Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 Rothögg Keatings? ÁSTRALIR ganga að kjörborði á morgun, laugardag, og kjósa nýtt þing. Skoðanakannanir að undanfömu hafa bent til þess að afar mjótt sé á munum milli Verkamannaflokksins annars vegar, en hann fer með völdin, og stjómarandstöðu Frjálslynda flokksins og íhalds- flokksins hins vegar. í gær vom birtar nýjar tölur um atvinnuleysi sem hefur aukist og var talið að það kynni að ráða úrslitum og kosta ríkisstjóm Pauls Keatings sigur. Ein milljón manna em án atvinnu í Ástraiíu eða sem svarar 11,1% vinnufærra manna. Fregn- in um aukið atvinnuleysi olli skjálfta á verðbréfamörkuðum í Ástral- íu og var myndin tekin á einum slíkum í Sydney. Boðar flug Rússa með hjálpargögn til Bosníu-Serba Belgrad. Reuter. RÚSSAR hafa ákveðið að taka þátt í flugi með hjálpar- gögn til Bosníu en munu einvörðungu varpa þeim út yfir sex byggðir Serba sem eru á svæðum á haldi músiima, að því er Ratko Mladic, yfirmaður hersveita Bosníu-Serba sagði í gær. Slobadan Milosevic, forseti Serbíu, neitaði í gær að styðja friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna og Evrópu- bandalagsins. Mladic sagði ekki hvenær rúss- neska hjálparflugið hæfíst en það yrði þó á allra næstu dögum. Hann hélt því fram að ekkert af birgðum sem bandarískar flugvélar hefðu varpað út yfír Bosníu undanfarna 10 daga hefði fallið til jarðar í byggðum Serba. Tvísýnt þótti um friðaráætlun Owens lávarðar og Cyrus Vance, milligöngumanna Evcrópubanda- lagsins (EB) og Samienuðu þjóð- anna (SÞ), í gær þar sem leiðtogar tveggja deiluaðila af þremur lögðu enn á ný til að skiptingu Bosníu í stjórnsýslusvæði yrði breytt. Átök urðu um friðartillögumar á fundi stjómar Bosníu í Sarajevo í gær og fyrradag. Alija Izetbegovic forseti var sagður leggjast gegn tillögunum óbreyttum. Þá sagði Radovan Karadzic leiðtogi Bosníus- erba að kortið um skiptingu Bosníu væri það eina sem stæði í veg fyrir því að friður næðist. Sagði hann að tilraunir til að einangra sig og knýja til undanlátsemi yrðu einung- is til þess að ennþá róttækari öfl tækju við forystu í röðum Serba. Vance og Owen reyndu að fá Slobodan Milosevic Serbíuforseta til að þrýsta á Bosníu-Serba að gefa eftir en hann neitaði því. Hann kvað fylkingarnar þijár í Bosníu ættu sjálfar að semja um frið í land- inu. ------» » ♦----- Stöðva lax- innflutning Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. Framkvæmdastj órn Evrópu- bandalagsins (EB) hefur ákveðið að banna innflutning á laxi frá Noregi til aðildarríkjanna fram tdl 30. april. Bannið er sett til að stemma stigu við að sjúkdómurinn anaemia, sem lýsir sér í súrefnisskorti í blóði, og heijað hefur á norskan lax, breiðist út til bandalagsins. Bannið verður látið taka til óslægðra og lifandi laxa. Talið er líklegt að bannið leiði til aukins útflutnings frá Noregi á öðr- um afurðum unnum úr Iaxi svo sem flökum. Nefnd leggur tíl róttækar breytingar á sænsku þjóðfélagi Vilja bylta stjórnkerfinu og draga úr sérhagsmunagæslu NEFND undir forsæti hagfræðiprófessorsins Assars Lindbecks, sem sænska ríkisstjórnin fól á síðasta ári finna lausn á langtímavanda sænsks efnahagslífs, kynnti tillögur sínar á blaðamannafundi í fyrradag. Nefndin leggur m.a. til að þingmönnum verði fækkað um helming, kjörtímabilið lengt í 4-5 ár og eyðslu ríkisins settar mjög strangar skorður. Þinginu beri að samþykkja ákveðinn tekju- og útgjaldaramma og ef einhver vill auka útgjöld verði hann samhliða að koma með tillögur um að lækka eitthvað annað á móti. Tillögnrnar kynntar Hagfræðingamir Assar Lindbeck og Agnar Sandmo kynna skýrslu um breytingar á sænsku samfélagi á blaðamannafundi á þriðjudag. Nefndin leggur til að ríkisútgjöld verði hamin á næstu fjórum til fímm árum fyrst og fremst með því að skera niður útgjöld. Telur hún rétt, í ljósi hins bága efnahagsástands nú, að meginniðurskurðurinn eigi sér stað á árunum 1995-1997. Alls telja nefndarmenn að bæta verði stöðu ríkissjóðs um 600-700 millj- arða ísienskra króna á þessu tíma- bili umfram það sem þegar hefur verið ákveðið. Alls hefur nefíidin lagt fram 113 tillögur til breytinga á sænsku sam- félagi og eru þær kynntar í skýrslu sem er 200 blaðsíðna löng að við- bættum 800 blaðsíðna greinargerð- um. Meginmarkmið tillagnanna er að leysa langtímavanda landsins en þar sem nefndin telur mjög brýnt að hefjast handa strax kynnti hún einnig tillögur til lausnar á aðsteðj- andi 'vanda. „Efnahagskreppan er alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir og það versta er ennþá framundan, ekki síst þegar atvinnuleysið er haft í huga,“ sagði Lindbeck á blaðamannfundinum, þar sem til- lögumar voru kynntar. Hann sagð- ist telja nauðsynlegt að gera mjög fljótlega grundvallarbreytingar á efnahags- og stjórnmálakerfí Sví- þjóðar til að forðast það allsheijar- hrun sem annars blasti við. Stjómmálafræðingurinn Olof Petersson, sem sæti á í nefndinni, sagði að efnahagskreppan væri einnig pólitísk kreppa og stafaði af því að sérhagsmunimir hefðu náð tökum á þingi jafnt sem ríkisstjóm. „Þingið sinnir ekki starfí sínu leng- ur. Því tekst ekki að sinna kalli hinna almennu samfélagshags- muna og er í staðinn orðið að far- vegi fyrir sérhagsmuni af mismun- andi tagi,“ sagði Petersson á blaða- mannafundinum. Fagráðuneytin kallaði hann „sendiráð sérhagsmun- anna . Hann sagði að það væri líka al- varlegt vandamál hversu menn ættu erfítt með að sjá tíu ár fram í tímann eða svo. Það væri vegna þess að fjölmiðlar einblíndu á skammtímaáhrif aðgerða og stjóm- málamenn væru einfaldlega ófærir um að hugsa til lengri tíma. Carl Bildt forsætisráðherra hefur fagnað tillögum nefndarinnar og segir niðurstöðumar vera framar öllum vonum. Hefur hann þegar gefíð út þau fyrirmæli til ráðuneyta að gerð verði úttekt á því hvað þurfí að gera til að hrinda tillögum nefndarinnar í framkvæmd. * Akvörðun Clintons ólögleg DÓMSTÓLL í Bandaríkjunum hefur ógilt eina af fyrstu ákvörðunum Bill Clintons í for- setaembætti og úrskurðað, að það bijóti í bága við alríkislög, að sérstakur starfshópur í heil- brigðismálum skuli koma sam- an fyrir luktum dyrum. Clinton hafði aðeins verið forseti í fímm daga þegar hann skipaði starfs- hópinn og eiginkonu sína, Hill- ary, útnefndi hann formann. Fjöldamorð Rauðra khmera SVEITIR Rauðra khmera undir forystu illræmds einfætts for- ingja, Ta Moks, myrtu að minnsta kosti 34 óbreytta borg- ara og særðu 29 skammt frá borginni Siem Reap seint í fyrrakvöld. Er það mesta ódæð- isverk sem framið hefur verið í lahdinu frá undirritun friðar- samninga í október 1991. Flest fómarlambanna voru konur og böm sem voru á kvikmynda- sýningu. Parkinson látínn CYRIL Northcote Parkinson, höfundur Parkinson-lögmálsins sem §allar m.a. um það eðli skrifræðisins til þess að vinda upp á sig, er látinn á 84. aldurs- ári. Lést hann á hjúkrunar- heimili í heimaborg sinni, Kant- araborg. Eftir hann liggja um 60 bækur um sögu, hagfræði og misheppnuð mannanna verk. Aukinn niðurskurður fjárlaga Fjárlaganefnd fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings afgreiddi í fyrradag fímm ára fjárlagaá- ætlun þar sem mun lengra er gengið í niðurskurði og lækkun fjárlagahalla en áætlanir Bills Clintons forseta gera ráð fyrir. Eru útgjöld skorin niður um 62 milljarða umfram tillögur Clintons. Búist er við að þing- deildin afgreiði frumvarpið í næstu viku. Clinton fækkar her- stöðvum BÚIST er við, að Bandaríkja- stjóm tilkynni bráðlega um verulega fækkun bandarískra herstöðva erlendis og aðallega í Evrópu. Skýrði Leon Panetta, fjárlagastjóri ríkisstjómarinn- ar, frá þessu í gær og sagði, að listi yfir herstöðvamar myndi fylgja útgjaldaáætlunum Pentagons, bandaríska her- málaráðuneytisins. Auk þessa verður herstöðvum í sjálfum Bandaríkjunum fækkað, líklega um 30 og umsvifin minnkuð í allt að 150, en það getur haft alvarleg áhrif á efnahag við- komandi sveitarfélaga eða hér- aða. Ætlar Bill Clinton Banda- ríkjaforseti að skýra frá því í dag hvað gert verður þeim til hjálpar. Pentagon rekur 481 stöð í Bandaríkjunum og 136 erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.