Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 36 Stórmótið í Linares Karpov fekk ótrúlega útreid __________Skák______________ Margeir Pétursson EFTIR tvísýna baráttu framan af stórmótinu í Linares hefur Gary Kasparov sýnt hver valdið hefur í skákheiminum. í tíundu umferðinni gjörsigraði hann Anatólí Karpov, keppinaut sinn um heimsmeistaratitilinn til margra ára. Þótt Kasparov væri með svart í skákinni lék hann Karpov svo grátt að þess eru ekki dæmi í öllum þeim fjölda viðureigna sem þeir hafa háð innbyrðis. Eftir 18 leiki var Karpov þegar kominn í nauðvörn og þegar -hann féll á tíma eftir aðems 27 leiki hefði hann alveg eins getað gefist upp, staðan var gjörtöpuð. Það eina sem skyggði á þennan glæsta sigur Kasparovs var að í 24. leik, þegar Karpov átti aðeins eina mínútu eftir, fékk hann áminningu frá dómurunum. í refsingarskyni bættu þeir tveimur mínútum við tíma Karpovs, sem dugði þó skammt. Brot heimsmeistarans var í því fólgið að eftir að hann kom peði sínu upp í borð og drap hrók í leiðinni, þá lét hann peðið standa á uppkomureitnum og hirti ekki um að setja nýjan mann inná í staðinn. Heimsmeistarinn hefur líklega gengið út frá því sem vísu að allir viðstaddir tækju það sem sjálfsagð- an hlut að peðið væri orðið að drottningu. Réttilega voru Karpov og dómar- arnir ekki á sama máli. Það er afar sjaldgæft að fremstu stórmeistarar heims fái á sig áminningu fyrir brot á skákreglunum, hvað þá að það hendi sjálfan heimsmeistarann. Með þessum sigri sínum náði Kasparov vinningsforskoti á þá Anand og Karpov og fátt virðist nú geta komið í veg fyrir öruggan sig- ur hans á mótinu annað árið í röð. Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Gary Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. f3 - 0-0, 6. Be3 - e5, 7. Rge2 ' Aður hefur Karpov jafnan leikið 7. d5 í þessari stöðu gegn Kasparov en fylgir nú nýjustu tískusveiflum. 7. - c6, 8. Dd2 - Rbd7, 9. Hdl í þessari stöðu er nær alltaf lang- hrókað og staðan verður mjög tvísýn, því teflendur sækja hvor á sínum vængnum. Karpov vill greinilega forð- ast flækjur. 9. — a6, 10. dxe5 — Rxe5! Nýr leikur í stöðunni og eftir þetta verður d6 peðinu tæplega bjargað, en Kasparov er alveg sáttur við að fóma því fyrir gagnfæri. 11. b3 — b5, 12. cxb5 — axb5, 13. Dxd6 - Rfd7, 14. f4 - b4! Daglegt líf, ferðalög og bOar kemur út á föstudögum. Þetta er upplýsandi og skemmtilegt blað sem fjallar um allar hliðar mannlífsins. Eins og nafnið bendir til er blaðinu ekkert mannlegt óviðkomandi. Fróðlegar greinar um fólk á öllum aldri, áhugamál þess, mál sem varða fjölskylduna, vinina, skemmtileg mál eöa vandamál em til umfjöllunar auk greina um allt sem snertir ferðalög og bíla. Famar em troðnar slóðir sem ótroðnar í greinum um ferðalög og skoðaðir em bílar af öllum stærðum og gerðum. kjarni málsins! 15. Rbl?! Þessi leikur er fullhægfara í svo hvassri stöðu. Skýringarinnar er e.t.v. að leita í því að Karpov hafi vanmetið 18. leik andstæðingsins. Aðrir mögu- leikar voru: a) 15. Dxb4? - c5!, 16. Bxc5 - Rxc5!, 17. Dxc5 - Rd3+, 18. Hxd3 - Dxd3 og þótt hvítur hafi þrjú peð fyrir skipta- muninn er hann alltof langt á eftir í liðsskipan. b) 15. Ra4 — Hxa4!, 16. bxa4 — Rc4, 17. Dd3 - Rb2, 18. Db3 - Rxdl 19. Dxdl og möguleikar svarts í þessari stöðu eru a.m.k. jafnir. c) 15. fxe5 — bxc3 (Síður 15. — Bxe5, 16. Dxc6 — Ha6 vegna, 17. Hxd7! — Dh4+, 18. g3) 16. Rxc3 (16. e6?! - fxe6, 17. Dxe6+ — Kh8, 18. Dxc6 — Hxa2, 19. Rxc3 — Da5 og sóknarfæri svarts fyrir peðin tvö eru alltof hættuleg og svipað verður upp á teningnum eftir 16. Dxc6 — Hxa2) 16. — Bxe5, 17. Dxc6 - Bb7!, 18. Dxb7 - Bxc3+, 19. Kf2 — Dh4+, 20. Kgl — Rf6 og þar sem hvíti hrókurinn á hl kemst ekki í leikinn á næstunni er staða hvíts afar erfið. 15. - Rg4, 16. Bd4?! Mjög eðlilegur leikur, en hann gefur svarti kost á leikvinningi í framhaldinu, 18. — c6-c5, sem reynist afdrifaríkt. Betra virðist 16. Bgl með það fyrir augum að geta svarað 16. — Hxa2 með 17. Dxb4. Nú nær Kasparov að taka öll völd í skákinni. 16. - Bxd4, 17. Dxd4 17. Rxd4 - He8, 18. Rd2 - Hxa2 virðist engu betra, þá vinnur svartur t.d. eftir 19. Rxc6? - Db6. 17. - Hxa2, 18. h3 - c5!, 19. Dgl Hvítur er kominn á algjört undanhald en 19. Dd3 var síst betra vegna 19. — Ba6! og nú: a), 20. Dxd7 — Dh4+, 21. g3 — Hxe2+!, 22. Bxe2 — Dxg3+, 23. Kd2 — Dxf4+, 24. Kc2 — Re3+ og vinn- ur. b) 20. Df3 - Rde5!!, 21. fxe5 - Rxe5, 22. Hxd8 (eða 22. Df4 - Rd3+, 23. Hxd3 - Bxd3!, 24. Rd2 - Bxe2, 25. Bxe2 - Dd4, 26. Hfl - Hd8!, 27. Dxf7+ — Kh8 og vinnur) 22. — Rxf3+, 23. gxf3 - Hxd8, 24. Rg3 - Bd3! með auðunnu endatafli á svart. 19. - Rgf6, 20. e5? Tapleikurinn, en eftir 20. De3 — Bb7 er hvítur líka illa settur. 20. - Re4, 21. h4 - c4! Aðstaða Karpovs er ömurleg. Hann getur ekki þróað stöðu sína eðlilega og Kasparov leikur sér að honum eins og köttur að mús. 22. bxc4 er nú svarað með 22. — Da5, 23. De3 — Rdc5 og hvítur getur sig hvergi hreyft. 22. Dd4 er líka slæmt vegna 22. — c3!, 23. Dxe4 - c2 24. Hcl - Rc5. 22. Rcl Takið eftir því að Karpov er”í þeirri háðulegu aðstöðu að hafa stillt öllum mönnum sínum upp á fyrstu reitaröðina og hefur ekki náð að endurbæta upp- hafsstöðuna nema síður sé. 22. - c3!!, 23. Rxa2 - c2, 24. Dd4 Svartur vinnur glæsilega eftir 24. Hcl — Rxe5!: a) 25. Hxc2 - Rd3+, 26. Bxd3 - Dxd3, 27. Rxb4 - Dxb3 (Eða 27. - Dg3+, 28. Kdl — Dxb3) og nú á hvítur ekk- ert betra en 28. Rc3 sem er augljóslega ófullnægjandi. b) 25. De3 - cxbl=D, 26. Hxbl - Rg4!, 27. Dd3 (27. Dxe4 - He8) 27. - De8! og hvítur ræður ekki við hinar fjöl- mörgu hótanir svarts. 24. - cxdl=D+, 25. Kxdl Eða 25. Dxdl - Db6, 26. Df3 - Bb7 og öll spjót standa á hvíti. 25. - Rdc5, 26. Dxd8 - Hxd8+, 27. Kc2 — Rf2 og í þessari vonlausu stöðu féll Karpov á tfma. Snilldarleg skák af hálfu Kasp- arovs, skýringarnar bregða vonandi yósi á það hversu mörg gífurlega flókin afbrigði hann þurfti að reikna út meðan á henni stóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.