Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 Sjúkrabílamir voru skráðir með fyrirvara Bifreiðaeftirlitið kannar hvort sömu sjúkrapúðarnir séu notaðir til að koma mörgum bílum í gegnum skoðun KARL Ragnars, forstjóri Bifreiðaskoðunar íslands hf., segir að samkvæmt skrá Bifreiðaskoðunar hafi fjórir sjúkrabílar verið skráðir með fyrirvara um endurskoðun vegna athugasemda um ljósabúnað, hjólahlífar, slökkvi- tæki og sjúkrakassa á mánudag. Hann segist ætla að leita svara við þvi hjá Rauða krossi Islands hvort sömu sjúkrap- úðarnir séu notaðir til að koma mörgum sjúkrabílum í gegnum skoðun eins og ýjað hafi verið að í frétt Morgun- blaðsins á fimmudag. Valdemar Helgason leikari látinn VALDEMAR Helgason leikari er látinn, 89 ára að aldri. VALDEMAR fæddist 15. júlí 1903 í Gunnólfsvík í Skeggjastaðarhrepp í N-Múlasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Sigurður Pálsson bóndi, síðast í Ásseli í Sauðanes- hrepp í N-Þingeyjarsýslu og Amdís Karitas Sigvaldadóttir. Valdemar lauk gagnfræðaprófí frá Akureyri árið 1928 og stundaði tungumála- nám við Háskóla íslands tvo vetur. Hann var skrifstofumaður hjá Skipaútgerð ríkisins í Reykjavík frá 1930 til 1932, sölumaður og fulltrúi hjá Áfengisverslun ríkisins frá 1932 til 1961 og fulltrúi hjá ÁTVR 1961 til 1973. Valdemar var leikari hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur frá árinu 1931 til 1950 og í Þjóðleikhúsinu frá árinu 1950 til 1982. Auk þess tók hann þátt í leiksýningum einkaleikflokka í Reykjavík og fór í leikferðir um landið. Hann lék fjöldamörg hlut- verk f Ríkisútvarpinu, í íslenskum kvikmyndum auk þess sem hann kom fram í sjónvarpi. Valdemar átti sæti í stjóm Félags Valdemar Helgason ísl. Ieikara á árunum 1948 til 1957, sat í stjóm og varastjóm Finnlands- vinafélagsins SUOMI og sat í stjóm Félags Þingeyinga í Reykjavík frá árinu 1942 til 1961. Eftirlifandi eiginkona Valdemars er Jóhanna Bjömsdóttir. Sigríður J. Ragnar kennari látín SIGRÍÐUR J. Ragnar kennari og ekkja Ragnars H. Ragnar tón- skálds lést á ísafirði í gær á 71. aldursári. Hún hefur staðið að rekstri Tónlistarskóla ísafjarðar frá stofnun hans og átt stóran fiátt í eflingu menningarlífs á safirði frá þvi hún flutti til staðarins frá Ameríku ásamt Ragnari 1948. Sigríður var fædd á Gautlöndum í Mývatnssveit 26. júlí 1922, dóttir hjónanna Jóns Gauta Péturssonar bónda þar og konu hans, Önnu Jak- obsdóttur frá Narfastöðum. Eftir gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri hóf hún nám við Kenn- araskólann í Reykjavík haustið 1944. Þá um veturinn kynntist hún Vestur-íslendingnum Ragnari Hjálmarssyni Ragnar sem hér var staddur sem hermaður í Bandaríkja- her. Þau giftust sumarið 1945 og fluttu til Norður-Dakóta í Bandaríkj- unum þar sem þau störfuðu við tón- mennt til ársins 1948 að Ragnari bauðst staða við nýstofnaðan Tón- listarskóla ísafjarðar. Þau störfuðu við skólann til dauðadags og sköp- uðu nánast úr engu einn öflugasta og þekktasta tónlistarskóla landsins. Áuk þess að vera framarlega í menningarmálum staðarins fengu þau fjölda listamanna til að heim- sækja ísafjörð og var heimili þeirra, sem Sigríður stjómaði af einstökum dugnaði, allt í senn, skóli fyrir á annað hundrað böm, miðstöð menn- ingarmála og heimili listamanna sem bæinn heimsóttu. Sigríður var helsti frumkvöðull að stofnun vestfírskra Sigríður J. Ragnar náttúruvemdarsamtaka og í stjórn þeirra. Hún vann einnig ötullega að stofnun Kvennalistans á ísafírði. Þá sat hún í Menningarráði ísafjarðar í fyölda ára auk annarra trúnaðar- starfa. Böm hennar og Ragnars eru öll þekkt tónlistarfólk, en þau em Anna Áslaug píanóleikari og kennari í Þýskalandi, Sigríður skólastjóri Tón- listarskóla ísafjarðar og Hjálmar Helgi tónskáld. Úlfar. Karl sagði að sjúkrabílarnir hefðu verið afgreiddir eins og venja væri þegar um bifreiðar sem hefði verið breytt væri að ræða. Þeir hefðu verið skoðaðir og feng- ið skráningu með þeim fyrirvara að þeir yrðu færðir til endurskoð- unar þegar þeir væru endanleg tilbúnir. Reglugerð um sjúkrakassa Hann sagði að reglugerð gerði ráð fyrir að sjúkrakassi væri í bíl- um af þessu tagi og ætti sam- kvæmt skilgreiningu landlæknis að vera í honum verkjatöflur, heftiplástur, grisjuplástur, sára- bindi, sárabögull, sflikongrisjur, saltvatn til sárahreinsunar, teygju- bindi og skæri. Starfsmenn eftir- litsins hefðu síðan það hlutverk að kanna hvort þessum skilyrðum væri uppfyllt. Eins og slökkvitæki í slökkvibílum Sjálfur sagðist Karl ekki sjá ástæðu til þess að sjúkrabílar, fremur en aðrir bílar sem ættu að hafa sjúkrakassa, þyftu ekki að hafa plástra og sjárabindi. „Öllu frekar þurfa þeir að hafa þetta því þeir eru oft í hættulegum akstri sem gæti verið slysavaldandi. Þannig að það er mín skoðun að það sé afskaplega nauðsynlgt að slík gögn séu í sjúkrabflum," sagði hann og bætti við að hann hefði heyrt sagt að það að krefjast þess að sjúkrabíll væri með sjúkrakassa væri álíka eins og að ætlast til þess að slökkvibíll væri með slökkvitæki. Sjálfum fyndist hon- um það ekki óeðlilegt. Starfsmenn bifreiðaskoðunar blekktir Karl sagði að í frétt Morgun- blaðsins á fímmtudag væri ýjað að því að starfsmenn Bifreiðaskoð- unar væru blekktir með því að sami sjúkrapúðinn væri notaður til að koma mörgum sjúkrabílum í gegnum skoðun og ætlaði hann að óska svara Rauða krossins við því. Eigandi fataverslunarinnar Póstvals Fjölskyldufyrirtaíki Friðrik ásamt eiginkonu sinni, Herdísi Gunngeirsdóttur, og tengdadóttur þeirra, Valdísi Ólafsdóttur, en þær starfa í Póstval. Um 30% lægra verð en í versl- unum í Englandi NÝ FATAVERSLUN verður opnuð í Skútuvogi 1 á morg- un, laugardag, undir nafninu Póstval og verður þar eink- um boðið upp á ódýran fatnað. Eigandi verslunarinnar er Friðrik Björnsson og segir hann að verð á fatnaði í versluninni verði um 30% undir verði á sama fatnaði út úr verslunum í London. Friðrik segir að hann geti boð- ið fatnaðinn við svo lágu verði með samstarfi við aðila í Eng- landf sem reka 47 verslanir og kaupa inn í miklu magni. „Við göngum inn í þessi innkaup og fáum ekki vöruna á brettum eða í pakkapósti heldur tökum við þetta inn í heilum gámum. Varan fer ekki í gegnum heildsölu held- ur er seld beint í Póstvali. Með þessu náum við verðinu 30% lægra en sömu vörur kosta í versl- unum í Englandi," sagði Friðrik. Svar við utanferðum Hann sagði að með stofnun verslunarinnar hefði hann haft í huga allan þann fjölda lands- manna sem færu utan á haustin, einkum til Bretlands, til að kaupa fatnað. Verslunin væri svar hans við þessum verslunarferðum. „Ég býð alveg hliðstæða vöru nema hvað hún er 30% ódýrari." Auk fatnaðar eru seldar snyrti- og gjafavörur í Póstvali, auk skó- fatnaðar og rúmfata. Sem dæmi um verð má nefna að skyrta með bindi kostar tæpar 1.400 kr. í Póstvali en um 2.000 kr. í Eng- landi. „Þetta er ekki merkjavara, þótt hún sé innan um, eins og t.a.m. Levi’s- og Wrangler-galla- buxur, sem kosta um 3.000 kr. og Nike-íþróttaskór,“ sagði Frið- rik. Jakkaföt fást á tæpar 7.000 kr. í Póstvali, en einnig á um 11.000 kr. Dömukápur kosta frá um 2.000 til um sex þúsund króna. Opið verður frá klukkan 10-18 virka daga og 10-16 á laugardög- um. Samband ísl. tryggingafélaga um uppgjör líkamstjóna 170 milíjónir fara á ári til sérfræðinga SAMKVÆMT lauslegri athugun Sambands íslenskra trygg- ingafélaga (SÍT) hafa bifreiðatryggingafélögin greitt um 170 mil(jónir króna á árinu 1991 til lækna, lögfræðinga og trygg- injgastærðfræðinga vegna uppgjörs líkamstjóna. Á aðalfundi SIT í síðustu viku var fjallað um íslenskan skaðabótarétt, einkum skaðabótareglur vegna líkamstjóna, sem fulltrúar tfyRginR^félaganna te(ja að hafi skapað alvarlegan vanda sem felist í því, að sérfræðingar græddu á núverandi fyrirkomu- lagi en neytendur þyrftu að greiða brúsann, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá SÍT. Á aðalfundinum kom fram að um hafí verið vanbættir. skaðabótaréttur hérlendis sé frá- brugðinn Iöggjöf annarra Norður- landa en þar sé meginmarkmiðið að tryggja samræmi milli greiddra bóta og raunverulegs fjártjóns. Er því haldið fram í fréttatilkynningunni að skaðabótagreiðslur hér á landi vegna tiltölulega lítilla áverka nemi til muna hærri fjárhæðum en raun- verulegt fjártjón hins slasaða en þeir sem lent hafí í alvarlegum slys- Þá sé kostnaður við hvert sly- sauppgjör s.s. vegna þóknunar lækna, lögmanna og fleiri sérfræð- inga hár. Afleiðingamar séu þær að neytendur greiddu hærra iðgjald en ella þyrfti að vera. Á aðalfundinum var bent á að frá læknisfræðilegu sjónarmiði orki það mjög tvímælis að útreikningur tekj- utaps geti byggst á læknisfræðilegri örorku. Fara þurfi fram fjáhagslegt örorkumat þar sem reynt sé að meta hvaða áhrif áverki hefur á vinnugetu tjónþolans og fjárhag hans. Hálshnykksáverkar fímmfaldast Einnig kom fram á fundinum að aðeins einn af hverjum 200 sem fái hálshnykk, þurfi að leggjast inn á spítala og að um 80% þeirra sem slasast á hálsi hafi ekki tapað degi úr vinnu. Tíðni hálshnykks árið 1991 hefur um það bil fimmfaldast miðað við það sem var á árunum 1974 til 1985 en tíðni umferðarslysa hefur ekki aukist með sama hætti á þessu tíma- bili, að því er fram kom á aðalfundin- um og bent er á að miðað við tíðni- tölur á árinu 1991 séu 64% líkur á því að kona sem nær 70 ára aldri hljóti hálshnykk í umferðarslysi og líkumar séu 45% fyrir karlmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.