Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. MARZ 1993
Hagvirki-Klettur má
leita nauðasamninga
HAGVIRKI-Kletti var í gær veitt heimild til að leita
nauðasamninga. Brynjólfur Kjartansson hrl. hefur verið
skipaður tilsjónarmaður fyrirtækisins meðan á tilraunun-
um stendur. Með innköllun frá honum í Lögbirtingarblað-
inu verður kröfuhöfum veittur fjögurra vikna frestur til
að lýsa kröfum sínum og öðlast rétt til að fjalla um nauða-
samningana og innan tveggja vikna þar í frá skal bera
nauðasamningsfrumvarp undir atkvæði. Jóhann G. Berg-
þórsson sagði í gær að nauðasamningatíminn yrði m.a.
nýttur til að ganga í að safna nýju hlutafé.
í úrskurði Þorgerðar Erlends-
dóttur, fulltrúa héraðsdómara í
Reykjanesi, kemur fram að gögn
sem lögð hafí verið fyrir dóminn
sýni að starfsmenn Hagvirkis-
Kletts hafi lýst vilja til að kaupa
hlutabréf fyrir 20-30 milljónir
króna. Núverandi eigendur og aðil-
ar tengdir þeim muni leggja fram
15-20 milljónir og jákvæðar undir-
tektir hafí fengist hjá öðrum aðilum
fyrir 20-30 milljóna króna hlutafé.
VEÐUR
Þá segir að greint hafi verið frá
að hjá Hafnarfjarðarbæ. hafi verið
tekið vel í að leggja fram allt að
40 millj. hlutafé með einhveijum
hætti.
Verði frumvarp til nauðasamn-
inga samþykkt verða felld niður
60% almennra krafna, þ.e. annarra
skulda en forgangskrafna og þeirra
krafna sem veð eru fýrir. Sú bráða-
birgðaveðsetning sem fyigdi. kyrr-
setningu eigna að kröfu bústjóra
Fómarlambsins fellur úr gildi.
Jóhann G. Bergþórsson sagði að
í heild skuldaði fyrirtækið íslands-
banka rúmar 100 millj. kr. og
stæðu veð fyrir stærstum hluta
þeirra skulda. Því hafi það lítil
áhrif á samningstilraunirnar að
íslandsbanki hafi ekki mælt með
þeim. Jóhann kvaðst allt eins búast
við að sú afstaða bankans ætti eft-
ir að breytast.
í úrskurði héraðsdómarans segir
að því hafi verið lýst yfir að verði
frumvarp til nauðasamninga sam-
þykkt sé stefnt að því að gera
Hagvirki-Klett að almennings-
hlutafélagi innan fjögurra vikna.
Auk fyrrgreindrar hlutafjáraukn-
ingar gerir nauðasamningsfrum-
varpið ráð fyrir að lánardrottnar,
sem bundnir verða af nauðungar-
samningnum, eigi val um að fá
helming greiðslu sinnar með 5 ára
vaxtalausu skuldabréfi eða hlutafé
í fyrirtækinu.
ÍDAGkl. 12.00
HeimiW; Veðurstofa íslands
(Byggl á voðurspá kl. 16.15 f gœr)
VEÐURHORFUR I DAG, 12. MARS
YFIRLIT: Um 800 km suðvestur af landinu er 974 mb lægð sem þokast
norðvestur. Langt suðsuðvestur í hafi er 975 mb lægð sem hreyfist
norður. Yfir N-Grænlandi er 1.025 mb hæð.
SPÁ: Suðaustlæg átt, kaldi vestanlands en víðast hægari i öðrum lands-
hlutum. Sunnan- og vestanlands verður sums staðar dálítil súld eða rign-
ing en norðanlands verður skýjað með köflum. Undir kvöld hvessir held-
ur af suðaustri og um kvöldið verður samfelld rigning sunnan- og vestan-
lands. Hiti verður á bilinu 3-8 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG, SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Sunnan- og
suðaustanátt, sums staðar strekkingur. Dálítil rigning eða súld öðru
hverju um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt og nokkuð bjart á
Norður- og Norðausturlandi. Skammt verður þó í norðaustanátt og snjó-
komu út af Vestfjörðum. Hiti á bilinu 2-7 stig.
Nýir veðurfregnatfmar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsfmi Veðurstofu fslands - Veðurfregnir: 990600.
O & -'A & & Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnirvindstefnu og fjaðrimar vindstyrk,
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil f|ööur er 2 vindstig..
r r r * / * *** • J, JL 10° Hitastig
r r * / * * r r r r * r * * * V V V y súid J
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka '
FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
(dag voru mokaðir vegirnir á Breiðadals- og Botnsheiðum á Vestfjörðum og einnig opnaðist vegurinn um Vopnafjarðarheiði. Flestir aðalvegir á landinu eru nú færir en víða er hálka, einkum á heiðum og fjallvegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og
á grænni línu 99-6315. Vegageroin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavík
hltl veöur
2 skýjaft
7 alskýjaft
Bergen 4 léttskýjað
Helslnki 0 skýjað
Kaupmannahöfn 4 téttskýjað
Narssarssuaq 4-3 snjókoma
Nuuk +12 heíðskírt
Ósló 3 skýjað
Stokkhólmur 2 skýjað
Þórshöfn 5 rigning
Algarve 13 skruggur
Amsterdam 11 þokumðða
Barcelona 14 léttekýjað
Berlín 4 mlstur
Chicago +2 snjókoma
Feneyjar vantar
Frankfurt 11 skýjað
Glasgow 7 súld
Hamborg 3 mistur
London 13 Skýjað
LosAngeles 13 skýjað
Lúxemborg 12 láttskýjað
Madrid e alskýjað
Malaga 16 skýjað
Mallorca 16 skýjað
Montreal +4 snjókoma
NewYork 1 heiðskírt
Ortando 12 þokumóöa
París 15 léttskýjað
Madeira 18 skýjað
Róm vantar
Vín 5 rigning
Washington vantar
Winnipeg +19 heiðskfrt
Forsljóri og tilsjónarmaður
Brynjólfur Kjartansson hrl., tilsjónarmaður Hagvirkis-Kletts, heilsar
Jóhanni G. Bergþórssyni, forstjóra fyrirtækisins, í Héraðsdómi
Reykjaness í gær.
Duldar eignir í viðskiptavild
Þá kemur fram í úrskurðinum
að skuldir fyrirtækisins séu 915,5
millj., þar af óveðtryggðar samn-
ingskröfur, 493 milljónir. Til
greiðslu á þeim eigi fyrirtækið
162,5 millj. en það sé matsvirði
eigna umfram veðsetningar. Heild-
areignir séu metnar á 521 milljón
króna, auk 264 milljóna krafna á
hendur þrotabúi Fórnarlambsins.
Við mat eigna hafi verið litið til
erfiðra markaðsaðstæðna. Þessar
tölur gefi tilefni til að færa niður
kröfur um rúmlega 80% en forráða-
menn félagsins telji hins vegar að
það eigi duldar eignir, m.a. vegna
samnings við erlenda aðila og verk-
efná við væntanlega
Fljótsdalsvirkjun. Þeir telji að efna
megi nauðasamninginn, fáist 100
millj. hlutafé.
Sýkn af ákæru
vegna íkveikju
HÉRAÐSDÓMUR hefur sýknað Hallgrím Marinósson, fyrrum
eiganda rekstrarins í Klúbbhúsinu við Borgartún 32, en hann
var ákærður um að hafa kveikt í húsinu 3. febrúar 1992,
valdið gífurlegu tjóni og gert tilraun til tryggingasvika.
í niðurstöðu dómsins segir, að
sannað sé að eldur hafí verið lagður
í húsið með rokfimum, lífrænum efn-
um á þrem aðskildum stöðum á 1.
hæð. Eldurinn uppgötvaðist kl. 22
mínútur yfir miðnætti, en áætlað var
að ákærði hefði yfírgefið staðinn
10-30 mínútum áður. Þessi stutti
tími, sem og áfengisbirgðir í bíl hans,
sjónvarpstæki sem hann fjarlægði
úr húsinu, há vátrygging og litlar
tekjur af rekstrinum veki grunsemd-
ir um að hann hafí átt hlut að máli.
Á hitt beri að líta, að hann hafi gef-
ið skýringu á ofangreindum atriðum
og vitni borið með honum um þau.
Föt hans og skór og gúmmímotta
úr bíl hans hafí verið rannsökuð án
þess að í þeim fyndust merki um
eldhvetjandi efni eða leyfar þeirra.
Fram hafi komið að slökkviliðs-
menn opnuðu aðrar dyr hússins, sem
maðurinn taldi sig hafa læst, auð-
veldlega án verkfæra og vitni bar
að það hefði komið að dyrum opnum
áður en slökkviliðið bar að, en þær
þurfti að btjóta upp. Ekki var rann-
sakað hvort aðrar dyr væru ólæstar.
Þá kom fram, að vitni sá bifreið aka
að húsinu og mann úr henni ganga
upp tröppumar rétt um miðnætti.
Annað vitni sá mann við húsið. Ekki
sé upplýst hveijir þetta vom. Þá var
ekki rannsakaður ferill þeirra manna,
sem áttu að hafa hótað ákærða.
Vafi ákærða í hag
Sverrir Einarsson héraðsdómari
kemst að þeirri niðurstöðu, að færðar
hafi verið töluverðar líkur að því að
ákærði hafí kveikt í húsinu eða átt
hlut að því að það væri gert, enda
með ólíkindum hve eldur var magn-
aður skömmu eftir brottför hans.
Þrátt fyrir það þyki varhugavert að
slá föstu gegn eindreginni neitun
hans og áðurgreindum vafaatriðum,
að ákærði sé sekur enda beri að
meta allan vafa í málinu honum í
hag. Því beri að sýkna hann.
Islenskir bræður opna
skemmtistað í Osló
ÍSLENSKIR hálfbræður, Þórhallur Skjaldarson og Guðmundur Bjarna-
son, opna formlega i dag stærsta veitinga-og skemmtistað í Ósló. Um
er að ræða 2.000 fm stað á Rosinkrantz-götu. þar sem verða tveir
næturklúbbar, mexíkóskur veitingastaður og krá undir sama þaki.
Staðurinn hét áður Come Back en stærri næturklúbburinn mun heita
Snorre Companiet.
Þórhallur hefur búið í Noregi í 20
ár. í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist hann á þessum tíma hafa m.a.
átt veitingastað í Lillehammer og séð
um rekstur á tveimur veitingastöðum
í Ósló. „En þetta er í fyrsta sirm sem
ég á minn eigin stað hér í Ósló og
við vonum að íslendingar komi í
heimsókn til okkar," segir Þórhallur.
Guðmundur bróðir hans hefur af og
til starfað í Noregi en síðast vann
hann á L.A. Café í Reykjavík. Hjá
þeim bræðrum vinna um 50 manns.
Athugasemd frá rit-
stjóra Heimsmyndar
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá
Herdísi Þorgeirsdóttur ritstjóra
tímaritsins Heimsmyndar:
Vegna dylgna í slúðurdálkum
Pressunnar og Vikublaðsins vil ég
taka fram að viðtal dr. Sigríðar
Þorgeirsdóttur við Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur tók engum breyt-
ingum frá því að Ingibjörg Sólrún
las yfir viðtalið síðast og gaf sam-
þykki sitt og þar til viðtalið birtist
í endanlegri mynd.
Herdís Þorgeirsdóttir.