Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 43
Minning Véný Viðarsdóttir Mánudaginn 1. mars lést í Land- spítalanum Véný Viðarsdóttir. Þar í grennd, á Fjölnisvegi 6, leit hún fyrst dagsins Ijós 17. nóvember 1930. Þar var þá heimili Katrínar læknis, öm- musystur hennar, og Guðbjargar Jafetsdóttur, Bauju ráðskonu og fóstru. Foreldrar Vénýjar voru Anna Margrét (Dassa) Halldórsdóttir Stef- ánssonar læknis og Unnar Skúladótt- ur Thoroddsens, Ijósakonu og mann- vinar, og Viðar Pétursson Zophoní- assonar ættfræðings og _ Guðrúnar Jónsdóttur, húsfreyju frá Ásmundar- stöðum á Melrakkasléttu. Dassa hafði lokið stúdentsprófi þá um vor- ið, en Viðar var við nám í lækna- deild Háskóla íslands. Þau eru nú bæði látin fyrir allmörgum árum. Ekki lágu leiðir þeirra Dössu og Viðars lengi saman og kom það því í hlut móðurforeldra að ala önn fyrir Vénýju. Mun það hafa mætt meira á Unni og kallaði hún hana alltaf mömmu en Halldór afa sinn Alla, sem var gælunafn hans. Hins vegar kall- aði hún föður sinn, Viðar, alltaf pabba. Engin alsystkini átti Véný, en fimm hálfsystkini og var hún elst þeirra. Sammæðra eru: Unnur María Figved kennari, hennar maður var Gunnar Ólafsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins, dáinn 1985; Hildur Viðarsdóttir læknir, hennar maður Lúðvík Ólafs- son læknir; og Halldór Skúli Viðars- son, sjúklingur frá sex ára aldri, vist- maður í Arnarholti. Samfeðra eru: Vatnar Viðarsson arkitekt, maki Brynja Runólfsdóttir fararstjóri; og Örn Viðarsson hönnuður, maki Vi- beke Blinkenberg, þau eru búsett í Danmörku. Mikið og gott samband hafði Véný við systkini sín og var einstaklega kært með þeim systrum þó ekki væru þær aldar upp saman, og kærleikur og vinátta milli fjöl- skyldna þeirra. Véný giftist 17. nóvember 1954 Gylfa Svavari Jónssyni búfræðingi, vörubílstjóra og hestamanni, miklum öðlingi. Hann var sonur Jóns Sigur- jónssonar bónda á Vaðstakksheiði á Snæfellsnesi og konu hans, Helgu Káradóttur húsfreyju. Þeim varð fímm barna auðið, en urðu fyrir þeirri sorg að missa dóttur sína, Unni Maríu. Bömin eru: Guðbjörg, f. 25. maí 1954, fóstra, hennar dætur Unn- ur María og Eyrún; Unnur María, f. 12. október 1958, dáin 7. septem- ber 1964; Viðar, f. 25. desember 1961, íþróttakennari, kvæntur Drífu Skúladóttur, þeirra sonur Kári, þau eru búsett á Hellissandi; Siguijón, f. 14. ágúst 1965, smiður og hesta- maður, maki Elísabet Austmann, hans sonur Viktor; og Halldór, f. 13. júní 1970, stúdent. Við fráfall Vénýjar reikar hugur- inn langt aftur í frumbemsku, þegar vart leið sá dagur að við væmm ekki Fædd 12. mars 1924 Dáin 1. nóvember 1992 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekk- ert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. sálmur Davíðs.) Mig langar með örfáum orðum að minnast móðursystur minnar, Auðar Jónsdóttur, sem lést 1. nóvember sl. eftir erfið veikindi. Hún fæddist 12. mars 1924 á Litlu-Eyri við Arnar- fjörð. í dag hefði hún orðið 69 ára. Hún var þriðja elst af sex systkinum sem upp komust. Um tvítugt fór Auður til Reykjavíkur og 4. nóvem- ber 1945 giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Ragnari Bjömssyni klæðskera. Þau eignuðust þijú börn, Ingibjörgu Fríðu, f. 1947, Smára, f. 1953 og Baldur, f. 1960. Barnabörn- in eru orðin fimm og barnabarna- börnin tvö. Auður var mikil listakona í hönd- unum eins og heimili þeirra Ragnars ber fagurt vitni. Þeir eru ófáir dúk- arnir sem hún pijónaði og heklaði í návist hvor annarrar. Við bjuggum hvor sínum megin við Læækjargöt- una og vorum auk þess tengdar ijöl- skylduböndum. Mamma og Unnur voru systur og vinkonur. Við vorum lánsamar að slíta barnsskónum á árunum fyrir stríð, þegar fólk gaf sér tíma til að rækja fjölskyldu og vinabönd með heimsóknum, þar sem rætt var um landsins gagn og nauð- synjar og gert að gamni sínu. Tíminn var enn ekki sá harði húsbóndi sem nú er. Veröld okkar Vennu var miðbær- inn, Lækjargatan, Tjörnin oggarður- inn Móðurást, sem þá var kallaður Barnagarðurinn. Þar undum við okk- ur í stóra sandkassanum, byggðum hús og hallir, ekki var verra að eiga góðan og sléttan tréspaða, róluðum í jámkeðjunum við neðri tröppur Skólabrúar, fórum í könnunarleið- angra um BSR-portið, heiðruðum stúlkumar í versluninni Tau og tölum með nærveru okkar og fengum að hirða á saumastofunni að búðarbaki litskrúðugar pjötlur. Á veturna renndum við okkur niður Mennta- skólatúnið, sem þá var mun stærra en nú, og stálumst út á Tjörn að fylgjast með ístökunni, klappa drátt- arhestunum og gefa þeim brauð ef við þorðum, hlupum svo í humátt á eftir sleðunum í von um að fá að sitja á þeim í bakaleiðinni. Þegar illa viðraði vorum við svo inni í dúkku- leik og feluleik eða bara að ærslast. Hugmyndaauðgi Vennu að finna felustaði var hreint með ólíkindum og féll það því sjaldan í minn hlut að fela mig. Við lærðum snemma að spila á spil, lönguvitleysu, marías, fant og fleiri slík spil og má segja að krókur Vennu hafi snemma beygst í föðurættina, því upp frá því vildi hún helst spila og útivistardög- um fækkaði. Ekki gátum við spilað lengi í senn, því alltaf fór það svo fyrr en síðar að ég fór að væla, Venna vann alltaf. Ég hafði hana nú oft grunaða um smá svindl, það var ekki einleikið hvernig hún vann alltaf, en henni tókst með sannfær- ingarkrafti orða sinna að leiða mér fyrir sjónir, að hún væri einfaldlega miklu snjallari en ég. Hún varð fljótt læs og upp frá því var nærri ómögulegt að þoka henni út fyrir húsdyr. Og þó, stundum á góðviðrisdögum lögðum við leið okk- ar upp í kirkjugarð, lásum á leg- steina, veltum fyrir okkur ástæðum glæsileikans og fábreytninnar, at- huguðum ættartengsl og hvort þessi eða hinn væri skyldur okkur. Á síð- ari árum varð ættfræðiáhugi okkar markvissari og laus við óskhyggju bernskuáranna. Stundum var ég svo lánsöm að fá að fljóta með þegar Viðar tók dóttur sína í bíó að sjá Shirley Temple eða Gög og Gokke, með viðkomu í ísbúð- inni á Laugavegi 5, eða þegr hún og myndirnar og púðarnir sem hún saumaði. Auður var alltaf mjög sérstök í mínum huga og mér mjög kær. Hún var í raun eins og mín önnur móðir. Þegar ég var unglingur og fór að skreppa til Reykjavíkur, ýmist ein eða með vinkonum mínum, átti ég alltaf vísan samastað hjá henni og Ragnari. Það var eins og að koma heim. Og þær voru líka ófáar ferðirn- ar sem ég fór til þeirra vorið sem ég fermdist, því Ragnar saumaði á mig fei-mingarkjólinn og þá þurfti auðvitað að máta svo allt passaði. Þegar ég sjálf stofnaði heimili og fluttist í Kópavog var gott að leita til Auðar, sem þá hafði flust í Breið- holtið. Auður vann úti í mörg ár, en síð- ustu árin var ekki um það að ræða vegna veikinda hennar. Hún var búin að vera sjúklingur lengi og að öllum öðrum ólöstuðum reyndist eng- inn henni eins vel og Ragnar. Hann studdi hana og hugsaði um hana eins og best varð á kosið. Elsku Ragnar, Inga, Smári, Bald- sótti heim föðurfólk sitt. Venna var laglegur krakki, grann- vaxin og nett með dökkt hrokkið hár og glettnislegt blik í augum. Ég var full aðdáunar, jafnvel öfundar, hún nálgaðist draum allra smátelpna. Hún var lík Shirley. Um margt var hún óvanalegt barn, fullorðinsleg og hugmyndarík. Hún las allt, barnabækur, fullorðinsb'ækur og ljóðabækur, var snögg í hugarreikn- ingi, snjöll í hvers kyns leikjum og spilum, skemmtileg, jafnlynd, þras- gjörn og afar stríðin. Hún varð margs vísarí um það sem gerðist í heimi fullorðinna, því hún kunni þá list að láta lítið fara fyrir sér og þegja. Með aldri og þroska komu fleiri eginleikar í ljós er mótuðu skapgerð hennar, hún var trygg, þagmælsk og ókvarts- ár þó á ýmsu gengi með heilsu henn- ar. . Um átta ára aldur skiljast leiðir. Við vorum báðar fluttar úr paradís bernskunnar og urðum að hasla okk- ur völl hvor á sínum stað. Hún bjó í gamla Vesturbænum og gekk í Landakotsskólann. Þar eignaðist hún vinkonur og fylgdist svo hópurinn að í Verslunarskólanum og allt fram á þennan dag. Það er lán að eiga samhenta fjölskyldu og gamla góða vini. Á unglingsárunum sáumst við sjaldan, stöku sinnum á fjölskyldu- samkomum eða þegar ég heimsótti mömmu hennar sem mér var alltaf kær. Við höfðum þá lítið hvor við aðra að segja, deildum um hvor væri betri skóli, Verslunarskólinn eða Menntaskólinn, basta! Eftir að námi lauk vann Véný á skrifstofu borgarverkfræðings, uns hún eignaðist eigin fjölskyldu. Telja má víst að samband okkar hefði með öllu rofnað ef ættarbönd hefðu ekki komið til. Lengst af bjuggu þær Unnur og Véný saman og eftir að Véný giftist og við báðar búsettar í Hlíðunum endurnýjaðist vináttan. Oft kom ég á Miklubrautina svona til skrafs og ráðagerða og ekki síður til að fá eitthvað góms- ætt, því Véný var listakokkur og bakari af guðsnáð. Þangað áttu margir erindi, svona það sama og ég, enda bæði hjónin gestrisin. Á milli þeirra og útfrá þeim streymdi gagnkvæm hlýja. Síðastliðin sextán ár hafa hvers kyns erfíðir sjúkdómar heijað á Vénýju en hún ekki látið bilbug á sér fínna. í sumar uppgötvaðist bein- krabbi og þá var einsýnt hvað verða vildi. Hún lét það hafa sem minnst áhrif á daglegt líf sitt, kvartaði ekki þó kvalin væri, stundaði vinnu sína þegar hún mögulega gat og sinnti sínu hugðarefni, „briddsinum". Föstudaginn 26. febrúar veiktist hún hastarlega, var flutt á sjúkrahús og þremur dögum síðar var hún öll. Ástvinum öllum sendi ég hjartans kveðjur. Við lát hennar hverfur mér hluti bernsku minnar, veruleikinn sem ég deildi með henni. Eftir er minning, Ijúf minning um mæta konu. Blessuð sé hún. Ingibjörg Yr Pálmadóttir. ur og ijölskyldur. Þið hafíð öll misst mikið og einnig þú amma mín, en við skulum minnast þess að nú líðuf henni vel og hún er laus við allar þjáningar og að amma, afí og systk- ini hennar, sem farin eru á undan okkur, hafa tekið á móti henni. Megi minningin um góðá konu lifa með okkur öllum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Minning Auður Jónsdóttir + ÓLAFUR SIGURÐSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést 7. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Sigurðardóttir og Þorsteinn Hálfdánarson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚIM KRISTJÁNSDÓTTIR, Faxabraut 32C, Keflavík, andaðist á dvalarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, þriðjudaginn 9. mars sl. Þórhallur Guðjónsson, Steinunn Þorleifsdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Kristján Karl Guðjónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur minn, eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORLEIFUR JÓNSSON, Vogum, Hofshreppi, sem lést í Borgarspítalanum 2. mars, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á heimastoð krabbameinsdeildar Landspítalans. Guðrún Sveinsdóttir, Birna Dýrfjörð, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir veitta samúð við andlát og útför LAUFEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Baldursgötu 1. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki hjartadeild- ar 14-E á Landspftala. Sigriður Guðmundsdóttir, Sigurður R. Sigurðsson, Guðbjörg Óskarsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, INGÓLFS KRISTINSSONAR, Hjallalundi 17E, Akureyri. Hildur Ingólfsdóttir, Guðlaugur Tómasson, Örn Ingólfsson, Elsa Valgarðsdóttir, Örlygur Ingóifsson, Ása Jónsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Sigrún Valdimarsdóttir, Gréta Ingóifsdóttir, Sigurður Hailgrfmsson, Örvar Ingólfsson, Erla Ólafsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGVELDAR EIRÍKSDÓTTUR, Ránargötu 24. Fyrir hönd vandamanna, Eyjólfur Jónsson, Verna Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Jónas Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, PÁLSH.WÍUM málarameistara, Drápuhlíð 15. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum. Karl Viðar Pálsson Wfum, Narfi P. Wíum, Svanhvít Aöalsteinsdóttir, Guðlaug P. Wíum, Ragnar S. Magnússon, Hlín P. Wíum, Árni H. Árnason, Einar Sveinbjarnarson, barnabörn og barnabarnabörn. Kolbrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.