Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞROTTIR FOSTUDAGUR 12. MARZ 1993 KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN FRJALSAR Loks sigur gegn Lakers PATRICK Ewing skoraði 34 stig fyrir New York Knicks og átti stóran þátt í 110:104 sigri gegn Los Angeles Lakers í fyrrinótt. Þetta var fyrsti heimasigur Knicks gegn Lakers í níu ár. Knicks hefur ekki tapað á Madi- son Square Garden síðan 28. janúar s.l., hefur sigrað í 10 heima- leikjum í röð og 27 alls á tímabilinu en tapað fjórum. Charles Smith skoraði 18 stig fyrir heimamenn, en stigahæstir hjá Lakers voru A.C. Green með 22 stig og Sedale Thre- att með 20 stig. Denver fagnaði fímmta útisigri tímabilsins, vann Washington 126:112. Dikembe Mutombo og LaPhonso Ellis gerðu sín 20 stigin hvor og Reggie Williams skoraði 18 stig fyrir gestina. Tom Gugliotta skoraði 26 stig og tók 10 fráköst fyrir heimamenn, en Larry Stewart var með 20 stig. Þetta var fímmti tapleikur Washington í röð. Reggie Lewis, sem gerði alls 22 stig, skoraði úr fjórum vítaskotum á síðustu 30 sekúndunum í Phila- delphia og tryggði Boston 104:100 sigur. Xavier McDaniel skoraði 23 stig fyrir gestina, sem hafa sigrað í sjö af síðustu átta leikjum. Jeff Homacek var stigahæstur hjá heimamönnum með -24 stig, en Philadelphia hefur tapað 15 af síð- ustu 18 leikjum. Dallas setti félagsmet, tapaði 16. leiknum í röð, 124:96 á heimavelli gegn Portland. Terry Porter skoraði 24 stig og Cliff Robinson 18 fyrir gestina, en Randy White var stiga- hæstur heimamanna með 31 stig. Charles Barkley skoraði 16 af 30 stigum sínum í fyrsta leikhluta, þegar Phoenix vann Golden State í 16. sinn í röð á heimavelli, 111:100 að þessu sinni. Dan Majerle skoraði 28 stig fyrir heimamenn, sem eiga 25 heimasigra að baki og aðeins tvö töp. Staðan var 58:44 í hálfleik og Phoenix náði mest 21 stiga for- skoti í þriðja leikhluta. Latrell Sprewell var stigahæstur hjá Gold- en State með 22 stig. Rumeal Robinson, sem tók stöðu Kenny Andersons í byijunarliði New Jersey Nets, skoraði 21 stig í Los Angeles, þar sem Nets vann Clippers 109:98. Derrick Coleman skoraði 20 stig. Shaquille O’Neal skoraði 26 stig og Tom Tolbert var með 22 í 119:106 sigri Orlando gegn Indi- ana. Reggie Miller skoraði 32 stig fyrir gestina og Detlef Schrempf 22, en þetta var þriðji ósigur Indi- ana í síðustu 10 leikjum. Orlando, Indiana og Atlanta beij- ast um tvö sæti í úrslitakeppni Austurdeildar og stendur Orlando best að vígi. Bolvíkingar hættu Bolvíkingar gáfu síðustu tvo leiki sína í 1. deild karla í körfuknatt- leik sem þeir áttu að leika við Þór og UMF Akureyrar á Akur- eyri um síðustu helgi. Sögðust ekki geta fjármagnað ferðina til Akur- eyrar. Samkvæmt reglum KKÍ á Bolungarvíkurliðið yfír höfði sér sekt og þarf að hefja þátttoku í neðstu deild ef þeir hyggjast taka þátt í ís- landsmótinu næsta keppnistímabil. Allir leikir liðsins þurkast út af stöðutöflunni. íviorguimiaoio/iíiinar raiur Ewing óstöðvandi Patrick Ewing skoraði 34 stig fyrir New York Knicks og átti stóran þátt í 110:104 sigri gegn Los Angeles Lakers í fyrrinótt. Á myndinni skorar hann gegn Utah á dögunum án þess að Antony Corbin og Mike Brown komi vömum við. Jackson öflugur í grinda- hlaupinu BRETINN Colin Jackson hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið innanhúss, sem fram fer íTór- ontó í Kanada um helgina, með því að jaf na besta tíma ársins í 60 m grindahlaupi, sem hann átti sjálfur. Jackson hljóp á 7,44 sek. og sigraði m.a. Ólympíu- meistarann Mark McKoy frá Kanada. lackson, sem er 26 ára Wales- búi, varð fyrir miklum von- brigðum á Ólympíuleikunum í Barcelona í fyrra en hefur staðið sig prýðilega á innanhússmótum í vetur. Hann fór verr af stað en McKoy í grindahlaupinu um helg- ina á móti í Karlsruhe í Þýska- landi, en hljóp frábærlega síðustu 20 metrana og stakk sér fram úr Kanadamanninum á marklínunni. McKoy varð annar á 7,46 sek. og Sergej Usov, Hvíta-Rússlandi, þriðji á 7,58. Jackson var í sjöunda himni eft- ir sigurinn á keppinaut sínum og æfíngafélaga. „Mark hefur sýnt að hann er í mjög góðri æfingu og á annan besta tíma vetrarins. Það er gott að vinna hann eins oft og mögulegt er,“ sagði Wales-búinn. íjóðveijinn Jens-Peter Herold náði öðrum besta tíma frá upphafí í 2.000 m hlaupi innanhúss; .4:56,23. Aðeins Eamonn Coghlan frá írlandi á betri tíma. Hann hljóp vegalengdina á 4:54,07 árið 1987, en sjaldan er keppt í þessari grein. Mark McKoy sýndi hve sprett- harður hann er með því að vinna 60 m hlaup á 6,49 sek. Annar varð Talal Mansour frá Qatar á 6,51 og Joel Asasi, Kúbu, varð þriðji á 6,55. ISHOKKI SAburst- aði SR úti Skautafélag Akureyrar burstaði Skautafélag Reykjavíkur, 19:5, í leik liðanna á íslandsmótinu í ís- hokkí á skautasvellinu í Laugardal á sunnudaginn. Þessi lið leika í sér- stakri úrslitakeppni um íslandsmeist- aratitilinn þar sem það lið sem fyrr vinnur þijá leiki hampar titlinum. Mörk SR: Geir B. Geirsson, Eggert Rúnars- son,_Kristján Óskarsson, Jonni Tormannen og Ámi Bergþórsson eitt mark hver. Mörk SA: Pekka Santanen 6, Patrik Virtan- en 6, Heiðar I. Ágústsson 3, Héðinn Bjöms- son 1, Heiðar Smárason 1, Sigurgeir Har- aldsson 1 og Magnús Finnsson 1. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: New York Knicks- LA Lakers..110:104 Orlando - Indiana...........119:106 Philadelphia - Boston.......100:104 Washington - Denver.........112:126 Dallas - Portland...........96 :124 Phoenix - Golden State......111:100 LAClippers-NewJersey........98 :109 FjöLVÍTAMÍN FRAMTtDARINNAR FYRIR NÚTÍMAFÓLK. HiHwnr Vígalegir Markverðir liðanna, Timo Lehtonen (SR) og Pekka Lunden (SA), ásamt dómar- anum, Lars Tangren frá Svíþjóð, eftir leikinn á sunnudaginn. Tangren hefur verið með dómaranámskeið hér á landi að undanfömu. B SERGEJ Bubka, úkraínski heimsmethafinn í stangarstökki, verður ekki með á heimsmeistara- mótinu innanhúss sem fram fer í Tórontó um helgina. ■ BUBKA er meiddur á hæl, að sögn talsmanns alþjóða fijáls- íþróttasambandsins í gær. Bubka setti heimsmet í 34. sinn í febrúar, er hann stökk 6,15 m á innanhúss- móti í heimalandi sínu. í byijun þessa mánaðar stökk hann hins vegar aðeins 5,91 m á móti á Spáni. ■ BEN Johnson, kanadíski spretthlauparinn sem dæmdur hef- ur verið í ævilangt keppnisbann í fijálsíþróttum vegna ólöglegrar lyfjanotkunar, segist jafnvel taka tilboði um að gerast leikmaður í ruðningi, amerískum fótbolta. ■ JOHNSON sagði í gær að fél- agið Canadian Tiger Cats frá Hamilton hefði gert sér tilboð um samning. „Þeir hafa viljað fá mig í fímm ár. Eg reikna með að taka tilboðinu," sagði hann í gær, í við- tali við austurríska blaðið Kurier. KNATTSPYRNA Firma- og hópakeppni Breiöabiiks Firma- og hópakeppni knattspymudeildar Breiðabliks í knattspymu verður haldin sunnudagana 21. og 28. mars á gervigra- svellinum f Kópavogi. Þátttöku skal tilkynna í síðasta lagi 18. mars, en nánari upplýs- ingar í sfma 43699 (Steinar) og 641990 (Jón Ingi). Drechsler ekki með Heike Henkel, helsta von Þjóð- veija á heimsmeistaramótinu, sigr- aði í hástökki kvenna — fór yfír 1,97 m. Landa hennar, Heike Drechsler, gullverðlaunahafi frá því í Barce- lona, sigraði í langstökki; stökk 6,99 m. Hún verður ekki með á HM í Tórontó; kaus heldur að miða æfíngar við heimsmeistaramótið utanhúss sem fram fer í Stuttgart í sumar. SKOTFIMI Ólafur sigraði á meistaramóti í Uppsölum Olafur P. Jakobsson hefur tekið þátt í nokkrum mótum í skotfimi í Sviþjóð undanfarið og gengið vel. Hann keppti sem gestur á móti þar sem gerð var úttekt á sænska landsliðinu í loftskambyssu og lenti í 10. til 15. sæti með 566 stig af 600 mögulegum. í fyrsta sæti varð Per-Erik Persson með 577 stig. A svæðamóti í loftskambyssu í Uppsölum varð Ólafur í öðru sæti með 565 stig en sigurvegari varð Peter Fredriksson með 577. Um helgina keppti Ólafur svo á meist- aramóti í loftskambyssu í Uppsöl- um og sigraði, hlaut 564 stig. Ólafur verður meðal keppenda á Islandsmótinu í maí, en hann keppir fyrir Skotfélag Kópavogs. Or fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.