Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993
41
Minning
Ingólfur Stefánsson
fv. framkvslj. FFSÍ
Þau tíðindi bárust okkur hjónun-
um vestur til Bandaríkjanna að vin-
ur okkar Ingólfur Stefánsson væri
látinn. Við slíka frétt reikar hugur-
inn aftur í tímann.
Náin kynni mín af Ingólfí Stef-
ánssyni hófust um og eftir 1980,
en hann var eins og flestum er
kunnugt búinn að vera fram-
kvæmdastjóri Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands og þar
áður framkvæmdastjóri Öldunnar.
Við vorum þar áður kunningjar eins
og gerist og gengur meðal félags-
manna einstakra félaga innan
FFSÍ. Um þetta leyti starfaði hann
í nefnd á vegum samgönguráðu-
neytisins sem fékk það lilutverk að
setja fram tillögur um framtíðar-
skipan fjarskipta sem m.a. leiddu
til þess að loftskeytamenn létu af
störfum á togurunum. Um svipað
leyti starfaði ég í nefnd á vegum
menntamálaráðuneytisins um að
endurskipuleggja menntun loft-
skeytamanna. Við Ingólfur höfðum
oft samband um gang þessara mála.
Ég kynntist Ingólfi m.a. sem þann-
ig persónu að erfitt væri að hnika
skoðunum hans nema til kæmu slík
óyggjandi rök að ekki væri hægt
að hrekja þau. Að minu viti lýsir
þetta þeirri skapfestu og ákveðni
sem skipstjórar þurfa að vera
gæddir til að ná árangri við störf
sín á sjónum og við fiskveiðar. En
fyrri fiskleysisár og tímabil voru
oft erfið ekki síður þá en um þess-
ar mundir, þegar fisk- og gæfta-
leysi hefur sett svip sinn á þjóðarbú-
skapinn.
Leiðir okkar lágu síðan enn sam-
an þegar ég tók við starfi hans sem
framkvæmdastjóri FFSÍ í septem-
ber 1985. Það var vissulega gæfa
mín að geta notið leiðsagnar hans.
Ingólfur Stefánsson var góður leið-
beinandi enda orðinn vel sigldur um
og í kringum sker kjarabaráttunn-
ar. Svo mikið er víst að þau mál-
efni eru ekki meðfædd eða sjálfgef-
in þeim sem við þau fást. Við áttum
margsinnis tal saman um allt milli
himins og jarðar og sérstaklega það
sem efst var á baugi um hagsmuni
sjómanna. Þar var hann með sigl-
ingaleiðina á hreinu. Við sem í dag
teljumst eiga að hafa með hags-
muni sjómanna að gera, getum
ekki annað en dáðst að þeirri fram-
sýni, áræðni og dug sem bjó að
baki þeim forvígismönnum sem á
undan okkur hafa gengið. Þeir
virkilega unnu stórvirki fyrir sjó-
menn. Nokkuð sem sjómenn vorra
daga eiga erfítt með að gera sér
grein fyrir.
Alþingismenn, ríkisstjórnir og
ráðuneyti á hverjum tíma setja oft-
ast sjómönnum skorður er varða
kjör þeirra hveiju sinni. Þau lög og
reglugerðir sem í dag takmarka
' eðlilegt fijálsræði og samkeppni við
fískveiðar eru sjómönnum til trafala
I og hafa í seinni tíð svo mjög tak-
' markað fjölda þeirra til vinnu í
starfsgreininni sem er nokkuð sem
menn töldu að ekki myndi gerast
svo skyndilega sem raun ber vitni.
Ingólfur hafði sínar skoðanir á því
kerfi sem við búum við til að stýra
fiskveiðunum. Hann var sannur
skoðanabróðir flestra skipstjóra í
þeim málum og sem eru á engan
hátt tilbúnir til að halda því fram
að núverandi stjómun fiskveiða á
íslandi sé sú besta I heiminum,
enda þótt allir skipstjórar og sjó-
menn í heild séu að öðru leyti tilbún-
ir til að fara að öllu með gát. Sjó-
mönnum er ekki tamt að bera
vandamál sín á torg og má með
r sanni segja að kjör sjómanna séu
að mörgu leyti mun ótryggari en
nokkuira annarra launþegahópa í
g þjóðfélaginu. Ingólfur var næmur á
hvað hentaði sjómönnum best á
hveijum tíma og laginn við að færa
fram rök mái sínu til stuðnings.
Hann eins og fleiri sem tekið hafa
þátt í hagsmunagæslu sjómanna
hafði efalítið viljað koma fleiri mál-
efnum til betri vegar á sínum starfs-
ferli. En öllum málefnum eru tak-
mörk sett og oft ekki hægt að kom-
ast lengra. Þau Ingibjörg og Ingólf-
ur voru einkar dugleg við að ferð-
ast eftir að hann hætti störfum hjá
FFSÍ. En það er öllum ljóst sem
vinna að félagsmálum að þau taka
mikinn tíma frá eðlilegu heimilis-
lífi. Þeim hjónum verður aldrei full-
þakkað fyrir það sem þau lögðu
fram fyrir sjómannastéttina fyrr og
síðar. Ingólfur var vel ritfær maður
og fékkst töluvert við að skrifa
pistla um fiskmarkaðsmál og fisk-
veiðar, m.a.' í DV. Við hjónin send-
um þér, elsku Ingibjörg, og fjöl-
skyldunni þinni okkar innilegustu
kveðjur. Megi góður Guð styrkja
þig á komandi tímum.
Gígja S. Guðjónsdóttir og
Harald S. Holsvik.
Sem oft áður leit vinur minn og
fyrrverandi samstarfsmaður, Ing-
ólfur Stefánsson, inn í Borgartún-
inu einn dimmviðrisdag í janúar
síðastliðnum. Við vorum sammála
um að vond væri tíðin og lítið veidd-
ist við þær aðstæður, bæði af loðnu
og öðrum fiski. Við vorum reyndar
líka sammála um að það kæmi fisk-
ur úr sjó þótt síðar yrði og lengra
liði á árið. Margt fleira bar á góma
í spjalli okkar. Þegar hann stóð upp
og bjóst til brottfarar varð honum
að orði: Það fer nú að lengja daginn
og rétt að vera bjartsýnn, þetta
svartnætti í öllum líður hjá.
Með þessu viðhorfi um bjartsýni
og betri tíð kvaddi ég vin minn
Ingólf Stefánsson í skammdegis-
birtingu janúardagsins.
Þarna komu fram viðhorf þess
manns, sem vissi af langri sjó-
manns- og skipstjóratíð að aldrei
mátti gefa upp von um betri afla
og bjartari tíð. Enginn, hvorki ein-
staklingur né þjóð, byggir framtíð
sína á bölmóði né svartsýni. Jákvæð
viðhorf til framtíðar eru lífsfylling
vonar um betra líf og afkomu.
Ingólfur Stefánsson var Austfirð-
ingur, fæddur á Berunesi við Reyð-
arfjörð 17. ágúst 1915. Foreldrar
hans voru hjónin Stefán Magnússon
bóndi og kona hans Ásdís Sigurðar-
dóttir.
Barn að aldri fluttist Ingólfur
með foreldrum sínum til Eskiljarðar
og var þar til fimmtán ára aldurs,.
en þá hélt fjölskyldan til Reykjavík-
ur. Heimili foreldra Ingólfs í
Reykjavík stóð lengst af á Báru-
götu 35.
Ingólfur fór fyrst á sjó tólf ára
gamall, en sautján ára á togara,
hjá Guðjóni Guðmundssyni á bv.
Sviða frá Hafnarfirði. Með Guðjóni
var Ingólfur til sjós nær samfellt
til ársins 1941. Veturna 1938 og
1939 stundaði Ingólfur nám í Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík og
lauk þaðan prófi vorið 1939. Ingólf-
ur sigldi síðan öll stríðsárin og fór
eftir stríðslok á nýsköpunartogar-
ana. Skipstjóri á bv. Agli rauða
varð hann 1949, skipstjóri á bv.
Goðanesi 1953, skipstjóri á bv.
Mars 1954 og skipstjóri á bv. Skúla
Magnússyni 1954-1958, að hann
fór í land. Nokkur ár vann hann
há Áburðarverksmiðjunni og var
um hríð verkstjóri hjá Fiskmiðstöð-
inni hf.
Ingólfur tók við starfi sem fram-
kvæmdastjóri Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands 1968, en
þar áður hafði hann verið starfs-
maður FFSÍ frá 1964, ásamt því
að vera starfsmaður Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Öldunnar. Ing-
ólfur var mikilvirkur félagsmála-
maður. Hann var árrisull og vann
oft lengi frameftir, enda vetkefni
oft mikil á vegttm FKSÍ við kjara-
samninga, erindrekstur, bréfa-
skriftir og nefndastörf. Ingólfur
starfaði í fjölda nefnda, stjórna og
ráða þá rúmlega tvo áratugi sem
hann starfaði fyrir FFSÍ.
Leiðir okkar Ingólfs lágu saman
er ég gerðist formaður fyrir félag
skipstjómarmanna á Vestfjörðum
1975. Okkur varð vel til vina og
urðum samstarfsmenn í Borgartún-
inu, bæði í stjórn FFSÍ og síðar er
ég hóf störf sem forseti FFSÍ 1983.
Okkar samstarf var gott og vega-
nestið og reynslan, sem hann miðl-
aði til annarra, nýttist mér vel í
störfum mínum fyrir FFSÍ. Við Ing-
ólfur unnum mjög náið saman frá
1983 og þau þijú ár sem hann var
framkvæmdastjóri FFSÍ og ég for-
seti, þar til hann lét af störfum
1985. Ég kynnist eftirlifandi eigin-
konu Ingólfs, Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur, samhliða samstarfi
okkar Ingólfs. Þau kynni sýndu mér
samhent og elskulegt fólk sem lifði
saman í mikilli ást og virðingu hvors
fyrir öðru.
Ingibjörg mín, ég sendi þér og
fjölskyldu þinni mínar innilegustu
kveðjur og fylgi þér Guð um ókom-
in ár.
F.h. Farmanna- og fiski-
mannasambands Islands.
Guðjón A. Kristjánsson.
Nú þegar sú sörgarfrétt barst
okkur að Ingólfur Stefánsson væri
látinn, fór ekki hjá því að hugurinn
bærist að hinni löngu samveru okk-
ar með þeim hjónum Ingólfi og Ingi-
björgu Guðmundsdóttur og þeirra
fólki.
Það eru 50 ár síðan Ingólfur og
Ingibjörg og við hjónin festum kaup
á íbúðum fyrir okkur í sama húsi
við Rauðarárstíg 11 hér í borg. Síð-
ar fluttust báðar fjölskyldur með
litlu millibili hingað að Sundlaugar-
vegi 24 og höfum við verið hér
saman síðan. Hálf öld er langur tími
af mannsævi svo það er auðvitað
margs að minnast eftir svo langan
tíma, og það var oft líf í tuskunum
þegar drengirnir þeirra fimm og
fjórir aðrir drengir á svipuðu reki
áttu heima í þessu húsi hér.
Að sjálfsögðu skapast oft vanda-
mál varðandi hús og heimili á svona
löngum samverutíma, en þau voru
ávallt leyst með prýði, vinsemd og
virðingu. Yrði manni á að gera eitt-
hvað á hluta Ingólfs og Ingibjargar
voru þau manna fyrst til að gleyma
því og koma góðu til leiðar á ný.
Aldrei kom til orðakasta allan þenn-
an tíma milli okkar og þeirra hjóna
þótt skapgerðin væri í rauninni stór
og tilfinningarnar ríkar.
Ingólf tók ávallt sárt ef hallað
var á þá, sem minna máttu sín, þá
gat maður og fundið að vottaði
fyrir gremju og lítilsvirðingu í þeirra
garð, sem það gerðu. Hann hafði
ríka réttlætiskennd og studdi ein-
dregið að mannúðar- og réttlætis-
málum þar sem hann kom nærri.
Nærgætinn og hjálpsamur heimils-
faðir og eiginmaður var hann, sem
hefur komið sér einkar vel, ekki
síst nú á síðustu tímum. Barnaböm-
in þeirra nutu þess líka oft er þau
voru í návist hans enda ljómaði
hann sjálfur af ást og umhyggju
er þau nálguðust hann.
Trén og blómin í garðinum hér
nutu þess líka. Hann aðstoðaði Ingi-
björgu, konu sína, mjög við ræktun
og græðshi þeirra fram til hins síð-
asta. -
• 'Störf Ingólfs voru svo að sega
frá upphafi sjómennska og hugur
hans að þeim störfum var óskiptur.
Hann stundaði undir- og yfirmanns-
störf á skipum er sóttu björg í bú
þjóðarinnar. Hann var stýrimaður
og síðar skipstjóri og sigldi meðal
annars öll stríðsárin og sótti afla
oft á fjarlæg mið í þeim hildarleik,
sem gekk yfir heiminn árin
1940-45. Á þeim tíma hlaut hann
að treysta á framtak Ingibjargar
eiginkonu sinnar og fela henni alla
ábyrgð barna og heimilisreksturs,
enda var honum þar ekki í kot vís-
að. Ég man líka hvað honum var
hugleikið kvæðið eftir Kristján frá
Djúpalæk „Það gefur á bátinn við
Grænland".
Svo komu önnur störf er sjó-
mennskunni lauk. Alltaf var hugur
hans ríkastur af sjómennsku og
sjávarafla. Þær eru ófáar greinam-
ar, sem Ingólfur hefur skrifað í
dagblaðið DV og víðar um físksölu
og aflabrögð hér og erlendis. Sú
síðasta, sem kom, er skrifuð frá
Puerto Plata í febrúar sl. og birtist
í DV daginn eftir lát Ingólfs.
Síðustu ár hans í föstu starfi var
hann framkvæmdastjóri Far-
manna- og fískimannasambands
íslands, en því og öðmm störfum
Ingólfs munu aðrir væntanlega
gera betri skil.
Snyrtimennska Ingólfs var ein-
stök. Allt sem hann tók til hendinni
við bar vott um vandvirkni og fágað
handbragð. T.d. lærði hann, nú fyr-
ir fáum ámm í föndurtímum með
öldruðum, bókband og aflaði sér til
þess einföldustu en nauðsynlegra
tækja svo að hann gæti einnig unn-
ið að því heima. Þær bækur sem
ég hef séð, bundnar af honum, era
svo vel gerðar að fyrir mínum leik-
mannsaugum era þær eins og eftir
besta fagmann.
Ferðalög vora hans eftirlæti
einkum til að sjá óg kynnast háttum
og högum annarra þjóða og skoða
merka staði erlendis. Þegar hann
sagði okkur, skömmu áður en þau
hjónin fóra til Ameríku, að hann
hlakkaði til að koma til Vestur-
Indía og síðan til New York, því
að til Vesturheims hafí hann aldrei
komið, lét ég í ljós tilhlökkun mína
um að fá að heyra frásögn hans
af ferðinni eftir heimkomuna, en
úr þessari ferð kom Ingólfur ekki
lífs. Þetta kvöld sem þau hjónin
vora hjá okkur að ræða um ferðalög
og annað af léttum toga datt engu
okkar í hug að þetta væri síðasta
samverastund okkar allra í þessu
lífí.
Ingólfur gekk í Oddfellow-regl-
una árið 1970. Þar vann hann trún-
aðarstörf af kostgæfni, svo sem
heilsan leyfði, var ötull félagsmaður
og fylgdist af áhuga með stefnu-
málum reglunnar. Við reglubræður
þökkum Ingólfi störf hans og stuðn-
ing við þróun og framkvæmd þeirra
mála, sem reglan hefur unnið að
meðan hann fyllti okkar bræðrahóp.
Ingólfur fór dult með sjúkdóm,
sem mun hafa gert vart við sig og
þjakað hann á stundum, löngu áður
en ég eða aðrir, nema helst hans
nánustu, vissu nokkuð um, því hann
var ekki fyrir að bera erfiðleika sína
á torg og leyndi því að nokkuð
amaði að sér.
Eins og fyrr segir voru synir
þeirra Ingólfs og Ingibjargar fímm.
Elstur þeirra er Emil, þá Guðmund-
ur og Þorsteinn, sem var kvæntur
og er látinn, Stefán og Kristinn.
Þeir stunduðu mikið íþróttir með
námi sínu á unglingsáram svo af
bar. Hinir ijórir eftirlifandi bræður
era allir kvæntir og eiga sín góðu
heimili og mannvænleg börn.
Við á Sundlaugavegi 24 og ná-
býli þökkum Ingólfí fyrir hans góðu
viðkynningu og vinarþel. Við biðjum
styrks og blessunar Ingibjörgu, son-
um, tengdadætram og barnabörn-
um, við fráfall hins kærleiksríka
eiginmanns, föður, tengdaföður og
afa.
Guðrún Soffía Gísladóttir
og Friðgeir Grímsson.
Ingólfur Stefánsson var fæddur
að Beranesi við Fáskrúðsfjörð 17.
ágúst 1915, sonur hjónanna Ásdís-
ar SigurðardóttUr og Stefáns
Magnússonar á Beranesi. Hann var
yngstur sex systkina, en þau vora
Sigurður, Kristinn, Sigríður, Guð-
björg og Emil. öll eru þau látin
nema Guðbjörg sem býr úti í Kaup-
mannahöfn. Ingólfur var skipstjóra-
menntaður og stundaði sjó framan
af ævinni, sem stýrimaður og skip-
stjóri, og um langt árabil var hann
skipstjóri á togurum frá Neskaup-
stað. Eftir að hann kom í land var
hann m.a. framkvæmdastjóri Far-
manna- og fískimannasambands-
ins.
Ingólfur var, eins og margir aðr-
ir á þessum tíma, alinn upp við sjáv-
arsíðuna, fyrst á Beranesi en síðan
fluttist Ijölskyldan til Eskifjarðar
þar sem faðir hans stundaði útgerð
og verslunarstörf. Eins og öðram í
minni fjölskyldu var Ingólfí mjög
tíðrætt um uppvaxtarár sín á Eski-
fírði. Eldri kynslóðin í fjölskyldunni
gekk öll í bamaskólann á Eskifirði,
en skólastjóri þar var Arnfínnur
Jónsson og virðist hann hafa haft
mikil áhrif á uppvöxt og hugsjónir
þeirrar kynslóðar sem þar var við
nám. Ingólfur, sem var föðurbróðir
minn, sagði einhvern tímann í einu
af okkar frægu afmælisboðum, að
það sem hann hefði lært hefði hann
lært í Menntaskólanum á Eskifírði.
En fjölskylda mín var mjög bundin
við hvað allt hefði verið gott á Eski-
fírði. Þar hefði sólin skinið glaðast
og þar hefði verið fléttað saman
leik og starfí á sem bestan og skyn-
samlegastan hátt.
Ingólfur fluttist suður til Reykja-
víkur ásamt afa mínum og ömmu
í kreppunni og bjó þar síðan, lengst
af á Sundlaugavegi 24. Hann gift-
ist Ingibjörgu Guðmundsdóttur ætt-
aðri úr Dýrafírði og áttu þau fímm
syni sem era Emil, Guðmundur,
Stefán, Þorsteinn (dáinn 11. 8.
1974) og Kristinn. Ingólfur var
okkur systkinum, Stefáni (dáinn
1963), undirritaðri og Guðrúnu,
mjög traustur og góður frændi sem
við vissum, að við gætum leitað til
ef í harðbakka slægi. Við misstum
pabba okkar þegar ég var sjö ára
gömul árið 1950, en við vissum að
við áttum þau að á Sundlaugavegin-
um upp frá því. Fyrst á eftir vorum
við þar á jólunum, á aðfangadags-
kvöld og á jóladag hafa alltaf verið
þar stór fjölskylduboð þar sem við
höfum oftast komið. Þar var um
okkur hugsað af mikilli hlýju, og
átti Ingibjörg kona Ingólfs ekki síð-
ur þátt í að móta þau áhrif jólanna ~
sem ég minnist á varðandi þessar
bernskustundir, en þar var alltaf
nóg af öllu án þess að neitt væri
bruðlað.
Heima hjá Ingólfí og Ingibjörgu
voru málin rædd og sitt sýndist
hveijum. Oft tókumst við á um
menn og málefni, við systkinin á
Langholtsveginum og strákarnir á
Sundlaugaveginum sitt með hvorar
skoðanir á hlutunum. Eins var það
í ófá skipti sem við Syskinin komum
þar við þegar við voram búin að
vera í sundlaugunum, en við geng-
um þar út og inn eins og við værum
heimilisföst og ávallt velkomin. Eða
að mamma leit þar við og hafði
með til baka þau skilaboð til okkar,
hvað strákarnir á Sundlaugavegin-
um væra duglegir að vaska upp og
þrífa til og skildust þau skilaboð vel.
Þegar ég fermdist héldu þau Ing-
ólfur og Ingibjörg fermingarveisl-
una fyrir mig, en Guðmundur sonur
þeirra var fermdur sama dag. Þessi
veisla var mjög glæsileg. Og föður-
bróðir minn sat tvær fermingar-
messur þennan dag, því að auðvitað
gátum við frændsystkinin ekki
komið okkur saman um að fermast
hjá sama presti. Þannig var það á
Sundlaugaveginum. Við fengum að
hafa skoðanir, en jafnframt var
reynt að láta okkur hlusta á aðra,
og okkar skoðanir vora jafn rétthá-
ar þeim sem þeir fullorðnu höfðu.
Ef við voram órétti beitt í skóla þá
var staðið með okkur, málin rædd
bæði heima hjá okkur og þeim og
reynt að finna niðurstöður og það
var passað vel upp á að við værum
ekki lítillækkuð.
Mamma mín og þau hjónin Ingi-
björg og Ingólfur vora miklir vinir.
Mátu þau hvort annað mikils enda
var samgangur mikill á milli móður-
íjölskyldu minnar og föðurfjöl-
skyldu. Enda bjuggu þessar fjjöl-
skyldur í sömu götu 4 Eskifirð!,
meðan ”þau voru þar öll einS ug.
áður var sagt, þannig að þau-þekktr
ust öll frá frumbenisku. ?
Ég vil fyrir'hönd okkar á Laiig-'
holtsveginum þakka allt gamalt og
gott og sendi Ingibjörgu, og fjöl-
skyldunni allri, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigríður Kristinsdóttir.