Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 Skíp Eimskips nær eingöngu með íslenskum áhöfnum Tæknibylting í flutningaþjónustu skýrir fækkun skipa eftirÞorkel Sigurlaugsson Undanfarið hefur nokkur um- ræða verið um atvinnumál far- manna vegna verulegrar fækkunar þeirra undanfarin ár. Látið hefur verið að því liggja að skýringin fel- ist að stærstum hluta í útflöggun skipa. Útflöggun hefur það verið kallað þegar skip í eigu íslenskra aðila og skip á þurrleigu er skráð erlendis. Fækkun farmanna hjá Eimskipi felst hins vegar ekki i útflöggun skipa í siglingum til og frá landinu, heldur vegna þess að skipum hefur fækkað og þau stækkað. Einnig hefur fækkað í áhöfn hvers skips vegna nýs tækja- búnaðar og tæknibyltingar í flutn- ingaþjónustu, aðallega vegna gámavæðingar í flutningum. Það er stefna Eimskips, við óbreyttar forsendur, að manna skip í áætiun- arsiglingum til og frá landinu með íslenskum áhöfnum. Hvorki Eim- skip né önnur íslensk *félög geta hins vegar keppt í siglingum á al- þjóðamarkaði erlendis með íslensk- um áhöfnum. Hæjta er á að svipuð þróun geti orðið í siglingum til og frá landinu. Ef borinn er saman launakostn- aður skips með íslenskri og erlendri áhöfn, þá er launakostnaður skips með erlendri áhöfn um 40% lægri. Þá er miðað við laun sem eru viður- kennd af ITF (Intemational Tran- sport Federation). ITF eru alþjóðleg samtök flutningaverkamanna og er Sjómannasamband Islands fulltrúi þeirra hér á landi. Mikilvægt er að átta sig á þeirri staðreynd, að á erlendum mörkuðum erum við í harðri samkeppni við aðila með umtalsvert lægri launakostnað og útilokað að keppa á þessum mörk- uðum með íslenskar áhafnir miðað við núverandi aðstæður. Þess vegna er mjög eðlilegt að hugað sé að því nú að koma upp skipaskrá hér á landi, sem styrki samkeppnisstöðu íslenskra skipa og íslenskra far- manna á sama hátt og gert hefur verið víða í nágrannalöndum okkar. íslendingar í áhöfnum skipa Eimskips í reglubundnum siglingum til og frá landinu og innanlands er Eim- 21 skip Skip EIMSKIPS 1982-92 Bæði eigin skip EIMSKIPS og leiguskip 11 skip Tonn Flutningur EIMSKIPS á hvert skip 1982-92 90.000--------------------------------------------------------- 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 skip með 10 skip í rekstri. Af þeim eru 9 skip algjörlega með íslenskri áhöfn. Auk þess er Eimskip með eitt skip einvörðungu í reksti er- lendis. Það skip er með erlendri áhöfn að hluta. Auk þess hefur fé- lagið ætíð verið með 1-3 skip á leigu í tilfallandi verkefnum. í meðfylgj- andi töflu kemur fram mönnun skipa Eimskips. Þar kemur m.a. fram að eingöngu 8 útlendingar eru í áhöfnum þeirra skipa félagsins sem eru í reglubundnum siglingum. Nokkur árangur hefur náðst í að breyta mönnunarreglum skipa, oft í ágætu samstarfi við íslensk stéttarfélög. Breyttar mönnunar- reglur hafa átt sinn þátt í að halda samgöngum til og frá landinu að mestu í höndum Islendinga og ís- lenskra fyrirtækja, en meira þarf til ef tryggja á að svo verði áfram. Mönnun skipa í reglubundnum rekstri hjá Eimskip Eigin skip Stöðugildi ísl. stöður Erl. stöður Brúarfoss 18 18 0 Dettifoss 11 11 0 Grundarfoss 11 11 0 Lagarfoss 11 11 0 Laxfoss 18 18 0 Reykjafoss 11 11 0 Selfoss 11 11 0 Skógafoss Leiguskip: 11 11 0 Bakkafoss 11 11 0 Helga J0 2 8 123 115 8 Hlutfall 100% 94% 6% Auk þess er Eimskip með Irafoss í rekstri erlendis og er skipið mann- að tveimur íslendingum og átta útlendingum. Lækkun flutningsgjalda undanfarin ár Vöruflutningastarfsemi hér á landi er sú atvinnugrein, sem hefur skilað hvað mestri framleiðniaukn- ingu í þjóðfélaginu á undanfömum árum. Vöruflutningaþjónusta á sjó milli landa nýtur engrar opinberrar verndar og siglingar til og frá land- inu eru fijálsar. Sem dæmi um þær breytingar sem hafa orðið má nefna áð með áætlunarskipum Eimskips á síðasta ári var útflutningur í fyrsta sinn meiri en innflutningur. Er nú meira jafnvægi í flutningum áætlunar- skipa á Evrópuleiðum í útflutningi og innflutningi en nokkru sinni fyrr. Þetta er ein skýring á umtalsverðri lækkun flutningskostnaðar á und- anförnum árum. Áður fyrr sigldu sérbyggð skip, t.d. frystiskip með frystan fisk og kæliskip með salt- fisk. Þau sigldu oft og tíðum með fullfermi á útleið og nánast tóm heim, en áætlunarskip með stykkja- vöru í innflutningi komu með full- fermi heim, en fóru nánast tóm frá landinu. Gámavæðingin hefur gert mögulegt að breyta flutningakerf- inu og auka þannig hagkvæmni í vöruflutningum landsmanna. Eim- skip flytur nú frystan fisk í frysti- gámum til Evrópu, saltfisk í kæli- gámum og ferskur fískur er fluttur með einangruðum gámum. Áður var hann svo til eingöngu fluttur með fískiskipum. Siglingar til og frá landinu hafa verið öruggar og lagað sig að þörf- um inn- og útflytjenda. Eimskip hefur verið nægilega öflugt og haft næga markaðshlutdeild til að geta rekið stór og hagkvæm skip með sífellt lægri kostnaði á hvert flutt tonn. Þessi þróun hefur átt sér stað allan síðasta áratug og nú er svo komið að jafnvægi er í inn- og út- flutningi með stærstu áætlunar- skipum félagsins, Brúarfossi og Laxfossi. Þessi tvö skip annast 60% af öllum flutningum félagsins í áætlunarsiglingum. Skipum fækkað um helming en flutningsmagn aukist Tækniþróun í skipum og breytt flutningatækni hefur leitt til þess að skipum hefur fækkað verulega á sama tíma og flutningsmagn hef- ur aukist. Fyrir röskum áratug var Eimskip með yfir 20 skip í rekstri. m ÞRUMU L0ST1NN! Fyrirferðarlítil og hljómurinn er eins og þruma úr heiðskíru tœki. Verð aðeins 52.500 s,gr 49.900 (JJj Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI: 691515 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20 Þorkell Sigurlaugsson, „Það er mikill misskiln- ingur sem kemur fram í máli sumra þing- manna og annarra, að fækkun sjómanna hjá J Eimskipi megi að miklu leyti rekja til útflögg- g unar skipa undir henti- fána. Það gildir ekki . hvað Eimskip varðar. Á undanförnum árum hafa þau verið nær helmingi færri. Á sama tíma hefur flutningsmagn félagsins aukist um 60%. Það er mikill mis- skilningur sem kemur fram í máli sumra þingmanna og annarra, að fækkun sjómanna hjá Eimskipi megi að miklu leyti rekja til útflögg- unar skipa undir hentifána. Það gildir ekki hvað Eimskip varðar. Nú þarf færri skip og færri sjó- menn til að annast flutninga til og frá landinu en áður. Það breytir hins vegar ekki því að eðlilegt er að menn velti fyrir sér hvað hægt sé að gera til tryggja atvinnuöryggi sjómanna. Hættan er sú að til við- bótar við fækkun vegna hagræðing- ar verði fækkun vegna þess að við búum við lakari samkeppnisstöðu en nágrannaþjóðir okkar. Ef litið er á þróun síðustu ára kemur hún greinilega fram á mynd hér að framan hvað varðar fjölda skipa hjá Eimskip í samanburði við flutt tonn hjá félaginu. Eins og sést á myndinni hefur framleiðni aukist verulega vegna fækkunar skipa og fækkunar í áhöfnum, á sama tíma og flutnings- magn hefur aukist verulega. Vinna hefur færst á milli starfsgreina og ekki er þörf fyrir sama fjölda sjó- manna og var fyrir 10-20 árum. í öðrum atvinnugreinum hefur starfsmönnum fjölgað. Þetta er dæmi um eðlilegan tilflutning vinnuafls í þjóðfélaginu, sem hefur verið að gerast á undanförnum ára- tugum. Kyndarar hurfu þegar hætt var að nota kol sem eldsneyti og loftskeytamenn hafa einnig horfið að mestu sem starfsstétt eftir að ný fjarskiptatækni kom til sögunn- ar. Nefna má hliðstæð dæmi úr öðrum atvinnugreinum. í löndum þar sem hamlað hefur verið gegn slíkri þróun hefur atvinnuleysi auk- ist og lífskjör versnað. Hagræðing og fækkun skipa var nauðsynleg til að tryggja það að íslensk flutn- ingaþjónusta væri samkeppnisfær. Til að tryggja samkeppnisstöðu okkar á komandi tímum verðum við að búa við svipaðar reglur og sam- keppnisskilyrði og nágrannaþjóðir okkar. Það er mikilvægt að við höldum samgöngum til og frá land- inu í eigin höndum og að skip í reglubundnum siglinum til og frá landinu verði í öllum aðalatriðum mönnuð íslenskum áhöfnum. Oft hyggílegra að leigja skip en kaupa Eimskip hefur lagt áherslu á að fjárfesta einvörðungu í skipakosti þegar þokkaleg vissa er fyrir því að slíkt væri arðsamt, áhættulítið og félagið hafí til þess fjárhagslegt bolmagn. Félagið hefur kappkostað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.