Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 33 Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar og Co. úrskurðuð gjaldþrota Fundir um Um 7 0 starfsmenn í vinnu hjá fyrirtækinu stöðu sjáv- arútvegs STAFNBÚI, félag sjávarútvegs- fræðinema við Háskólann á Ak- ureyri, efnir til funda á Norður- og Austurlandi vegna hinnar al- varlegrar stöðu sjávarútvegs landsmanna. Fyrsti fundurinn verður í Víkurröst á Dalvík á Niðursuðuverksmiðja K. Jónsonar og Co. var úrskiu'ð- uð gjaldþrota hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær að beiðni stjórnar félagsins. Fyrirtækið hefur átt í mikl- um rekstrarerfiðleikum undanfarið og var tap af rekstr- inum á síðasta ári um 100 miiyónir króna og var eigið fé þess neikvætt um 25 milljónir króna í lok síðasta árs. Fyrirtækinu var neitað um afurðalán vegna grá- sleppuhrognakaupa og þá átti það yfir höfði sér kröfur vegna meintra vangoldinna tolla, þannig að stjórn fé- lagsins taldi möguleika á fjármagna reksturinn ekki lengur fyrir hendi og var því óskað eftir gjaldþrotaskipt- um. Um 70 manns unnu hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur átt í veruleg- um rekstrarörðugleikum um skeið, sem m.a. stafa af hækkandi til- kostnaði á sama tíma og afurða- verð hefur staðið í stað eða lækk- að og þá hafa háir vextir valdið fyrirtækinu erfíðleikum. Ekki þóttu lengur möguleikar á að fjár- magna reksturinn, fyrirtækið var komið í greiðsluþrot og samþykkti stjórn þess samhljóða á fundi í gær að óska eftir gjaldþrotaskiptum til að firra lánardrottna frekara tjóni. Neitað um afurðalán Síðustu fímm ár hefur gengið á eigið fé fyrirtækisins og var það neikvætt um 25 milljónir um síð- ustu áramót. Fyrirsjáanlegt þótti að félagið gæti ekki staðið í skilum eftir að viðskiptabanki þess, Landsbanki íslands, neitaði félag- inu um afurðalán, allt að 200 millj- ónum króna, vegna grásleppu- hrognakaupa, en vinnsla þeirra nánast ein skilaði hagnaði síðast- liðin ár. Félagið gat ekki sjálft fjár- magnað kaupin svo og yfírvofandi kröfur vegna meintra vangoldinna tolla að upphæð um 150-200 milljónir króna og því var ekki lengur rekstrargrundvöllur fyrir félagið. Bókfært verð eigna Niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar sam- kvæmt ársreikningi 1992 er 797,6 milljónir króna, en skuldir félags- ins nema samtals 822,5 milljónum króna, þar af eru skammtíma- skuldir 629,5 milljónir króna og langtímaskuldir 193 milljónir króna. Tap af rekstrinum var um 100 milljónir króna á síðasta ári, eða 10,35% af veltu og hreint rekstrarfé er neikvætt um tæplega 190 milljónir. Markaðurinn lokaðist Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- son og Co var stofnuð 13. nóvem- ber árið 1947, en félagið hefur frá upphafí framleitt niðursuðuvörur bæði fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings, en einnig hefur á síðustu árum verið framleidd fros- in rækja og kavíar úr grásleppu- hrognum hjá félaginu. Mikilvæg- asti markaðurinn fyrir afurðir fyr- irtækisins var í Sovétríkjunum, en sá markaður lokaðist fyrir þremur árum. Stærsti markaðurinn að undanfömu hefur verið á Englandi auk Frakklands, Þýskalands og á Norðurlöndum. Fyrirtækið hafði yfir að ráða um 8.000 fermetra húsnæði og frystigeymslur upp á 6.200 fer- metra. Auk framleiðslunnar var rekin hjá fyrirtækinu rannsóknar- stofa og þá var það með eigin söluskrifstofu. K. Jónsson og Co var í eigu Kristjáns Jónssonar og bama hans auk fyrirtækjanna Samheija á Akureyri og Sæplasts á Dalvík. Ólafur Birgir Ámason hrl. var skipaður skiptastjóri búsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Tómlegt LÍTIÐ líf var á athafnasvæði K. Jónssonar eftir að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í gær. Á innfelldu myndinni sést Kristján Jónsson, stofnandi og aðaleigandi fyrirtækisins. morgun og hefst klukkan 14.30. Á fundinum verður rætt um stöðu smærri útgerða og framtíð þeirra. Fyrirlesarar verða þeir Sveinn Hjört- ur Hjartarson, Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, Öm Pálsson, Landssambandi smábátaeigenda, Valdimar Kjartansson, útgerðarmað- ur á Hauganesi, Hálfdán Kristjáns- son, bæjarstjóri í Ólafsfirði, Jón Her- mann Óskarsson, Stafnbúa, og Skarphéðinn Jósepsson, Stafnbúa. ♦ ♦ ♦-------- ■ MÁLÞING um heimspeki- kennslu í gmnn- og framhaldsskól- um verður haldið i Háskólanum á Akureyri á laugardag, 13. mars nk., og stendur það frá kl. 14 til 17.30. Það er Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri sem efnir til málþingsins. Þeir sem flytja fyrir- lestra eru dr. Hreinn Pálsson, Atli Harðarson MA og dr. Kristján Kristjánsson, en í fyrirlestrunum verður fjallað um heimspeki sem þátt í uppeldi og kennslu í skólum landsins. Allt áhugafólk er velkomið á málþingið og er aðgangur ókeypis. Þrotabú Híbýla hf. afhendi bæjarsjóði kaupleiguíbúðir ÞROTABÚ Híbýla hf. hefur verið dæmt til að afhenda bæjarsjóði Akureyrar 15 íbúðir í fjölbýl- ishúsi við Helgamagrastræti 53. Umræddar íbúð- ir eru kaupleiguíbúðir á vegum Akureyrarbæj- ar, en Híbýli var með húsið í byggingu er fyrir- tækið varð gjaldþrota. Dómur féll í málinu í Hæstarétti í gær, en því var áfrýjað í ágúst 1990. í kjölfar gjaldþrots byggingafyrirtækisins Híbýla hf. reis m.a. skiptaréttarmál á milli þrotabús Híbýla og bæjarsjóðs Akureyrar, sem snerist um hvort búinu bæri að afhenda bæjarsjóði til fullrar og kvaðalausrar eignar 15 íbúðir í húsinu við Helgamagrastræti 53. Lagði Akur- eyrarbær fram gögn í málinu er byggðust á því að um verksamning milli aðila væri að ræða og bærinn sem verkkaupi hafi eignast mannvirkið um leið og það reis. Fulltrúar þrotabúsins töldu að um kaupsamning hafi verið að ræða og fyrirtækinu úthlutað lóðinni kvaða- laust og öll mannvirki sem á henni hafí verið reist því eign þrotabúsins. Sérstakur setuskiptaráðandi, Margrét Heinreksdóttir, úrskurðaði í málinu árið 1990 á þá leið að viðurkenndur var óskilyrtur eignarréttur Akureyrarbæjar á íbúðunum og þrotabúinu því gert að afhenda bæjarsjóði þær utan skuldaraðar. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og var dómur í málinu kveðinn upp í gær og var hann samhljóða fyrri úrskurði að öðru leiti en varðaði málskostnað, en þrotabú Hfbýla var gert að greiða bæjarsjóði Akureyrar 300 þúsund krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að ágreiningslaust var að Híbýli fékk úthlutað leigulóð frá Akureyrarbæ til að byggja á fjölbýlishús. Akureyrarbær var og er eigandi lóðarinnar og úthlutaði verktakanum henni á leigu til byggingar fjölbýlishúss og ekkert hafi verið því til fyrirstöðu að bærinn gerði verksamninga við lóðar- hafa um byggingu íbúðanna, eins og gert var. Sem að- ili að verksamningnum hafi bærinn orðið eigandi að íbúð- unum við það að efna greiðslur samkvæmt þeim. Ni er meiro spunnið í símann pinn en |>ú heldur Vakning/áminning* efhann er tengdur stafrœna símakerfinu *Þessi þjónusta ertil staðar hjá öllum notendum stafræna símakerfisins. Að sjálfsögðu getur þú einnig hringt í 02 eins og áður og látið vekja þig. Notaðu símann þinn; hann gerir meira gagn en þig grunar. Til að fá nánari upplýsingar um sérþjónustu stafræna sfmakerfisins getur þú hringt í númer 99-6363 á skrifstofu- tíma (sama gjald fyrir alla landsmenn), á söludeild Pósts og síma eða á næstu póst- og símstöð. Vakning/áminning kostar 5 skref eða kr. 16.60. Þú getur látið símann þinn vekja þig eða minna þig á áríðandi stefnumót hvenær sólarhringsins sem er. Ef þú þarft að vakna snemma, til dæmis klukkan 4.00 vegna ferðalags til útlanda, er gott að geta treyst á að síminn veki þig. Þegar þú pantar vakninguna tekur þú upp símatólið og eftir að sónninn kemur ýtir þú á E355Qvakningartímann 0400 03 Ef þú hættir við að láta símann vekja þig, ýtir þú á £355 Qvakningartímann 0400 £3 SÉRÞJÓNUSTA SÍMANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.