Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 59. tbl. 81. árg. FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, átti í gær yfir höfði sér auðmýkjandi ósigur fyrir andstæðingum sínum á fulltrúa- þingi Rússlands. Þingið samþykkti í höfuðatriðum drög að ályktun sem gerir andstæðingum forsetans kleift að draga enn frekar úr völdum hans, auk þess sem hún bannar í raun þjóðaratkvæðagreiðslu sem Jeltsín hafði boðað. „Meiriháttar ógæfa vofir yfir,“ sagði einn embættismannanna í liði forset- ans, „Útlitið er svo sannarlega mjög svart.“ Jeltsín virtist hafa egnt þingið til reiði í 20 mínútna ræðu í gærmorg- un þar sem hann sakaði það um að hafa útilokað málamiðlunarsam- komulag um valdaskiptinguna. Hann varaði jafnframt við því að Rússland myndi leysast upp líkt og Sovétríkin ef deila hans við þingið yrði ekki leyst. „Forsetinn er eini þjóðkjörni leiðtoginn og eina tákn rússneskrar einingar," sagði hann og bætti við að Sovétríkin hefðu ekki liðið undir lok ef Míkhaíl Gorb- atsjov hefði fengið umboð þjóðar- innar til að stjórna. Tsjemomyrdín gagnrýndur Helsti andstæðingur Jeltsíns, Rúslan Khasbúlatov, forseti þings- ins, brást ókvæða við ræðunni og lýsti málamiðlunarsamkomulagi þingsins og Jeltsíns frá því í desem- ber sem „verki djöfulsins“ og heimt- aði að því yrði rift. Hann lagði til að launagreiðslum til ráðherra yrði hætt og krafðist þess að utanríkis- ráðherranum og einkavæðingarráð- herranum yrði vikið frá. Þá fór hann hörðum orðum um Viktor Tsjemomyrdín forsætisráðherra, sem ekki hefur verið talinn til rót- tækra umbótasinna og var gerður að forsætisráðherra gegn vilja Jeltsíns á síðasta fundi þingsins í desember. Haldið áfram í dag Fylgismenn Jeltsíns gerðu ör- væntingarfulla tilraun til að breyta ályktunardrögunum, sem samþykkt voru í höfuðatriðum en þingið á eftir að fara yfir þau lið fyrir lið. Þeim tókst að knýja fram tvær veigalitlar breytingar sem virtust aðeins undirstrika erfiða stöðu for- setans. Fundinum verður fram hald- ið í dag og þá verða að öllum líkind- Rækta svín til hj artaflutning-a Cambridge. Reuter, The Daily Telegr*aph. SÉRFRÆÐINGAR við Cambridge-háskóla tilkynntu í gær að þeir hefðu ræktað fyrstu svínin í heiminum sem hefðu genafræði- legt „mannshjarta“. Vísindamennirnir segja að dýrin haldi öllum ytri einkennum svína en genauppbyggingunni hafi verið breytt þannig að unnt sé að flytja hjörtun úr þeim í menn án þess að hjartaþeginn hafni þeim strax. Þeir segja þennan áfanga marka þáttaskil i tilraunum þeirra til að rækta dýr í því skyni að sjá mönn- um fyrir líffærum. Þeir leggja þó áherslu á að mörg ár líði þar til svínshjörtu verði grædd í menn. „Árlega fara um 20.000 líffæra- flutningar fram út um allan heim. Það er um 15% af þörfinni," sagði einn vísindamannanna, dr. John Wallwork. Svínin eru tvö og geymd á leyni- legum stað þar sem óttast er að dýravemdarsinnar, sem hafa gert aðsúg að heimilum vísindamann- anna, reyni að frelsa þau. Kommúnistar í baráttuhug KONA á mótmælafundi kommúnista við þinghúsið í Moskvu í gær þegar fulltrúaþingið var þar á fundi. Kommúnistar og þjóðernissinnar á þinginu gerðu þar harða atlögu að róttækum umbótasinnum. Andstæðingum Rússlandsforseta á fulltrúaþinginu vex ásmegin Framtíð stjórn- ar Bildts ræðst á miðvikudag Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins, Reuter. MIKIL óvissa ríkir um framtíð ríkissljórnar Carls Bildts í Svíþjóð eftir að stjórnin beið ósigur í atkvæðagreiðslu í tengslum við fjárlögin á þinginu í fyrradag. Á miðvikudag verða greidd atkvæði um efnahagsaðgerðir stjórnarinnar og ætlar þá Bildt jafnframt að leggja fram tillögu um traustsyfirlýsingu á stjórnina. Greiði meirihluti þingmanna ekki atkvæði með henni ætlar hann að segja af sér emb- ætti og boða til kosninga. Stjómin hefur ekki hreinan meiri- hluta á þinginu heldur treystir á stuðning flokksins Nýs lýðræðis, sem þykir fylgja hentistefnu og er á hægri væng stjórnmálanna. Voru það þing- menn hans sem greiddu atkvæði á móti stjórninni. Krefjast kosninga í júní Jafnaðarmenn kröfðust þess í gær að boðað yrði til kosninga í júní en skoðanakannanir spá þeim töluverðri fylgisaukningu verði kosið nú. Bengt Westerberg, leiðtogi Þjóðar- flokksins, sagði í viðtali í morgun- þætti sjónvarpsstöðvarinnar TV-4, að hann teldi „verulegar" líkur á að kosið yrði fyrir september 1994, en þá ber að halda næstu kosningar lögum samkvæmt. Auðmýkjandi ósigur blasir við Borís Jeítsín um einhveijar breytingar gerðar á drögunum. Ennfremur er búist við að þingið komi aftur saman seint í apríl eða í bytjun maí til að halda áfram þar sem frá var horfið. Sjá fréttir á bls. 27. Reuter Bankamaður veldur ólgu í Belgrad MIKIL ólga ríkti á meðal stjómmálamanna í Serbíu í gær þegar serb- neski fjármálamaðurinn Jezdimir Vasiljevic hótaði að afhjúpa spillingu innan stjórnkerfisins. Vasiljevic skipulagði skákeinvígi Bobby Fischers og Borís Spasskís í fyrra og flúði til Israels á mánudag. Fólk sem á sparifé í banka Vasiljevics, Jugoscandic, er einnig í öngum sínum vegna skyndi- legrar brottfarar hans og myndin var tekin af sparifjáreigendum sem reyndu að taka út fé af reikningum sínum. Stríðið í Bosníu Hermenn í gíslingn Baiya Koviljaca í Serbíu. Reuter. REIÐIR múslimar héldu breskum hermönnum í gisl- ingu í gær eftir að þeir fylgdu starfsmönnum Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna til Kopjevic, umsetins héraðs múslima í austurhluta Bosníu- Herzegovínu. 2.000-6.000 múslimar um- kringdu tvo breska brynvarða herbíla og neituðu þeim að aka í burtu. Starfsmenn Flótta- mannahjálparinnar áttu að ná í 75 særða músiima, aðallega karlmenn, en Bosníu-Serbar sögðu að þeir mættu aðeins flytja konur og börn þaðan. íbú- ar héraðsins sögðu þá við starfs- mennina að úr því þeir tækju ekki allt særða fólkið með sér færi enginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.