Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 t/TJeyrSu, vaenú, ef þú settaroÁ tyhéoL dótturminnl út, er eins Qctt fynrþig aS byrjtx ab saþncc hdrtr' Fyrst þú ert búinn að skrifa undir kaupsamninginn, mætti ég kannski reyna að selja þér vél í nýja bílinn? HÖGNI HREKKVlSI 3H*«9tuiÞ!aMfr BRÉF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reylq'avík - Sími 601100 - Símbréf 681811 Kaffibollinn á hvolfi Frá Richard Ryel: Skyldu bátar mínir róa á morg- un? Hvemig verður veðrið á Dal- vík um páskana? Segir Breta- drottning af sér í ár eða þá hún Sara Ferguson, nær hún sér í nýjan? Ætli hún Sigríður gangi virkilega með tvíbura? Það er víst best ég renni við hjá henni Boggu spákonu, hún „veit“ þetta örugg- lega. Ekki er að sjá að atvinnuleysis gæti hjá þeim sem spá í spil, lesa í lófa, eða lesa örlög manna úr mórauðum kaffibolla á hvolfi. Spámennskan þrífst ágætlega í samkeppni við öll fræðin, veður- fræði, fiskifræði, jarðfræði, stjömufræði eða þá „sérfræðinga“ sem kenna sig við tækni, tölvur o.s.frv. Spámenn voru upprunalega boðberar Guðs. Tengsl þeirra við Guð leiddi til trúnaðar á yfirnátt- úruleg fyrirbæri, kraftaverk, og hæfileikann til að sjá fyrir um ókomin atvik. Spámennimir Móses og Aron og systir þeirra, Miriam (María), vom öll í tengslum við Guð. Spáin fór fram í vöku, dáleiðslu eða draumi, og varð þá að túlka drauminn. í Grikklandi til forna voru mörg musteri helguð guðinum Apollo, guði söng- og tónlistar. Þar gátu menn leitað ráða guðanna og skyggnst inn í framtíðina. Fræg- ust þeirra var véfréttin í Delfi. Elstu spámenn (NABHI) frá dögum Mósesar, Samúels og Sáls (1050-1015 f. Kr) þáðu einnig þóknun fyrir guðlega handleiðslu og spá, hreint eins og hún Bogga í dag. Fátt eitt var fest á blað af spám þessara fyrstu spámanna, þó era til glefsur af ritum eftir spámenn eins og Habakukk, Amos og Hóseas. Kóraninn viðurkennir aðeins fáa af spámönnum bibl- íunnar aðra en Adam, Nóa, Abra- ham, Móses og Krist. Sjálfur var Múhameð mestur spámanna, að sögn áhangenda hans, þótt hann ræki lestina. Völuspá segir fyrir um endalok alheims, en að sól muni aftur upp rísa, og hefst þá hin eilífa hring- rás að nýju. Sértrúarflokkar spá endurkomu „Messíasar". Ártöl og dagsetning- ar hafa verið sett á komu hans, en einnig á endalok veraldar. Þess- ar dagsetningar hefur þó orðið að framlengja nokkrum sinnum! Sígaunar er þjóðflokkur frá Norðaustur-Indlandi. Þetta eru hestaprangarar en konurnar tald- ar magnaðar spákonur. Þær spá í kristalkúlur. Vissara er að telja fíngurna eftir heimsókn í búðir sígauna... Þá var hann Nostradamus (1503-1566) talinn heiðarlegri. Hann á að hafa spáð komu Hitl- ers, en einnig hrun nasisma, fas- isma og kommúnisma. Aðrar spár sem enn e'ru ekki komnar fram eru árásir þjóðflokka úr austri á Vestur-Evrópu. Líkir hann þessum árásum við árásir Gengis Khan og Attilla. Trúarleg átök og blóðug eiga að hijá Italíu. Þá er von á árás múslima úr suðri. Munu þeir flæða um alla Suður-Evrópu. Enn- fremur eiga „gular engisprettur“ undir forystu kínverskra kommún- ista að leggja Evrópu að hluta undir sig. Loks spáir svo Nostrada- mus endurreisn konungsveldis í Frakklandi og á sá konungur að fæðast árið 1999 en verða krýndur árið 2023. Það er þessi konungur sem að síðustu á að hrinda árás hinna kínversku kommúnista. (Paris Match í febrúar). Það á nú eftir að sjá hvort þessi hrikalega spá rætist, en þetta á allt að ske alveg á næstu áram. Greinilegt er að spámönnum er gefin meiri athyglisgáfa en öðram mönnum. Þannig var um Móses og Abraham og þannig er um þá sem veita athygli lífríki og hrynj- anda náttúru, veðurfari, sólfari, árferði og sem geta lesið á opna bók náttúrunnar. Góður spámaður er athugull og dregur réttar álykt- anir af því sem fyrir augu ber. Hjá mörgum er kristalkúlan nú orðin að safngrip, komin upp á hillu innan um blómavasa og post- ulínsstyttur. Vísindin eru eins og kastljós sem lýsir upp bæði fortíð og fram- tíð og allt hið leyndardómsfulla hverfur eins og dögg fyrir sólu. Kraftaverkunum fækkar í réttu hlutfalli við landvinninga vísinda og tækni. Spádómarnir í dag snú- ast æ meira um barneignir, hjóna- skilnaði, framhjáhald, heilsufar og persónulegar fjárreiður. Þótt 450 ár séu liðin síðast síð- asti spámaðurinn sem eitthvað kveður að var uppi viðurkennum við samt að við eigum enn margt ólært. E.t.v. er spádómsgáfan ná- tengd sjötta skilningarvitinu um íjarhrif, ijarsýn og fjarskyn, og er þannig eins og fálmari eða „rad- ar“ sem sér jafnt að nóttu sem degi, og yfir óendanlegar vega- lengdir og bæði aftur og fram í tíma og rúmi. Forvitnin er lykill að því sem koma skal. Þekking okkar er eins og gárur á úthafínu. Látum okkur því gleðjast yfir öllu því sem við eigum enn ólært — því spámenn geta allir orðið. RICHARD RYEL, Holte, Danmörku. Víkveiji skrifar Framvarp heilbrigðisráðherra um aukið frjálsræði í lyfsölu- málum hefur valdið nokkrum titr- ingi milli stjómarflokkanna og eins meðal lyfsala og lyfjafræðinga, sem ekki er undarlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem um er að tefla. Andi frumvarpsins er þó vafa- laust réttur og þau mótrök að lög- mál markaðarins eigi ekki við á þessu sviði standast varla nánari skoðun. Hins vegar má eflaust lag- færa ýmis tæknileg atriði með annarri útfærslu heldur en nú er gert ráð fyrir í framvarpinu. Sjálf- sagt er að virða ótta landsbyggðar- fólks um að á það verði hallað með nýju lyfsölukerfi og setja einhvem vamagla þar að lútandi í endanlegt frumvarp. Aðrar efasemdir hefur Víkveiji heyrt úr röðum þing- manna sem eiga að fjalla um mál- ið, þ.e. hvort rétt sé að binda það í lög að í öllum tilfellum séu það einungis lyíjafræðingar sem fái lyfsöluleyfið. Tekið er sem dæmi að ætli t.d. stórmarkaður að hefja sölu á lyfjum, þá sé það í reynd lyfjafræðingurinn sem fyrirtækið ræður sem fái lyfsöluleyfið. Bent er á að einkennileg staða geti kom- ið upp ef lyfjafræðingurinn í þessu tilfelli reynist óhæfur og stórmark- aðurinn sér sig knúinn til að segja honum upp. Tekur lyfjafræðingur- inn þá ekki lyfsöluleyfið með sér og stórmarkaðurinn verður að sækja um leyfið aftur um Ieið og ráðinn er nýr lyijafræðingur? Það hlýtur að vera eðlilegra að stór- markaðurinn fái lyfsöluleyfið í eitt skipti fyrir öll með því skilyrði að jafnan sé þar starfandi lyfjafræð- ingur sem í reynd er ábyrgur fyrir því að stórmarkaðurinn uppfylli öll atriði sem í lyfsöluleyfinu felast. xxx Það ríkir talsverð eftirvænting í auglýsingaheiminum í dag. Þá gengst íslenski markaðsklúbb- urinn fyrir vali á athyglisverðustu auglýsingunum frá síðasta ári og verða veittar viðurkenningar í alls fimm flokkum. Síðasta ár var aug- lýsingabransanum almennt erfitt, auglýsingahönnuðir höfðu úr minni Ijármunum að spila og aukin krafa að nýta þá fjármuni betur. Miðað við það sýnishorn af tilnefndum auglýsingum sem gat að líta í við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær verður þó ekki merkt að minni fjár- munir hafi komið umtalsvert niður á gæðum íslenskrar auglýsinga- hönnunar. Þar má líka sjá að stærstu auglýsingastofumar, sem hart hafa barist um gjallarhomin, verðlaunagripi ímarks á síðustu árum, halda velli miðað við fjölda tilnefninga — Hvíta húsið með alls 11 tilnefningar, íslenska auglýs- ingastofan með 9 tilnefningar en fast á hæla hennar kemur auglýs- ingastofan Gott fólk með 8 tilnefn- ingar. Á auglýsingahátíðinni í Borgarleikhúsinu í dag verður hins vegar spurt að leikslokum en ekki tilnefningum — þ.e. hvaða auglýs- ingar skila hönnuðum sínum gjall- arhorninu eftirsótta. xxx Víkveiji dagsins lét það eftir sér um daginn að fara í bíó til að sjá sömu myndina í fjórða sinn. Kvikmyndin var Casablanca og í tilefni þess að á þessu ári er hálf öld liðin frá frumsýningu myndar- innar gafst loks tækifæri til að sjá Humphrey Bogart og Ingrid Berg- man á stóru tjaldi í þessari sögu- frægu mynd. í hin fyrri skiptin þijú varð að láta sjónvarpsskjáinn duga. Og bíóferð þessi var sannar- lega ómaksins virði. Þessi tiltölu- lega einfalda og allt að því bams- lega ástarsaga býr yfir einhveijum innri töfrum, sem erfítt er að lýsa og hefur gert myndina lífseigari en flestar aðrar sem gerðar vora á þessum tíma. Framar öllu er það þó líklega hið sérstæða andrúm sem tekst að skapa í myndinni í heild sem hrífur áhorfandann og hefur gert Casablanca að því sí- gilda djásni sem myndin óneitan- lega er. Það verður enginn svikinn af því að endumýja gömul kynni af þessari perlu — hvað þá að sjá hana í fyrsta sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.