Morgunblaðið - 12.03.1993, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.03.1993, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Róttækar umbótatil- löffur í Svíþjóð Róttækar tillögur nefndar und- ir forsæti Assars Lindbecks prófessors, eins virtasta hagfræð- ings Svíþjóðar, hafa vakið gífur- lega athygli þar í landi. Ríkis- stjóm Svíþjóðar fól nefndinni að gera úttekt á langtímavanda sænsks þjóðfélags í kjölfar þess að sænska krónan var látin fijóta á gjaldeyrismörkuðum i nóvember í fyrra. Fjögurra flokka ríkisstjóm Carls Bildts forsætisráðherra hef- ur frá upphafi mótað efnahags- stefnu sína út frá þeirri forsendu, að sænskt þjóðfélag eigi við víð- tækan kerfísvanda að stríða. Sá kerfísvandi verði ekki leystur nema með umfangsmiklum kerfís- breytingum. Bám þær efnahags- aðgerðir, sem samkomulag náðist um milli stjómar og stjórnarand- stöðu síðastliðið haust, þess greinilega merki, að sænska kerf- ið væri gengið sér til húðar. Til að átta sig betur á hvað yrði að gera til að koma Svíþjóð út úr alvarlegustu efnahags- kreppu sem landið hefur verið í frá því á fjórða áratugnum var óháðri nefnd falið að vinna verk- ið. Til að ná sem víðtækastri sam- stöðu um tillögur nefndarinnar var ákveðið, að hún yrði skipuð mörgum af virtustu fræðimönnum Svíþjóðar. Tillögur nefndarinnar em kynntar í skýrslu sem ber nafnið „Ný skilyrði fyrir efnahagslíf og stjómmál“. Leggur Lindbeck- nefndin fram 113 tillögur sem fela í sér grandvallarappstokkun á sænsku samfélagi, verði eftir þeim farið. Megináherslan er á efnahags- mál og telur nefndin nauðsynlegt að taka ákvörðun nú þegar um að koma jafnvægi á ríkisfjármálin á næstu fímm áram. Til að það takist verði að bæta stöðu ríkis- sjóðs um að minnsta kosti 600-700 milljarða íslenskra króna á næstu fímm áram. Er þetta til viðbótar þeim 300 milljörðum sem ríkisstjómin hefur þegar boðað að fjárlagahallinn verði skorinn niður um á næstu áram. Telja nefndarmenn æskilegra að draga úr ríkisútgjöldum en að leggja á nýja skatta. Ríkisstjómum ber strax í upp- hafi fjárlagavinnunnar að leggja fram ákveðinn útgjaldaramma og þingið greiðir fyrst atkvæði um heildarútgjöid og tekjur, sam- kvæmt tillögum nefndarinnar. Ef einhver leggur til aukin útgjöld ber honum einnig að leggja fram á móti tillögur um spamað á öðru sviði. Nefndin vill einnig draga úr áhrifum verkalýðshreyfmgarinn- ar, auka sjálfstæði Seðlabankans en jafnframt gera hann ábyrgari fyrir þinginu. Hún telur að gengi sænsku krónunnar eigi að fljóta þar til Svíar fái aðild að Evrópu- bandalaginu. Hún vill að skattar verði „sýnilegri". Það beri að kalla skatta skatta en ekki t.d. „gjöld“. Eitt af því sem nefndin leggur aftur og aftur áherslu á í tillögum sínum er mikilvægi þess að draga úr áhrifum sérhagsmuna á ákvarðanatöku í þjóðfélaginu. Það sé búið að byggja sérhagsmunina inn í ríkiskerfíð og kominn sé tími til að auka vægi almannahags- muna. Nefndin telur þannig rétt að endurvekja það athafnafrelsi sem komið var á i Svíþjóð árið 1846 og 1864 en hefur síðan ver- ið bælt niður með samkeppnis- hömlum og reglugerðum að kröfu sérhagsmunahópa. Nefndin vill fækka þingmönn- um um helming en lengja jafn- framt kjörtímabilið í fjögur eða helst fímm ár. Þá beri að taka upp svipað kerfí og í Þýskalandi hvað varðar vantraust á ríkis- stjómir. Sitjandi stjóm verði ekki felld nema meirihluti sé fyrir nýrri stjóm. Þingið eigi að einbeita sér að því að leggja heildarlínurnar en ekki karpa um tæknileg út- færsluatriði. Tillögurnar snúast ekki bara um efnahags- og stjómmál. Lagt er til að herða kröfur til grann- skólanema um þekkingu á móður- máli, erlendum tungumálum og stærðfræði. Lengja skólaárið og auka hæfni kennara. Margt af því sem nefndin legg- ur til er mjög óhefðbundið. Má nefna þá hugmynd, að til að ljóst verði hversu miklum kostnaði hver kynslóð velti yfír á þá næstu verði þróað kerfí, sem sýni fram á raun- veraleg reikningsskil kynslóða. Svona mætti lengi áfram telja og þegar upp er staðið blasir við beinskeytt greining á fyrirliggj- andi vanda og róttækar og fram- legar hugmyndir til lausnar á hon- um. Af fyrstu viðbrögðum að dæma bendir margt til að starf Lindbeck-nefndarinnar eigi eftir að skila sér í raunverulegum breytingum. Carl Bildt, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, segir að ár- angurinn af starfí nefndarinnar sé framar björtustu vonum og Kefur gefíð ríkisstjóminni skipun um að gera úttekt á því hvað þurfí að gera til að hrinda þeim tillögum í framkvæmd, sem eru á verksviði ríkisstjómarinnar. Niðurstöður Lindbeck-nefndar- innar eru ekki síst athyglisverðar fyrir okkur íslendinga. Líkt og Svíar eram við í miðri efnahags- kreppu. Þó að vandamálin séu ekki þau sömu er eðli vandans hið sama. Við verðum að gera okkur ljóst að mistök og kæraleysi síð- ustu áratuga verða ekki leyst á skömmum tíma á sársaukalausan hátt. Þá á það eins við hér, sem í Svíþjóð, að ef menn hafna kerfís- breytingu er valkosturinn ekki viðhald gamla kerfísins heldur hrun þess. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um áhrif nýrra samkeppnislaga Mörkuð þáttaskil í íslensku efnahags- og viðskiptalífi Samkeppnislögin kynnt F.v.: Sigfús Jónsson aðstoðarmaður ráðherra, Georg Ólafsson for- stjóri Samkeppnisstofnunar, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og Atli Freyr Guðmundsson varaformaður samkeppnisráðs. NY samkeppnislög marka þáttaskil í íslensku efnahags- og viðskiptalífi, setja nýjar leikreglur í viðskiptalífi bæði innanlands og í erlendum við- skiptum vegna tengslanna við samkeppnisreglur á evr- ópsku efnahagssvæði. Þetta sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra sem kynnti í gær samkeppnislögin sem gengu í gildi um síðustu mán- aðamót. Hann segir að lögin séu ekki bundin við nýja gerninga og lítur svo á að bráðabirgðaákvæði um út- tekt á stjórnunar- og eigna- tengslum íslenskra fyrir- tækja tengist afturvirkni lag- anna. Jón sagði að meðal nýmæla í lögun- um væru hert bönn við þeim tegundum samkeppnishindrana sem taldar eru skaðlegastar, t.a.m. samráði um verð, afslátt eða álagningu og skiptingu fyrirtækja á markaði sín á milli með samtökum. „Hér eftir mun eftirlitið fyrst og fremst beinast að samkeppn- isaðstæðum og í því skyni fá sam- keppnisyfirvöld heimildir til að ógilda samninga milli fyrirtækja um sam- runa eða samstarf ef það veldur neyt- endum eða viðskiptalífínu skaða," sagði Jón. Eftirlit með stjórnvaldsaðgerðum Hann sagði að þá væri samkeppnis- yfírvöldum fengið það verkefni að gera athugasemdir við stjórnvaldsfyr- irmæli eða -aðgerðir sem telja megi að váldi samkeppnishindrun sem skað- leg sé. „Þau gætu gert athugasemd við það ef eitthvert fyrirtæki í skjóli einkaaðstöðu sem hið opinbera hefur veitt notfærir sér þá aðstöðu til að lækka verð á annarri óskyldri vöru eða þjónustu í samkeppni við aðra á því sviði.“ Samkvæmt nýju samkeppnislögun- um getur samkeppnisráð gripið til aðgerða gegn samningum, skilmálum, athöfnum og aðstæðum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. „í þessu felst að mínu áliti að ráðið sé ekki bundið við nýja geminga, heldur taki mið af aðstæðum á markaði. Ég vil þó á engan hátt grípa fram fyrir hend- ur ráðsins í því hvemig það fram- kvæmir eftirlitið með þessu ákvæði laganna. Ég lít svo á að þetta sé m.a. tengt ákvæði til bráðabirgða í lögun- um um úttekt á stjórnunar- og eigna- tengslum milli fyrirtækja sem starfa á íslenskum markaði," sagði Jón. Tekið á brotum án tafar í lögunum er ákvæði um sérstaka auglýsinganefnd sem verði samkeppn- isráði til ráðgjafar. Nefndin verður skipuð á næstunni og er gert ráð fyr- ir að samkeppnisráð velji formann nefndarinnar úr sínum hópi. Samkvæmt lögunum verður hægt að taka á brotum á samkeppnisreglum án tafar. Samkeppnisyfirvöld fá heim- ild til að fylgja úrskurði eftir með sektum ef önnur úrræði duga ekki til. Þeir sem ekki sætta sig við úr- skurð samkeppnisyfírvalda geta skot- ið máli sínu fyrir sérstaka áfrýjunar- nefnd sem er tilnefnd af Hæstarétti. Snælandsskóli og Kópavogsskóli með lestrarnámskeið fyrír unglinga Atta unglingar fá bókaverðlaun í ,4estrarbingói“ Morgunblaðið/Emilía V erðlaunahafar SJÖ stelpur og einn strákur hampa glöð verðlaunabókum. Þau heita Ólöf F. Rjartansdóttir, Guðrún A. Öskarsdóttir, íris Hrönn Andrésdótt- ir, Elísa Jóhannsdóttir Helga Jónsdóttir, Ásbjörg Ósk Snorradóttir, Ingibjörg L. Diðriksdóttir og Valdimar Sigurðsson. Eignarhald samlaga Niðurstöðu vænst í vor SIGURGEIR Þorgeirsson, að- stoðarmaður landbúnaðarráð- herra, segir stefnt að þvi að vinna við lögfræðilega álits- gerð um það hver eigi afurða- stöðvar í mjólkuriðnaði hefjist í lok mars eða byrjun apríl og vonast sé til að niðurstöður geti legið fyrir í vor. „Það er ekki ágreiningsefni að þar sem mjólkurstöðvar tilheyra kaupfélögum í blönduðum rekstri þá eiga þau mjólkurstöðvamar en spurningin er hvort hægt er að aðskilja þær og segja að innleggj- endur eigi stöðvamar. Meðal ann- ars verður athugað hvemig eigna- myndunhefur orðið í stöðvunum," sagði Sigurgeir. „Þessi umræða er komin til af því að menn óttast að í sumum tilvikum kunni blandað eignarhald að standa í vegi fyrir því að menn nái að sameina stöðv- ar eða leggja niður rekstur. Um- ræðan er orðin nokkuð hávær með- al bænda sem telja að þetta geti torveldað hagræðingu. Ráðherra finnst ekki stætt á öðru en að fá úr því skorið hvemig þessu eignar- haldi sé háttað," sagði Sigurgeir. Aðspurður hvaða gildi slík álits- gerð hefði sagði hann að þetta væri flókið málsem ástæða væri til að kanna því hugsanlega gæti eng- inn svarað þessu að svo stöddu. HÁTÍÐLEG afhöfn var á bókasafni Snælandsskóla í Kópavogi í gær, þegar skóla- stjórinn, Reynir Guðsteins- son, afhenti átta unglingum bókaverðlaun fyrir góðan árangur í lestri og bók- menntaumfjöUun, að við- stöddum fræðslustjóra Reykjancsurndæmis og fleiri gestum. Sérstakt lestrarnám- skeið fyrir unglingadeUdir er í gangi bæði í Snælands- skóla og Kópavogsskóla í vetur, en þessir grunnskólar fengu styrk úr Þróunarsjóði menntamálaráðuneytisins tíl verkefnisins. Valgerður Bjömsdóttir hefur yfir- umsjón með lestramámskeiðinu í Snælandsskóla með aðstoð Guð- bjargar Emilsdóttur sérkennara í lestri. Einnig kemur Jónína Friðf- innsdóttir skólasafnkennari mikið inn í verkefnið. „Þessi skóli og Kópavogs- skóli er í nánu samstarfi við Mennta- skólann í Kópavogi, þar sem sameig- inlegar athuganir skólanna leiddu í (jós, að unglingar þurfa miklu meira aðhald í lestramámi, áður en þeir fara inn í menntaskóla," segir Val- gerður. Lestrar-bingó „Upphaflega átti aðeins að sinna lakari nemendum, en við ákváðum síðan að gefa öllum tækifæri." Jónína sá um að útbúa verkefnabók, sem ber heitið „Lesum betur í vetur" og „Lestrarbingó-spjald" þar sem kenn- arar merktu við þá bókaflokka sem nemendur höfðu lesið. „Við gerðum miklar kröfur og góðir nemendur fengu tækifæri til að skila þessu vel.“ Um leið og nemendur skiluðu verkefni inn í heftið, skráðu kennar- ar „vinning" á bingó-spjaldið - síðan þurftu krakkamir að flyíja munnlega greinargerð. Lestrarpróf fyrir unglinga „Við tókum fyrir helstu bók- menntagreinar til að beina þeim inn í lestur á sem flestum. Þau samlásu leikrit og fluttu ljóð. í lok fyrsta áfanga gengu síðan allir undir lestr- arpróf. Það kom krökkunum á óvart hvað prófíð var þungt, en margir stóðu sig frábærlega vel, vora fljúg- andi læsir með góðan skilning á efn- inu. En 1/5 hluti þeirra þarf aukna aðstoð og verður boðið upp á sér- kennslu." —Er sýnileg framför í lestri? „Meiri hlutinn er kominn í takt og mörgum hefur farið verulega fram," segir Jónína. „í seinni áfanga sem lýkur í vor, ætlum við að leggja meiri áherslu á lesskilning, frásagn- arlist og ræðumennsku. Stelpurnar duglegri að lesa Við verðlaunaafhendinguna var áberandi, hvað stelpumar voru í meiri hluta, en af átta krökkum sem fengu verðlaun var aðeins einn strák- ur. Þegar krakkamir voru spurðir hvemig stæði á þessu svöruðu þau: „Stelpumar eru iðnari, strákamir latari,“ og horfu stríðnislega á eina karlmanninn, sem var fljótur að svara fyrir sitt kyn og sagði strákana vera meira í íþróttum. Allir hafa gaman að ævintýrum Mál og menning gaf bókaverðlaun- in. Nemendur sem lásu flestar bækur í sínum bekk fengu bókina „Svört verða sólskin" -rit um norræna goða- fræði- sem samtök móðurmálskenn- ara á Norðurlöndum stóðu fyrir út- gáfu á. Þau sem lásu flestar bækur voru: Ólöf F. Kjartansdóttir, Guðrún A. Óskarsdóttir, íris Hrönn Andrés- dóttir, Elísa Jóhannsdóttir og Helga Jónsdóttir. Þrír voru dregnir út úr „bingó- pottinum" og fengu bókina „íslensk orðsnilld" - fleyg orð úr íslenskum bókmenntum_. Þau voru: Valdimar Sigurðsson, Ásbjörg Ósk Snorradótt- ir og Ingibjörg L. Diðriksdóttir. i:WM SJIAM SI í!UDAGtrr§ð'íI íwlfcMíS! T®mW"Í MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 29 Morgunblaðið/Kristinn Fyrsti miðinn ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra keypti fyrsta miðann í Víkingalottói. Dregið í Víkingalottói í næstu viku Sala miða er hafin SALA á miðum í hinu samnorræna Víkingalottói er nú hafin og keypti Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra fyrsta miðann hérlendis. Dregið verður í fyrsta sinn í beinni útsendingu í þessu lottói miðvikudaginn 17. mars nk. frá Hamar í Noregi. Bæði Sjónvarpið og Stöð 2 munu senda útdrátt beint kl. 19.50 á miðvikudagskvöldum. Sala á miðum í Víkingalottói verður á sama tíma og í sama sölukerfi og salan í Lottó 5/38 utan að lokað er fyrir söluna frá kl. 16.00 á miðvikudögum er út- dráttur fer fram. í frétt frá íslenskri getspá seg- ir m.a. að Víkingalottó muni gefa 23 milljónúm manna tækifæri til að spila samtímis. Flugleiðir töpuðu 134 milljónum á síðastliðnu ári FLUGLEIÐIR hf. töpuðu 134 milljónum kr. á rekstri síðastliðins árs. Árið á undan varð 150 milljóna kr. hagnaður af rekstrinum. Eigið fé Flugleiða lækkaði á árinu úr 4,4 milljörðum í 4,1 millj- arð. í fréttatilkynningu frá Fiugleiðum eru þrjár ástæður nefnd- ar fyrir tapinu. Afkoman af sjálfum rekstrinum, fyrir utan fjár- magnsliði, er sögð hafa versnað vegna lækkunar flugfargjalda heima og erlendis. Þá er afskrifaður varahlutalager eldri flug- véla félagsins og endurmatsreglum flugvéla breytt. Sljórn Flug^r leiða leggur til við aðalfund að greiddur verði 7% arður. Rekstrarhagnaður, fyrir utan fíár- magnsliði, var á árinu 1992 696 millj- ónir kr. en var 927 milljónir árið áður. Rekstrartekjur lækkuðu um 300 milljónir kr. milli ára, voru 12,4 milljarðar kr. í fyrra á móti 12,7 milljörðum árið á undan. Rekstrar- gjöld lækkuðu hins vegar mun minna, eða innan við 100 milljónir kr. Voru rekstrargjöldin rúmlega 11,7 millj- arðar kr. en tæplega 11,8 milljarðar kr. árið 1991. „Ástæða lakari rekstr- arafkomu er fyrst og fremst lækkun flugfargjalda heima og erlendis. Raunlækkun meðalfargjalda var um 10% milli ára. Farþegum fjölgaði hinsvegar um rúmlega 4% og voru 807.571,“ segir í fréttatilkynningu Flugleiða. í öðra lagi rekja Flugleiðamenn tapið til þess að félagið afskrifar nú að mestu það sem eftir er af vara- hlutalager eldri flugvéla félagsins en benda jafnframt á að gömlu vélamar hafí á sínum tíma verið seldar fyrir mjög gott verð ásamt stórum hluta varahlutalagers. Óviðunandi afkoma I fréttatilkynningu Flugleiða segir að afkoman sé óviðunandi. Sagt er að tekjumar lækki vegna þess að meðalfargjöld séu hvarvetna að lækka. Flugleiðir hafi brugðist við þessari þróun í vetur með spamað- arátaki og árangur af því sjáist á næstu mánuðum. Reikningar Flugleiða voru stað- festir af stjóm og forstjóra á stjómar- fundi í gær. Aðalfundur verður hald- inn 18. mars. -C. Erlendir fjárfestar sýna Softís áhuga GENGI hlutabréfa í hugbúnaðarfyrirtækinu Softís hf. hefur hækkað á innlendum hlutabréfamarkaði á einum mánuði úr 7 og í 12. Viðræður hafa átt sér stað milli forráðamanna Softís og forráðamanna bandaríska fjárfestingarfélagsins Oppenhei- mer um kaup á hlutafé og Morgunblaðið hefur fyrir því heim- ildir að fleiri erlendir fjárfestar hafi sent félaginu fyrirspurn- ir. Jóhann P. Malmquist stjórnarformaður Softís segir að hann sé ekki reiðubúinn að ræða þetta mál að svo stöddu en staðfest- ir að viðræður hafí átt sér stað við Oppenheimer. Hinsvegar muni líða nokkur tími þar til niðurstaða fæst úr þeim viðræðum. Hinn 12. febrúar sl. áttu sér stað viðskipti með hlutabréf í félaginu að fjárhæð 280 þúsund á genginu 7,0 og 9. mars var gengið orðið 9,0 í viðskiptum sem námu 900 þúsund krónum. í gær hækkaði gengið enn þar sem viðskipti með bréf að fjár- hæð 800 þúsund áttu sér stað á genginu 12. Þetta er hæsta gengi sem skráð hefur verið á hlutabréfum á íslenska hlutabréfamarkaðinum. Bréf í Softís voru fyrst boðin til sölu á Opna tilboðsmarkaðnum í ágúst sl. og þá á genginu 10,0. Engin viðskipti urðu með bréfín á því gengi og undir lok mánaðarins lækkaði sölugengið í 8,0 og síðan niður í 6,0 í nóvember á síðasta ári. Kjarakaup Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa háttsettir menn innan Oppenheimer sýnt málinu áhuga, þar á meðal einn af aðstoðarfor- stjóram þess. Munu þeir telja að hið nýja forrit sem Softís hefur hannað, Louis, og tækni í tengslum við það eigi mikla framtíð fyrir sér. Guðmundur' Franklín Jónsson sem vinnur sem verðbréfasali hjá Oppenheimer segir að hann geti ekkert tjáð sig um viðræður þær sem átt hafa sér stað, bæði sé hann bundinn trúnaði og önnur deild inn- an fyrirtækisins sjái um málið. Hvað varðar verð á hlutabréfum Softís á íslenska markaðinum hinsvegar sepr Guðmundur að þau séu kjara- kaup um þessar mundir. Vélsleðamenn á leið milli landshornanna Til Hvera- valla í dag Hundraðhestaflagengið, sveit 5 vélsleðamanna sem eru á leið þvert yfir landið, kom á Hólmavík i gærkvöldi eftir erfiða dagsferð. Þeir félagar eru ráðnir í að ná á Hvera- velli annað kvöld hvað sem tautar og raular. „Við erum komnir á Stein- grímsfjarðarheiðina og erum að fara niður á Hólmavík þar sem við ætlum að gista í nótt svo við þurfum ekki að liggja í fönn,“ sagði Ólafur Sigurgeirsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að dagurinn hefði verið erfíður og tekið fímm tíma að komast frá Djúpuvík út í Hom- bjargsvita. Sagði Olafur að birtan hefði gert það að verkum að erf- itt hafí verið að sjá skil á hengjum og giljum og þeir félagar stundum orðið að ganga á undan sleðun- um. Hundraðhestaflagengið hélt frá Hornbjargsvita kl. 14. Þá lentu þeir félagar í éljagangi og þoku. Ólafur sagði að þarna væri vandratað og hefðu kort, áttavit- ar og iórantæki verið samtímis uppivið alla leiðina. Fara þurfti alls konar þræðinga og brekkur. „En nú er erfiðasti áfanginn að baki og við erum ákveðnir í að ná á Hveravelli á morgun með góðu eða illu,“ Ólafur. Hríseyingar vilja ekki taka lægsta boði í feijurekstur VEGAGERÐ ríkisins ætlar að ganga til samninga við Ey- stein Ingvason, lægstbjóðanda um ferjuflutninga á Eyja- firði, en fulltrúar Vegagerðarinnar tilkynntu forsvarsmönn- um Hríseyjarhrepps og Grímseyjarhrepps þetta á fundi í gær. Fram kom einnig á fundinum að Sæfari yrði ekki seldur í bráð. Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps sendi vegamálastjóra í gær mótmæli þar sem hugmyndum um að semja við Ey- stein er hafnað. í ályktun hreppsnefndar Hríseyj- arhrepps er hafnað hugmyndum Vegagerðarinnar um að semja við Eystein um að skipið Ámes sjái um vöru- og fólksflutninga til og frá Grímsey og Hrísey, en nefndin telur skipið ekki uppfylla tæknilegar kröfur sem farið sé fram á í útboðsgögnum. Óskar nefndin eftir að hlutlaus aðili verði fenginn til að gera úttekt á skip- inu og kanna hvort það henti til flutn- inganna og einnig hvort það fullnægi kröfum um öryggi og flutningatækni. Einokunaraðstaða Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps telur að ekki hafi verið sýnt fram á að til- boð Eysteins sé hagstæðara en ann- arra bjóðenda, m.a. verði að taka til- lit til leigu á Sæfara, kostnaðar við að leggja honum og sölutap ef Sæfari yrði seldur á lægra verði en hann er metinn. „Einnig þarf að reikna dæmið til lengri tíma og meta þær aðstæður sem skapast þegar Ámes gæti ekki haldið áfram þessum flutningum. Þá má ennfremur benda á þá einokunarað- stöðu sem Eysteinn væri kominn í ef Sæfari væri seldur og hann væri sá eini sem byði í áframhaldandi flutn- inga,“ segir í ályktun hreppsnefndar Hríseyjarhrepps. Hreppsnefndin hefur farið fram á að frestað verði til mánudags að skrifa undir samninga um feijuflutningana, en fyrirhugað var að gera það f dag, föstudag. Þá hefur nefndin farið fram á fund með þingmönnum kjördæmis-- ins vegna málsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.