Morgunblaðið - 18.12.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992
í LÍFSINS ÓLGUSJÓ
15
Drauma jolagjöfin þeirra...
Bókmenntir
Skafti Þ. Halldórsson
Guðjón Símonarson
Stormur strýkur vanga
Minningar Guðjóns Simonarsonar
Ólafur Haukur Símonarson bjó til
prentunar
Forlagið 1992, 352 bls.
Það geisar stornjur um síður ævi-
sögu Guðjóns Símonarsonar sem
réttnefnd er Stormur strýkur vanga.
Þar segir ekki einungis frá stórviðr-
um á hafi úti heldur einnig frá
stormasamri ævi Guðjóns og ekki
síst ólgunni í bijósti hans.
Ólfur Haukur Símonarson rithöf-
undur, sonarsonur Guðjóns, hefur
búið söguna til prentunar. Hún er
ekki ný .af nálinni. Líklegt er að
Guðjón hafi byijað að rita hana í
kringum 1950 og unnið að henni
áratuginn næsta þar til hann féll frá
1962. Ég tel útgáfu þessa töluverðan
feng. ólafur Haukur hefur unnið
þarft verk við að koma á framfæri
þessari lífssinfóníu afa síns.
Saga Guðjóns er i hópi þeirra
ævisagna alþýðu- og erfiðismanna
sem í senn er lífssaga, aldarfarslýs-
ing og menningarsaga. Hún leiðir
hugann að bestu verkum greinarinn-
ar, s.s. / verum eftir Theódór Frið-
riksson og ævisögubók Tryggva
Emilssonar þótt nokkuð standi hún
þeim að baki. Að sönnu átti Guðjón
ekki til stílsnilld Tryggva eða hrif-
næmi og náttúruskynjun Theódórs.
1 Raunar er fremur dimmt yfir sögu
hans. Hún er átakasaga. En sögu-
maðurinn sjálfur hefur verið innst
inní eldfjalli af manni, samkvæmt
eigin lýsingu, þótt jökulhettan hafí
hlaðist ofan á. Það eru því ekki lítil
umbrot þegar tekur að loga og sú
umbrotasaga er um margt áhrifa-
mikil og stórbrotin.
Saga Guðjóns er saga af harðri
lífsbaráttu. I æsku bjó hann við fá-
tækt og harðræði á Alftanesi, var
oft sendur í vist þar sem hann mátti
þola sult og jafnvel misþyrmingar.
Ungur að aldri fer hann til Aust-
íjarða í sjóróðra og verður fljótt for-
maður á báti og aflakló. Gerir hann
út frá Mjóafirði en síðar einkum frá
Norðfirði þar sem hann býr lengi.
Hann tekur þátt í þeirri atvinnulífs-
byltingu sem verður þegar vélbátaút-
gerð kemur til sögunnar og við kynn-
umst ýmsu í samskiptum sjómanna,
útgerðarmanna, yfirvalda og kaup-
manna. Seinna á ævinni hverfur
Guðjón aftur suður og rekur verslun
í Reykjavík og í Höfnum.
Inn í þessa frásögu fléttast sögur
af stórviðrum, fólki sem verður úti,
fundi á barnslíki, ást í meinum, sjó-
róðrum, aflabrögðum og manntöpum
en einnig skýrir Guðjón frá átökum
við útgerðarmenn, upphafi verka-
lýðshreyfingarinnar á Norðfírði og
deilum við yfírvöld.
Guðjón Símonarson var greindur
alþýðumaður með ýmsar langanir og
þrár sem hið snauða og harðneskju-
lega samfélag 19. aldar og í upphafi
þeirrar 20. átti erfitt með að með-
taka og kæfði stundum af miskunn-
arleysi forheimskunnar. Þetta hefur
mótað Guðjón. En auk þess hefur
hann verið baráttumaður að upplagi.
Sem lítið bam lenti hann iðulega í
vandræðum vegna menntunarþrár
Guðjón Símonarson
sinnar. Var hann jafnvel barinn til
óbóta fyrir að vilja læra að lesa og
skrifa. Hann gefst þó aldrei upp
heldur berst um eins og nýfangað
villidýr fullur af frelsisþrá, menntun-
arvilja, hugrekki, einurð og stað-
festu. Þannig nær hann að sanka
að sér hinum og þessum þekkingar-
molum. Hann lærir að draga til stafs,
nemur skósmíðar, kynnir sér ýmis-
legt í læknisfræði og aflar sér kunn-
áttu í orgelleik. Við og við fáum við
athyglisverða innsýn inn i hugarstríð
Guðjóns í hnitmiðuðum texta. Það
er ekki laust við að kenni beiskju í
frásögu af fermingu en vegna fá-
tæktar foreldra varð Guðjón að ferm-
ast í lánsskóm: „Leitt þótti mér að
fermast á lánsskóm, en það mun
með öðru hafa verið orsök þess að
ég lærði síðar skósmíðar; ég ætlaði
ekki að láta mín börn fermast á
lánsskóm.“ (59.) Hann er heldur
aldrei sáttur við þau uppeldisskilyrði
sem hann bjó við og segir um for-
eldra sína að honum hafí oft sárnað
við þá „af því mér virtist þau áhuga-
laus um framtíð mína“. (96.) En
hann viðurkennir þó að hans versti
óvinur hafí verið „fátæktin og hefðin
sem sagði að fátæklingamir ættu
ekki að vera að sperra sig.“ (96.)
Baráttuþrek Guðjóns, kapp hans
og bitur reynsla æskuáranna gerir
hann einnig harðan í lund og ef til
vill kemur sú harða lund í veg fyrir
að hæfíleikar hans á ýmsum sviðum
fái notið sín til fulls. Skapbrestir
hans yfírgnæfa studnum mannkost-
ina. Oft verður þannig texti bókar-
'innar heiftúðugur og dómharður.
Guðjón hikar ekki við að nefna menn
„erkisvikara". (326) eða tala um
„mannorðsmorðingjann Begga fína“
(346), þann ómerkilega lygalaup.
Gætir stundum fordóma í þessum
skrifum. Um léleg vinnubrögð í Ís-
húsinu í Höfnum kemst hann svo að
orði: „Mér var næst að halda að
starfsmennirnir hafi flestir verið
Reykvíkingar, þvílík óttaleg letiblóð
voru þeir.“ (345.) Og um íbúa í Höfn-
um yfirleitt segir hann: „Því lengur
sem ég dvaldi í Höfnum því meira
leiddist mér fólkið." (346.) Langræk-
inn hefur Guðjón einnig verið svo
að það náði jafnvel út yfír gröf og
dauða. Hann átti löngum í útistöðum
við bræðuma frá Brekku í Mjóafirði,
Ólafur Haukur Símonarson
þá Vilhjálm Hjálmarsson, hrepp-
stjóra, og Konráð bróður hans, kaup-
mann enda beittu þeir hann ýmiss
konar órétti. Samkvæmt Guðjóni lét
Konráð menn sína einu sinni fara
aðför að honum, í þetta skiptið eða
annað og vísaði honum á annan stað:
„Ég vísaði honum á þá leið og biðja
Guð fyrirgefningar, þangað hefði ég
sjálfur snúið mér á erfiðum stundum
í lífí mínu.“ (193.)
Þjóðlífslýsingar eru allnokkrar í
bókinni. Beiskja höfundar er ekki
ástæðulaus. Ótrúlegri grimmd í garð
smælingja er lýst, áhrifum vist-
arbands, barnaþrælkun og annars
konar kúgun. Guðjón er einn af
brautryðjendum verkalýðshreyfing-
arinnar á Norðfirði en hann missir
fljótlega trú á henni enda virðist
hann vera vegna skaphafnar sinnar
og ævireynslu af hugsjón og upplagi
og sem slíkur dæmdur til ósigurs.
Einnig var Guðjón frumkvöðull hvað
varðar söng og tónmenntir þarna
eystra og hefur tónlistin verið honum
mikill gleðigjafí.
Stíllinn á bókinni er fremur eins-
leitur. Setningaskipan er jafnan ein-
föld og málfarið óbrotið og alþýð-
legt. Oft eru setningar hnitmiðaðar
en sjaldan sjáum við skáldlegt flug.
Málfarið gæti virst landkröbbum í
hinni lötu Reykjavík framandlegt.
Það er oft á tíðum tækniorðaskotið
sjómannamál og málsniðið eftir því.
Frásagnirnar eru margar hveijar
mergjaðar og halda oft athygli les-
anda vel en stundum verða þó sögur
af útróðrum og aflabrögðum full
keimlíkar. Guðjón dregur oftast eigin
taum í frásögninni svo að lesandi
verður að beita eigin dómgreind og
vega og meta hana.
Frágangur bókarinnar er góður
að mestu leyti og rit- og prentvillur
ekki áberandi. Bókinni fylgir nafna-
skrá.
Stormur strýkur vanga er með
athygliverðustu ævisagnaritum síð-
ari ára. Hún er saga átaka og mann-
dómsrauna en jafnframt saga biturr-
ar lífsreynslu. Hún fegrar ekki en
segir okkur sannleikann um eymd,
fátækt og grimmd þjóðfélags 19.
aldarinnar og baráttu stétta og ein-
staklinga í upphafí þerrar 20. Hún
er í senn saga eisntaklinga og samfé-
lags.
SKÓVERSLUN, BORGARKRINGLUNNI, SÁNti 677267
NYJAR BÆKUR
ejjtiblív.inAcela UöjfUnéa;
Theresa Charles
Barbara Cartland
ErikNeriöe SKUCCS)Á
BÓKABÚD OUVERS STEINS SF.