Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 10
ib M()H<il'NBLAi)Il) FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 Falskur meinlætari Borgarleikhúsið frumsýnir Tartuffe eftir Moliére í kvöld, föstudaginn 12. mars, kl. 20.00 verður skopleikurinn Tartuffe eftir Moliére frumsýndur á Stóra sviði Borgarieikhúss- ins, í þýðingu Péturs Gunnarssonar eftir enskri leikgerð F. An- stey. Leikritið gerist í húsi Orgons í Parísarborg á tímum Loð- víks XIV og segir frá loddaranum Tartuffe sem slær ryki í augu húsbóndans með siðbótartali, en hyggst í raun sölsa undir sig eigur Orgons og hrekja hann ásamt fjölskyldu sinni burt. Heimil- isfólkið snýst öndvert gegn valdi Tartuffes, nema Orgon og móð- ir hans sem sjá seint í gegnum svikahrappinn. Morgunblaðið/Þorkell Orgon (Pétur Einarsson) og Tartuffe (Þröstur Leó Gunnarsson). Leikstjóri er Þór H. Tulinus, Stígur Steinþórsson hannar leik- mynd og Þórunn E. Sveinsdóttir búninga, tónlist er í umsjá Ríkarð- ar Arnar Pálssonar, Ogmundur Þór Jóhannesson sér um lýsingu, Inga Lísa Middleton gerir hreyfi- myndir sem notaðar eru við upp- færsluna, aðstoðarleikstjóri er Hafliði Amgrímsson og hattari Rósberg Snædal. Titilhlutverkið er í höndum Þrastar Leós Gunn- arssonar, en aðrir leikarar eru: Ari Matthíasson, Edda Heiðrún Backman, Ellert A. Ingimundar- son, Guðmundur Ólafsson, Guð- rún Ásmundsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Pét- ur Einarsson, Sigurður Karlsson og Steinn Ármann Magnússon. Verkið segir frá trúarhræsnar- anum Tartuffe sem hefur á út- smoginn hátt smogið inn í heimil- islíf auðmannsins Orgons. Fláræði hans er með fádæmum, en hann þykist ástunda meinlæti og strangleika í trúmálum. Organ er barnalegur og auðginntur og held- ur dauðahaldi í þá skoðun að heimilislífið verði að taka gagn- gerum breytingum, til að fjöl- skyldan eigi einhveija von um guðlega náð. Hann fagnar öllum tillögum Tartuffes, sem nær brátt taki á honum, með þeim afleiðing- um að Organ afsalar sér öllum eigum sínum til Tartuffes. Fjöl- skylda Organs, seinni kona hans og bróðir hennar, ásamt bömun- um Mariane og Damis, lifa hins vegar í vellystingum, og líta hug- myndir Tartuffe um meinlætalifn- að homauga. Þau búa samt sem áður ekki yfír neinum úrráðum til að afhjúpa tvískinnunginn í fari Tartuffes, sem er einstaklega fljótur að bregðast á réttan hátt við aðstæðum hveiju sinni. Dor- ine, þema Mariane, er hins vegar ráðagóð og vílar ekki fyrir sér að reyna að hnekkja ægivaldi Tartuffes yfir húsbóndanum, en miðar lítt framan af. Veiklyndi „vandlætarans" auðveldar þó and- spymuna, en hann leggur gimd- arhug á Elmíra, eiginkonu Org- ons, og gleymir hlutverki sínu þegar glittir í hold hennar. Orgon sér ekkert athugavert við vin sinn og slítur sambandi dóttur sinnar og biðils hennar, í þeim tilgangi að gera Tartuffe að tengdasyni sínum. Fjölskyldan sér þá fyrir alvöra hve knýjandi það er að slíta blekkingarvef loddarans og blæs til sóknar. Með dijúgum skammti af fram- andgervingu og leikbrellum rað- ast atburðimir upp, studdir of- hlöðnum híbýlum Orgons og ærslaleik hins munúðarsjúka að- alsfólks. Höfundur slær raunar tvær flugur í einu höggi; sviptir hulunni af Iaumuspili valdasjúkrar klerkastéttar, sem leitar skjóls bakvið guðlega ætlan, og hæðist að grannhyggni og fordekran aðalsins er gín við smælki og nýjabrumi. Samúðin er þó öllu meiri hjá ginnungarfíflunum. Fyrstu þrír þættir „Le Tartuffe" vora framsýndir 12. maí 1664 í Versölum, en allt verk- ið flutt 29. nóvember sama ár í Raincy-höll nálægt París. Klerka- vald kirkjunnar skildi sneiðina og snerist hatrammlega gegn höf- undinum. Leikurinn var bannaður og Moliére féll í ónáð, en hann umskrifaði verkið lítillega og það var sýnt á nýjan leik árið 1667 undir nafninu „L’Imposteur" og aftur í febrúar árið 1669 í endan- legri gerð, undir alexandrískum bragarhætti, en sýning Borgar- leikhússins styðst við enska tal- málsgerð verksins. Moliére Jean-Baptiste Poquelin (1622- 1673) fæddist inn í velmegun franskrar borgarastéttar og nam við jesúítaháskóla í Clermont, en leikhúsið heillaði meira en laga- námið sem hann lagði stund á. Hann tók upp nafnið Moliére og stofnaði árið 1643, ásamt ungum leikhóp sem kenndur var við leik- konuna Béjart, leikhúsið L’Ilustre Théatre. Það var stórhuga en mátti sín lítils gegn Hotel de Bourgogne, Théatre du Marais og öðram leikhúsum borgarinnar, sem mörg hver vora ítölsk, og varð gjaldþrota. Moliére sat um tíma í skuldafangelsi, en að því loknu lagði hann upp í leikför ásamt leikflokki sínum og vann þar sem leikstjóri, leikhússtjóri og leikari og öðlaðist þannig gjör- tæka þekkingu á eðli og möguleik- um leikhússins. Ekki er vitað hve- nær Moliére hóf að skrifa leik- texta, en þegar hann sneri aftur til Parísar árið 1658 eftir lands- homaflakk sitt og leikhópsins hafði hann í farteskinu gaman- leikina „L’Etourdi" og „Le Docte- ur amoureux" sem hann byggði fijálslega á ítölskum fyrirmynd- um. Moliére og flokkur hans hlutu náð fyrir augum Loðvíks 14. og leikaðstöðu í Palais de Petit Bour- bon í kjölfarið, eða allt til ársins 1660 þegar flokkurinn tók að deila rýmri aðstöðu með ítölskum gamanleikuram í Palais Royal. Ári áður hafði leikskáldið Moliére slegið í gegn með gamanleiknum „Les Précieuses ridicules" þar sem hann dró tilgerð tíðarandans sundur og saman í háði og eignað- ist um leið fjandvini í röðum skemmtanafíkinnar yfirstéttar. Moliére óx móður við þessar tvíbentu viðtökur og gerðist ham- hleypa við leikritasmíðar. „L’Ec- ole des maris“ (1661), l’Ecole des femmes" (1662), „Tartuffe" (sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1929), „Dom Juan, ou le festin de pierre" (1665) „Le Misant- hrope, ou l’Atrabilaire amoureux“ (1666), „Amphitryon" (1668), „George Dandin, ou le mari con- fondu“ (1668) (sýnt hjá Þjóðleik- húsinu 1960), „L’Avare" (1668) (Aurasálin, sýnt hjá Þjóðleikhús- inu 1986), „Le Bourgeois gentil- hornme" (1670), „Les Fourberis de Scapin" (1671) (Hrekkjarbrögð Scapins, sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1919), „Les Femmes savantes" (1672) og „Le Malade imaginaire" (Imyndunarveikin, sýnt hjá LR 1910 og hjá Þjóðleik- húsinu 1976) rannu í stríðum straumum úr penna skáldsins og auðguðu franskt leikhús með hnyttni sinni og frásagnargleði. Moliére var raunsær og nýtinn leikhúsmaður og í samræmi við það fékk hann lánaðar hugmyndir og beinagrindur víðs vegar að; frá rómversku skopleikjahöfundunum Plátusi og Terentíusi, gamanleikj- um og fabúlum miðalda, en þó einkum frá ítalska gamanleikn- um, „commedia dell’arte," þangað sem hann sótti ýkt látbragð, loddaraskáp og lausbeislaðan texta. Hann vann þó alltaf með efnið og léð því dýpt og greind sem færði það upp á annað svið. Að mörgu leyti sagði uppruninn til sín og glöggt má sjá andúð Moliéres á baktjaldamakki, ónátt- úru og ofhófi og bersýnilega hafði hann dálæti á meðalveginum og heilbrigðri skynsemi í flestum málum. Hann var kannski enginn engill sjálfur, en skar upp herör gegn ólifnaði þeim sem tíðkaðist í glæsisölum aðalsmanna, yfír- drepsskap, tískusnobbi og ýmsum meinsemdum samtímans, s.s. ægivaldi klerkastéttarinnar og hræsni henni samfara. Þó má full- yrða að langt lífdægur verka hans megi ekki skrifa á reikning boð- skaparins, heldur hversu undur- mjúkt leikritin lifna við á fjölun- um. Moliére hneig niður í miðri sýn- ingu á „ímyndunarveikinni" 17. febrúar árið 1673 og lést skömmu síðar á heimili sínu vegna blóð- spýtings. Kirkjan leyfði ekki að leikarar og aðrir slíkir syndaselir fengu kristilega útför og segir sagan að vinir Moliéres hafi graf- ið hann í skjóli nætur á stað sem nú er ókunnur, en þó innan garðs. SFr Tartuffe (Þröstur Leó) stígur í vænginn við Elmíru (Edda Heið- rún Backman) Skólatónleikar Sinfóníunnar Síðustu tvo daga hefur Sinfóníu- hljömsveit íslands staðið fyrir skólatónleikum í Háskólabíói, en skólatónleikar eru stór þáttur í starfi hljómsveitarinnar. Hljóm- sveitarstjóri og kynnir á þessum tónleikum nú eru Gunnsteinn Ólafsson og einleikari Hildigunn- ur Halldórsdóttir. Á efnisskránni eru Lærisveinn galdramapnsins eftir P. Dukas, Veturinn úr Árstíð- um Vivaldis, Pacific 231 eftir Honegger og lokaþáttur úr 4. sinf- óníu Tsjakovskíjs. Síðustu hlutar þessara tónleikaraðar eru í dag kl. 10.00 og 11.15. í Reykjavík og nágrenni eru um 40 þúsund böm og þrátt fyrir að meðlimir Sinfóníuhljómsveitar ís- Iands hafi bæði heimsótt skólana og boðið nemendum á tónleika, er erfítt að ná til svo margra árlega. Forráða- menn hljómsveitarinnar ákváðu því að bjóða nemendum á tónleika í Háskólabíói í ár, því á þann hátt nær hljómsveitin til mun fleiri en ella. í október sl. sóttu um 4.000 böm í yngri bekkjum grunnskóla og 5 ára deildum leikskóla tónleika hljóm- sveitarinnar og nú þessa dagana standa yfir tónleikar fýrir eldri bekki grunnskóla og nemendur framhalds- skóla. Hljómsveitarstjóri og kynnir þess- ara tónleika er Gunnsteinn Ólafsson sem nú þreytir frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit íslands. Gunn- steinn hefur að baki nám í Tónlistar- skóiunum í Kópavogi og Reykjavík, þar sem hann lagði stund á fiðluleik og tónmenntir. Síðan hélt hann til náms í Ungveijalandi í tónsmíðum og kórstjóm, og nám í hljómsveita- stjóm í Þýskalandi og á Italíu. Ein- leikari á tónleikunum er Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, en hún lauk einleiksprófí frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík og hélt síðan til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Þórdís Árnadóttir við eitt verka sinna. Vinnustofa Þórdísar Árna- dóttur opin um helgina UM næstu helgi, 13. og 14. mars, opnar Þórdís Árnadóttir vinnu- stofu sína að Þernunesi 4 í Garðabæ fyrir gesti og gangandi, og verður opið frá kl. 13-18 báða dagana. Allir eru velkomnir á vinnu- stofu Þórdísar á þessum tíma að skoða verk hennar og þiggja kaffi- veitingar. Þórdís stundaði nám við Mynd- listarskóla Reykjavíkur og síðar við Myndlistarakademíuna á Fjóni í skúlptúr og málverki, en þaðan út- skrifaðist hún árið 1990. Hún tók þátt í samsýningu í Gunnarssal 1991, og einnig hefur hún sýnt málverk sín í verslununum Borð fyrir tvo í Borgarkringlunni og Vatnsrúmum hf. í Skeifunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.