt skal látið hvar ég hef verið í röðinni. Kannski hafa margir verið á undan mér. Það eru líkast til áhöld um það, hverra gerðir eru verri í minn garð, lögmannanna sem hér koma við sögu, eða fyrri eiganda bifreið- arinnar JX 164. Huggunin sem að baki býr virðist á svipuðum nótum, og er heldur ófögur. Ég get ekki látið hjá líða að þakka Neytendafélagi Suðurnesja þá að- stoð sem það hefur veitt mér í þessu máli. 5. desember. Það er nokkuð síðan ég festi framanritað á blað. Ég gerði mér vonir um að kröfuhafi félli frá þessum innheimtuaðgerðum á hendur mér. Honum hlýtur að hafa verið kunnugt um hvernig mál þetta er í pottinn búið. Nú hefur það hinsvegar gerst, að innheimtumenn hans hafa látið til skarar skríða. Mér hefur borist bréf, þar sem tilkynnt er um uppboð á bifreið minni þann 16. desember næstkomandi. Það virðist ekki vefjast fyrir þeim lög- fræðingum sem hér eiga hlut að máli, að vinna slíkt óþurftarverk. Ætli ég verði svo ekki að þakka jólaglaðninginn borinn fram að þeirra hætti. SKARPHÉÐINN AGNARS, Hringbraut 67, Keflavík. Víkveiji skrifar Víkveija, eins og sjálfsagt fleir- um, blöskrar allt bullið á Alþingi í umræðum um EES- samninginn. Það fer ekki framhjá neinum að stjórnarandstaðan hef- ur reynt að teíja málið með mál- þófi. Þingmenn hennar hafa flutt einhveijar lengstu, en jafnframt innihaldsrýrustu, óáhugaverðustu og leiðinlegustu ræður, sem Vík- veiji hefur nokkurn tímann neyðzt til að hlusta á og er hann þó ýmsu vanur úr starfi sínu sem blaðamað- ur. Beinar útsendingar Sýnar á umræðunum hafa varla aukið hróður viðkomandi þingmanna meðal almennings. Kunningi Vík- veija stakk að honum þeirri hug- mynd að lögreglan tæki ræður Ólafs Ragnars Grímssonar, Páls Péturssonar, Hjörleifs Guttorms- sonar og fleiri upp á band og not- aði þær til að knýja fram játning- ar hjá sakamönnum! xxx Fólki virðist hætta til að rugla saman orðunum útdráttur og úrdráttur. Víkveiji sér æ oftar, síðast í Alþýðublaðinu í gær, birt- an „úrdrátt" úr bók, þegar átt er við útdrátt. Svo að það sé á hreinu, segir Orðabók Menningarsjóðs að úrdráttur sé „það að draga úr ein- hveiju, vanhvörf, það stílbragð að nota veikari orð en efni standa til, t.d. „þolanlegt" = mjög gott, „ekki fagurt“ = mjög ljótt.“ Út- dráttur er hins vegar „ágrip, yfir- lit“. xxx oftar sér Víkveiji orðið „óaðgæzla“ á prenti. Það finnst ekki í áðurnefndri orðabók, enda finnst Víkveija þetta vont mál. Er ekki átt við aðgæzluleysi? xxx Víkveiji fagnar því að borgar- minjavörður skuli hafa tekið undir mótmæli hans við áformum Pósts og síma um að rífa Hótel Vík við Hótel íslands-planið. Vík- veiji skilur ennþá hvorki upp né niður í þeirri ætlan þessarar opin- beru stofnunar, enda er húsið til mikillar prýði við væntanlegt Ing- ólfstorg. Hins vegar er ástæða til að hrósa Pósti og síma fyrir að láta nú gera við gaflinn á húsinu, en við hann stóð áður gamalt pakkhús, sem rifið var fyrir skemmstu. Vonandi heldur stofn- unin áfram að gera við þetta gamla fallega hús og lætur lönd og leið áætlanir um að rífa það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.