Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 51
 Stj óraar skrárbrot - pólitískur harmleikur Frá Friðjóni Guðmundssyni Nú hafa þau ótíðindi gerst að meirihluti Alþingis hefur samþykkt samninginn um Evrópskt efnahags- svæði og selt landið okkar án þess að blikna. Auk þess brotið leikregl- urnar með því að afgreiða málið án þess að vera þingtækt sökum breyttra viðhorfa úti í Evrópu eftir að samningurinn, eða kannski öllu heldur samningsuppkastið, var gert. Án efa er þetta stjórnarskrár- brot og í mínum huga er 100% vissa að svo sé. 2. gr. stjórnarskrárinnar kveður mjög skýrt á um að löggjaf- arvald, framkvæmdavald og dóms- vald skuli að öllu leyti vera í hönd- um íslendinga sjálfra. En með samningnum eru þessar þtjár meg- instoðir fullveldisins fluttar að stór- um hluta úr landi til erlendra vald- hafa. Pólitískir samningar — viðskiptasamningar Menn verða að kunna skil á aðal- atriðum og gera skýran greinarmun á pólitískum samningum og við- skiptasamningum. Og við verðum einnig að gera okkur fplla grein fyrir því að við megum með engu móti bijóta stjórnarskrána og gera fullveldið að verslunarvöru. Það væri öldungis óréttlætanlegt hátta- lag og brigð við ættlandið. Það er lýðum ljóst að stjórnarskránni er ætlað að standa vörð um fullveldið. Af þessum sökum verðum við að binda okkur fast við tvíhliða samn- inga við Evrópuþjóðir eins og aðrar þjóðir veraldar og á jafnréttisgrund- velli sem fijálsbornir menn. Það hafa ekki komið fram nein fram- bærileg rök, svo ég viti, sem sýna fram á að ekki sé unnt að ná jafn- góðum viðskiptalegum árangri í tvíhliða viðskiptasamningum og samningum sem eru blanda af við- skiptum og pólitík, með fullveldisaf- sali eins og EES-samningurinn er, alveg tvímælalaust. Ef Evrópuþjóðirnar ætla sér að refsa íslendingum fyrir það eitt að standa uppréttir í samskiptum sín- um við þær eins og fijálsír menn og kúga þá til pólitískrar undir- gefni ber það ótvírætt vott um stór- skerta réttlætiskennd, valdafíkn og hroka. Og þá verðum við auðvitað að halda okkur fyrir utan þeirra pólitíska samfélag. Það voru stórfelld mistök að láta ekki reyna á tvíhliða viðskiptasamn- inga við EB í stað EES-samnings- ins. Af þeirri ástæðu var samning- urinn um evrópska efnahagssvæðið ótímabær uppgjöf af íslands hálfu. Traðkað á stjórnarskrá og lýðræði Eins og áður er að vikið er ber- sýnilegt að með EES-samningnum er meirihluti Alþingis að leiða sjálfs- forræði íslensku þjóðarinnar til glötunar líkt og íslensku „höfðingj- arnir“ gerðu á þrettándu öld. Með sinni framkomu eru þessir menn að traðka á stjórnarskránni og lýð- ræðinu og troða þjóðinni undir er- lend yfirráð að henni sjálfri for- spurðri. Alþingi synjaði um þjóðar- atkvæði þótt tugþúsundir manna og fjöldi félaga og fyrirtækja hafi krafist þess. Þetta er pólitísk nauðgun. EES málið var ekki þing- tækt þó svo væri látið heita. Samn- ingurinn á eftir að breytast verði hann að veruleika sem vonandi verður aldrei. Það á aldrei að af- greiða neina samninga, allra síst svona afdrifaríka, áður en þeir eru fullbúnir og vissa er fengin um inni- hald þeirra. Það er fáránlegt og það sæmir ekki Alþingi að föndra við slíka hluti. En það er alveg ljóst að með þessu háttemi er ríkisstjórnin bara að negla stjórnarliðið á Alþingi við samninginn fyrirfram til þess eins að koma málinu í gegn með ofríki eða réttara sagt valdníðslu, ef til þess kæmi að samningurinn yrði einhvern tímann að veruleika. Áróðurinn - Stijálsbýlisþingmenn bregðast Jón Baldvin, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson og undirtyllur þeirra í þessu máli á Alþingi hafa með dyggum stuðningi fréttamanna ýmissa fjölmiðla lagt á það ofur- kapp að heilaþvo landsmenn með blóðugum og linnulausum áróðri sínum fyrir inngöngu í EES. Þessir menn hafa reynst skaðvaldar í ís- lensku þjóðlífi og þar ýmsir frétta- menn t.d. útvarps og sjónvarps ekki undanskildir, vegna dæmalausrar hlutdrægni. En þessum mönnum hefur ekki, sem betur fer, tekist að heilaþvo fólkið í sveitum lands- ins. Þar hefur verið og er andstaðan gegn EES hvað mest. Þar hafa menn ekki glatað þjóðernisvitund- inni og þjóðarstoltinu. Þar hafa menn óbilaða tilfinningu fyrir gildi VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Skór fundust í leigubíl SVARTIR vandaðir kvenmanns- lakkskór fundust í leigubíl frá Hreyfli fyrir u.þ.b. mánuði. Þeir fundust þegar leigubílstjórinn var að hætta akstri um morgun- inn þannig hann veit ekki í hvaða ferð skórnir voru skildir eftir. Upplýsingar í síma 45530. Óskilamunir í dansskóla HJÁ Dagnýju Björk danskenn- ara á Smiðjuvegi 1 í Kópavogi er mikið af óskilamunum; svo sem úlpur, vettlingar, skór, skartgripir og margt fleira. Það sem ekki verður sótt að vetrar- starfi loknu verður gefið til líkn- armála. Vinsamlega hafið sam- band við dansskólann á opnun- artíma. Sími 642535. Gleraugu fundust GLERAUGU í dökkri umgjörð, með mjög þykkum gleijum, fundust fyrir utan verslunina Formhúsgögn, Suðurlandsbraut 16, sl. miðvikudag. Eigandinn má vitja þeirra í versluninnni eða hringja í síma 687080. Leitað að bílstjóra Flutningabílstjórinn sem ók grænum bíl með hvítu húsi og ók á gulan labradorhund á Kjal- arnesi er vinsamlega beðinn að hafa aftur samand við Baldur, eiganda hundsins, i síma 666029. Innkaupapoki týndist RAUÐRONDÓTTUR innkaupa- poki tapaðist innst á Grettisgötu og yfir Rauðarárstíginn sl. þriðjudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 21536. Á NEMENDAMÓTI Verslunar- skóla íslands, 15. febrúar sl., var síð dökkblá ullarkápa tekin eða afhent í misgripum. Sá sem fékk kápuna er vinsamlega beð- inn um að hafa samband í síma 74533 eða fara með hana á Hótel ísland. GÆLUDÝR Týndur kettlingur GRÁR kettlingur, læða, tapaðist frá Heiðarseli 6 sl. þriðjudag. Hún er ómerkt. Allar upplýs- ingar eru vel þegnar í síma 78422. fullveldis og þjóðernislegum verð- mætum. Þar býr fullveldistilfínn- ingin innra með fólkinu sjálfu. Þar sjá menn í gegnum blekkingarvef- inn. Þar er mönnum heitt í hamsi. Þar eru menn hneykslaðir á þeirri evrópsku villutrú sem stjórnvöld hafa tileinkað sér og framkomu þeirra í þessu máli. Þar sjá menn að það er verið að hleypa EB-ríkjum inn í landhelgina með því að rétta þeim litla fíngurinn. Þar sjá menn að EB ætlar sér annað og meira síðar, þ.e. stóran hlut í auðlindum hafsins á EES-svæðinu. Og þar sjá menn að innsti hugur stjórnarliðsins stefnir inn í EB. EES er bara áfangi á þeirri leið. Það á bara að sinna ímynduðum peningalegum stundar- hagsmunum og rugla saman reyt- unum, en ekki horfa til framtíðar. Það hefur því komið mér mjög á óvart og valdið sárum vonbrigðum, hversu glámskyggnir sumir stijáls- býlisþingmenn hafa reynst í þessu máli eða líklega öllu heldur undir- gefnir og kjarklausir gagnvart of- ríki flokksagans. Pálmi á Akri og Egill á Seljavöll- um höfðu ekki einu sinni kjark til þess að styðja frávísunartillögu Jóns Helgasonar þegar afgreiðsla EES málsins var á dagskrá. Tillögu sem einungis fól í sér að Alþingi virti leikreglur. Þegar ég horfði á þetta var mér nóg boðið. Þarna voru tveir sveitaþingmenn úr röðum bænda sem gátu með stuðningi sín- um komið frávísunartillögunni í gegn en létu það undir höfuð leggj- ast. Mér ofbauð. Það er kominn tími til að gefa svona mönnum frí frá þingstörfum og kannski hinum líka sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um EES-samninginn. Það er afleitt að geta í hvorugan fótinn stigið í svona afdrifaríku máli. Það er ekki trúverðugt. Ég get ekki varist þeirri hugsun að ýmsir þingmenn séu að misbjóða samvisku sinni í þessu máli. Og kannski hafa sumir iðrast eftir á líkt og Bolli forðum eftir að hann var búinn að vega Kjartan. FRIÐJÓN GUÐMUNDSSON, Sandi, Aðaldal. Pennavinir Ellefu ára þýsk stúlka með áhuga á borðtennis, tónlist, dansi og hand- knattleik. Vill skrifast á við 10-15 ára krakka: Nadine Bertschat, Lindenstrasse 30, 2447 Heiligenhafen, Germany. Frá Ghana skrifar 24 ára stúdent með áhuga á íþróttum, tónlist og landbúnaði: Robert Takyi Mensah, P.O. Box 459, Tema, Ghana. Tékkneskur kennari með áhuga á tungumálum og ferðalögum: Radek Danel, Smetanova 611, 394 68 Zirovnice, Czechoslovakia. Þrettán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist: Yoriko Aizawa, 2-20-22 Nishimachi Suzur- andai, Kitaku Kobeshi, Hyogo 651-11, Japan. Ghanastúlka, 22 ára, með áhuga á tónlist, tískunni, dýrum o.fl.: Joyce Tachie-Menson, P.O. box 1093, Oguaa State, Cape Coast, Ghana. með .frönskum og sósu =995.- TAKIÐMEÐ ■ tilboð! TAKIDMEÐ -tilboð! JarUnn Qmöatún - í ykkar hverfi! ÓDÝRT í helgarmatinn! Lambahryggir 499 ^ #5$* ----- Hrossabjúgu K.Þ. 399a Nóatúni 17 - S. 617000 Hamraborg 14, Kóp.- S. 43888 Rofabæ 39 - S. 671200 Þverholti 6, Mos. - S. 666656 Laugavegi 116 - S.23456 Furugrund 3, Kóp.- S.42062
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.