Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 74

Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 HANDKNATTLEIKUR Landsliðid valið gegn Frökkum Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, hefur valið 17 leikmenn til að taka þátt í leikjunum gegn Frökkum milli jóla og nýárs. Markverðir verða þrír; Guðmundur Hrafnkels- son, Val, Bergsveinn Bergsveins- son, FH og Sigmar Þröstur Óskars- son, ÍBV. Aðrir leikmenn eru Gunn- ar Beinteinsson og Guðjón Ámason \ úr FH, Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson og Dagur Sigurðsson úr Val, Gústaf Bjarnason, Einar Gunn- róttabókiníár! <á ALMENNA BÖKAFÉLAGIÐ HF - góð bók um jólln! ar Sigurðsson og Sigurður Sveins- son frá Selfossi, Patrekur Jóhann- esson og Magnús Sigurðsson úr Stjörnunni, Gunnar Gunnarsson úr Víkingi, Konráð Olavson frá Dort- mund, Héðinn Gilsson frá Diisseld- orf og Júlíus Jónasson frá Paris St Germain. Að sögn Þorbergs Aðalsteinsson- ar landsliðsþjálfara kemur Sigurður Bjamason ekki heim um hátíðirnar, hann þarf að leika í Þýskalandi 29. desember. Héðinn Gilsson verður aðeins með í fyrsta leiknum, hann þarf að fara aftur út til að leika með Dusseldorf. FOLK ■ SIGURÐUR Jónsson hefur ákveðið að leika áfram með íslands- meisturum ÍA í knattspymu næsta sumar. Sögusagnir hafa verið á ^ kreiki þess efnis að hann færði sig hugsanlega um set, en nú er sem sagt ljóst að Sigurður fer hvergi. ■ ÓLAFUR Adolfsson, miðvörð- urinn stóri og sterki, hefur skrifað undir samning við IA um að leika áfram með liðinu næsta sumar. ■ EYJÓLFUR Sverrisson sat eftir heima er VfB Stuttgart fór í æfíngaferð til eyjarinnar Mart- inique í Karíbahafínu á mánudag- inn. Hann fór þess í stað inn á sjúkrahús til að láta fjarlæga plötu, sem komið var fyrir þegar hann Jdálkabrotnaði sl. vor. ■ SIGURÐUR Bjamason var valinn í lið vikunnar hjá Deutsche Handball Woche, eftir að Grossw- allstadt gerði jafntefli, 24:24, við Niederwiirzbach í þýsku úrvals- deildinni í handbolta um síðustu helgi. Sigurður gerði sjö mörk í leiknum. ■ VERIÐ er að kanna möguleika á að landslið Islands í knattspyrnu mæti Irlandi og Wales um mán- aðamótin febrúar/mars í æfínga- leikjum. ■ MONICA Seles og Jim Couri- er vom útnefnd bestu tennisleikar- ar ársins 1992 af Alþjóða Tennis- sambandinu (ITF) í gær. H JIM Courier vann tvö „Slemmumót" á árinu og komst í undanúrslit á því þriðja. Hann vann einnig þrjú önnur mót atvinnu- manna og var í sigurliði Banda- ríkjamanna í Davis-bikarnum. ■ SELES vann þrjú stórmót á árinu, Opna franska, ástralska og bandaríska annað árið í röð. Hún vann einnig sjö önnur mót á árinu. Franski lands- lidsþjálfarinn með fyrírlestur Daniel Costantini, landsliðs- þjálfari Frakklands í hand- knattleik, mun verða með fýrir- lestur 29. desember kl. 12 í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þeir sem hafa hug á að hlusta á fyrirlesturinn eru beðnir að hafa samband við skrifstofu HSÍ og tilkynna þátttöku. Qeir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var í heimsliðinu ásamt Valdi- mar Grímssyni, sem gerði 23:23 jafntefli við Þjóðveija í fyrrakvöld. Þeir mæta Frökkum eftir rúma viku. SUND / BANDARIKIN Eygló Tómasdóttir stóð sig vel ífjölmennu móti Eygló Tómasdóttir úr Sundfé- lagi Suðumesja hefur gert það gott í Bandaríkjunum. Þessi mHiHH 15 ára stúlka tók Axel A. þátt í stóm sund- Nikulásson móti „The AIl- skrifar frá America Christ- Bandaríkjunum mag Classic<. j Brown-háskólanum í Rhode Is- land-fylki um sl. helgi. Yfír þús- und þátttakendur tóku þátt í mótinu og keppti Eygló í þremur greinum í flokki 17 ára og yngri. Eygló varð þriðja af 50 kepp- endum í 200 stiku bringusundi á 2:33,00 mín. Hún var 22. af 107 keppendum í 100 stiku skriðsundi á 68,11 sek. og 14. af 88 keppend- um í 200 stiku fjórsundi á 2:21,00 mín. Eygló býr ásamt foreldrum sín- um í bænum Newport í Rhode Island, en æfír með félagi frá Providence. Móðir hennar, Sólveig Guðmundsdóttir, verður því að aka henni 90 mín. leið til og frá æfíngum á hveijum degi. Handboltalands- lidið meðdansleik á Hótel íslandi Landslið karla í handknattleik heldur dansleik í kvöld á Hótel ís- landi, og er hér um að ræða fjáröfl- unarleið vegna heimsmeistara- keppninnar í Svíþjóð í mars á næsta ári. Miðaverð er 1.200 krónur, en tvær hljómsveitir leika, Sálin hans Jóns míns og Nýdönsk. Happdrætti verður í kvöld, þar sem vinningur er ferð á HM í Svíþjóð með Sam- vinnuferðum Landsýn. URSLIT Körfuknattleikur UMFT-UMFN 98:93 Iþróttahúsið Sauðárkróki, átta liða úrslit bikarkeppninnar, miðvikud. 16. des. Gangur leiksins: 6:5, 10:11, 23:20, 31:32, 39:39, 49:45, 54:52, 65:59, 78:63, 85:74, 94:79, 98:93. Stig UMFT: Haraldur Leifsson 25, Valur Ingimundarson 25, Chris Moore 18, Pétur Vopni Sigurðsson 12, Páil Kolbeinsson 10, Hinrik Gunnarsson 6, Karl Jónsson 2. Stig UMFN: Rondey Robinson 23, Teitur Örlygsson 23, Jóhannes Kristbjörnsson 17, Gunnar Örlygsson 10, Rúnar Árnason 9, Sturla Örlygsson 7, Ástþór Ingason 4. Áhorfendur: 300. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Þór Skarphéðinsson. Leyfðu dálitið mikið en voru samkvæmir sjálfum sér og komust n^jög vel frá leiknum. ÍR-UMFN 68:41 íþróttahús Seljaskóla, átta liða úrslit bikar- keppni kvenna í körfuknattleik, miðviku- daginn 16. desember. Gangur leiksins: 13:10, 22:12, 31:14, 31:19,, 47:25, 49:32, 62:36, 68:41. Stig ÍR: Linda Stefánsdóttir 26, María Leifsdóttir 13, Hrönn Harðardóttir 12, Fríða Torfadóttir 6, Guðrún Árnadóttir 4, Þóra Gunnarsdóttir 4, Dagbjört Leifsdóttir 2, Þrúður Svavarsdóttir 2. Stig UMFN: Helga Friðriksdóttir 13, Am- dís Sigurðardóttir 7, Ólöf Einarsdóttir 6, Hulda Einarsdóttir 4, Auður Jónsdóttir 3, Katrín Egilsdóttir 2, Lovísa Guðmundsdótt- ir 2, Kristín Örlygsdóttir 2. ■Linda var best hjá ÍR, skoraði meðal annars fjórar 3ja stiga körfur. María og Hrönn voru einnig góðar í annars jöfnu liði. Hjá Njarðvík stóð Helga sig best og stjóm- aði leik liðsins mjög vel. Hildigunnur Hilmarsdóttir NBA-deildin Leikir á miðvikudagskvöld: Utah - Charlotte.............93: 91 Detroit - Atlanta............89: 88 Indiana - Boston............114: 91 Cleveland - Philadelphia....115: 97 Dallas - LA Lakers..........102: 95 Portland - Denver...........100: 99 Golden - LA Clippers.........116:114 ■ eftir framlengingu HJOLREIÐAR Verðlaunahafar i kappleikjum fFHK tii íslandsmeistara 1992. Aftari röð frá vinstri: Orri Gunnarsson, Þórarinn Þorleifsson, Páll Pálsson, Sighvatur Jónsson, Óskar Þorgilsson, Marinó Siguijónsson, Einar Jóhannsson og Ingþór Hrafnkelsson. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Jóhannsson, Gunnar Sigurðsson, Sigurður Magnússon og Gylfi Jónsson. íslandsmeistarar í hjól- reiðum verðlaunaðir Aóalfundur Borðtennisdeildar KR verður haldinn í KR-heimilinu mánudaginn 28. desember 1992 kl. 20.00. Stjórnin. íslenski fjallahjólaklúbbur- inn stóð fyrir 10 fjallahjólamót- um í ár. Er þetta annað starfs- ár klúbbsins með keppnishald. Þann 28. nóvember síðastlið- inn var haldin uppskeruhátíð klúbbsins. Voru þar veitt verð- laun til þeirra er unnu tii heild- arúrslita árið 1992. Úrslit móta til íslandsmeistaratitils voru sem hér segir: Víðavangskeppni, 20-39 ára Stig Einar Jóhannsson, Giant 73 Ingþór Hrafnkelsson, Mongoose 72 Marinó Sigurjónsson, Mongoose 65 Víðavangskeppni, 16-19 ára Arnar Ásvaldsson, GT 70 Sigurgeir Hreggviðsson, Specialized 63 Þórarinn Þorleifsson, Specialised 51 yíðavangskeppn.i 13—15 ára ÓskarÞorgilsson, Icefox 46 Sighvatur Jónsson, Mongoose 45 Orri Gunnarsson, Mongoose 34 Víðavangskeppni, 9-12 ára Sigurður Magnússon, Muddy Fox 31 Gunnar Sigurðsson, Muddy Fox 29 Gylfi Jónsson, Muddy Fox 24 Brunkeppni, 13-39 ára Sighvatur Jónsson, Mongoose 48 ÓskarÞorgilsson, Icefox 45 Ólafur Hreggviðsson, Trek 34 Klifurkeppni, 13-60 ára Aðalsteinn Bjamason, Specialized Einar Jóhannsson, Giant Ingþór Hrafnkeisson, Mongoose Torfæra 13-60 ára Sighvatur Jónsson, Mongoose Óskar Þorgilsson, Ieefox Páll Pálsson, Bridgestone Þrautakeppni, 9-12 ára Einar Gunnarsson, Schwinn Gunnar Sigurðsson, Muddy Fox Gunnar Jóhannssobn, Muddy Fox Þrautakeppni 13-60 ára Páll Pálsson, Mongoose Sighvatur Jónsson, Mongoose Þórarinn Þorleifsson, Specialized Haldin voru 4 víðavangBmót í Öskjuhlíð, Elliðaárdal, Heiðmörk og Dalvík á mjög misjöfnum slóðum þar sem vegalengdin var 20 til 30 km. Víðavangskeppnin er hraða- keppni. Þrautamót voru tvö og haldin við Öldus- elsskóla og Iðnskólann. Svo eitthvað sé nefnt var keppt í prfli yfir hindranir, upp og niður stiga, „bunny hoppi“, þ.e.a.s. hlið- arstökk, langstökk og hástökk. Reyndi þar mikið á hæfni hjólreiðamanna. Brunkeppnir vora haldnar f Úlfarsfelli og Öskjuhlíð. Þar vinna þeir sem þora að sleppa takinu af bremsunum og hjóla sem hraðast niður í mót á torfænim slóða. Klifurkeppni var haldin í Úlfarsfelli, þar sem menn áttu að hjóla upp á sem skemmst- um tíma. Torfærukeppnin var haldin í malargryfju í Elliðaárdal. Má likja henni við bílatorfæra- keppni. Næsta sumar stendur til að bjóða útlend- ingum sem hingað koma á hjólum að taka þátt í keppni. Ef þátttaka leyfir stendur einnig til að hafa kvennaflokka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.