Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 ^ ,-jKij j .Si íSl'.íí.'í í::u -i ulujiaci/i Ju^'ui-n Menningarvika að hefjast sem lýkur með kynningu á skólunum Bandalag íslenskra sérskóla- nema (BÍSN) stendur fyrir menningarviku sem hefst á morg- un, laugardag, og stendur til 21. mars. Þetta er í þriðja sinn sem slík menningarvika er haldin, en fimmtán skólar eru aðilar að BISN, þar af þrír skólar úti á landi. Til- gangurinn er að brjóta upp hefð- bundið skólahald á vorin þegar þreyta er farin að gera vart við sig meðal nemenda, en ekki síður að efla samkennd meðal þeirra. „Þess- ir skólar eiga í raun ekki svo margt sameiginlegt, þannig að þetta er kjörið tækifæri til að nemendumir viti hvað hinir eru að aðhafast," sögðu þær Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BÍSN, og Stein- dóra Gunnlaugsdóttir, sem á sæti í miðstjóm bandalagsins, í samtali við Morgunblaðið. Menningarvik- unni lýkur með sameiginlegum sér- skóladegi, þar sem skólamir kynna námið almenningi í tengslum við Opið hús í háskólanum. „Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október og hefur í raun verið þrotlaus vinna síðan. Nemend- ur sjá alfarið um dagskrána og engin skemmtiatriði em keypt. Tækniskólinn til dæmis auglýsir ekki skemmtikvöld með Bubba Mortens," sagði Kolbrún og Steind- óra undirstrikaði að í skólunum væru mjög frambærilegir nemend- ur. „í bandalaginu eru til dæmis Leiklistarskólinn, Myndlistaskólinn, Söngskólinn, Tónlistarskólinn, Fósturskólinn og Kennaraháskól- inn.“ Fjölbreytt dagskrá Meðal þess sem verður á dagskrá Árshátíð Heimdallar 1993 Nú er loks komið að því! Á laugardagskvöldið mun ungt fólk flykkjast á hjna alræmdu árshátíð Heim- dallar, sem haldin verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þetta er tækifærið, hvort sem á að skemmta sér og/eða gera upp gamlar sakir. Dagskráin hefst með fordrykk kl. 19.00, en borðhald kl. 20.00. Boðið verður upp á fjölda veislurétta af stóru hlaðborði. Vönduð skemmtidagskrá. Heiðursgestir: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Veislustjóri: Viktor Borgar Kjartansson, varaþingmaður. Verð kr. 900 fyrir félaga í Heimdalli, en kr. 1.400 fýrir aðra. Að loknu borðhaldi, kl. 22.30, verður húsið opnað fynr aðra en matargesti og verður aðgangur þá ókeypis. Þetta er skemmtun, sem þú hefur ekki efni á að missa afl Miðapantanir í síma 682900 á skrifstofutíma. Aliir velkomnir. *m M. næstu viku er hinn árlegi Skrúfu- dagur vélskólans, myndlistarsýn- ingar, íþróttamót, skákmót, skemmtikvöld á Púlsinum, ópueru- kvöld og fleira. „En einnig ætla uppeldisskólarnir að taka sig saman um dagskrá og eins listaskólamir, en þeir verða með listakvöld," sagði Kolbrún. „Skólarnir eru svo ólíkir og nemendur eru á öllum aldri eins og til dæmis í Kennaraháskólanum, þannig að það er verið að höfða til sem flestra og auka samkenndina bæði milli nemendanna og skólan- anna.“ í tengslum við menningarvikuna verður gefið út ljóðakver og var auglýst eftir ljóðum í öllum skólum innan bandalagsins. Þátttaka varð meiri en búist var við, því 18 ein- staklingar sendu inn fjölmörg ljóð. Var valið úr því besta og kemur kverið út 13. mars og verður það til sölu. Öll vinna í sambandi við kverið er í höndum nemenda. „ ^ Morgunblaðið/Björn Blöndal Iþróttamenn ársins á Suðurnesjum, f.v. Óli Þór Magnússon knatt- spyrnumaður, sem varð í þriðja sæti, þá Guðfinna Sigurþórsdóttir, móðir Karenar Sævarsdóttur sem útnefnd var íþróttamaður ársins. Karen er við nám í Bandaríkjunum og gat ekki verið viðstödd útnefn- inguna. Lengst til hægri er svo Jón Kr. Gíslason körfuknattleiksmað- ur sem varð annar í kjörinu. SUÐURNES Karen valin annað / • X / •• X arið í roð COSPER PJB @2» 99HO Raren Sævarsdóttir, íslands- meistari í golfi kvenna, var fyrir nokkru valin íþróttamaður árs- ins á Suðurnesjum og er þetta ann- að árið í röð sem henni hlotnast þessi titill. Karen dvelur um þessar mundir í Bandaríkjunum við nám jafnframt því sem hún iðkar golf- íþróttina af kappi og tók móðir hennar, Guðfmna Sigurþórsdóttir, sem einnig var kunnur kylfingur og íslandsmeistari í greininni, á móti viðurkenningunni fyrir hönd dóttur sinnar. í öðru sæti í kjörinu um íþróttamann ársins varð Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður með körfuknattleiksliði ÍBK, sem á síðasta ári stýrði liði sínu til sigurs í keppninni um íslandsmeistaratitil- inn. I þriðja sæti varð Óli Þór Magn- ússon, knattspyrnumaður í ÍBK, sem á síðasta ári tryggði sér rétt til að leika í 1. deild, en hann varð markahæsti maður liðsins og deild- arinnar. Morgunblaðið/Knstmn Sjö nemendur hafa verið í undirbúningsnefnd fyrir menningarvikuna. Á myndinni má sjá fimm þeirra. F.v. Steindóru Gunnlaugsdóttur, Kolbrúnu Jónsdóttur, Eddu Halldórsdóttur, Önnu Guðrúnu Gylfadóttur og Elínu Huld Árnadóttir. BANDALAnsSJsKR^ERSKOIANEMA Morgunblaðið/Reuter Leikararnir f.v. Jack Nicholson, Tom Cruise og Demi Moore ásamt leikstjóranum Rob Reiner. KVIKMYNDIR V erðlaunaafhending Aðalleikarar myndarinnar „A Few Good Men“, þau Jack Nicholson, Tom Cruise og Demi Moore ásamt leikstjóranum Rob Reiner hlutu í fyrradag viðurkenn- ingu fyrir besta dramað og skemmtilegustu myndina í Banda- ríkjunum. Útnefningin fer þannig fram, að 5.000 Bandaríkjamenn taka þátt í valinu og nefnast viður- kenningamar „People’s Choice Awards". Verðlaunaafhendingin fór fram í myndveri Universal-fyrir- tækisins. Leikarahjónin Don Johnson og Melanie Griffith koma til verð- Iaunaafhendingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.